Morgunblaðið - 23.02.1990, Síða 37

Morgunblaðið - 23.02.1990, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990 37 Landgræðslan hefst í eldhúsinu Til Velvakanda. Það var þetta með landgræðsl- una. Það finnst vart sá íslendingur í dag sem vill láta taka sig alvar- lega sem ekki talar um land- græðslu og uppgræðslu landsins í sífellu. Það sé nú hið ailramesta þarfaþing. En hver er svo ekki reyndin? Jú, þessir sömu íslendingar hafa vart lokið við fúkyrði sín í garð „þeirra“ (?) sem rifið hafa niður skóga landsins og gróður (bænda- greyin væntanlega) fyrr en þeir hinir sömu eru sestir að snæðingi við að háma í sig blásaklausu kind- urnar góðu (en að sjálfsögðu ban- hungruðu), sem verða að naga þessi síðustu strá sem enn fínnast á af- réttunum, til að þóknast eigendum sínum og væntanlegum ætum. Mér hefur oft fundist minna ætti að röfla um uppgræðsluna en meira að gera í málinu þess í stað. Um- það langar mig aðeins að nöldra. En íslendingar góðir. Það er ekki nokkur leið til þess að bjarga því sem bjargað verður héðan af í land- græðslumálum með því að halda þessari kindahelför okkar áfram á yfirnöguðum afréttum landsins. Ekki nokkur leið. Allt annað er blekking. Algjör sjálfsblekking. Það eru eidhúsvenjurnar sem verða að breytast. Það er matseðillinn í dag sem er meinið mesta. Burt úr spen- dýraátinu, og helst öllu dýraáti og gróðurinn dafnar á ný. Það er mesta landgræðslan sem við getum fram- kvæmt strax og örugglega. Fyrir nú utan hversu smekklaust það er að „framleiða" háþróuð spen- dýr nú enn í lok tuttugustu aldar- innar til þess eingöngu að næra sig á. Þá er enn smekklausara og heim- skara að gera það með tilliti til ástands gróðurkápu landsins. Nú veit ég vel að flestir fussa og sveia yfír svona tali. Að hér fari nú eitt firrt og ruglað borgarfíflið enn offari. „Að tala um að breyta matnum mínum! Ekki annað en það.“ „Ég er sko alveg til í að friða landið og græða það upp. — En ég ætla nú ekki að fara að blanda því saman við matinn minn. Ekki til umræðu takk fyrir.“ En þetta er nú svona samt. For- feður okkar brenndu skógana til að halda á sér hita fyrstu tíu aldir byggðar landsins og lái þeim hver sem vill. Ég mun ekki gera það. Um annað eldsneyti var ekki að ræða. Og því ekki annað að gera en að ganga á skóginn sífellt. í hinn stað gátu forfeður okkar ekkert farið héðan af landi brott eftir því sem gæðum landsins hnignaði vegna þessa skógarhöggs og ofbeitar, og reyndar ýmislegs annars líka. Því skipakostur lands- manna var orðinn svo lélegur um og eftir 15. öldina að samgöngur við önnur lönd höfðu nánast alveg lagst af. Ekki var nokkur leið að ætla sér að flýja héðan eftir þann tíma á þeim örfáu erlendu skipum sem hingað komu ár hvert. Svo forfeður okkar.voru því orðnir hálf- gerðir strandaglópar vegna hugs- analeysis forfeðra þeirra á vissan hátt, — fyrir það eitt að hafa álp- ast hingað á þessa fjarlægu og ein- angruðu eyju úti í dumbshafi. Til þess lands þar sem ekki var hægt að halda nauðsynlegum skipasmíð- um uppi svo lágmarkssamgöngum við umheiminn yrði komið við fyrir niðja þeirra. Ekki er því hægt að álasa því fólki sem brenndi skógana og beitti og ofbeitti landið búpeningi sínum til að lifa síðan sjálft á. Það var ekki um neitt annað að ræða. Það var að duga eða drepast í orðanna fyllstu merkingu þá. Og auðvitað hefði ég sem og aðrir sjálfselskir smáborgarar hámað í mig allar roll- urnar þá og brennt skógana á þess- um tíma til að halda lífi. Ekki spurn- ing um það. Og það hefðu allir í dag gert einnig í sporum forfeðr- anna og mæðranna. En nú eru aðrir tímar. Iðnbylting- in er gengin í garð svo við getum með ýmsum tilfæringum og verk- færum ræktað hér gnægð græn- metis og ávaxta til að nærast á. Og sem lífsviðurværi gætum við boðið hingað ferðamenn í milljóna- tali ár hvert og þjónustað þá og lif- að vel og mengunarlítið af því. Að ógleymdu því að lifa kónga- lífí af orkusölu rafmagns til Bret- landseyja með virkjun allra mögu- legra hagkvæmnisorkuvera vatns- afls og jarðhita hér á landi. Svo ekki er þau rök gild að við gætum ekki lifað af neinu öðru en fiskveið- um eða því síður af landbúnaði. Fiskveiðarnar verða að halda land- búnaðinum uppi ásamt því að halda öllu þéttbýlisfólkinu á floti í velmeg- unarfylleríinu sem hér ríður húsum nú um stund. En Iandgræðslan hefst fyrst og fremst í eldhúsinu. Menn skyldu ekki gleyma þeirri staðreynd þótt stríðalin matartaugin í maga þeirra heimti sitt af gömlum vana. Meira ket. Og ekkert nema ket kvakar hún í sífellu. En er það hún sem á að ráða ferðinni endalaust eða hvað? Nei segi ég. Hvað segir þú? Og hvað segir svo hugsun þín krist- alstær að lokum? Magnús H. Skarphéðinsson REYKVÍKINGAR! Ásgeir Hannes Eiríksson, þingmaður Borgaraflokksins og fulltrúi Reykvíkinga í fjárveitinganefnd Alþingis, verður á Café Hressó í Austur- stræti í dag, föstudaginn 23. febrúar, kl. 12.00—14.00. Til leigu í þessu húsi á Suðurlandsbraut 4 er til leigu verslunar- húsnæði á 1. hæð og skrifstofuhúsnæði á 3. hæð. Upplýsingar gefa: H. Benediktsson hf., sími 38300 og Verkfræðistofan Ferili hf., sími 688570. ORÐSENDING UM LEIÐRÉTTINGU Á VERÐBÓTUM Á SKYLDUSPARNAÐI Umboðsmenn og aðstandendur einstaklinga, sem búsettir eru erlendis eða sem látist hafa og söfnuðu skyldusparnaði á árunum 1957 til l.júlí 1989,eru hér með hvattir til að kanna í upplýsingasímum stofnunarinnar hvort greiðslur vegna leiðréttinga á verðbótum liggi þar fyrir. Allar leiðréttingar til þeirra, sem áttu skráð heimilisfang hér á landi l. desember 1989 s.l. hafa verið sendar út. Eftir standa töluvert af leiðréttingar- greiðslum til fólks, sem skráð er erlendis og sem látið er. í desember s.l. ákvað Húsnæðisstofnun ríkisins að greiða út leiðréttingar varðandi verðbætur á skyldusparnað. Hér var einungis um að ræða verðbætur sem reiknast áttu af verðbótum. Leiðréttingarnar vörðuðu tímabilið l.júní 1957 til 1. júlí 1980 og náðu aðeins til hluta þeirra sem áttu skyldusparnað umrætt tímabil. Upplýsingasímar eru 696946 og 696947 kl. 10-12 virka daga. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVIK ■ SÍMI 696900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.