Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Einar verður með gegn Hollendingum EINAR Þorvarðarson, landsliðsmark- vörður, er tilbúínn í slaginn. Hann mun leika með landsliðinu gegn Hol- lendingum í Laugardalshöllinni í kvöld og verður það fyrsti landsleikur hans eftir að hann fór í nýrnasteinaaðgerð í Osló á dögun- um. Einar hefur náð að æfa á fullum krafti * síðustu daga og er ánægjulegt að hann sé aftur kominn á ferðina. Aftur á móti mun Alfreð Gíslason ekki leika gegn Hollendingum. Hann er meiddur á vísi- fingri vinstri handar, sem fór úr lið í fyrra- dag. Fingurinn er enn bólginn. Islensku landsliðsmennimir sem halda til Tékkóslóvakíu á sunnudaginn, leika tvo landsleiki gegn Hollendingum. í kvöld kl. 20 og á morgun kl. 17. Landsliðið fer til London á sunnudaginn og síðan verður flogið til Prag á mánudag. Þjóðsöngvar sungnir Þess má geta til gamans að þjóðsöngv- ar íslands og Hollands verða sungnir fyr- ir leikinn í kvöld. Kór Landsbanka íslands syngur, en kórinn æfði í Laugardalshöll- inni í gær. KORFUKNATTLEIKUR Létt hjá toppliðum Keflvíkingar unnu Reynismenn með 47 stiga mun, 130:83 í Keflavík í gær- kvöldi og hefði sá sigur hæglega getað orð- in enn stærri. í hálfleik var staðan 60:39. Það sem kom mest á óvart Björn var ágæt byrjun Sandgerð- Blöndal inga sem höfðu frumkvæðið skrifar fram undir miðjan fyrri hálf- leik. En þá settu Keflvíkingar á fulla ferð og rúlluðu yfir nágranna sínu í orðsins fyllstu merkingu. Bandaríkjamaðurinn Sandy Anderson sat á bekknum allan fyrri hálfleikinn, en hann bætti ijarveru sína upp í þeim síðari - skor- aði grimmt og margar körfur hans voru gerðar með miklum tilþrifum sem áhorfend- ur kunnu að meta. Einnig var Magnús Guð- finnsson góður og er nú að leika sitt besta tímabíl. órsarar náðu aldrei að veita KR-ingum keppni á Seltjamamesi. KR-ingar tóku Akureyringa strax í kennslustund, en þegar staðan var orðin 49:14 slökuðu þeir á og ungu leikmenn liðsins fengu Guðmundur að spreyta sig. KR-ingar léku Jóhannsson geysilegan starkan varnar- skrifar leik í byijun leiksins og áttu Þórsarar í miklum erfiðleik- um að komast í gegnum „hakkavél" þeirra. ÚRSUT Körfuknattleikur KR-Þór 105:70 íþróttahúsið á Seltjamanesi. Úrvalsdeildin í körfuknattleik, fimmtud. 22. febrúar 1990. Gangxir leiksins: 7:0, 13:2, 24:10, 40:14, 49:14, 53:25, 53:29. 56:37, 67:44, 83:48, 101:61, 105:70. Stig KR: Birgir Mikaelsson 24, Anatoiíj Kovtoúm 16, Lárus Árnason 16, Böðvar Guðjónsson 12, Guðni Guðnason 10, Gauti Gunnarsson 10, Páll Kolbeinsson 7, Axel Nikulásson 6, Matthías Einarsson 2, Þor- bjöm Njálsson 2. Stig Þórs: Dan Kennard 23, Konráð Óskarsson 15, Eiríkur Sigurðsson 13, Jó- hann Sigurðsson 5, Jón Örn Guðmundsson 4, Davíð Hreiðarsson 3, Björn Sveinsson 2, Ágúst Guðmundsson 2. Áhorfendur: Um 50. Dómarar: Bergur Steingrimsson og Kristj- án Möller. ÍBK - Reynir 130:83 íþróttahúsið í Keflavík, íslandsmótið í körfuknattleik, fimmtud. 22. febrúar 1990. Gangur leiksins: 0:2, 4:8, 15:19, 28:19, 37:24, 47:27, 54:36, 60:39, 67:43, 78:45, 88:52, 101:55, 107:61, 118:69, 124:77, 130:83. Stig ÍBK: Magnús Guðfinnsson 25, Guðjón Skúlason 23, Sandy Anderson 18, Nökkvi M. Jónsson 17, Falur Jóhann Harðarson 15, Sigurður Ingimundarson 14, Albert Óskarsson 8, Skúli Skúlason 6, Hjörtur Amarson 2, Ingólfur Haraldsson 2. Stig Reynis: David Grissom 19, Jón Ben Einarsson 17, Ellert Magnússon 14, Einar Þór Skarphéðinsson 13, Sigurþór Þórarins- son 6, Anthony Stissi 5, Helgi Sigurðsson 4, Jón Guðbrandsson 3, Sveinn Hans Gísla- son 2. Áhorfendur: Um 100. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Guðmundur Stefán Mariasson. Birgir Mikaelsson, KR. Magnús Guðfinns- son og Sandy Anderson, ÍBK. Anatolíj Kovtoúm og Lárus Ámason, KR. Dan Kennard, Þór. Guðjón Skúlason, Falur Jóhann Harðarson, Sigurður Ingimundar- son og Nökkvi M. Jónsson, ÍBK. David Grissom og Jón Ben Einarsson, Reyni. NBA-DEILDIN Leikir í NBA-deildinni á miðvikudagskvöld: Cleveiand - Portland.............121:109 Detroit Pistons - Orlando........140:109 Indiana - Atlanta Hawks..........123: 96 Seattle - Miami Heat............. 92: 85 NewJersey-Minnesota.............. 95: 93 LA Lakers - Denver...............113:111 Utah Jazz - Boston...............116:103 Philadelphia - Golden State... 96: 95 BADMINTON / HM „AIKmjög skemmti- legir leikir" - sagði Friðrik Þór Halldórs- son fararstjóri eftirtap gegn Dönum. Sovétmenn lögðu íslendinga einnig að velli ÍSLENSKA landsliðið í badminton tapaði fyrir Dönum og Sovétmönnum í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í gær. Báðum viðureign- unum lauk 0:5, en Friðrik Þór Halldórsson, farar- stjóri, var þó að mörgu leyti ánægður. Fyrri leikurinn í gær var gegn Dönum. Broddi Kristj- ánsson mætti besta badmintonspilara heims, Morten Frost, í einliðaleik og tapaði 7:15, 6:15. „Broddi komst í 5:1 í fyrri lotunni, sem var mjög vel leikin og skemmti- leg. Lotan var löng og mikið spil í henni,“ sagði Friðrik Þór í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Frost er stigahæsti badmintonspilari heims í dag og sagði Friðrik það því mjög góðan árangur að ná svo mörgum stigum gegn honum. Þorsteinn Páll Hængsson mætti Poul-Erik Hoyer Lars- en. Þorsteinn tapaði fyrri lotunni 12:15, eftir að hafa verið yfir 10:6. Síðari lotunni tapaði hann svo 6:15, eftir að hafa verið 5:1 yfír. „Þetta var líka mjög skemmtileg- ur leikur,“ sagði Friðrik Þor. í þriðja einliðaleiknum keppti Guðmundur Adolfsson við Jens Peter Nierhoff. Guðmundur náði oddalotu; tap- aði fyrst 5:15, en aðra lotu vann hann 18:16. Jafnt var 9:9, Guðmundur komst í 13:10 en Nierhof jafnaði 13:13. Guðmundur hækkaði þá í 18 og vann 18:16. Nierhoff þessi varð Evrópumeistari 1982 og er nú danskur meist- ari í tvíliðaleik. „Það var frábært hjá Guðmundi að ná oddalotunni, þessi maður er á lista yfir tíu bestu badm- intonmenn í heiminum. Við verðum að átta okkur á því að liðið sem Danir tefldu fram í dag yrði líka byrjunar- lið þeirra ef Danmörk kæmist í úrslit heimsmeistarmóts- ins!“ sagði Friðrik Þór. Hann sagði Guðmund hafa verið orðinn geysilega þreyttan eftir sigurlotuna, og þeirri síðustu tapaði hann 3:15. í tvíliðaleik lutu þeir Þorsteinn Páll Hængsson og Broddi Kristjánsson í lægra haldi gegn Mark Christians- en og Michael Kjeldsen. Töpuðu fyrri lotunni 13:15 — eftir að hafa komst 6:2 yfir og síðar 13:12, en Danir Broddi Kristjánsson stóð sig vel gegn Morten Frost í gær en tapaði þó eins og búist var við, enda við besta badmintonmann heims að eiga. jöfnuðu 13:13 og tryggðu sér sigur. „Strákarnir voru óheppnir að vinna ekki fyrri lotuna. Sú síðari tapaðist 10:15, eftir að jafnt hafði verið alveg upp í 10:10,“ sagði Friðrik Þór. Árni Þór Hallgrímsson og Ármann Þorvaldsson kepptu einnig 5 tvíliðaleik; töpuðu fyrir Thomas Lund og Max Gandrup 4:15, 4:15. „Strákarnir náðu sér aldrei á strik í þessum leik,“ sagði fararstjórinn, og bætti við: „Leikim- ir voru allir mjög skemmtilegir. Okkur tókst að halda Dönum í þijá tíma á vellinum í leikjunum fimm, sem er mjög góður árangur. Að mínu mati var hér var spilað badminton eins og það gerist einna best.