Morgunblaðið - 23.02.1990, Síða 25

Morgunblaðið - 23.02.1990, Síða 25
Umræður um varaflugvöll MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990 25 Forkönnun ótvírætt brot á stj ómarsáttmála - segir Steingrímur J. Sigflisson, samgönguráðherra ÁGREININGUR er um það hjá utanríkisráðherra og samgöngfuráð- herra hvort það teljist brot á stjómarsáttmála ríkisstjórnarinnar að heimila forkönnun vegna byggingar varaflugvallar eður ei. Kom þetta fram í fyrirspumartíma í Sameinuðu þingi í gær. Halldór Blöndal (S/Ne) beindi eftirfarandi fyrirspum til utanríkis- ráðherra: „Hversu má það vera að ekki hefur verið gefið svar við því hvort Mannvirkjasjóði Atlantshafs- bandalags verði leyft að að gera forkönnun á hagkvæmni þess að að fullkominn varaflugvöllur verði lagð- ur hér á landi?“ í ræðu sinni gat Halldór þess að í umræðu um flugmálaáætlun hefði samgönguráðherra látið þau um- mæli falla að á meðan hann væri samgönguráðherra, kæmi ekki til greina að heimila forkönnun. Benti Halldór á að þetta væri á skjön við yfirlýsingar utanríkisráðherra að könnunin yrði heimiluð á þessu kjörtímabili. í svari sínu sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra að engum dyrum hefði verið lokað í þessu efni, enn væri fyrir hendi fjárveiting frá Mannvirkjasjóði á þessu ári til könnunarinnar. Um ástæður tafarinnar sagði Jón að yfir stæði endurskoðun á mannvirkja- stefnu NATO, sem gæti breytt for- sendum slíkrar könnunar. Jón ítrek- aði síðan að þótt leyfí yrði veitt væri það ekki brot á stjómarsáttmál- anum; það væri sitthvað að leyfa forkönnun og að heimila fram- kvæmdir. Að öðru leyti vísaði Jón til ummæla sinna við umræðu um þingsályktunartillögu um byggingu varaflugvallar. Halldór Blöndal kom þá aftur í pontu og greindi frá því að eina ástæða þess að hann hefði haldið fyrirspum sinni til streitu, þrátt fyr- ir fyrmefnda þingsályktunartillögu, væri sú að samgönguráðherra hefði verið íjarverandi þá umræðu. Þögn ráðherra undir þessari umræðu kvaðst Halldór skilja sem svo að hann væri sammála utanríkisráð- herra. Kvaðst hann fagna því að samgönguráðherra ætlaði ekki að setja stein í götu utanríkisráðherra. Steingrímur J. Sigfusson sam- gönguráðherra sagði Halldór held- ur duglegan við það að leggja sér orð í munn. Steingrímur sagði að verið væri að vinna að því að leysa varaflugvallarmálið með einfaldari og skjótvirkari hætti en kappsamir áhugamenn um hernaðarflugvöll gerðu ráð fyrir. Gert væri ráð fyrir því að innan þriggja ára gætu tveir flugvellir hér á landi þjónað sem varaflugvellir fyrir alþjóðlegt flug. Steingrímur sagði einnig að ekki væri á því nokkur vafí að heimild forkönnunar væri brot á þeim ákvæðum stjómarsáttmálans að ekki skyldi heimila nýjar meiriháttar hemaðarframkvæmdir. Ef heimila ætti forkönnun fyrir framkvæmd sem ekki yrði heimiluð, væri verið að hafa menn að fíflum. Stefán Guðmundsson (F/Nv) spurði samgönguráðherra á hvem hátt væri í flugmálaáætlun komið til móts við þörfína á varafiugvelli. Kvaðst hann ekki sjá að svo væri gert. Sagði hann ummæli ráðherra vera algerlega á skjön við flugmála- áætlun. Karl Steinar Guðnason (A/Rns) kvaðst sammála Stefáni. Hann benti og á að Matthías Á. Mathiesen þá- verandi utanríkisráðherra hefði heykst á því að veita heimild til for- STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON: „Heimild til forkönnunar ótví- rætt brot á sljómarsáttmálan- um.