Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990 Magnús Þ. Mekkinós- son, kaupmaður Fæddur 16. júní 1928 Dáinn 15. febrúar 1990 Það er erfitt að átta sig á því að æskuvinur og náinn félagi í yfir hálfa öld skuli skyndilega vera horfínn brott og aldrei koma til baka. Magnús Þór Mekkinósson lést 15. þ.m. að kvöldi dags eftir stutt veikindi sem álitið var að hann væri að komast yfir. Hann var sonur Mekkinós Björns- sonar, vefnaðarvörukaupmanns á Laugaveginum, og konu hans, Dagm- ar Þorláksdóttur. Mekkinó var frá Hrísum í Svarfaðardal, sonur Björns Amþórssonar, bónda og kennara, sem lengi rak bamaskóla á Hrísum upp á eigin spýtur. Kona hans var Þórhildur Hansdóttur Biering. Dagmar fæddist á ísafirði. Foreldrar hennar voru Þor- lákur smiður Magnússon og kona hans, Júlíanna Ingimundardóttir. Mekkinó og Dagmar áttu fjögur böm. Elst er Hólmfríður, Bjöm næstelstur, síðan Gunnar en Magnús var yngst- ur. Hann fæddist í Reykjavík 15. júní 1928. Við ólumst upp í nágrenni hvor við annan. Feður okkar voru báðir úr Svarfaðardal og miklir mátar, þannig að töluverður samgangur var á milli fjölskyldna okkar. Við Magnús urðum stréix góðir leikfélagar og byrj- uðum okkar bamaskólagöngu með því að sitja saman við borð. Það átti eftir að endast æði lengi þótt með hléum væri. Magnús flutti með foreldram sínum úr Laugarásnum 1940 niður í bæ og þar með úr Laugamesskólanum í Austurbæjarskólann. Þar með varð hlé á sameiginlegri skólagöngu. En leiðir okkar lágu aftur saman þegar ég byijaði í öðram bekk Verslunar- skólans 1944, eins og Maggi. Við sátum að sjálfsögðu saman næstu þijá vetur og vorum nánast óaðskilj- anlegir. Á þeim áram má segja að heimili Magga hafi orðið mitt annað heimili. Ég hafði ekki möguleika á að fara heim í hádegismat vegna þess hve það var langt að fara. Svo'ég varð fastagestur í hádegismat hjá Dagmar þá daga sem skólinn var einnig eftir hádegi. Mér er ofarlega í huga hlýlegt og skemmtilegt viðmót frá allri fjölskyldunni. Hun settist öil á sama tíma til borðs og að jafnaði vora miklar umræður yfir borðum. Það var mikið talað og glens og gam- an. Mekkinó var orðhagur og bráð- fyndinn, en Magnús var þá þegar kominn með þann skemmtilega „hú- mor“ sem honum var lagið og hafði hann oft í fullu tré við föður sinn. Eftir verslunarskólapróf fóram við báðir til Englands í enskunám. Magn- ús fór til Hull með frænda sínum Gunnari Ólafssyni, Bjömssonar, stór- kaupmanns. Ég fór til Leeds. Það var stutt á milli og oft heimsóttum við hvor annan við mikla ánægju. Eftir nokkurra mánaða dvöl í Mið-Englandi fóram við allir til London þar sem Gunnar og Magnús fóra á verslunar- skóla en ég í tækniskóla. Þar eða í London hófst vinskapur okkar þriggja sem haldist hefur stöðugt í yfír fjör- utíu ár án þess að nokkum tíma hafí komið hnökri þar á. Eftir tveggja ára nám í Englandi fór Magnús að vinna við verslunarfyr- irtæki föður síns, Victor hf. Þar kynntist hann Guðrúnu Sigurðardótt- ur sem vann hjá fyrirtækinu. Það var upphafið að hjónabandi — hjónabandi sem átti eftir að vera einlægt og ástúðlegt í alla staði. Þau giftu sig í október 1954. Guðrún eða Nóra, eins og hún