Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUD'AGUR 23. FEBRÚAR 1990 3 Skekkja í útreikningi á fjölgun eininga í ákvæðisvinnu trésmiða: Verður leiðrétt við næstu úttekt á bygg- ingarvísitölunni GRÉTAR Þorsteinsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur, segir að þær tölur sem Hagstofa íslands hafi fengið um fjölgun eininga í ákvæðisvinnu húsa- smiða um 2,17% frá síðastliðnu hausti séu rangar. Hið rétta sé að einingunum hafí fjölgað um 0,94%. Það staðfestir Gunnar S. Björnsson, formaður Meistara- og byggingasambands iðnaðar- manna, en Hagstofan fékk upp- lýsingarnar þaðan. Þetta sé ein- angruð skekkja því tölur varð- andi aðrar stéttir iðnaðarmanna séu réttar. Vilhjálmur Ólafsson, deildarstjóri á Hagstofunni, sagði að þetta yrði leiðrétt við næstu úttekt á vísitölunni. Vegna fjölgunar eininga í ákvæðisvinnu iðnaðarmanna almennt hækkaði- byggingarvísitalan nú um 0,8% af samtals 2% hækkun hennar. „Við erum búin að fara yfir þessi gögn og sú grunsemd mín hefur fengist staðfest að þarna væri um mun meiri breytingu að ræða held- ur en raunveruleikinn segir til um,“ sagði Grétar í samtali við Morgun- blaðið. Grétar sagði að hvorki Trésmiða- félagið né Verðskrá húsasmiða, sem meistarar og sveinar eiga hvorir tveggja aðild að, hefðu komið ná- lægt þessum útreikningum, sem Hagstofan hefði fengið. Sýnilega hefði einhver vitleysa komið inn við útreikninginn. Hann sagði að félag- ið myndi í framhaldinu láta skoða þróunina í einingafjöldanum frá miðju ári 1987 þegar nýr grunnur byggingarvísitölunnar tók gildi, en samkvæmt upplýsingum Hagstof- unnar hefur einingum í ákvæðis- vinnu trésmiða fjölgað um 8,4% frá þeim tíma. Öll frumgögn yrðu skoð- uð og sömuleiðis yrði farið aftur í tímann, en það tæki hins vegar ein- hveija daga að fá niðurstöðu. Þá væri félagið einnig að skoða sam- setningu byggingarvísitölunnar og innbyrðis breytingar þar. Gunnar S. Björnsson sagði að þeir hefðu verið að fara yfir þessar tölur og skekkjan hefði komið í ljós, en yrði leiðrétt í dag. Hann sagði að þessar upplýsingar væru fengnar úr tölvukerfi þeirra. Það væri keyrt á ákveðnum tímabilum til þess að fylgjast með breytingum og auðvit- að gætu orðið skekkjur. Annað- hvort hefði verið skráð vitlaust inn í tölvurnar eða upplýsingarnar hefðu ekki verið skráðar réttar þeg- ar mælingastofurnar hefðu farið yfir tölurnar. Hann sagði að farið hefði verið yfir tölurnar varðandi aðrar stéttir iðnaðarmanna og engar skekkjur hefðu komið fram. Aðspurður hvort hugsanlegt væri að slíkar skekkjur væru fyrir hendi frá eldri tíð sagði hann það ekki vera. ekki 20 eins og gert var ráð fyrir og loks er gert ráð fyrir því að liður- inn „stofnkostnaður launa og verð- lagsmála" lækki um 20 milljónir króna. Tilfærslur hafa átt sér stað, hvað varðar niðurskurð í samgönguráðu- neyti, þótt heildartalan sé hin sama,' 140 milljónir króna. Niðurskurður vegaframkvæmda er fyrirhugaður sá sami, eða 75 milljónir króna, en framlög til hafnarmála lækka um 20 milljónir í stað 30 áður, en flug- málastjórn er nú gert að spara 13 milljónir króna, í stað þriggja. Iðnaðarráðuneyti þarf að lækka framlög til orkusjóðs um 20 milljón- ir króna. Þingflokkar Framsóknarflokks, Borgaraflokks og Alþýðubandalags hafa samþykkt þessar nýju tillögur, Alþýðubandalagið með fyrirvara hvað varðar skerðingu til vegamála, þannig að málið er ekki endanlega afgreitt í þeim flokki. Alþýðuflokk- urinn fjallaði um tillögur l'járrnála- ráðherra á þingflokksfundi í gær og voru þær að sögn Eiðs Guðna- sonar þingflokksformanns sam- þykktar með nokkrum athugasemd- um sem formaður flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra, mun koma á framfæri á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Verkalýðsfélög eftia til verðlagseftirlits SÉRSTÖK skrifstofa verður í dag opnuð í húsakynnum Dagsbrúnar í Reykjavík. Hún verður starf- rækt í þrjá mánuði og verður hlutverk hennar að taka við ábendingum almennings um verðlag og viðskiptahætti, kanna ýmsa þætti verðlagsmála og koma á framfæri upplýsingum þá. Guðmundur J. Guðmundsson, foi-maður Dagsþrúnar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að Dagsbrún hefði haft frumkvæði að stofnun þessarar skrifstofu, en hlutverk hennar væri í raun hluti af nýgerð- um kjarasamningum. Auk Dags- brúnar stæðu að skrifstofunni verkalýsðfélögin Framsókn, Iðja, Sókn og félag rafvirkja, en undir- tektir annarra verkalýðsfélaga hefðu einnig verið jákvæðar og ætti hann von á þátttöku þeirra flestra eða allra. Leifur Guðjónsson, einn stjórnarmanna í Dagsbrún, hefur verið ráðinn starfsmaður skrifstofunnar til þriggja mánaða, en auk hans verða viðskiptafræð- ingar frá ASÍ og BSRB við skrif- stofuna í hlutastarfi. „Við erum fyrst og fremst að reyna að auka verðskyn almenn- ings, fá fólk t.il að fylgjast með verðlagi og koma á framfæri upp- lýsingum um það og þá ekki síður um lágt vöruverð en hátt. Þetta verður enginn refsidómstóll, heldur söfnun og miðlun upplýsinga,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson. Símanúmer skrifstofunnar er 91-624230. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: „Hægt að svipta LÍÚ heimild til siglinga með einu bréfi“ Ríkisstjórnin vill að hagsmunaaðilarnir komi sér saman um oddamann RÍKISSTJÓRNIN er sammála um að rétt sé að stjórn aflamiðl- unar verði með þeim hætti að hver hagsmunaaðili tilnefni einn ónir króna. Dóms- og kirkjumálaráðuneyti fær skert framlag upp á 48 milljón- ir króna í stað 66 miiljóna áður og munar þar mestu um að lögreglan í Reykjavík þarf ekki að spara þær 8 milljónir sem ráðgert var auk þess sem framlag til Landhelgis- gæslunnar er ekki skert um 18 milljónir króna, heldur 6. Fjármálaráðuneytið átti sam- kvæmt fyrri tillögum að spara 90 milljónir króna, en nú er gert ráð fyrir 124 milljór.um króna. Framlög til stjórnsýsluhússins í Borgarnesi verða skert um 17 milljónir, í stað 11 áður, ráðstöfunarfé ríkisstjórnar lækkar um 40 milljónir króna, en mann og aðilar sameinist síðan um skipun oddamanns, að sögn forsætisráðherra. Steingrimur Hermannsson sagðist í gær telja að fara bæri að ósk Verkamanna- sambands íslands í þessu máli. „Verkamannasambandið er einn aðili í þessu máli og það er mjög mikilvægt að þeir verði með. Þeir segjast ekki vilja taka þátt í þessu ef LÍÚ hafi meirihlúta, sem þeir segja að þeir hafi í raun, með tvo fulltrúa LÍÚ og einn fulltrúa sjó- manna,“ sagði Steingrímur. Forsætisráðherra benti á að LÍÚ stýrði siglingum fiskiskipa með afla, samkvæmt heimild frá stjórn- völdum. „Þá heimild er hægt að taka af þeim með einu bréfi,“ sagði hann. Forsætisráðherra sagði einnig að hann væri sammála því sem Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra sagði á fundi í Grundarfirði í fyrradag, um að hægt væri að setja útflutningskvóta, á fiskveiðik- vóta, eftir að sóknarmark hefði verið afnumið, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi sjávarútvegsráð- herra um stjórnun fiskveiða. Slíkt væri ekki framkæmanlegt fyrr en öll fiskiskip væru komin á afla- mark, og þá þyrfti að áskilja að útflutningskvótanum fylgdi fram- salsréttur. Utanríkisráðherra kvaðst telja að afnám sóknarmarks gæti komið í stað aflamiðlunar. „Ég er mjög hlynntur því að sett- ur verði útflutningskvóti á fiskveiði- kvóta, en það verður ekki fyrr en einhvern tíma í framtíðinni," sagði 'foivsætisráðherraí i i,. > i,>., - Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þriðji Magni við nýju flotbryggjuna við Faxagarð þar sem Reykjavíkurhöfn hefúr fengið aðstöðu fyrir báta sína, Magna eitt og tvö, Haka og Breka. Reykjavíkurhöfii; Þrír Magnar hafiisögubátar Hafnsögubátar Reykjavíkur- hafnar hafa frá fyrstu tíð borið nafnið Magni og hafa þrír bátar með því nafhi þjónað höfninni. Að sögn Hannesar J. Valdi- marssonar hafnarstjóra kom fyrsti Magni til landsins árið 1928 frá Þýskalandi en hann var smíðaður í Hamborg árið 1920 og var í þjónustu hafnarinnar þar til Magni annar, tók við. Skrokk- urinn af Magna fyrsta var þá nýttur sem prammi við Verbúða- bryggjuna, en hún hefur verið rif- in og skrokkurinn er nú kominn í fjöruna í Örfirisey, þar sem hann verður notaður í fyllingár. Magni annar var smíðaður árið 1955 í Stálsmiðjunni og er hann fyrsta íslenska stálskipið sem smíðað er hér á landi. Magni þriðji tók við árið 1988 ásamt Haka, en skömmu áður eyðilagðist vélin í Magna öðrum og var honum þá lagt við Faxagarð. Sagði Hannes að honum hefði verið falið að finna verkefni fyrir Magna annan, þar sem hann væri fyrsta stálskipið sem hér væri smíðað. „Hann gæti orðið hluti af sjóminjasafni eða það mætti finna honum eitthvað annað skemmtilegt verkefni,“ sagði Hannes. Morgunblaðið/Þorkell Magni annar bíður nýrra verkefna við Faxagarð. Morgunblaðið/Emilía Skrokkurinn af fyrsta Magna, hafiisögubát Reykjavíkurhaftiar, er nú í fjörunni í Örfirisey og bíður þess að hverfa undir fyllingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.