“ könnunar. Ef hann hefði ekki gert það væri nú búið að byggja flugvöll- inn. Jón Kristjánsson (F/Al) varpaði þeirri spumignu til þingmanna Sjálf- stæðisflokksins hvort þeir væm virkilega á móti því að Mannvirkja- sjóður endurskoðaði mannvirkja- áætlun sína. Stöðugar umræður um þetta stöðugt væm heldur undarleg- ar. Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al) sagði að hann hefði í til- efni þingsályktunartillögu um vara- flugvöllinn farið fram á ítarlega greinargerð um forsögu þessa máls; meðal þess væri viðtal við utanríks- ráðherra í ríkisútvarpinu, þar sem hann sagði að engin beiðni hefði komið fram um forkönnun. Þorsteinn Pálsson (S/Sl) kvaðst vilja upplýsa Karl Steinar um það að það hefði fyrst verið í viðræðum sínum við yfirmenn Mannvirkjasjóðs í ágúst 1988 að fallist hefði verið á skilyrði íslenskra stjórnvalda. Þess vegna hefði ekki verið unnt að fara fyrr af stað. Ástæður þær sem ut- anríkisráðherra bæri nú fyrir sig væra hins vegar tómur fyrirsláttur. Málið væri að hann hefði beygt sig fyrir Alþýðubandalaginu. JÓN BALDVIN HANNIBALS- SON: „Sljórnarsáttmálinn kemur ekki í veg fyrir að ég heimili forkönnun.“ Jón Baldvin kom aftur í pontu og sagði það misskilning hjá Hjör- leifí Guttormssyni að ekki hefðu borist nein erindi um heimild til for- könnunar. Þvert á móti hefðu borist tvær beiðnir, önnur frá NATO fyrir hönd Mannvirkjasjóðs og hin frá yfírvöldum bandaríska flotans. Jón sagði og vegna ummæla samgöngu- ráðherra að verið væri að blanda alls óskyldum málum inn í þessa umræðu að ræða um viðgerðir á flugvöllum sem nú væm fyrir hendi. Hreggviður Jónsson (FH/Rns) kvað þessar umræður afskaplega fróðlegar. Ríkisstjómin væri mjög ósamstæð og utanríkisráðherra þyrði ekki að heimila forkönnun af ótta við stjómarslitahótun Alþýðu- bandalagsins. Stefán Valgeirsson (SJF) sagði að búið væri að leysa varaflugvallar- málið, en hernaðarsérfræðingar kæmu nú upp um sig, þar eð ekki væri lengur um að ræða þörf fyrir varaflugvöll heldur herstöð. Ragnhildur Helgadóttir (S/Rvk) taldi það Ijóst að hér væri ekki um tvö aðskilin mál að ræða, heldur sama málið. Forkönnun væri heimiluð ef menn vildu byggja flug- völl. Eyjólfiir Konráð Jónsson um kjarasamningana: Nauðvörn í erfiðri stöðu Lögfesta ber kjarasamningana, sagði Kari Steinar Guðnason Fréttafíilsun frá Isafirði, segir Júlíus Sólnes EB-EFTA-viðræðurnar: EYJÓLFUR Konráð Jónsson (S-Rv) sagði í þingræðu í gær að Sjálfctæð- isflokkurinn styddi sljórnarfrumvarp um ráðstafanir vegna gerðra kjarasamninga. Samningsaðilar hefðu sýnt kjark og ábyrgð. Það væri hinsvegar engin gleði í sínum huga yfir því að þjóðarbúskapurinn hafi verið svo grátt leikinn, að óhjákvæmilegt hafi verið að gera kjara- samninga eins og þessa. Eykst misréttið í lífeyrismálum? Guðmundur H. Garðarsson (S-Rv) spurði