Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁGUR 23. FEBRÚAR 1990
t
Ástkær eiginkona mín, móðir og fósturmóðir,
KATRÍN SIGRÚN ÁRNADÓTTIR,
Smáratúni,
Vatnsleysuströnd,
lést á heimili sínu 22. febrúar.
Guðbergur Sigursteinsson,
Ágúst Þór Guðbergsson,
Steinar Smári Guðbergsson,
Magnús fvar Guðbergsson,
Guðfinna Guðmundsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Skólabraut 3,
Seltjarnarnesbæ,
lést í Borgarspítalanum 18. febrúar 1990.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Erna Magnúsdóttir, Sigurbjörn Kristinsson,
Diana Ágústsdóttir, Einar Þór Einarsson,
Hrafnhildur Ágústsdóttir, Kristján T. Ragnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
ÁSTA BERGSTEINSDÓTTIR
Baldursgötu 15,
Reykjavik,
lést í Landspítalanum 22. febrúar 1990.
Georg Sigurðsson,
Sigurður Georgsson, Vilborg Bjarnadóttir,
Steinunn Georgsdóttir, Jón Baldur Lorange,
Bergsteinn Georgsson, Unnur Sverrisdóttir
og barnabörn.
+
Útför móðir minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐBJÖRGU BJÖRNSDÓTTUR,
Suðurgötu 25,
Sandgerði,
er lést 13. þ.m. verður gerð frá Hvalsneskirkju laugardaginn 24.
febrúar kl. 14.00.
Fyrir hönd vandamanna.
Haraldur Sveinsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR SIGURJÓNSSON,
Austurbrún 25,
verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 23. febrúar kl. 13.30.
Guðrún Pétursdóttir,
Ingibjörg Ólafsdóttir Wilson, Perry G. Wilson,
Sigurjón Á. Ólafsson, Hildur Sigurðardóttir,
Hafdís Ólafsdóttir, Guðjón Guðnason,
Theódóra Ólafsdóttir, Þórir Ingvarsson,
Óli Rúnar Óiafsson
og barnabörn.
+
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR
frá Bíldudal,
verður jarðsungin frá Bíldudalskirkju, laugardaginn 24. febrúar
kl. 14.00.
Gunnar Þórðarson,
Örn Gfslason, Valgerður Jónasdóttir,
Ágúst Gíslason, Kolbrún Matthíasdóttir,
Bjarnþór Gunnarsson, Hanna Sigurjónsdóttir,
Sigurður Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar, stjúpfaðir, sonur og bróðir,
VALGEIR KRISTÓFER HAUKSSON,
Spóarima15, ■*'
Selfossi,
verður jarðsunginn laugardaginn 24. febrúar kl. 13.30 frá Selfoss-
kirkju.
Sigrfður Herdís Leósdóttir,
Haukur Kristófersson,
Katrin ingibjörg Kristófersdóttir,
Leó Kristófersson,
Brynja Gunnarsdóttir,
Halldóra Jónsdóttir, Haukur Kristófersson,
Margrét Hauksdóttir, Bragi Kr. Guðmundsson,
Guðrún Helga Hauksdóttir, Jóhannes Bjarni Jóhannesson.
Jónína Gunnars-
dóttir - Minning
Fædd 20. október 1899
Dáin 14. febrúar 1990
Útför Jónínu Gunnarsdóttur
verður gerð í dag frá kirkjugarðs-
kapellunni í Hafnarfirði. Hún var
fædd á Neistastöðum í Villinga-
holtshreppi, dóttir Gunnars Jóns-
sonar og Guðbjargar Guðbrands-
dóttur, og lést í Sjúkrahúsi Suður-
lands á Selfossi, rúmlega níutíu ára
gömul.
Á vordögum fyrir tæpum 40
árum var ég ásamt bekkjarsystkin-
um mínum í Kennaraskólanum í
kynnisferð til sjúkrahúss í
Reykjavík. Það var blítt í veðri og
nokkrir sjúklingar gengu um hlöðin
sér til hressingar. Þar á meðal var
lágvaxin og kvik kona sem raulaði
dægurlag og tók eftir því dansspor
við og við. Áður en ég vissi af stóð
hún við hlið mér og sagði: „Mikið
lifandi ósköp ertu líkur stúlku sem
ég var einusinni með í kaupavinnu
austrí Flóa væni minn.“ „Og hvað
hét sú stúlka?" spurði ég. „Hún hét
Þuríður og það var oft gaman hjá
okkur," var svarið. Svo var það
samtal ekki mikið lengra, nema
hvað ég sagði konunni að rétt væri
til getið hjá henni, Þuríður væri
móðir mín. Sjálf sagðist hún heita
Jónína Gunnarsdóttir. Heima skýrði
ég frá fundi okkar, skilaði kveðju
og móðir mín sagði: „Já, þú hefur
hitt hana Jóu Gunnars. Það var svo
gaman þegar við vorum saman í
kaupavinnunni."
