Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 29
M0RGUNJ3LAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990
—■ i : i--------!—i r / 11 • i i]—|—. V- i ■•■■‘t
Sigríður Vilhjálms
dóttir - Minning
Fædd 18. september 1903
Dáin 15. febrúar 1990
Látin er í Reykjavík á 87. aldurs-
ári Sigríður Vilhjálmsdóttir, sem
fædd var og uppalin á Seltjarnar-
nesinu en bjó lengi hjá bróður
sínum, ísak á Bjargi. Kallið kom
mjög skyndilega og óvænt, þó svo
að hún hafi átt við vanheilsu að
stríða um tíma, en Sigríður bjó í
húsinu sínu fram á síðasta dag.
Húsinu sem hún og eiginmaður
hennar, Sveinbjörn Gíslason, móð-
urbróðir minn reistu sér við Eikju-
vog 8. Húsi með stórum garði, sem
var líf og yndi Sigríðar og hún
hafði byggt upp af miklum dugnaði
og annaðist sjálf fram yfir áttræðis-
aldurinn. Hún kunni góð skill á
plöntunum í garðinum sínum og
hvað þeim hentaði og var ósöpr á
afleggjarana. Allt var í blóma hjá
henni bæði utan dyra sem innan.
Sigríður og Sveinbjörn giftu sig
30. apríl 1939. Þau eignuðust tvær
dætur. Björgu fædda 1. júlí 1941,
húsmóður, sem búsett er í Banda-
ríkjunum, og Sigurlaugu, fædda 7.
ágúst 1943, húsmóður og ritara,
búsetta í Reykjavík. Barnabörnin
eru fjögur talsins.
Sigríður og Sveinbjörn bytjuðu
búskap í sama húsi og foreldrar
mínir á Sólvallagötunni og er eldri
dóttirin, Björg, fædd þar en sú
yngri, Sigurlaug, fæddist í Keflavík,
þar sem Sigríður og Sveinbjörn
bjuggu í nokkur ár. Þau eignuðust
marga góða vini í Keflavík sem
haldið hafa tryggð við fjölskylduna
alla tíð. Þegar Pípugerð Reykjavík-
urborgar hóf starfsemi við Lang-
holtsveg fljótlega eftir síðari heims-
styrjöld tók Sveinbjörn við verk-
stjórn þar og fjölskyldan settist að
í litla húsinu við Langholtsveginn.
Ári síðar hóf faðir minn, Guðbjörn
Pálsson, vörubílstjóri, einnig störf
hjá Pípugerðinni og átti þeirra góða
samstarf, Sveinbjöms og föður
míns, eftir að standa í 20 ár hjá
Pípugerðinni. Sveinbjörn var sjúkl-
ingur síðustu ár ævinnar. Sigríður
hjúkraði honum heima af mikilli
alúð eða þar til hann lézt í júlí 1978.
Frá því ég fyrst man eftir mér
hafa leiðir foreldra minna, okkar
systranna og Sigríðar, Sveinbjöms
og dætra legið saman. Ef eitthvað
var um að vera vom þau þar. Minn-
isstæð eru jólaboðin hjá þeim, sem
voru árviss viðburður og mikið til-
hlökkunarefni. Þó árin liðu og
barnabörnin kæmu til sögunnar var
þeim bara bætt í hópinn. Sigríður
lét sig ekkert muna um það. Hún
var gestrisin og vinmörg enda glað-
vær og viðræðugóð.
Ekki get ég látið hjá líða að minn-
ast á beijaferðirnar sem fjölskyld-
urnar fóru saman á „boddýbiT föð-
ur míns á ámnum fyrir 1950. Ýmist
var farið austur í Þingvallasveit,
austur í Kamba eða upp í Kjós.
Fleiri slógust í hópinn. Hvert sæti
í „boddýinu" var skipað. Þá var oft
glatt á hjalla. Sigríður með sitt já-
kvæða hugarfar og léttu lund féll
vel í hópinn. Þetta vora góðar
stundir sem Ijúft er að minnast.
Ekki var þægindunum fyrir að fara,
setið á hörðum bekkjunum í „boddý-
inu“ og hossast á holóttum malar-
vegunum, en ekkert okkar sem
þarna var hefði viljað missa af þess-
um ferðum. Oft var komið héim
með mikið af beijum en Sigríður
og móðir mín tíndu einnig fjalla-
grös, sem þær höfðu með sér heim
og þurrkuðu og geymdu til síðari
tíma.