er köiluð af vinum sínum og vandamönnum, er fædd í Reykjavík, dóttir Hallfríðar Einarsdóttur og Sig- urðar Jónssonar. Hún átti dóttur af fyrra hjónabandi, Sjöfn, sem Magnús tók strax sem sína. Sjöfn er kennari í Danmörku. Þau Nóra og Magnús leigðu um tíma hjá föður mínum og hann var mjög ánægður með þeirra nábýli og þakklátur báðum fyrir góða umhugs- un. Síðar keyptu þau íbúð í Garðabæ þar sem þau komu sér vel fyrir með fallegu útsýni yfir Hafnarfjörð og Suðurnes. Magnús og Nóra áttu ein- stöku barnaláni að fagna. Þau eignuð- ust ijögur mannvænleg börn. Elstur er Þorlákur verkfræðingur, sambýlis- kona hans er Þórhildur Pétursdóttir sem er að ljúka námi í HÍ. Næst er Hólmfríður bókasafnsfræðingur, gift Sverri Albertssyni ritstjóra Vinnunn- ar. Síðan er Þórhildur fóstra í heima- húsi og yngst er Guðrún Þóra jarð- fræðingur, gift Óskari Knudsen sem einnig er jarðfræðingur. Leiðir okkar Magnúsar skildu um skeið, þegar ég fluttist til Akureyrar 1952 og var síðan erlendis í nokkur ár. Þegar ég kom til baka til Akur- eyrar má segja að við Magnús höfum tekið upp þráðinn þar sem frá var horfíð. Við fórum í sumarfrí með kon- um okkar um Norðaustur- og Austur- land, sem okkur öllum var mjög minn- isstætt meðal annars fýrir einstakt veður allan tímann. Þótt spölur sé milli Akureyrar og Reykjavíkur hittumst við þrímenning- amir alltaf annað slagið. Stundum komu þeir norður með sínar konur eða við hjónin fóram suður og hittum þau þar. Alltaf vora okkar samkomur skemmtilegar. Magnús keypti matvöraverslunina á Baldursgötu 11 árið 1957 og rak hana fram á síðasta dag. Hann lét stórmarkaði eða aðra samkeppni ekk- ert á sig fá, rak sína verslun á sinn hátt og það var vel metið af hans viðskiptavinum. Vinnan var að vísu mikil, jafnvel á okkar mælikvarða. En Magnús var ævinlega jafn æðra- laus og léttur í lund. Hans sérstaki „húmor“ hélst til æviloka. Fjölskyldan var hans aðal og nánast eina áhuga- mál. Bamabömin vora honum mikil gleði. Við hjónin fluttumst til Reykjavíkur í árslok 1985. Eftir það hittumst við þrímenningarnir með eig- inkonum okkar reglulega. Við fóram saman í leikhús, voram heifha hvert hjá öðra o.s.frv. Nú er skarð fyrir skildi og söknuð- urinn mikill. Við höfum misst vin sem var öllum kær. En langmestur er þó missirinn fyr- ir fjölskylduna sem var svo samhent og fjölskylduböndin sterk. Þau hjónin stóðu saman í blíðu og stríðu og studdu hvort annað. Vissulega verður þá sorgin sárari en minningin um góðan dreng er falleg. Við hjónin og Gréta og Gunnar vottum Nóra og bömum, barnaböm- um og systkinum Magnúsar innilega samúð og biðjum góðan guð að leggja smyrsl á sár þeirra. Hjörtur Eiríksson Magnús Þór Mekkinósson lést 15. febrúar á Reykjalundi. Og fáir dagar liðu frá þvi hann afgreiddi vörur í verslun sinni og það af fullum krafti eins og honum var eðlilegt og þar til yfír lauk, svo snögg urðu umskiptin. Það er ávallt mikil eftirsjá í mönn- um eins og Magnúsi, en að kveðja fyrir fullt og fast er nú einu sinni leiðin okkar allra. Magnús gerðist ungur „kaup- maðurinn á horninu“ og gegndi því nauðsynlega starfi með miklum ágætum. Hann rak um áratuga skeið