Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990
19
Hjálparstofiiaiiir í vanda vegna stríðsins í Eþíópíu:
Matvælaflutningar til
þurrkasvæða stöðvast
Bardagarnir í Eþíópíu
Aukin harka hefur færst f strföiö f Eþíópfu,
milli skæruliöa f noröurhóraölnu Erftreu og
eþlópfska stjómarhersins, meft þeim
afleiöingum aö matvælaflutningar
alþjóölegra hjálparstofnana hafa
stöðvast.
Bardagar milli i \
stjórnarhers l \
og skæruliöa k\ 'xhaf'^ \
KRTN
Nairobi. Reuter.
BARDAGAR milli eþíópíska
stjórnarhersins og skæruliða í
Þjóðfirelsisfylkingu Erítreu um
hafharborgina Massawa við
Rauðahaf hafa orðið til þess að
hjálparstoftianir þurfa nú að
finna nýjar leiðir til að koma
matvælum til þurrkasvæðanna
í norðurhéruðum landsins.
Hungursneyð blasir þar við
milljónum manna.
„Við getum ekki bara beðið og
vonað að stríðinu ljúki,“ sagði
stjórnarerindreki í Addis Ababa,
höfuðborg landsins. „Menn reyna
nú í örvæntingu að finna nýjar
leiðir til flytja matvæli til norður-
héraðanna, Erítreu og Tigray,“
bætti hann við. Hann sagði að
meðal annars kæmi til greina að
flytja matvæli til hafnarbæjarins
Asab, skammt frá landamærunum
að Djibouti, og flytja þau síðan
með flugvélum til Asmara, höfuð-
staðar Erítreu. Með þessum hætti
yrði þó aðeins hægt að flytja 1.500
tonn af matvælum á mánuði til
þurrkasvæðanna. Það er ekki nóg
því fórnarlömb þurrkanna í Erítreu
einni, um 1,25 milljónir manna,
þurfa um 18.000 tonn af matvæl-
um á mánuði. Einnig kemur til
greina að flytja matvæli landleið-
ina frá nágrannaríkinu Súdan en
sú leið er bæði löng og torfær.
Talið er að fjórar milljónir manna
í Erítreu og Tigray eigi á hættu
að verða hungurmorða vegna upp-
skerubrests og þurrka í fyrra.
Ástandið gæti ekki verið alvar-
legra,“ sagði annar stjórnarerind-
reki. „Líkurnar á að hægt verði
að koma matvælum til þurrka-
svæðanna eru afar litlar sem
stendur.“
Beinast liggur við að flytja
matvælin landleiðina frá hafnar-
borginni Massawa til Asmara.
Skæruliðar í Þjóðfrelsisfylkingu
Erítreu (EPLF) hófu hins vegar
mikla framrás á svæðinu fyrir
tveimur vikum og matvælaflutn-
ingar um þau svæði í héraðinu,
sem eru á valdi stjórnarhersins,
stöðvuðust. Skæruliðarnir beijast
fyrir sjálfstæði Erítreu og hafa
náð stórum svæðum í vestur- og
norðurhluta héraðsins á sitt vald.
Þeir hófu sókn í austur og suður,
segjast hafa náð Massawa og
halda uppi árásum á veginn til
Asmara. Stjórnin í Addis Ababa
hefur vísað því á bug að Massawa
sé á valdi skæruliða.
Ráðist var á danskt skip, sem
kom til Massawa með matvæli frá
írlandi fyrir tíu dögum. Áður en
skipinu var leyft að sigla frá borg-
inni tóku skæruliðar fanninn
traustataki og sögðu að hjálpar-
stofnun þeirra myndi annast dreif-
ingu matvælanna. Evrópubanda-
lagið fordæmdi árásina og hvatti
skæruliða og stjórnarhermenn til
að leggja niður vopn til að hægt
yrði að koma nauðstöddum íbúum
norðurhéraðanna til hjálpar.