Skömmu síðar útskrifaðist
Jónfna af sjúkrahúsinu, þar sem
hún hafði dvalið hátt á annan ára-
tug. Þá endumýjuðu þessar tvær
konur kynni sín, þær sem vaxið
höfðu úr grasi austurundir Þjórsá
og verið saman í svona skemmti-
legri kaupavinnu eitt sumar.
Á þennan hátt leiddi lánið okkur
systkinin í kynni við Jóu Gunnars,
og hún varð kær fjölskylduvinur
þaðan í frá. Hvernig stóð á því að
vinfengi við Jóu Gunnars var svona
sérstakt og eftirsóknarvert? Ekki
var það veraldarauðurinn — hún
var bláfátæk frá vöggu til grafar.
Ekki var það farsæld hins áfalla-
litla lífs — það sem við tíðast köllum
hamingju gerði oft stopula viðdvöl
hjá henni og hún var sjúklingur í
áratugi. Samt átti hún ótrúlegt ríki-
dæmi, sem fleiri sækjast eftir en
nokkm öðm, en verður ekki með
aurum aflað. Það var gleðin. Jónína
Gunnarsdóttir var sannkallað gleð-
innar bam. Syngjandi sæl flutti hún
með sér vellíðan og kæti hvar sem
hún kom og miðlaði ótæpilega af
sálarsjóði sínum: Söng, dansaði, fór
með vísur og kviðlinga eftir sjálfa
sig og aðra, spilaði, lék sér við börn
og unglinga og hélt uppi samræðum
af fyrirhafnarlausri og eðlislægri
snilld, endurhljómi þeirra tíma, þeg-
ar talað orð var hinn eini umsvifa-
Hans A. Djurhuus
sendiherra - Kveðja
Sorgarfregn frá Reykjavík grein-
ir frá því að Hans Andreas Djur-
huus, sendiherra Dana á íslandi í
§ölda ára, sé látinn. Það gerðist
einungis nokkmm vikum áður en
hann drægi sig í hlé eftir langt og
gæfuríkt starf í utanríkisþjónustu
Dana í fjómm heimsálfum.
Andreas Djurhuus var Færeying-
ur og stoltur af því. Hann var af
þekktri og gáfaðri ætt, sem í hart-
nær 300 ár hefur gegnt áhrifastöð-
um í færeysku þjóðfélagi og haft
varanleg áhrif í menningarlífi eyj-
anna. Ætlun hans var, þegar hann
væri kominn á eftirlaun, að dveljast
hluta ársins í Þórshöfn og kanna
og skrifa um liðin örlög ættar
sinnar. Hann var mjög áhugasamur
um þetta verk og hlakkaði til að
takast á við það.
Við Andreas áttum samleið sem
sendiráðsstarfsmenn í tíu ár, en það
er frekar sjaldgæft á þeim vett-
vangi. Árið 1979 varð Andreas að-
alræðismaður Dana í Hamborg og
nokkrum mánuðum síðar kom ég
þangað sem aðalræðismaður Finna.
Þar vomm við starfsbræður og vin-
ir í sex ár. Veturinn 1985 var
Andreas skipaður sendiherra í
Reykjavík og hálfu ári síðar kom
röðin að mér að flytja til höfuð-
borgar íslands. Þar umgengumst
við í fjögur ár, þar til ég fór frá
íslandi síðastliðið sumar.
Það var líka annað sem tengdi
okkur bæði í Hamborg og Reykja-
vík. Hálfan starfstíma sinn í þessum
embættum var Andreas aldursfor-
seti sendifulltrúanna og ég næstur
honum að ámm. Bæði í þessum
hlutverkum og sem sendifulltrúar
tveggja Norðurlandaþjóða áttum
við mjög náin samskipti, sem
treystu tengsl okkar og vináttu. Á
báðum stöðunum var Andreas líka
sjálfkjörinn leiðtogi hins litla en
virka klúbbs norrænna sendiherra.