mat- vöraverslun á horni Oðinsgötu og Baldursgötu og var sérlega vinsæll kaupmaður og mörgum hjálplegur, þegar þannig stóð á. Manni leið ávallt vel í búðinni hjá Magnúsi, hann var greindur vel og glettinn og glaður í viðmóti og sagði notalega frá ýmsu úr daganna amstri. Þetta verður ekki venjuleg minn- ingargrein, aðeins fáein kveðjuorð um mann, sem ég mat mjög mikils. Og að leiðarlokum er efst í huga þakklæti mitt og fjölskyldu minnar fyrir liðnar stundir og elskuleg kynni. Við vottum eiginkonu hans og öðru nánasta fólki einlæga samúð. Gísli Guðmundsson í dag kveðjum við Magnús Þór Mekkinósson. Við horfum á eftir hon- um í faðm óendanleikans — eða upp- hafsins — móður náttúru. Hann fædd- ist, hann lifði og hann dó. Við fyrstu sýn gæti virst sem svo að það væri fátt annað hægt að segja um þennan mann. Magnús sóttist ekki eftir vegtyllum, embættum eða öðram þeim veraldleg- um nafnbótum sem framsæknir menn skreyta sig með. Hann var aldrei for- maður eins né neins — sat aldrei í stjórn nokkurs félags né klúbbs; hann var reyndar aldrei félagi nokkurs staðar. Hann var Bjartur í Sumar- húsum okkar daga. Magnús lifði fyrir tvennt. Hann lifði fyrir fjölskyldu sína og hann lifði fyr- ir búðina sína. Hann var trúr þeirri lífsskoðun sinni að menn væru ábyrg- ir gerða sinna. Hans mál voru fjöl- skyldan og búðin — hann stóð sína vakt á báðum stöðum og vel það. Ég kynntist Magnúsi fýrst er ég eignaðist barn með dóttur hans. Nokkram misseram síðar varð ég svo formlega tengdasonur hans og jukust þá til muna samskipti okkar. Um svip- að leyti festum við kona mín kaup á húsi er þarfnaðist nánast fullrar end- urbyggingar. Helsta hjálparstoð mín í þeirri vinnu var faðir minn en þeir vora einnig ófáir dagamir er Magnús kom eftir sinn 10-12 tíma vinnudag í versluninni og var tilbúinn í allt. Á þessum tíma var fjárhagur okkar hjóna stundum heldur bágborinn og þá var tengdafaðir minn á við besta banka. Hann var vanur því sjálfur að staðgreiða allt og skulda aldrei nein- um neitt og fannst ekkert vit i því að ég keypti byggingarefni á afborg- unum. Líf Magnúsar skiptist á milli fjöl- skyldu og búðar. Er ég lít um öxl sannfærist ég um að hann hafí gert sér sérstakt far um að blanda þessu tvennu aldrei saman og hafí tekist það vel. Sem fjölskyldumaður var Magnús einstakur. Helst vildi hann hafa alla fjölskylduna hjá sér — og er hún þó stór og ansi hreint fjörag. Þau eru orðin mörg matarboðin, kaffíboðin og öll hin boðin er ég hef setið í Melásnum í Garðabæ og alltaf hafa þau Magnús og kona hans, Guð- rún, verið höfðingjar heim að sækja. Þá leið Magnúsi vel, þegar svo margt var til borðs að leggja þurfti á eitt eða tvö aukaborð fyrir börnin. Og svo þegar allir höfðu borðað sig metta og helst vel það, settist hann í stólinn sinn fyrir enda stofunnar og horfði yfír hópinn. En hann fékk sjaldan að sitja lengi aðgerðarlaus. Barnabörnin sáu til þess. Þau elstu vildu að afi spilaði við sig, þau yngstu vildu að afi læsi bók, skoðaði myndir eða bara héldi á sér. Hinn helmingur lífs Magnúsar var búðin hans og þeirri hlið kynntist ég ekki fýrr en daginn sem hann veiktist og ákveðið var