Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990 Olafíir Sigurjónsson verkstjóri - Minning Fæddur 27. mars 1926 Dáinn 18. febrúar 1990 Þakka þér fyrir komuna vinur. Þetta voru síðustu orðin sem ég heyrði frá Óla bróður. Tveim dögum seinna lést hann í sjúkrahúsi Landa- kots. Það var fyrir tæpum 4 árum að hann gekkst undir stóra skurðað- gerð og varð þá sýnt að ævidagar hans yrðu ekki margir framundan. Af og til þurfti Óli að leggjast inn og naut hann þá ávallt sérstakrar umönnunar hjá læknum og starfs- fólki á Landakoti. Þó Óli væri oft sárþjáður gleymdi hann ekki að þakka fyrir sig. Að hlusta og taka þátt í lífi annarra, gefa ráð sem dugðu eða kyssa á meiddi lítils barns og svo margt sem lýtur að mannleg- um samskiptum var hans aðals- merki. Þó heilsan væri búin og þrek- ið þorrið, talaði hann lítið um eigin veikindi, helst vildi hann vita hvort ekki væri allt í lagi hjá öðrum. Óli fæddist í Reykjavík 27. mars 1926, 9. barn af 13 börnum Sigur- jóns A. Ólafssonar fv. formanns Sjó- mannafélags Reykjavíkur og al- þingismanns og Guðlaugar Gísla- dóttur. 11 börn komust upp til full- orðins ára, eru nú 8 systkini á lífi. Óli hafði ekki aðra skólagöngu en barnaskólann, sem hann tók að hluta til í farskóla en hann var í hart nær 4 ár í sveit hjá föðursystur siijni, Ólafíu, og manni hennar, Stefáni Baldvinssyni bónda í Stakkahlíð í Loðmundarfírði. Um 14 ára aldur fór Óli á togara, síðan lá leið hans á varðskip, strandferðaskipin og tii Eimskipafélagsins þar sem hann starfaði sem bátsmaður á ýmsum skipum þess félags. Í land fór Óli 1958 og þá í starf hjá RARIK, síðar Orkustofnun, og vann þá ýms undir- búningsstörf fyrir jarðboranadeild. Síðar sem eftirlitsmaður á jarðhita- deild. Þar hafði hann meðal annars þau störf með höndum að opna fyr- ir borholu í Hveragerði og þá oft fyrir þjóðhöfðingja og fyrirmenn er- lenda sem innlenda. Undruðust þeir oft þann kynngikraft sem leystur var úr læðingi, og ósjaldan gengu þeir til verks með honum og held ég jafnvel að þeim hafi fundist meiri heiður af en honum, svo geðþekkur var Óli. Óla voru fengin mörg vandasöm verkefni að leysa og kom þá oft að gagni reynsla hans og gott hyggju- vit, þar sem verkfræðilegir útreikn- ingar náðu ekki til. Veit ég að yfir- menn Óla kunnu vel að meta það. Eiginkonu sinni, Guðrúnu Péturs- dóttur, ættaðri frá Ólafsvík, kynntist Óli þegar bæði voru að ná sér eftir erfið veikindi, hann með sprengdan hrygg og hún að útskrifast af berkla- hælinu á Vífilsstöðum. Sumir höfðu áhyggjur af að tveir sjúklingar væru að bindast en erfiðleikarnir þjöppuðu þeim saman í ástúð og umhyggju hvors fyrir öðru. Þau gengu í hjónaband 10. júní 1950. Börn þeirra eru 5 sem öll eru nú uppkomin og 4 búin að stofna eigin heimili. Þau eru Karolina Ingi- björg hjúkrunarfræðingur, ,gift Perry Gale Vilson, búsett í Banda- ríkjunum. Siguijón Arni bifvélavirki starfsmaður hjá Brimborg, kvæntur Hildi Sigurðardóttur, búsett í Reykjavík. Hafdís matreiðslumeist- ari, gift Guðjóni Guðnasyni raf- virkja, búsett í Hafnarfirði. Theo- dora hárgreiðslumeistari, gift Þóri Ingvarssyni starfsmanni í sendiráði Bandaríkjanna, búsett í Reykjavík. Óli Rúnar matreiðslunemi, býr í heimahúsum. Barnabörn