Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990 Ólafsfjörður: Skoðanakönnun hjá Sjálfstæðismönnum SJALFSTÆÐISMENN í Ólafs- firði efna til skoðanakönnunnar á sunnudag um val á framboðs- lista flokksins til bæjarstjómar- Bifhjóla- vörum stolið BROTIST var inn í Vélsmiðju Steindórs aðfaranótt laugardags og þaðan stolið verðmætum að upphæð um 200 þúsund krónum. Hjá Vélsmiðju Steindórs eru m.a. til sölu ýmiss konar bifhjólavörur og höfðu þeir sem brutust inn á brott með sér mótorhjólahjálma og talsvert af leðurhlífðarfatnaði. Samtals nema verðmæti þeirra vara sem stolið var um 200 þúsund krónum. Rannsóknarlögreglan á Akureyri vinnur að rannsókn málsins. Ráðist á unga konu RÁÐIST var á unga konu við veitingastaðinn Bleika fílinn í Hafnarstræti í fyrrinótt. Við yfírheyrslur hjá rannsóknar- lögreglu játaði 19 ára gamall piltur að hafa ráðist á konuna. Konan, sem vinnur á veitinga- staðnum, var að fara út með rusl, er pilturinn réðst að henni og veitti henni talsverða áverka, m.a. í andliti. Atburðurinn átti sér stað um tvö leytið í fyrri- nótt, en skömmu síðar handtók lögreglan ölvaðan ungan mann sem grunaður var um verknað- inn. Hann játaði við yfirheyrslur hjá rannsóknariögreglu í gær. Að sögn varðstjóra lögregl- unnar var töluverður órói í mið- bæ Akureyrar í fyrrinótt og m.a. voru brotnar tvær rúður við Skipagötu. kosninganna í vor. Skoðanakönnunin fer fram í Tjamarborg á sunnudaginn, frá kl. 15-18 og boðið verður upp á kaffiveitingar á staðnum á meðan könnunin stendur yfir. Öllum flokksbundnum sjálfstæðismönn- um er heimil þátttaka í skoðana- könnuninni sem og einnig stuðn- ingsmönnum flokksins. Sjálfstæðismenn eiga nú fjóra fulltrúa í bæjarstjórn Olafsfjarðar og eru í meirihluta bæjarstjórnar. Einn fulltrúanna, Birna Friðgeirs- dóttir hefur lýst því yfir að hún muni ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu, en hún hefur setið í bæjarstjóm Ólafsfjarðar um árabil. Aðrir fulltrúar flokksins eru þeir Sigurður Bjömsson, Óskar Þór Sigurbjömsson og Þorsteinn Ásgeirsson. Niðurstöður könnunarinnar verða hafðar til hliðsjónar við röð- un á framboðslista flokksins, en Iqömefnd mun leggja fram tillögur að lista fyrir almennan félagsfund þar sem listinn verður endanlega ákveðinn. Morgunblaðið/Rúnar Þór Opnar bílasölu og „Kolaport“ í 1900 fermetra húsnæði Stefán Sigurðsson einn eigenda hótels Stefaníu opnar eina stærstu bílasölu innandyra hér á landi í næstu viku. Húsnæðið, sem Stefán keypti af Álafoss hf. síðasta sumar, er við Dalsbraut upp með Glerá, en þar var áður ullarþvottastöð Sambandsins. Frá áramótum hefur verið unnið að endurbótum og innréttingu hússins, en það er um 1900 fermetrar að stærð. Stefán ætlar að bjóða bæði nýja og not- aða bíla og verða þeir allir til sýnis innandyra. „Ég held að framtí- ðin hljóti að vera sú að bílasölur verði reknar innandyra á okkar ísa köldu landi,“ sagði Stefán. Fyrirhugað er að í húsnæðinu verði auk bílasölu rekið einskonar „Kolaport" og verður það gert í samvinnu við íþróttafélagið Þór. Ætlunin er að hafa þar til sölu varning af ýmsu tagi á hagstæðu verði og einnig verður boðið upp á veitingar. Akureyrska „Kolaportið" verður formlega opnað 3. mars næstkom- andi og verða þá á dagskránni ýmsar uppkomur. Hlíðarfjall: Akureyr- armót um helgina AKUREYRARMOT í stórsvigi, karla og kvennaflokki 15-16 ára, verður haldið í Hlíðarfjalli á morgun, laugardag og hefst það kl. 11. Á sunnudaginn hefst Akur- eyrarmót í stórsvigi, flokki 13-14 ára kl. 11 og kl. 13 hefst KA-mót í svigi, flokki 15-16 ára, bæði í kvenna og karlaflokki. Pepsí-mót fyrir 12 ára og yngri verður haldið á laugardaginn, 8 ára og yngri keppa í þrautabraut kl. 11, 9-10 ára keppa í stórsvigi kl. 11 og kl. 13 verður keppt í flokki 11-12 ára. Skíðaganga hefst kl. 14. Sanitas hf. gefur-öll verð- laun og veitingar. Á Siglufirði verður bikarmót í skíðagöngu um helgina og verður keppt í flokki unglinga, kvenna og karlaflokki. Tjón vegna eldsvoðans í Krossanesi: Heildarbætur til verksmiðjumiar nema um 350 milljónum króna Rekstrarstöðvunartrygging nemur á bilinu 70-80 rnilljónum króna. HEILDARBÆTUR vegna tjóns sem varð í eldsvoðanum í Krossa- nesverksmiðjunni á gamlársdag nema um 350 milljónum króna, en endanlegt mat á tjóninu liggur Freyvangsleikhúsið: Frumsýnir Dagbókina hans Dadda í kvöld Ytri-Tjörnum. FREYVANGSLEIKHÚSIÐ frumsýnir í