að við, nánasta fjöl- skyldan, héldum búðinni opinni þar til sýnt væri hvernig sjúkdómur hans þróaðist og helst þar til hann gæti snúið aftur til starfa. Búðin hans Magnúsar er, eins og sagt er, dálítið sér á parti. Hún er sennilega ein minnsta, elsta og lífseig- asta matvöruverslunin á landinu. Magnús keypti þessa verslun 1957 og þá hafði hún verið starfrækt í ára- tugi. Þessa verslun rak Magnús í 32 ár og var alltaf einn. Hann leyfði sér aldrei að veikjast eða forfallast á annan hátt. Daginn sem hann veiktist fór ég og límdi miða á hurðina þar sem sagði að verslunin væri lokuð þann dag vegna veikinda. Næstu daga á eftir var ég að vinna f búðinni og þá var svo greinilegt að það hafði verið nokkurt áfall fyrir fasta við- skiptavini að uppgötva að Magnús gajti veikst svo mikið að búðinni væri lokað. Frá því að Magnús veiktist hef ég, fyrst í félagi við tvö af börnum hans og konu og síðan á eigin spýtur, rek- ið búðina fyrir hann. Á þessum tíma hef ég sennilega kynnst Magnúsi bet- ur á tveimur mánuðum heldur en á fyrri árum öllum samanlagt. Og það er á þessum tíma sem mér hefur þótt vænst um Magnús — vænna en þegar ég var daglegur gestur og þiggjandi á heimili hans og þegar hann bjarg- aði mér á milli skuldabréfa og víxla. Það er engan veginn auðvelt verk að reyna að ganga í sporin hans Magnúsar í versluninni í Baldursgötu 11. í fyrsta lagi þekkti hann hvert mannsbam í hverfínu — vissi hvað hver vildi og hagaði sínum innkaupum eftir þvf. Hann hafði til að bera þolin- mæði og geðslag sem gerði honum kleift að sinna jafnvel ókurteisustu viðskiptavinum með fullri ró og vin- semd þó svo að okkur yngra fólkinu væri það nánast ógerlegt. Síðast en ekki hvað síst var hann slíkur maður að fólk vildi versla við hann. Sumir hafa haldið tryggð við verslun hans í áratugi og það jafnvel þó að viðkom- andi hafí flutt í önnur hverfí borgar- innar. Það vora margir í reikningi hjá Magnúsi. Hann var þannig gerður að hann gat ekki neitað fólki um vörar þó svo að það gæti ekki borgað þær. Sem betur fer voru flestir viðskipta- vinir hans traust og heiðarlegt fólk er stóð jafnan i skilum en samt var það svo að þegar Magnús veiktist og við fóram í gegnum hirslur hans fund- um við fulla skúffu af reikningum — allt að tíu ára gömlum, sem voru ógreiddir. Sumt hafði hann reynt að innheimta og annað ekki. Nánari skoðun þessara reikninga sýndi að Magnús hafði skrifað hjá fólki mánuð eftir mánuð án þess að fá nokkra greiðslu fyrir. Hann reiknaði aldrei vexti eða dráttarvexti á skuldir og fannst veralega miður að þurfa að minna einhvern á skuld við sig. Þegar ég var búinn að fara yfir einhveija af þessum reikningum spurði ég hann um suma af skuldur- unum því að hann treysti fólki alltaf það vel að reikningar — jafnvel tug- þúsunda króna reikningar vora aðeins merktir fornafni og götuheiti. Þá sagði Magnús: „0, hún borgar aldrei neitt — það þýðir ekkert að rukka hana. Hún lifir bara á tryggingabót- unum,“ eða: „Hann er fluttur — ég veit ekki hvar hann býr núna.