Sigríður og móðir mín, Guð-
munda Gísladóttir, áttu margt sam-
eiginlegt og voru i nánu sambandi
alla tíð. Traust og gagnkvæm vin-
átta tókst með þeim strax við fyrstu
kynni og var þar aldrei orðinu hall-
að. Þannig hafa leiðir Sigríðar og
minna nánustu legið saman í gegn-
um árin. Að leiðarlokum þakka ég
fyrir samfylgdina. Sigríður fylgdist
vel með öllu sínu skylduliði og sam-
fagnaði svo sannarlega þegar vel
gekk.
Blessunarorðin og heillaóskirnar
hennar, sem hún miðlaði af svo
mikilli einlægni, verða ekki fleiri.
Hún skilur eftir sig tómarúm sem
ekki verður fyllt en eftir lifir minn-
ingjn um góða konu.
Ég votta Björgu og Sigurlaugu
og fjölskyldum þeirra mína dýpstu
samúð.
Gyða Guðbjörnsdóttir.
Sjóndeildarhringur hvers einasta
manns varð heiðari og fegurri af
viðkynningu við Sigríði Vilhjálms-
dóttur húsfreyju í Eikjuvogi 8, frá
Knútsborg á Seltjarnamesi.
Ró og friður einkenndi sál henn-
ar í þau 25 ár er ég naut þess að
umgangast hana og fæ ég aldrei
fullþakkað þau kynni. En nú hefur
Sigríður verið leidd inn á svið æðri
heima; þar sem hún hittir góðvini
sína og ástvini er á undan fóm.
Sigríður fann oft á tíðum að hún
var studd á undursamlegan hátt af
ósýnilegum hjálpendum og Guði
sem er æðsti og fullkomnasti afl-
gjafinn.
Sigríður elskaði allt, sem fagurt
var og gott, fáguð framkoma var
henni lífsnauðsyn. Fáa hefí ég
þekkt sem ókurteisi hafði jafn sær-
andi áhrif á sem Sigríði, það var
einsog hún fyndi til undan slíku,
eins og slík framkoma meiddi hana
á sál og líkama. Hún elskaði fegurð-
ina í litum og tónum, allt var fullt
af stofublómum á hinu hlýja heim-
ili hennar. Hún átti sér blómagarð
þar sem hún annaðist sumarblómin
sín af mikilli nærgætni og um-
hyggju.
Eiginmaður Sigríðar var Svein-
bjöm Gíslason verkstjóri frá Stekk-
um í Flóa, Árnessýslu, en hann lézt
29. júlí 1978, þá eftir langvinn veik-
indi, sem Sigríður tók af mikilli still-
ingu og annaðist mann sinn af mik-
illi alúð.
Dætur þeirra hjóna, Björg kenn-
ari og húsmóðir í New York, og
Sigurlaug skrifstofudama og hús-
móðir, eiga mikinn arf frá æsku-
heimilinu, sem hljýtur að fylla huga
þeirra ást og virðingu og blessa
hveiju stund, sem þar var lifuð.
en hvað er ástar og hróðrar dís
og hvað er engill í Paradís
hjá góðri og göfugri móður.
(M.J.)
Helgi Vigfusson
Við fráfall Sigríðar hrannast
minningamar upp. Mér er enn í
fersku minni hversuwel Sigríður tók
mér og Jensa bróður mínum þegar
við í fyrsta sinn komum á heimili
hennar. Við vomm nýflutt í hverfið,
ég 6 ára og Jensi 4 ára og höfðum
kynnst Björgu og Laugu dætrum
Sigríðar. Þetta var upphafið að ára-
tuga góðum og ánægjulegum kynn-
um og vináttu.
Sigríður var alla tíð mjög atorku-
söm. Þegar ég kynntist henni var
Sveinbjörn Gíslason maður hennar
verkstjóri' Pípugerðar Reykjavíkur
sem þá var umsvifamikið fyrirtæki
með mörgum starfsmönnum. Mikið
mæddi á Sign'ði, oft komu starfs-
menn í kaffi og er mér minnisstætt
hversu vel hún fylgdist með starfs-
mönnum fyrirtækisins. Ef eitthvað
amaði að hjá einhveijum þeirra var
hún alltaf tilbúin að rétta hjalpar-
hönd. Við krakkarnir brölluðum
margt í þá daga og var pípugerðin
einstakt leiksvæði þar sem fjöldi
barna og unglinga söfnuðust sam-
an, einkum á björtum sumarkvöld-
um. Alltaf var jafn indælt að koma
inn til Sigríðar, setjast í eldhúskrók-
inn og þiggja góðgerðir eða fá til-
sögn í útsaumi, spila eða hvað okk-
ur nú datt í hug.
