Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 40
Kringlan 5 . ^ ^ ^ ^ ^ flr flf ^ 1 ] ■ Sími ]■ ■ áMBm 692500 mF 1 FM, v v V >7 >7 ▼ \7 V >7^ >7 EINKAREIKNINGUR ÞINN SJÓVÁODMMENNAR 1IANDSBANKANUMg FOSTUDAGUR 23. FEBRUAR 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Verðlagsráð: Hækkun á taxta útseldrar vinnu og þjónustu óheimil VERÐLAGSRÁÐ samþykkti í gær að óheimilt sé að hækka taxta vegna hvers kyns útseldrar vinnu eða þjónustu tengdri henni frá því sem var 31. desember 1989 þjá tilgreindum starfs- og atvinnugreinum, og frá og með gærdeginum gildi taxtar vegna útseldrar vinnu og þjónustu þeirra aðila eins og þeir voru 31. desember sem hámarkstaxtar. Þær starfs- og atvinnugreinar r sem samþykkt Verðlagsráðs nær til eru endurskoðunarþjónusta, tölvuþjónusta og þjónusta kerfis- fræðinga, tæknifræðinga, arki- tekta, rekstrarráðgjafa, múrara, trésmiða, veggfóðrara, pípulagn- ingamanna, málara og verkamanna í byggingariðnaði. Guðmundur Sigurðsson hjá Verðlagsstofnun sagði að samþykkt Verðlagsráðs væri gerð á grund- velli þess að einhveijir úr hópi ofan- greindra aðila hefðu hækkað taxta • sína um eða eftir áramótin, og byggingarmenn frá 1. febrúar, en aðilar vinnumarkaðarins telji að þeir kjarasamningar sem gerðir voru séu ekki þess eðlis að þeir eigi að bjóða upp á hækkun á útseldri þjónustu, heldur verði menn þvert á móti að endurskoða rekstur sinn út frá breyttum forsendum. Hann sagði jafnframt að verðlagsyfirvöld ætluðust til þess að aðrir aðilar sem selja út þá þjónustu sem byggist að verulegu leyti á launum, hafi hliðsjón að þessari ákvörðun Verð- lagsráðs. Byggingarvísitalan verður reikn- uð út aftur um miðjan næsta mán- uð og verði lækkun á útseldri vinnu í samræmi við ákvörðun verðlagsráðs á vístalan að lækka um 0,5% vegna þess. Verðlags- stofnun hefur áfram til athugunar 0,8% hækkun vísitölunnar vegna fjölgunar eininga í ákvæðisvinnu iðnaðarmanna. Sjá á bls. 3 „Verður leiðrétt við næstu úttekt á bygg- ingarví sitölunni. “ Arnarnes með 106 kr. meðalverð ARNARNES SI seldi tæp 53 tonn, aðallega af þorski, fyrir um 5,6 milljónir króna, eða 106,01 krónu meðalverð, í Aberdeen í Skot- landi í gær, fímmtudag. Amames SI seldi meðal annars 48 tonn af þorski í Aberdeen í gær fyrir 107,82 króna meðalverð, hálft tonn af ýsu fyrir 90,07 króna með- alverð og 2,4 tonn af grálúðu fyrir 103,17 króna meðalverð. Morgunblaðið/RAX Gömlu geymarnir hverfa Ákveðið hefur verið að færa gömlu hitaveitugeymanna í Oskjuhlíð og koma þeim fyrir á Reynisvatnsheiði ofan við golf- völlinn í Grafarvogi, þar sem þeir þykja ekki falla inn í þann svip sem nýja útsýnishúsið, Perlan, er að skapa á Öskjuhlíðinni. Á Reyn- isvatnsheiði verða gömlu geym- amir notaðir til miðlunar þegar Nesjavallaæð kemst í gagnið. Á myndinni sést hvar verið er að fjarlægja einangmn af tönkunum en beðið verður með að flytja þá þar til í mars þegar dregur úr líkum á kuldakasti. Að sögn Gunnars Kristinssonar hitaveitu- stjóra, taka geymarnir við vatni sem notað hefur verið til hús- hitunar og blanda í það heitara vatni úr borholum í Laugarnesi og senda það 80 gráðu heitt inn á kerfið á ný þegar mikið álag er á veituna í vetrarhörkum. Tveir af nýju geymunum munu taka við þessu hlutverkinu þegar þeir gömlu hafa verið fluttir en þegar ekki verður þörf á að nýta vatnið til húshitunar verður það látið renna í heitavatnslækinn í Naut- hólsvík. Skoðanakönnum meðal sjómanna: Um 53.000 tonnum af bolfiski fleygt fyrir borð fískiskipa RÚMLEGA 53.000 tonnum af bolfíski var á síðasta ári fleygt fyrir borð á fískiskipaflota okkar Islendinga samkvæmt skoðana- könnun meðal sjómanna, sem SKÁÍS hefúr gert fyrir Kristin Pétursson, alþingismann. Um helmingur þess, sem fleygt er, er þorskur, mest undirmálsfískur og slakur netafiskur. í svörum sjómánna kemur meðal annars fram, að þeir telja þröngar skorð- ur kvótakerfísins helztu orsökina fyrir því, að afla sé hent. í sumum tilfellum séu þeim aðeins tvær leiðir færar, að henda afla eða fá sekt fyrir að koma með hann að landi. Verðmæti þess afla, sem Vextir eiga að lækka 1. mars samkvæmt kj arasamningunum Ovíst hvort skuldabréfavextir lækka almennt frá mánaðamótum Reiknistofan þarf að fá tilkynningu um vaxtabreytingar með tíu daga fyrirvara ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands og formað- ur bankaráðs íslandsbanka, segir að það séu augþ'ósar brigðir á samkomulagi bankanna við aðila vinnumarkaðarins lækki ekki vext- ir bankanna um mánaðamótin eins og ráð hafi verið fyrir gert við gerð