þeirra eru nú 13, allt mannvænleg börn. Við hjónin áttum því láni að fagna að vera vinir þeirra og ferðafélagar um landið vítt og breitt og á erlendum sólarströndum. Vinsælast var þó að liggja við eitthvert fagurt íjallavatn með veiðistöng þar sem rennt var fyrir silung. Á síðsuinarskvöldi þeg- ar stjörnurnar stirndu á himni, nut- um við kunnáttu Óla frá sjómanns- ferli hans. Gátum við með hans leið- sögn ferðast um stjörnuhiminin tek- ið Htefnuna frá Pólstjörnunni niður eftlr Karlsvagninum eða yfir á And- i'ómedu, heimsótt Belletrix og Bel- legis og hvað þær stjörnur allar heita sem Óli kunni svo góð skil á. Svo samrýnd voru það að vart var hægt að nefna nafn Óla svo Gunna fylgdi ekki með. SSðustu vikurnar sem Oli lifði var hann að mestu á sjúkra- húsi, vék Gunna þá vart frá honum, hún reyndi að hlúa að honum eins vel og mögulegt var allt til hinstu stundar. Nú kveðjum við góðan dreng. Við hjónin þökkum honum góðar sam- verustundir og vitum að hann er þarna og vakir yfir velferð ástvina sinna. Við sendum þér, Gunna mín, og öllum börnunum innilegar samúð- arkveðjur. Addi og Inga Kveðja frá starfsfélögum hjá Jarðhitadeild Orkustofiiunar Fréttin um andlát Ólafs Sigur- jónssonar kom okkur starfsfélögum hans ekki á óvart. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða um árabil en með ótrúlegri seiglu og lífsvilja hafði hann staðið af sér hveija hrinuna á fætur annarri. Ljóst var þó að hveiju stefndi og hann andaðist aðfaranótt sunnudags 18. febrúar 1990 á Landakotsspítala. Ólafur stundaði sjómennsku á yngri árum, en 1958 hóf hann störf hjá Orkustofnun eða Raforkumála- skrifstofunni eins og hún þá hét. Þá voru tímamót í jarðhitavæðingu þjóðarinnar, nýr afkastamikill gufu- bor hafði verið keyptur til landsins, og framundan var mikið átak í auk- inni nýtingu jarðhitans til hagsbóta fyrir þjóðfélagið. Ólafur var einn af þeim mönnum sem þá hófu störf og vann óslitið á þeim vettvangi í meira en 30 ár, lengst af sem verkstjóri. Ótal mörg eru þau verkefni, sem hann hefur þurft að leysa við mæl- ingar, frágang og viðhald á gufubor- holum og öðrum jarðhitamannvirkj- um, aðallega úti á landsbyggðinni. Stærstu verkefnin sem hann vann við voru mælingar á borholum ofan við Hveragerði um og eftir 1960 og virkjun borhola í Bjarnarflagi við Mývatn síðar á sjöunda ártugnum. Gufuborholur eru engin lömb að leika sér við, til að umgangast þær þarf kunnáttu og aðgæslu, en hvort tveggja hafði Ólafur í ríkum mæli til að bera. Reynslan af sjónum kom sér vel í upphafi, hann var skarp- skyggn og úrræðagóður og leysti ávallt vel af hendi hin ýmsu óvæntu vandamál, sem upp komu. Þeir eru ófáir ungu mennirnir, sem hafa fengið gott veganesti í samstarfi við Olaf. Hann var einkar þægilegur maður að vinna með og óspar að miðla öðrum af reynslu sinni. Starfirtu fylgdu oft mikil ferða- lög og langar útivistir, og þá reynd- ist Ólafur góður félagi, skapgóður og skemmtilegur, sagði gjarna sjó- mannasögur og var frásagnargleð- inni viðbrugðið. Ólafur var kökkur af guðs náð. Kæmi það fyrir að vinnuflokkur hans fengi lélegt fæði átti hann það til að fara sjálfur í eldhúsið í viðkomandi mötuneyti og taka að sér matreiðsluna, starfs- mönnum hans til mikillar ánægju. Það var okkur hjá Jarðhitadeild mikið áfall þegar Olafur tók þann' sjúkdóm sem gerði honum ókleift að halda áfram starfi, en minningin um hann, hressan í anda, mun lifa með okkur. Við vottum Guðrúnu og fjölskyldunni allri innilega samúð okkar. Guðmundur Pálmason „Bjartsýnismaður er sá sem fer rakleitt og gerir það sem þér kæmi aldrei til hugar að gera.