“ Eftir tveggja klukkustunda hlé hóf íslenska liðið svo keppni við Sovétmenn. Broddi tapaði fyrir þeirra sterk- asta manni, Andrei Antropov, 4:15, 4:15, Þorsteinn Páll tapaði fyrir Igor Dímítríev 8:15, 8:15 og Guðmundur Adolfsson tapaði fyrir Vítaly Shmakov 3:15, 7:15. í tvíliðaleik töpuðu Þorsteinn Páll og Broddi fyrir Antropov og Sergei Sevríukov 4:15, 8:15. Árni Þór Hallgrímsson og Ármann Þorvaldsson náðu síðan oddalotu í seinni tvíliðaleiknum; töpuðu fyrir Vitaly Shmakov og Nikolai Zvev 12:15, 18:16, 15:2. „Það er ágætis árangur. Þeir voru óheppnir að vinna ekki þennan tvíliðaleik," sagði Friðrik Þór. íslenska liðið lýkur keppni á heimsmeistaramótinu í Austurríki í dag er það mætir Finnum. KNATTSPYRNAl Forest ekkitil landsins Ekkert verður af því að enska félagið Nottingham Forest komi hingað til lands næsta sumar, eins og ákveðið hafði verið. Gengið var frá því um leið og Þorvaldur Örlygsson gerði samning við félagið, og átti Forest einmitt að koma hingað á vegum íslandsmeistara KA, í beinu framhaldi af ferð til Svíþjóðar. í Degi kemur hins vegar fram að nú hafi verið ákveðið að félagið taki þátt í fjögurra liða móti strax eftir Svíþjóðarferðina og komist því ekki til íslands. ■ KÚBUMENN, sem eru með íslendingum í riðli á HM í hand- knattleik, sem hefst í næstu viku, eiga að vera komnir til Evrópu og leika tvívegis við landslið Rúmeníu um helgina. Litlar upplýsingar hafa borist um Kúbumenn — en skv. því sem Morgunblaðið heyrði erlendis frá í gær hafa níu leikmenn í 16 manna hópi Kúbu spilað í landslið- inu í tólf ár og léku t.d. á Ólympíu- leikunum í Moskvu 1980. Liðið hlýtur því að búa yfir mikilli reynslu. ■ JÚGÓSLAVAR sigruðu Aust- urríkismenn í síðari vináttuleik þjóðanna í handbolta í fyrrakvöld, 30:16, eftir að staðan í leikhléi var 14:8. Þetta var síðasti leikur heims- meistara Júgóslava fyrir HM. Markahæstir þeirra í leiknum voru Saracevic, Smailagic og Kliacic, sem allir gerðu 4 mörk. ■ ETVG/JVIVlandsliðsmaður Júgó- slavíu sem verður á HM hefur náð því að leika 200 landsleiki. Fyrirliði liðsins, homamaðurinn frábæri Mile Isakovic, á flesta landsleiki að baki, 192 — getur þ.a.l. aðeins náð 199. leik sínum í keppninni. Hann hefur gert 743 mörk í lands- leikjum og er markahæstur í júgó- slavneska hópnum sem verður í Tékkóslóvakíu. I ÞEIR sextán leikmenn Júgó- slaviu sem verða á HM eiga sam- tals að baki 1.482 landsleiki, en íslendingar hins vegar 2.243 eins og fram kom í blaðinu í gær. Sú tala hækkar örlítið eftir leikina tvo Segn Hollendingum. I MIRKO Bacic, markvörður Júgóslava, er næst leikjahæstur landsliðsmannanna, á 179 lands- leiki að baki og í þriðja sæti er stór- skyttan Veselin Viýovic. Hann hefur spilað 170 landsleiki og skor- að 696 mörk í þeim. I BESTI leikmaður Júgóslava í HM-keppninni fær nýja Mazda bif- reið í verðlaun. Þessir japönsku bifreiðaframleiðendur eru styrktar- aðilar júgóslavneska handboltasam- bandsins á HM, og greiða því væna fúlgu ef liðið nær verðlaunasæti. ■ NOKKRIR landsliðsmanna ís- lands, með Þorgils Óttar Mathies- en fyrirliða í broddi fylkingar, verða í dag í íþróttavöruversluninni Spörtu á Laugavegi milli kl. 15.30 og 17. Þar dreifa þeir dagskrá heimsmeistarakeppninnar, sem hægt verður að færa úrslitin inn á þegar þar að kemur, og einnig ætla þeir að gefa eiginhandaráritanir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.