kjarasamninganna. Hann segist munu leggja það til við banka- ráð íslandsbanka að almennir skuldabréfavextir Iækki i 18,5% um mánaðamótin, en þeir eru nú 22%. Boðað hefúr verið til mánaðar- legs fúndar Seðlabankans og viðskiptabankanna um þróunina í vaxtamálum fyrir hádegi i dag. „Forsendur fyrir vaxtaákvörðun um mánaðamótin standast, þannig að í íslandsbanka verða gerðar ráðstafanir til þess að tryggja að vextir geti farið niður í 18,5% um mánaðamótin og ég mun leggja slíka tillögu fyrir bankaráðið, sem tekur endanlega ákvörðun um mál- ið á þriðjudag. Ég sé ekkert tilefni til annars en bankarnir allir standi við það samkomulag sem gert var við samningsaðila," sagði Asmund- ur í samtaii við Morgunblaðið. Í bréfi banka og sparisjóða til aðila vinnumarkaðarins sem lá fyr- ir við frágang kjarasamninganna segir að vaxtalækkanir skuli gerðar hinn 1. hvers mánaðar. Þar er einn- ig rakið að litið skuli til hækkunar lánskjaravísitölu síðasta mánuð og spár um hækkun tvo næstu mán- uði við vaxtaákvörðun, en á þeim forsendum var talið að vextirnir myndu fara í 18% um þessi mán- aðamót og í 14% 1. apríl. Um síðustu mánaðamót lækkuðu almennir skuldabréfavextir úr 29,3% í 22% í tengslum við kjara- samningana. Þessir vextir Lands- banka og Samvinnubanka lækkuðu ekki fyrr en 11. febrúar af tækni- legum ástæðum, en tilkynna þarf Reiknistofu bankanna vaxtalækk- unina með 10 daga fyrirvara til þess að útsendir greiðsluseðlar séu réttir, en þeir eru sendir út tíu dögum fyrir gjalddaga. Þórður B. Sigurðsson, forstöðumaður Reikni- stofu bankanna, segir að mögulegt sé að taka inn breytingu á vöxtum með stuttum fyrirvara, en það myndi þýða að viðskiptamaður greiddi annað en stæði á greiðslu- seðlinum og taka þyrfti þá ákvörð- un þar um. Hann sagði að það láti nærri að Reiknistofan sendi út alls tólf þúsund greiðsluseðla á hverjum degi. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, segir að reiknað sé með vaxtalækkun um mánaðamótin, en það verði ekki ljóst fyrr en í dag hversu mik- il hún verði. Hann sagði aðspurður um skuldabréfavextina að engin ákvörðun hefði verið tekin i þeim efnum, en það mál væri í skoðun. Hins vegar hefði það verið talið óeðlilegt að láta viðskiptavini greiða annað en en stæði á greiðsluseðlunum og þeirri reglu hefði verið fylgt að greitt væri í samræmi við þá, hvort sem ákvörð- un hefði verið tekin um lækkun eða hækkun vaxta. Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans og formaður Sam- bands íslenskra viðskiptabanka, segir að það sé ekkert vandamál að láta breytingu á vöxtum taka gildi með eins eða tveggja daga fyrirvara. Sigurður Hafstein, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða, sagði að ekki hefði ver- ið boðað til fundar Seðlabanka með viðskiptabönkum og sparisjóðum fyrr en í dag og því hefði það sam- ráð sem tengdist vaxtaákvörðun- inni ekki farið fram. Hann teldi það ekki brot á samkomulaginu við aðila vinnumarkaðarins, heldur væri þetta spurning um tæknilega framkvæmd vaxtaákvarðana, fleygt er gæti numið nálægt ein- um milljarði króna. Kristinn Pétursson, alþingismað- ur, segir í samtali við Morgunblað- ið, að það sé ljóst að fiskveiðistjórn- unin hafi brugðist — ekki sjómenn- irnir. Það hljóti að vera okkur keppi- kefli að allur afli, sem veiðist, komi að landi. Þar sé um veruleg verð- mæti að ræða, en að auki komi þessi afli aldrei fram á skýrslum og opinberar tölur um heildarafla séu því ekki réttar. Það hafí svo aftur áhrif á ákvarðanir um úthlut- aðan heildarafla hveiju sinni. Krist- inn segist ekki hafa neina einfalda lausn á þessu máli, en tvímælalaust eigi að taka undirmálsfisk og gall- aðan netafisk út úr kvóta. „Ég tel að þessi skoðanakönnun sýni, að það hafi orðið mikil mistök við framkvæmd núverandi fyrirkomu- lags á stjórnun fiskveiða. í sjálfu sér er ekki til nein einföld lausn á málinu. Það er hins vegar skylda alþingismanna að vanda sig við samningu löggjafar sem þessarar,“ segir Kristinn Petursson. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar er um 36.000 tonnum fleygt fyrir borð skuttogaranna, þar af 16.600 tonnum af þorski. Frá borði báta er fleygt 14.650 tonnum, þar af 8.300 af þorski og smábát- asjómenn fleygja 2.000 tonnum, þar af 1.400 af þorski. Sjómenn telja að skerðingin á kvótanum um síðastliðin áramót verði til þess að enn meiru verði hent af fiski. Þeir telja bæði fjöl- miðlafólk og alþingismenn hafa mjög takmarkaða þekkingu á mál- efnum sjávarútvegsins. Sjá miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.