kvöld, fostudagskvöld, gaman- leikinn „Dagbókin hans Dadda“ eftir Sue Townsend. Leiksfjóri er Jón St. Kristjánsson. Alls eru þrettán leikarar í sýning- unni, sem hefst kl. 22 í Freyvangi í Öngulsstaðahreppi. Sá tími er valinn til þess að leikstjórinn geti verið viðstaddur, en hann er upptek- in við sýningu LA á verkinu „Heill sé þér þorskur" fyrr um kvöldið. I aðalhlutverkum eru Árni Frið- riksson, séra Hannes Öm Blandon, Katrín Ragnarsdóttir, Vífill Val- geirsson og Þuríður Schiöth. Frey- vangsleikhúsið hefur á undanförn- um árum vakið mikla athygli fyrir góðar og vandaðar sýningar. Dag- bókin hans Dadda er enn ein rós í hnappagatið hjá þessu metnaðar- fulla leikfólki. Benjamín nú fyrir og búið er að semja við öll tryggingafélögin. Stefíit er að því að byggja verksmiðjuna upp að nýju og gera hana klára fyrir næstu loðnuvertíð. Enn er unnið að hreinsun og niðurrifi í verk- smiðjunni, en jalhframt eru öll bein frá Útgerðarfélagi Akur- eyringa unnin í meltu hjá Krossa- nesi. Búið er að semja við öll trygg- ingafélög sem verksmiðjan er tryggð hjá og nema heildarbætur vegna tjónsins um 350 milljónum. Tjón á verksmiðjuhúsinu, sem tryggt er hjá Vátryggingafélagi íslands nemur um 100 milljónum króna. Rekstrarstöðvunartrygging verksmiðjunnar nemur á milli 70-80 milljónum króna, en sú trygging er hjá Sjóvá Almennum, sem og einnig aðrar vélar og tæki. Nýtt mjölblöndunarkerfi verksmiðjunnar var tryggt hjá Tryggingamiðstöð- inni. „Að þessu mati fengnu er niður- staðan sú að allt bendir til þess að við getum staðið í skilum með af- borganir á lánum og gert verksmiðj- una tilbúna til loðnubræðslu næsta haust,“ sagði Geir Zoéga fram- kvæmdastjóri Krossanesverksmiðj- unar. Stefnt er að því að allar áætl- anir varðandi reksturinn og endur- byggingu verksmiðjunnar liggi fyrir á hluthafafundi, sem haldinn verður 8. mars næstkomandi. Enn er unnið að því að niðurrifi, hreinsun og björgun verðmæta í verksmiðjunni og er reiknað með að það verk standi fram í næsta mánuð. ÖIl bein sem til falla hjá Útgerðarfélagi Akureyringa eru unnin í meltu hjá Krossanesi, en búnaði til þess var komið upp í lok janúarmánaðar. Fyrstu þijár vik- urnar í janúar var beinunum ekið til Ólafsfjarðar, en síðan hafa þau verið unnin hjá verksmiðjunni. Birgir Styrmisson hjá Sjóvá Al- mennum sagði 'að í þau ár sem hann hefði unnið hjá fyrirtækinu hefði ekki orðið jafnmikið tjón sem lent hefði á fyrirtækinu. „Þetta er mesta eignatjón sem við höfum orð- ið að bæta,“ sagði Birgir. Dalvík: Tveir fluttir á heilsu- gæslustöð eí’tir árekstur ÁREKSTUR varð rétt við bæinn Laugastein í Svarfaðardal um kl. 14 á laugardag er jeppi og fólksbifreið skullu saman. Mikill skafrenning- ur var og skóf þvert yfír veginn, þannig að ökumenn bifreiðanna blinduðust. Ökumaður og farþegi í fólksbílnum voru fluttir á Heilsu- gæslustöðina á Dalvík þar sem gert var að sárum þeirra, en far- þeginn, sem var 9 ára gömul stúlka, var síðan flutt á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Morgunblaðið/Benjamín Hannes Örn Blandon og Árni Friðriksson I hlutverkum Dadda og foður hans. Björn Víkingsson varðstjóri lög- reglunnar á Dalvík sagði að slæmt veður hefði verið á Dalvík og ná- grenni um helgina. Lögregla að- stoðað bíla við að komast frá Dalvík og fram í Svarfaðardal. Þá voru lögregla og Björgunarsveit Slysa- varnafélagsins kölluð út um kl. 5.20 aðfaranótt sunnudags, en átta bílar sem voru að koma frá Akureyri voru fastir á Hámundarstaðahálsi. Um 20 manns voru í bílunum og gekk lögreglu og björgunarsveit vel að flytja fólkið til síns heima. Lúðrasveita- tónleikar í Glerárkirkju LÚÐRASVEIT Akureyrar og Lúðrasveit Reykjavíkur halda sameiginlega tónleika í Glerár- kirkju á morgun, Iaugardag og hefjast þeir kl. 16. Tónleikarnir eru haldnir til minningar um hjónin Sigtrygg J. Helgason gullsmið og Guðrúnu Guðmundsdóttur, sem voru miklir velunnarar og velgerðarmenn Lúðrasveitar Akureyrar. Sig- tryggur lék með lúðrasveitinni allt frá stofnun hennar árið 1942 og til dauðadags 1986, hann var for- maður sveitarinnar um tuttugu ára skeið og lengst af í stjórn til æviloka. Lúðrasveit Reykjavíkur verður í bænum um helgina og tekur þátt í tónleikum. Munu sveitirnar leika hver fyrir sig og sameigin- lega. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt og verða einleikarar margir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.