Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 12
12 s r
MORGWBLAPJEV J’PSTUDAGUR 23, FjEBRLtARi ^9BQ (V/
Á ferð um Hellisheiði
eftir Tómas
Einarsson
Eftir öllum líkum að dæma
mun leiðin yfir Hellisheiði, milli
Ölfuss og Mosfellssveitar vera
einn elsti fjallvegur landsins (var
fyrrum talinn vera rösk þing-
mannaleið milli byggða, eða um
35 km). Þegar forfeður okkar
höfðu ekki öðrum fararskjótum
til að dreifa en „þarfasta þjónin-
um“ eða „hestum postulanna“ tók
ferð yfir heiðina allt að einum
degi. Nú þjótum við þessa sömu
leið á örfáum mínútum, sitjandi í
hægu sæti hraðskreiðrar bifreiðar
sem líður áfram eftir rennsléttum
veginum.
Þegar komið er upp fyrir
Hveradalabrekkuna liggur vegur-
inn beinn og breiður austur heið-
ina. Á hægri hönd er Skálafell,
en nær Hverahlíðar þar sem hver-
areykir sjást stíga til lofts á góð-
viðrisdögum. Á vinstri hönd er
Stóra-Reykjafell en norðar og
fjær er Skarðsmýrarfjall. Milli
þeirra er skarð, sem fyrrum var
nefnt Öxnaskarð, en Hellisskarð
á seinni árum. Þegar komið er
austur fyrir miðja heiði og stutt
eftir að slysavarnaskýlinu, sem
stendur þar við veginn, fer að
bera á lágum vörðum, er liggja
yfir hana og stefna í áttina að
Hellisskarði, samhliða raflínu-
staurunum. Þessar vörður benda
okkur á hvar gamla leiðin lá yfir
heiðina. Ekki er vitað hvenær
Hellisheiðin var vörðuð, en til er
heimild frá því árið 1703 þar sem
sagt er frá „ ... að hennar vest-
ari partur er víða með sléttum
hellum og hraungijóti, án gatna,
nema þar hestanna járn hafa
gjört og auðsjáanlegt er, þeim
athuga. Þessar sléttu hellur ná
allt vestur að Biskupsvörðu. Fleiri
vörður eru og við veginn, hlaðnar
til leiðarvísis ...“ í aldir lá gatan
hverra. Þær urðu alls rúmlega
100 og standa þarna með jöfnu
millibili, furðulega brattar og sér
lítt á þeim eftir tennur tímans.
Göturnar sem „ .. . hestanna jám
hafa gjört ...“ í hraunklappir
heiðarinnar segja merkilega sögu
frá fortíðinni. Hafa þær mælst
allt að 20 cm á dýpt. Að sumar
lagi em þessi merki öllum sýnileg,'
en nú liggur snjór yfir þessum
gömlu götum, sem afmáir flest
kennimerki. í fyrmefndri lýsingu
á Hellisheiðarvegi var getið um
Biskupsvörðu. Hún var mikið
mannvirki á mælikvarða þeirra
tíma, krosshlaðin, hátt í 2 m á
hæð og gat veitt skjól fyrir flest-
um áttum. Skömmu eftir 1830
var varðan rifin og Hellukofinn
hlaðinn úr efni hennar. Hellukof-
inn stendur á hraunhól vestarlega
á heiðinni. Hann er borghlaðinn,
ferhyrndur niðri við gólf, um 1,85.
m á hvern veg og jafn á allar
Við Helliskofann á Hellisheiði.
yfir heiðina þar sem vörðurnar
vísa, en þegar vagnaöldin hófst
hér skömmu fyrir síðustu aldamót
var gerður vegur yfir heiðina
nokkm sunnar en hann liggur nú.
Þá misstu vörðurnar gildi sitt.
Þær eru nú hluti af fortíðinni,
minjar sem ekki mega falla í
gleymsku. Meðan þeirra naut við
vom þær endurhlaðnar og haldið
við. Mun gestgjafinn, sem var á
Kolviðarhóli um síðustu aldamót,
Guðni Þorbergsson, hafa unnið
það verk síðastur manna.