“ Það er ekki hægt að ljúka umfjöll- un um verslunarrekstur Magnúsar án þess að minnast á velvilja og vinsemd heildsala og sölumanna þeirra í hans garð. Við, sem höfum verið staðgengl- ar Magnúsar frá því að hann veikt- ist, höfum orðið vör við það hversu gott orð hann hefur á sér, að heildsöl- ur sem skipta kannski mest við stór- markaði og stærri verslanir leggja gjarna lykkju á leið sína til að kanna birgðastöðuna hjá verslun Magnúsar á Baldursgötunni. Þegar Magnús fékk sitt fyrsta hjartaáfall í desember sl. — og leyndi því í víkutíma þar til hann stóð nán- ast ekki á fótunum lengur, granaði fáa að þessi hrausti maður ætti svo skammt eftir. Því var það að við, börn og tengdaböm, sem töldum að við værum aðeins að leysa þann gamla af í nokkrar vikur, ásettum okkur að breyta búðinni hans og gera hana auðveldari í rekstri áður en Magnús kæmi aftur til starfa. Þegar hann tók að hressast aftur fór Magnús að vera með mér í búð- inni dagpart og dagpart. Á þeim tíma fóram við yfir sumar af þeim hug- myndum sem við yngra fólkið höfðum um breytingar á búðinni. Þá kom í ljós að gamli maðurinn var ekki eins íhaldssamur á allar breytingarnar og við höfðum talið. Hann hafði yfirleitt svipaðar hugmyndir og við og hafði hugsað þær lengra. Því var það sem Magnús gaf mér fyrirmæli um að láta gera tilboð í smíði kæliskápa fyrir verslunina og loks að ganga að ákveðnu tilboði — og eins og hans var vani — að greiða kaupverðið við samningsgerð. Hann beið síðan spenntur — nánast eins og barn er bíður jólapakka, eftir því að búðin hans stækkaði um helming og hann fengi sérsmíðaða mjólkurkæla. Það var mitt lán að geta aðstoðað þennan mann, er nánast aldrei þáði aðstoð við neitt, síðustu tvo mánuðina sem hann lifði; að geta komið fjármál- um okkar á hreint og að á dánar- dægri hans vorum við skuldlausir hvor við annan. Það er mér ennfrem- ur sannkallað gleðiefni að tveimur stundum fyrir andlát sitt var Magnús hjá mér i búðinni. Hann var með hressasta móti og við fórum yfir fjár- mál búðarinnar, væntanlegar breyt- ingar og framtíðaráform okkar beggja. Magnús var sérstaklega glað- ur vegna þess að hann hafði verið einn í búðinni í um hálftíma á meðan ég hljóp að sækja ný gleraugu fyrir hann. Á þessum stutta tíma hafði hann afgreitt nokkra af sínum föstu 13 viðskiptavinum og ennfremur selt gegn greiðslukorti en móttaka greiðslukorta var eitt af þeim nýmæl- um er ég hafði tekið upp. — Að vísu sagðist hann ekki hafa verið „fullkom- lega klár á Vísa-vélina“ en stúlka sem stödd var í búðinni hefði kunnað á allt og sagt honum til. Þennan sama dag gat hann loks sest undir stýri á bíl sínum og ekið á eigin ábyrgð [ fyrsta sinn frá því að hann veiktist. Þetta var Magnús búinn að þrá í lang- an tíma því að það var honum ekki að skapi að vera háður öðram um ferðir á milli staða. Hann var vanur að vera öðram óháður og sjálfum sér nógur. Hann var sérstaklega glaður er hann fór frá mér þennan dag og eng- an gat rennt í grun að Magnús yrði allur innan tveggja tíma. Það er okk- ur sem eftir lifum þó huggun harmi gegn að síðasta daginn sem Magnús lifði var hann svo sæll. Hann fór í búðina sína, hitti um helming af barnabörnunum sínum, leit yfir fjár- mál sín og keyrði bílinn sinn. Um það bil sem hann lagði af stað