“ (K.L. Krichbaum) í dag er kvaddur Óli föðurbróðir minn sem lést þann 18. þ.m. í Landa- kotsspítala, eftir fjögurra ára bar- áttu. Við sem eftir sitjum eigum heilan hafsjó af minningum sem hann hefur skilið eftir sig. Þessi orð eru einung- is örfáar hugsanir sem raðað er sam- an nú þegar litið er yfir farinn veg. Óli fæddist í Reykjavík sonur hjón- anna Guðlaugar Gísladóttur og Sig- uijóns Árna Ólafssonar. Hann var níundi í röð 13 systkina en 2 dóu í æsku. Hann er sá þriðji úr þessum hópi sem kveður. 10. júní 1950 gekk hann að eiga Guðrúnu Pétursdóttur frá Ólafsvík, var það þeim mikið gæfuspor. Þeirra fyrsta heimili var á Hrísateig 11 í Reykjavík og þar fæddust þeim tvö fyrstu börnin. Óli var sjómaður, lengst af á miliilandaskipum en hætti til sjós 1958 og starfaði hjá Orku- stofnun til dauðadags. 1953 fá þeir lóð fyrir hús, hann og Baldur bróðir hans. Lóðin var þá dálítið fyrir utan byggð, nánar tiltek- ið á Austurbrún númer 25. Unnið var af miklu kappi og upp reis hús- ið, tvær hæðir og kjallari, og ekki létu frúrnar sitt eftir liggja og gerð- ust smiðir og handlangarar. Bræð- urnir létu konur sínar draga um hvor fjölskyldan fengi efri hæðina sem bauð upp á meira útsýni. Mamma dró neðri hæð og Gunna þá efri og þannig er það búið að vera í næstum 35 ár. Kjallarann seldu þeir tilbúinn undir tréverk, ungu öndvegisfólki sem var að heíja sinn búskap. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga mitt annað heimili hjá Gunnu, Óla og krökkunum, þar sem ég var einkabarn og því átti ég öll börnin þeirra 5 fyrir systkini enda var ég í vist hjá Gunnu í fjögur sumur og lærði af henni flest það sem ég kann til að ala upp og umgangast börn. Þetta voru góðir tímar og oft tóku þau „litla lambið sitt“ með en það kallaði Óli mig alltaf meðan ég var yngri, þegar þau fóru í skíða-, sumar- bústaða- og veiðiferðir því þau voru mikið ferða- og útivistarfólk. Mér er sagt að mitt fyrsta rimla- rúm hafi Óli gefið mér og stóran bangsa sem ég fékk í 1 árs afmælis- gjöf og þennan bangsa á ég enn. Upp kemur í hugann eftirminnileg ferð er hanri fór með okkur Ingi- björgu í rútu til Keflavíkur og síðan siglandi þaðan til Reykjavíkur á ms. Fjallfossi. Tók ferðin 4-5 tíma og komið var fram við okkur, einu kven- mennina um borð, eins og værum við „fínar frúr“. Önnur minning er þegar við Gunna með tvö börn og sumarið eftir þijú börn, eitt í vagni, annað í kerru og það þriðja við hönd, í góðviðri gangandi niður að höfn til að taka á móti Óla koma frá útlönd- um. Gunna og Óli eignuðust alls 5 börn, Ingibjörgu, Siguijón, Hafdísi, Theódóru og Ola Rúnar. Gunna er mikil mannkostakona og heimili þeirra til mikillar fyrirmyndar um allt enda bæði hjónin svo samtaka og einhuga í öllu að annað gerðist ekki betra, Óli var ekki bara venju- legur frændi heldur stór frændi og stóð undir nafni. Á heimili