50.000 tonn af matvælum voru í
Massawa áður en bardagarnir
hófust og talið er að þau hafí eyði-
lagst.
E vrópubandalagið:
Ferðamálanám
er svarið
Ef þú hefur áhuga á störfum tengdum
ferðamannaþjónustu hér heima eða erlendis, -
getur ferðamálanám opnað þér nýjar leiðir.
•'t
Ferðamálanám
gefur möguleika á
fjölbreyttum störf-
um, þar sem þú
færð svalað ævin-
týraþrá og kynnist
nýju fólki á hverj-
um degi.
Meðal námsgreina:
Starfsemi ferða-
skrifstofa, erlendir
og innlendir ferða-
mannastaðir,
tungumál, rekstur
fyrirtækja í ferða-
mannaþjónustu,
flugmálasvið og
heimsóknir í fyrirtæki
Námið erl56klst.
og stendur yfir
íl3 vikur. Kenn-
arar á námskeiðinu hafa allir mikla reynslu á sviði ferða-
mála. Láttu drauminn rætast. Hafðu samband við okkur
hjá Málaskólanum og fáðu sendan bækling.
rr5 Málaskólinn
BORGARTÚNI 2 4, SÍMI 62 66 55
Innritun
stendur
yfir
Atvinnulausum feekkar
um rúmlega milljón
Brussel. Frá Ki’istófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
í UPPLÝSINGUM hagstofu Evrópubandalagsins (EB) kemur firam
að mikið dró úr atvinnuleysi í aðildarríkjum bandalagsins árið
1989. Að meðaltali voru atvinnulausir 12,7 milljónir árið 1989 og
hafði fækkað um 1,2 milljónir frá árinu áður.
Meðalatvinnuleysi innan EB
árið 1988 var 9,8% en féll í 9%
árið 1989. Mest dró úr atvinnu-
leysi fólks undir 25 ára aldri, árið
1988 var meðalatvinnuleysi í þess-
um aldurshópi 19,1% en féll í
17,2% á síðasta ári. Meðalatvinnu-
leysi karla féll á milli ára úr 8%
árið 1988 í 7,1% árið 1989, at-
vinnuleysi á meðal kvenna var
12,6% árið 1988 en 11,8% á
síðasta ári.
Atvinnuástandið versnaði ein-
ungis í tveimur aðildarríkjum,
Danmörku og ítaliu. í Danmörku
jókst atvinnuleysi úr 6,4% í 7% en
á Ítalíu hækkaði hlutfall atvinnu-
lausra úr 10,7% í 11%. Á síðustu
þremur árum hefur atvinnulausum
innan EB fækkað um 2,2 milljónir.
Inniheldur brjósta-
mjólkin róandi lyf?
Gautaborg. Reuter.
SÆNSKUR prófessor, Sven Dencker að naftii, segir í viðtali við
Svenska dagbladet að hann kunni að hafa fúndið skýringuna á
því að ungabörn róast og sofna gjarna þegar þau eru höfð á bijósti.
I bijóstamjólkinni sé neftiilega efiii sem líkist benzodiazepine, sem
notað er í róandi lyf eins og valíum.
Dencker segist hafa uppgötvað
þetta þegar hann bar bijóstamjólk
kvenna er tóku róandi lyf saman
við bijóstamjólk mæðra sem það
gerðu ekki. í ljós kom að hjá öllum
þonunum var efni sem líkist benzo-
diazepine. „Þarna kann að vera
komin skýringin á því að korna-
börn róast, hætta að hrina og
sofna gjarna þegar þeim er gefið
bijóst,“ sagði Dencker.
H,REIN OG BEIN
UTSALA
.14.900
Frá 3.950
'Frá 700
Auk þessa er ótrúlegt úrval af baöherbergisvörum á
útsölunni hjá okkur. Líttu viö og geröu góð kaup. flísar
Frá kr. 750 m2
/l&NORMANN
WtttUUUKUKKm j.þorláksson & Norömann hf.
ftLLl Á
Suöurlandsbraut 20:Sími 83833.