stansaði hann sem snöggvast og kom aftur inn í búðina til að fá konfekt handa hjúkranarfólkinu á deildinni á Reykjalundi. Honum ieið mjög vel þar og fannst vera hugsað vel um sig og því vildi hann gleðja starfsfólkið ofurl- ítið. Er hann kom þangað eftir dag í borginni kom hann inn á vaktherberg- ið til að tilkynna sig mættan og sagð- ist svo ætla að leggja sig fram að kvöldverði. Er hjúkranarkona sem var á vakt ætlaði svo að vekja hann tæpri klukkustund síðar var Magnús allur — en yfír ásjónu hans ríkti slíkur frið- ur að líkast var að þar hefði sofnað maður er sáttur var við allt og alla. En hversu vel sem Magnúsi kann að líða á nýjum dvalarstað veit ég að hann saknar sárt samvista við Guðrúnu konu sína, því ásamt því að hjónaband þeirra væri einstaklega ástsælt vora þau ákaflega góðir vinir og deildu saman nánast öllum vöku- stundum sínum að undanskildum vinnustundum. Þegar Magnús er allur finn ég hversu mikill missir er að honum. Ég sakna nærvera hans sárlega en þakka jafnframt fyrir þau kynni sem ég hafði af honumn. Um leið og ég kveð þennan mæta mann bið ég almáttug- an guð að gefa eftirlifandi konu og börnum styrk og þol til að lifa þessa þraut. S. Alb. Borgir verða ómanneskjulegar þegar verkaskiptingin er sálarlaus, en þar sem hver leggur alúð við sitt verk verður borgin lifandi heild. í slíkri borg verður torgið mótsstaður sem allir leggja leið sína um. Fyrir okkur sem búum í allstóru hverfi í Þingholtunum í Reykjavík hefur „torgið“ verið Maggabúð á Baldursgötu 9. Ef notuð er venjuleg mælistika sést að búðin er ekki ýkja margir fermetrar, en þó var einhvern veginn alltaf nóg pláss. Fólk lagði ekki leið sína í Maggabúð í þeim til- gangi einum að gera stór innkaup. Menn gerðu sér ferð til að ræða málin; pólitík, sögu, listir — hvað sem var, spyija kaupmanninn almæltra tíðinda, leita ráða eða biðja fyrir skilaboð. Að ræða menningu Etrúska meðan keypt var mjólk og brauð var bara eðlilegt í þessari búð. Umburðarlyndi virtist honum eig- inlegt og sjálfsagt. Enginn var svo aumur eða illa staddur að hann verð- skuldaði ekki fulla athygli og eðlilega þjónustu. Þeir sem tóku sig of hátí- ðlega fengu kannski kankvísa at- hugasemd, aðrir uppörvun, en allir hlýju, athygli og húsaskjól. Við sem höfum búið lengi í hverf- inu höfum kynnst þeirri óvenjulegu ræktarsemi sem Magnús Mekkinós- son sýndi starfi sínu. Hann hefur verið á vakt, alla virka daga, allan ársins hring, ár eftir ár. Börnin í hverfinu hafa alist upp við Magga, í búðinni sinni, sem einhvern fastasta punktinn í tilverunni. Þéim var því illa brugðið nú fyrir skömmu. „Maggi er ekki í búðinni, það eru einhveijir strákar að afgreiða." Eitthvað alvar- legt hafði gerst. Hann var miðstöðin í hverfinu okk- ar. í verkskiptu borgarsamfélaginu hafði hann það hlutverk að halda uppi samskiptum á „torginu" með sinni staðföstu, óeigingjörnu þjónustu — hann gæddi hverfið lífi. Við, íbúarnir í hverfinu, sem hittum hann á hverjum degi, söknum hans. Innilegar samúðar- og hughreysting- arkveðjur sendum við fjölskyldu hans. Ævar, Guðrún, Oddný, Uggi, Nönnugötu 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.