þeirra var alltaf mjög gestkvæmt og nutu gestir þar góðra húsbænda. Eftir að Oli veiktist stóð Gunna eins og klettur við hlið hans vakin og sofin yfir velferð hans. Óli vann sína vinnu hjá Orkustofn- un meðan það var honum mögulegt. Hann sýndi einstakt æðruleysi og sálarþrek í þessum veikindum og hefur oft þurft að fara á Landakot síðustu fjögur árin þar sem hann hefur notið frábærrar umönnunar og hjúkrunar. Það sem einkenndi Óla frænda minn framar öllu voru kjarkur, bjart- sýni og hjálpsemi. Foreldrar mínir og fjölskylda mín þakka honum samfylgdina og allt sem hann hefur fyrir okkur gert. Elsku Gunna mín og ástvinir, Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar nú og um ókomin ár. Lóla ✓ s HOTELSTJ ORNUN Sérhæft nám í stjómun hótela og veitingahúsa iftlaðalfundi Sambands veitinga- og gisti- húsa, sem haldinn var f Stykkishólmi 26. sept. sl., var lögð fram skýrsla frá Þjóðhagstofnun. í henni kemur fram að störfum á veitinga- og gistihúsum fjölgaði frá 1982-87 um 52,7%. Einnig kom fram aö á íslandi hefur erlendum ferðamönnum fjölgað um 66% á sl. 5 árum. Á blaðamannafundi sem Ferðamálaráð hélt ný- lega kom fram að miðað við aukninguna frá 1984 munu um 300 þúsund ferðamenn sækja ísland heim á hverju ári um næstu aldamót. Námiö tekuralls 160 klst. ogstenduryfirílOvikur. Kennarar á námskeiöinu eru allir sérfræöingar á sínu sviöi og hafa reynslu af stjómun hótela og veilinga- húsa. Hringdu í okkur og viö sendum þér bækling meö nánari upplýsingum. Ath. fjöldi þátttakenda er takmarkaöur. (* Hótcl Saga hcfur mcnntað 4(X) framrciöslu- og matreiöslumcnn). Viöskiptaskólinn Borgartúni 24, sími 62 66 55 EINKAHLUSTARINN erfyrirfólk, sem er meö skerta heyrn og á erfitt meö aö hlusta á sjónvarp og útvarp. STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUN Við gerðum sérstakan samning við framleiðendur og getum nú boðið 50 „Einkahlustara“ á einstöku verði. Áður kr. 9.860,- Nú aðeins kr. 5.860,- Afsláttur kr. 4.000,- Því miður fengum við aðeins 50 stk. og því er um að gera að hafa hraðann á og panta strax i sima 91-688277. ÁÖur þurfti ég að sperra eyrun og hafa mikinn styrk á sjónvarpinu tilþess að heyra sœmilega í því. Núna, með „Einkahlustar- anum“,fer hljóðiðþráðlaust beint til heyrn- artœkjanna og ég get, án vandrœða, fylgst með sjónvarpi og útvarpi. Ég stjórna mínum styrk sjálf og trufla ekki lengur aðra í kring- um mig. Þökk sé þessari skemmtilegu uppfinningu. Pöntunarsími 91-688277. - Pegasus hf., Skipholti 33, Reykjavík, iöskiptaskólinn býöur nú upp á sérhæft nám fyrir þá sem hafa áhuga á stjómunar- störfum á hótelum og veitingahúsum. Námið er ætlað þeim er hyggjast starfa á hótelum og veitingahúsum í framtíöinni og þeim sem starfa'þar nú þegar, en vilja bæta við þekk- ingu sína. Vaxandi umfang ferðaþjónustunnar á íslandi undanfarin ár, fjölgun veitinga- og gistihúsa og aukin samkeppni þeirra kallar í auknum mæli á hæft fólk í stjórnunarstöður. Meðal námsgreina í hótel- stjómunamáminu era: - starfsemi hótela og veitingahúsa - hótelbókanir og bókunarkerfi - fjármál hótela og veitingaluisa - Iiótelstjórnun - markaðsfræði - vettvangsheimsóknir ogfleira og fleira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.