Sigríður hafði einstaklega gaman
af blóma- og tijárækt, auk þess sem
hún var með stóran matjurtagarð.
Hún var lagin við saumaskap og
góð og nýtin húsmóðir. Hún hafði
ánægju af bóklestri og fylgdist vel
með á flestum sviðum.
Um 1967 var pípugerðin flutt
út fyrir Elliðaárnar og Sveinbjörn
hætti störfum farinn að heilsu.
Þeim hjónum .var þá úthlutað lóð
við Eikjuvog 8 sem var í landi gömlu
Pípugerðarinnar. Dæturnar tvær
höfðu lokið námi og gifst. Björg,
fædd 1941, lauk kennaranámi frá
KÍ og fór í framhaldsnám til Bret-
lands. Hún giftist Richard Dran-
itzke hjartaskurðlækni. Þau eru
búsett á Long Island og eiga tvö
böm Önnu Siggu og Róbert. Sigur-
laug, fædd 1943, lauk kvennaskóla-
prófi og giftist Hilmari Skúlasyni.
Þau eiga tvo syni, Sveinbjörn og
Helga Rúnar. Samband Sigríðar við
börn, tengdabörn og barnabörn var
einstaklega gott. Varla leið sá dag-
ur að Lauga hefði ekki samband
við móður sína og þrívegis heim-
sótti hún Björgu og fjölskyldu til
Bandaríkjanna.
Vegna heilsubrests Sveinbjarnar
hvíldi bygging nýja hússins aðallega
á Sigríði. Hún m.a, naglhrejnsaði
allt timbur sjálf og\málaði húsið
bæði utan og innan. Mikla vinnu
lagði hún í garðinn og út að Eikju-
vogi er mikil steinhleðsla, hver ein-
asti steinn er valinn af Sigríði, bor-
inn úr nágrenninu og fundinn réttur
staður.
Sigríður sá um heimili sitt alveg
fram á síðasta dag. Sigríður hafði
á sínum unglingsárum átt við mikla
vanheilsu að stríða en náði sér vel.
Fyrir nokkrum árum gekkst hún
undir augnskurði sem tókust mjög
vel og hafði hún oft orð á því hversu
þakklát hún væri fyrir sjónina. Fyr-
ir tveimur ámm kenndi hún sér
fyrst meins af þeim hjartasjúkdómi
sem varð henni að aldurtila.
Sigríður var einstaklega vel gerð
manneskja. Afstaða hennar til
lífsins var svo jákvæð, hún vildi
öllum vel og gera gott úr öllu. Hún
talaði aldrei illa um fólk. Ég dáðist
að henni árin sem hún hjúkraði
manni sínum en Sveinbjörn lá rúm-
fastur í 2 ár farinn að sálar- og
líkamskröftum. Aldrei æðruorð,
alltaf var hún tilbúin að tala um
líðandi stundu eða hlusta á vanda-
mál annarra. Hún átti svo auðvelt
með að setja sig í spor annarra.
Hún tók málstað lítilmagnans og
gerði þær kröfur að fólk væri heið-
arlegt. Heiðarleiki, tryggð og trú-
mennska vom henni í blóð borin.
Hún var ein sú heilsteyptasta per-
sóna sem ég hef kynnst um ævina.
Frá henni fannst mér ég ævinlega
fara betri manneskja.
Elsku Björg, Lauga og fjölskyld-
ur, megi bjartar minningar um ynd-
islega móður og ömmu ylja ykkur
um ókomna framtíð.
Stella Guðmundsdóttir
Föðursystir okkar, Sigríður Vil-
hjálmsdóttir, var burt kölluð skyndi-
lega að morgni 15. febrúar síðast-
liðinn. Hún var fædd að Knútsborg
á Seltjarnamesi 18. september
1903, yngst fjögurra barna hjón-
anna Bjargar ísaksdóttur og Vil-
hjálms Guðmundssonar sjómanns,
er fórst með fiskiskipinu-Georg 28.
mars 1907. Stóð þá amma uppi
með fjögur börn, ísak þá elstur 12
ára, Maríu, Vilmund og Sigríði.
Þetta hafa verið erfið ár, en öll
komust þessi systkin til fullorðins
ára og urðu mannkosta fólk. Sigga
frænka eins og við öll systkinabörn-
in kölluðum hana yfírgefur þetta líf
síðust af sínum systkinum.