Á Kolviðarhóli var sæluhús á
árunum 1844-1879 og eftir það
greiðasöiustaður allt fram undir
miðja þessa öld. Nú er búið að
afmá þar svo til öll merki um
mannavistir. Árið 1817 var gefin
út tilskipun um vörðuhleðslu á
heiðinni, milli Kamba og Hellis-
skarðs, Átti hver varða að vera
minnst 2 álnir (um 1,30 m) á
hæð og 80—100 faðmar á milli
Á slóöum
Ferðafélags
íslands
_________1__________/
hliðar. Þegar veggirnir hækka
dragast þeir saman, eins og snjó-
hús eskimóa. Efst er mikil hraun-
hella sem lokar þakinu. Kofinn er
eingöngu byggður úr hraunhell-
um. Þar er engin spýta. Þetta
mannvirki mun eiga sér fáar hlið-
stæður hérlendis, svo sérstætt er
það. Þótt hálf önnur öld sé liðin
síðan kofinn var byggður stendur
hann enn og sér lítt á honum.
Ekki hefur verið kastað til hönd-
unum, þegar verkið var unnið. Á
vetrum er kofinn jafnan hálffullur
af snjó, en á sumrin þekur mosinn
hellusteinana og gefur þeim mjúk-
an svip. Vafalaust hafa vörðurnar
og Hellukofinn bjargað lífi
margra, sem lögðu leið sína yfir
heiðina fyrrum. I bókinni Austant-
órur II b. segir höfundurinn, Jón
Pálsson, frá því, að veturinn 1884
hafi hann farið gangandi yfir
Hellisheiði við fimmta mann, í
hörkufrosti og miklu fannfergi.
Komust þeir í Hellukofann og létu
þar fyrirberast uns ferðafært var.
Leið þeim þar vel, segir hann.
Inn með Skarðsmýrarfjalli að
austanverðu eru nokkrir fjallako-
far. Ekki alls fyrir löngu lágu
nokkrir unglingar úti á heiðinni
• um nótt í hríðarbyl. Höfðu þeir
dvalið í einum skálanna, ætlað
heim en villst af leið. Eftir að
þessi atburður varð tóku menn
sig saman og hlóðu vörður frá
slysavarnaskýlinu yfir hraunið að
fjallinu. Er að því mikið öryggi
fyrir alla þá, sem eru þarna á ferð
í tvísýnu veðri.
Næstkomandi sunnudag mun
Ferðafélag íslands skipuleggja
gönguferð um þessar fornu, sögu-
ríku slóðir. Verður vörðunum fylgt
yfir heiðina að Hellisskarði, sem
er rétt fyrir ofan Kolviðarhól. En
sama dag býður það einnig upp á
gönguferð á skíðum um heiðina,
því landslag þar er kjörið fyrir
sh'kar ferðir. Frá veginum er hægt
að leita til margra átta. Ganga
má í áttina að Skarðsmýrarfjalli
og í Hengladali, yfir Hengladala-
ána og að Hrómundartindi, sem
er áberandi kennileiti í austurátt.
Ef haldið er til suðurs er gaman
að glíma við Hverahlíðabrekkuna,
og þegar upp á brekkubrúnina er
komið er stutt að fara að Skála-
felli. Þá má velja: að fara í kring
um það, eða halda í suðvestur í
áttina að Lágaskarði og Meitlum.
Ekki er Ijóst hver af þessum leið-
um, eða öðrum, verður valin í
fyrirhugaðri ferð, það verður líka
að taka tillit til veðra og vinda.
Og síðast en ekki síst, með í ferð-
inni verður kennari í skíðagöngu
sem mun leiðbeina þeim, er þess
óska. Ættu því allir sem koma að
fá eitthvað fyrir sinn^ snúð.
Höfundur er kennari.