forsætisráðherra, hvort samningur ríkisstjórnarinnar við BSRB fæli i sér aukin lífeyris- sjóðsréttindi til opinberra starfs- manna á sama tíma og lífeyrisrétt- indi annarra, sem teldust til hins almenna vinnumarkaðar, stæðu í stað. Er verið að breikka enn það bil, sem er á milli ríkisstarfsmanna og annars launafólks í landinu í lífeyrismálum, auka misréttið? Danfríður Skarphéðinsdóttir (SK-Vl) sagði launþega sýna mikið langlundargeð og þolinmæði í ný- gerðum samningum. Samningar, sem leiðréttu lítt eða ekki viðblas- andi misrétti, væm ekki sérstakt fagnaðarefni. Hún gagnrýndi ríkis- stjómina fyrir að skerða framlög til atvinnuleysistryggingarsjóðs á sama tíma og atvinnuleysi færi vaxandi. Þá rifjaði hún upp tillögu þingmanna Alþýðubandalags til þingsályktunar um nýja launastefnu (marz 1988). Lítið samræmi væri í texta þeirrar tillögu og greinargerð annars vegar og gjörðum ráðherrá flokksins i nú- verandi ríkisstjórn hinsvegar. Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) taldi gerða kjarasamninga nauðvörn, eins og nú horfði í þjóðarbúskapnum. Samningsaðilar hafi sýnt kjark og ábyrgð. Það væri á hinn bóginn ekki gleðiefni að þjóðarbúskapurinn skuli það grátt leikinn að gera þurfi slíkan samning. Leiðin út úr vandanum er ekki leið ofstjórnar og ofsköttunar, sagði hann. Karvel Pálmason (A-Vf) sagði ekki veijandi að félagshyggjustjóm yki á misréttið í lífeyrismálum. Hann lýsti því yfir að hann myndi ekki styðja ráðgerðan niðurskurð til vegaframkvæmda. Vanefndir stjóm- valda valdi því að landsmenn treysti ekki lengur orðum stjórnmála- manna. Egill Jónsson (S-Al) spurði ráð- herra um verðþróun búvöm. Hann sagði allt kindakjöt, gamalt og nýtt, á sama verði. Salome Þorkelsdóttir (S-Rn) sagði frítekjumark vegna tekju- tryggingar of lágt. Hún spurði hvemig stjórnvöld hygðust lækka verðlag um 0,3% í febrúarmánuði, eins og loforð stæðu til. Karl Steinar Guðnason (A-Rn) sagði að koma yrði í veg fyrir að grimmir hagsmunahópar brytu niður þá kjarasátt sem orðin væri í þjóð- félaginu. Þessvegna er það skoðun mín, sagði þingmaðurinn, að þennan Fundir verða í báðum deildum Alþingis í dag. í efri deild verða þijú mál á dagskrá. í fyrsta lagi frumvarp um umhverfismálaráðu- neyti, sem kemur til þriðju og síðustu umræðu og verður trúlega afgreitt sem lög. Fyrir liggur breytingartil- laga frá Salome Þorkelsdóttur og Eyjólfi Konráð Jónssyni, þess efnis, að lögin öðlist ekki gildi fyrr en 1. samning eigi að lögfesta. Július Sólnes ráðherra Hag- stofu sagði að „hugarflugsnefnd", sem kanna á ónýtt og ný tækifæri í atvinnurekstri, myndi skila áfanga- skýrslu fyrir vorið og lokaskýrslu fyrir áramót. Ráðherra vítti harðlega fréttaflutning Ríkisútvarpsins af fundi, sem hann hélt á dögunum á ísafirði um atvinnumál. Hann sagði ekki hægt að líkja þessum frétta- flutningi við neitt annað en frétta- fölsun. Ólafiir Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra taldi ríkisstjómina hafa unnið að launajöfnun. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði að frumvarp um lífeyrissjóði yrði lagt fram í næsta mánuði. Það gengi síðan til milliþinganefndar. Það yrði síðan lagt fyrir Alþingi á ný í haust, eins og nefndin gengi frá því. Hann spáði því að sátt næðist í ríkisstjórninni í dag um skipan aflamiðlunar og þá væri stutt í ákvörðun nýs fiskverðs. Fleiri tóku til máls þótt ekki verði frekar rakið. júní 1990. í annan stað frumvarp um ráðstafanir vegna kjarasamn- inga (sjá nánar hér á síðunni), sem kemur bæði til annarrar og þriðju umræðu og verður að lögum. í þriðja lagi fmmvarp um stjórn fiskveiða, sem kemur til framhalds fyrstu umræðu og gengur síðan til þing- nefndar. Þingfundir falla niður í næstu viku Þingflindir í dag: Júlíus Sólnes umhverf- ismálaráðherra í dag? Ráðstafanir vegna kjaramála samþykktar LÍKUR standa til þess að tvö stjórnarfrumvörp, annað um ráðstafanir vegna kjarasamninga (bandormurinn), hitt um breytingar á Stjórnar- ráði íslands (umhverfismálaráðuneyti) verði að lögum í dag. Gangi það eftir verður Júlíus Sólnes ( B-Rn) fyrsti ráðherra umhverfismála á íslandi. Ekki mitt hlutverk að kynna sjónarmið Alþýðubandalagsins - segir Jón Baldvin Hannibalsson JÓN Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra sagði í fyrirspurnartíma í sameinuðu þingi i gær að það væri alls ekki hans hlutverk að kynna sjónarmið Alþýðubandalagsins varðandi samskipti EB og EFTA gagn- vart öðrum ríkisstjórnuin EFTA-ríkjanna. Lét hann svo ummælt eftir að Þorsteinn Pálsson hafði spurt hann að því hvort og hvernig hann hefði fylgt eftir tilmælum þess efiiis frá formanni Alþýðubandalagsins. Alþingi 29. nóvember 1989? Hvernig var þeim fyrirvöram lýst fyrir sam- starfsaðilum og viðseipjendum sem kveðið er á um í samþykkt Alþýðu- bandalagsins? í svari sínu sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra að það væri ekki í hans verkahring að kynna ályktanir einstakra stjórn- málaflokka; slíkt ættu þeir að gera sjálfír. „Mitt hlutverk er að kynna samþykktir og bókanir ríkisstjómar íslands um málið. Kynnti ég það sem afstöðu ríkisstjómar, með stuðningi þingmeirihluta að baki.“ Þorsteinn Pálsson lýsti yfír sér- legri ánægju sinni með svar ut- anríksráðherra. Væri það góðs viti að hann hafnaði kröfu Ólafs Ragn- ars Grímssonar og Alþýðubanda- lagsins um að kynna afstöðu þess. Ályktun þess væri vissulega ekki útflutningsvara. „Væri það hags- munum okkar til tjóns ef ályktun þeirra væri kynnt." Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al) lýsti fyrirvörum Alþýðu- bandalagsins. Um væri að ræða al- mennan fyrirvara, sem taka yrði fyrir í ríkisstjóminni áður en til beinna viðræðna við EB gæti komið. Þorsteinn Pálsson kvað ummæli Hjörleifs valda jafn miklum von- brigðum og ummæli utanríkisráð- herra hefðu verið ánægjuleg. Þorsteinn Pálsson (S/Sl) beindi svohljóðandi fyrirspurn til utanríkis- ráðherra: „Hvenær kynnti utanríkis- ráðherra öðram ráðherram EFTA- ríkjanna og ráðherram Evrópu- bandalagsins samþykkt Alþýðu- bandalagsins um sérstöðu þess í við- ræðum EFTA og EB, svo sem fjár- málaráðherra krafðist í umræðum á Júlíus Sólnes vegna þings Norðurlandaráðs, sem haldið verður í Reykjavík að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.