Hún var sameiningartákn þess-
arar stóru fjölskyldu. Við elskuðum
hana öll, hún fylgdist með okkur
öllum frá fæðingu og einnig börnum
okkar og bamabömum. Henni var
ekkert óviðkomandi sem snerti
systkinabörnin. Er faðir okkar hóf
búskap að Bjargi í nýbyggðu húsi
vorið 1928, fluttust Sigga frænka
og móðir þeirra einnig þangað.
Hugsaði Sigga frænka um ömmu
af einstakri umhyggju meðan hún
lifði. Móðir okkar, Helga Runólfs-
dóttir, og Sigga frænka urðu strax
miklar vinkonur og bar aldrei
skugga á þá vináttu. Þeirra sameig-
inlega áhugamál var garðyrkja,
ræktun blóma og grænmetis, og
þeirra grænu fingur gerðu ótrúle-
gustu hluti til að fegra í kringum
húsið á Bjargi. Það var lán okkar
systkinanna að hafa Siggu frænku
er móðir okkar lést sumarið 1938.
Þá stóð hún eins og klettur við hlið
föður okkar, og hafði yfirumsjón
með heimilinu þar til hann gifti sig
Jóhönnu Björnsdóttur 1. júní 1940.
Þegar móðir okkar lést, var Sigga
frænka nýtrúlofuð Sveinbirni Gísla-
syni, múrarameistara. Voru þau
gefin saman 30. apríl 1939. Þau
hófu búskap á Bjargi. Þau hjón
eignuðust tvær dætur, Björgu og
Sigurlaugu, sem urðu þeim miklir
gleðigjafar, báðar giftar og eiga tvö
börn hvor. Björg er búsett í Banda-
ríkjunum en Sigurlaug í Reykjavík
og hefur hún verið stoð og stytta
móður sinnar. Sveinbjöm lést í
ágúst 1978 eftir langvarandi veik-
indi. Höfðu þau þá búið í nokkur ár
í nýbyggðu húsi í Eikjuvogi 8,
Reykjavík.
Éftir lát Sveinbjörns bjó hún ein
í húsinu og undi sé löngum í fallega
garðinum sínum, hún fékk að vera
á heimili sínu til hinsta dags, eins
og hún hafði þráð svo heitt, og að
verða ekki öðrum til byrði. Við
þökkum henni allt sem hún var
okkur. Við söknum hennar öll.
Systkinin frá Bjargi
t m-
Innilegar þakkir sendum við þeim, sem veittu okkur samúð og
hluttekningu við andlát elsku litla drengsins okkar, barnabarns
og frænda,
RICKARDS ÞÓRS GUNNARSSON
Elsa Hansen og Torsten Gunnarsson,
Guðmunda og Einar Hansen,
Sigurður Einarsson og fjölskylda,
Kristín Einarsdóttir og fjölskylda.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
mannsins míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
NARFA ÞÓRÐARSONAR
húsasmíðameistara,
Nýlendugötu 23.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks Hafnarbúða.
Sigurlaug Jónsdóttir,
Guðrún Erna Narfadóttir, Jón Sturla Ásmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför móöur minnar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
HELGU ÞÓRÐARDÓTTUR
frá Vinaminni.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild E, Sjúkrahúsi Akraness.
Rannveig Jónasdóttir,
Aðalheiður Vilhjálmsdóttir,
Vilmundur Vilhjálmsson,
Sigurgeir Vilhjálmsson,
Helga J. Sveinsdóttir,
Sigurgeir S. Sveinsson,
Hallgrímur Hansson,
Vilhjálmur Vilmundarson,
Gunnar Ólafsson,
Sandra A. Eaton,
Ásmundur Jónsson,
Erla Karlsdóttir,
JónasTh. Hallgrímsson,
barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
t
Innilégar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐNÝJAR TÓMASDÓTTUR,
Stekkjarholti 1,
Akranesi.
Narfi Sigurþórsson,
Tómas Sigurþórsson, Guðrún Árnadóttir,
GuðnýTómasdóttir, Smári Elíasson,
Árni Tómasson, Svanborg Bergmannsdóttir
og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN DAGBJARTSDÓTTIR
frá Ásgarði,
Ásabraut 11,
Grindavík,
andaðist í Vífilsstaðaspítala 22. febrúar.
Gi'sli Jóhannsson,
Valgerður Gísiadóttir, Willard Ólason,
Gfsli Willardsson, Elín Þorsteinsdóttir,
Dagbjartur Willardsson, Brynja Hjörleifsdóttir,
Guðrún Willardsdóttir
og barnabarnabörn.