Sósíalismí eða kapítal-
ismi í sjávarútvegi
eftir dr. Hannes
Hólmstein
Gissurarson
Einn aðalhugmyndafræðingur
íslenskra lýðræðis-sósíalista, Gylfí
Þ. Gíslason, andmælir því hér í
blaðinu 13. febrúar, að tillögur hans
um nýtingu fiskistofnanna við Is-
land séu í ætt við sósíalisma. Hveij-
ar eru þær? Að ríkið innheimti
einhvers konar veiðigjald af út-
gerðarmönnum — selji þeim með
öðrum orðum aðgang að fiskistofn-
unum. Þetta jafngildir því auðvitað,
að ríkið slái eign sinni á fiskistofn-
ana. En hvað er sósíalismi? Menn
hafa aldrei komið sér saman um
neina skilgreiningu á því fyrirbæri.
Hin algengasta er þó að ríkið eigi
helstu framleiðslutæki, svo sem
verksmiðjur og náttúruauðæfi. Nú
eru fiskistofnarnir mikilvægustu
náttúruauðæfi okkar og tillaga
Gylfa, að ríkið slái eign sinni á þá.
Ég get því ekki betur séð en þessi
tillaga sé eins skyld sósíalisma og
skeggið hökunni. En aðalatriðið er
auðvitað hinn efnislegi ágreiningur
okkar Gylfa. Hann er ekki um það,
að verðleggja beri fiskistofnana í
því skyni að tryggja skynsamlega
nýtingu þeirra. Við erum sammála
um það, að leyfa eigi fijálsa verslun
með veiðileyfi eða kvóta.
Ágreiningurinn virðist vera um
allt annað. Hann virðist vera um
það, hvort atvinnustjórnmálamenn
eigi að fá enn eina tekjulind til ráð-
stöfunar eða hvort veiðimennirnir
skuli sjálfir eiga veiðileyfin og hirða
„Nú eru fiskistoftiarnir
mikilvægustu náttúru-
auðæfi okkar og tillaga
Gylfa, að ríkið slái eign
sinni á þá. Ég get því
ekki betur séð en þessi
tillaga sé eins skyld só-
síalisma og skeggið
hökunni.“
arð af veiðum sínum, eins og mér
finnst eðlilegt. Hann er með öðrum
orðum um það, hvort arður af fisk-
veiðum á að renna í ríkissjóð eða í
vasa veiðimanna. Ég er hlynntur
kapítalisma í sjávarútvegi, en kapít-
alismi fær ekki þrifíst án kapítal-
ista, eignamanna og athafnaskálda
í skilningi Matthíasar Johannes-
sens. Skilyrðin fyrir fijálsum mark-
aði eru tvenns konar: annars vegar
fijáls verðmyndun á gæðum við
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Vegna yfirlýsingar Apótekarafé-
lags Islands um heimsendingar lyfja
Það heyrir til undantekninga í
okkar nútímaþjóðfélagi, að stund-
aður sé atvinnurógur, en yfirlýsing
Apótekarafélags Islands um heim-
sendingarþjónustu Laugavegs apó-
tek, sem birtist í dagblöðunum þ.
20. febrúar sl. getur þó ekki flokk-
ast undir annað. Af hvaða hvötum
hún er birt skal ekkert fullyrt, en
hún á lítið skylt við raunveruleik-
ann. Yfirlýsingin opinberar frekar
veikan málstað þessara apótekara
og þá tímaskekkju sem sumir þeirra
virðast búa við. Tímar lénsveldis
og einokunar eru löngu aflagðir í
okkar þjóðfélagi, nema þá helst hjá
þessum mönnum. Lítum aðeins á
staðreyndir málsins.
Frá árinu 1985 hefur Laugavegs
Apótek veitt þá þjónustu að við-
skiptavinir apóteksins hafa getað
fengið lyf og aðrar vörur apóteksins
sendar ókeypis heim, hafi þeir ósk-
að þess. Jafnframt hafa lyfseðlar
verið sóttir heim til fólks og á
læknastofur hafi það ekki átt heim-
angengt.