Sem aldursforseti beggja þessara
hópa var Andreas réttur maður á
réttum stað. Á sama hátt og forfeð-
ur hans höfðu haft með höndum
forystustörf í Færeyjum var það
eðlilegt að einmitt hann skyldi verða
talsmaður fulltrúa erlendra ríkja.
Hann var mikill að vallarsýn, herða-
breiður og raddsterkur og minnti
einna helst á víkingaforingja, sem
eytt hafði fjölda ára í framandi
löndum og hlotið margan heiðurinn
og hugðist nú snúa aftur til heim-
kynna sinna.
Sem aldursforseti var Andreas
sérstaklega dugmikill og framtaks-
samur og tók hlutverk sitt alvar-
lega. Hann stóð fyrir fundum og
samkomum með ráðherrum og öðr-
um frammámönnum, en líka sam-
eiginlegum ferðalögum. Mér er efst
í huga ferð um endilangt Grænland
frá suðri til norðurs, sem Andreas
skipulagði fyrir norræna starfs-
bræður sína og konur þeirra. Hann
átti einnig hugmyndina að því að
halda fyrsta sameiginlega fundinn
fyrir alla norræna heiðursræðis-
menn á Islandi. Á meðal starfs-
bræðra sinna var hann mjög mikils
metinn.
Starfsbræður Andreasar og ís-
lenskir vinir hans vissu vel, að
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinóttu við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SVEINBJARGAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Krókahrauni 10,
Hafnarfirði.
Kristján Jónsson,
Stefania Jónsdóttir,
Erla Jónsdóttir,
Einar Jónsson,
Kristinn Jónsson,
Jóhann Jónsson,
barnabörn og
Guðrún Karlsdóttir,
Jón Guðmundsson,
Örn Árnason,
Guðrún Einarsdóttir,
Gunnhildur Sigurðardóttir,
barnabarnabörn.
lausi fjölmiðill. Ýmislegt hafði drifið
á daga Jónínu Gunnarsdóttur, en
við trú hennar, bjartsýni og gleði
gat ekkert hróflað. Það eru forrétt-
indi að hafa íhugað smæð sinnar
eigin daglegu áhyggju og eflt gleði
sína við skin slíkrar skapgerðar.
Við Ranakotssystkin og fjölskyldur
okkar þökkum þá mikilsverðu sam-
fýlgd.
Jónína Gunnarsdóttir giftist Þor-
bergi Sigutjónssyni og átti með
honum fimm syni. Einn þeirra,
Bragi, dó í bernsku, en upp komust
Gunnar, Bragi, Siguijón og Frey-
steinn, sem er látinn. Þau Þorberg-
ur slitu samvistum.
Bræðrunum og fjölskyldum
þeirra sendum við einlægar samúð-
arkveðjur.
Hinrik Bjarnason
síðustu tvö æviár sín átti hann löng-
um við vanheilsu að stríða. Einmitt
þess vegna dáðumst við að honum
fyrir seiglu hans og skyldurækni.
Hann var alltaf reiðubúinn þegar á
þurfti að halda og brást aldrei í
hlutverki aldursforseta. Því fylgja
margvíslegar skyldur að vera ald-
ursforseti sendimanna. Ásamt Lise,
sinni hrífandi og glaðværu eigin-
konu, var hann gestgjafi í mörgum
samkvæmum og veislum í glæsilega
sendiherrabústaðnum við Hverfis-
götu. Það ríkti alltaf hlýlegur og
Iéttur andi hjá Djurhuushjónunum.
Á heimili þeirra hittist „öll“
Reykjavík.
Þegar við vorum samtíða í Ham-
borg sagði Andreas oft frá því að
hann vildi ljúka sendimannsferli
sínum á íslandi. Þessu hef ég lengi
beðið eftir, sagði hann við mig,
þegar hann var skipaður í stöðuna.
Þetta síðasta embætti sitt leit hann
á sem væri hann næstum kominn
aftur heim til Færeyja. Hann gerði
margt til að færa eyríkin tvö í Atl-
antshafi nær hvort öðru. Einkum
gladdi það hann að forseti íslands,
frú Vigdís Finnbogadóttir, skyldi á
starfstíma hans og sennilega að
nokkru fyrir hans tilverknað fyrst
íslenskra þjóðhöfðingja fara í opin-
bera heimsókn til heimalands hans.
Við hjónin, Rita og ég, minnumst
Andreasar, vinar okkar, með sárum
söknuði og sendum Lise samúðar-
kveðjur.
Anders Huldén,
fyrrverandi sendiherra Finna
á Islandi.