Er skemmst frá að segja að á
annað þúsund einstaklingar hafa
notfært sér þessa þjónustu, og eru
aldraðir og öryrkjar meira en níutíu
af hundraði þeirra.
I gegnum heimsendingarþjón-
ustuna hefur starfsfólk apóteksins
átt mjög ánægjulegt samstarf við
sjúklinga og aðstandendur þeirra,
lækna, heimahjúkrun, heimahlynn-
ingu krabbameinssjúklinga og m.fi.
Þeir einu sem hafa haft honi í síðu
þessa eru nokkrir apótekarar hér í
bæ sem nú hafa fengið stjórn Apó-
tekarafélags íslands til að birta
þessa fáheyrðu yfirlýsingu. Af-
greiðsla og afhending lyfja frá
Laugavegs apóteki er undir ströngu
faglegu eftirliti lyfjafræðinga og
lyfjatækna og þannig búið um hnút-
ana við heimsendingar að fýllsta
öryggis sé gætt, enda ekki annað
forsvaranlegt þegar um lyf er að
ræða.
I fyrrgreindri yfirlýsingu Apótek-
arafélags íslands er fullyrt að
auglýsing þjónustunnar stríði gegn
landslögum. Það er rangt. f lyfja-
lögum er kveðið á um auglýsingar
lyfja en í þeim er hvergi minnst á
auglýsingar um þjónustu apóteka
pg að halda því fram er út í hött.
í yfirlýsingu Apótekarafélagsins er
einnig vikið að afgreiðslumáta
Laugavegs apóteks og starfsfólks
þar sagt bijóta reglur um meðferð
lyfja. Vesalings mennirnir, þeir hafa
ekki haft fyrir því að kynna sér
staðreyndir eða hvemig við sinnum
þessari þjónustu, svo mikið er víst.
Eins og að ofan greinir er öll vinna
í apótekinu undir faglegri stjórn
verslun með þau, hins vegar skýr
eignarréttur yfir þeim. Gylfi getur
sætt sig við hið fyrra, en virðist
hafna hinu síðara. Meginhlutverk
ríkisins á að mínum dómi að vera
að skilgreina og vernda eignarrétt
einstaklinga. Það á hins vegar alls
ekki að slá eign sinni á mikilvæg-
ustu náttúruauðæfi. Þar skilur með
mér og Gylfa — og þar skilur með
kapítalisma og öllum afbrigðum
sósíalisma, jafnvel hinum tiltöluiega
fijálslynda markaðs-sósíalisma
Gylfa.
Höfundur er lektor í
stjórnmálafræði í
félagsvísindadeild Háskóla íslands
og vinnur að riti undir heitinu
„Fiskistofnarnir við ísland:
Þjóðareign eða ríkiseign?"
lyfjafræðinga þar sem öllum lögum
og reglugerðum er fylgt. Við höfum
starfandi hér á landi Lyfjaeftirlit
ríkisins sem eftirlitsaðila apóteka
og það hefur ekkert haft út á þessa
þjónustu að setja.
Fram kemur í yfirlýsingunni að
önnur apótek hafi stundað heim-
sendingar um árabil en sú þjónusta
hefur þó verið á fárra vitorði.
Spurningar hljóta að vakna um
hana fyrst þeir apótekarar sem
fyrir henni standa telja að þeir séu
að bijóta lög og bjóða heim hættu
á mistökum. Það verður að segjast
að yfirlýsing stjórnar Apótekarafé-
lagsins er einstök í sögu íslenskra
þjónustufyrirtækja og óskandi væri
að þeir einstaklingar sem að henni
standa snéru sér að einhveiju hug-
myndaríkara ss. að veita faglega
og góða þjónustu í stað þess að
innrétta læknastofur, maka eigin
krók og rógbera starfsfóik apóteka.
Fyrir hönd starfsfólks Laugavegs
apóteks, Hjörleifitr Þórarinsson
yfírlyfjafræðingur.