Morgunblaðið - 23.02.1990, Page 2

Morgunblaðið - 23.02.1990, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990 Reisir lands- lagsskúlptúr úti í Viðey BANDARÍSKI myndhðggvarinn Richard Serra hefur ákveðið að reisa landslagsskúlptur í Viðey í sumar og færa Listahátíð að gjöf. Skúlptúrinn mun rísa á vestur- hluta eyjarinnar og er úr íslensku stuðlabergi en stefiit er að því að afhjúpa verkið í byijun júní. Serra er einn þekktast mynd- höggvari í heimi og selur verk sín yfirleitt á um 30-50 milljónir króna. Hann vill þó ekkert fá fyrir þetta verk en hefur óskað eftir því að Listahátíð stofni þriggja milljóna króna sjóð fyrir unga myndhöggv- ara og mun Listahátíð útvega fé í sjóðinn. „Hann hefur tvisvar komið til íslands og bókstaflega féll fyrir landinu," sagði Valgarður Egilsson, formaður framkvæmdastjómar Listahátíðar. „Hann sagðist vilja tjá landinu ást sína með því að reisa verk hér á landi og sagði að ísland hefði fært sér nýja vídd,“ sagði Valgarður. „Þetta er nánast ný tegund listar og það er lítið gert af því að fella list að landinu. Verkið er lítt áber- andi, stuðlaberg sem reist verður með 300 til 500 metra bili og verð- ur sett upp síðla vetrar og kemur því ekki til með að trufla fuglalífíð. Að mínu mati er þetta óskaplegur fengur fyrir myndhöggvara og allt fólkið í landinu,“ sagði Valgarður Egilsson. „Lögfesta ber kjara- samninginn“ Karl Steinar Guðnason, þing- maður Alþýðuflokks, sagði í þingræðu í efiri deild Alþingis í gær að það væri sín skoðun að lögfesta eigi nýgerðan iq'ara- samning. Þingmaðurinn sagði að það mættr ekki koma fyrir að grimmir hagsmunahópar brytu niður þá kjarasátt, sem orðin væri, og þau meginmarkmið, sem með henni væri að stefnt. Sjá frásögn á þingsíðu bls. 27. Listahátíð 1990: Samningar eiga ekki að vera í beinni útsendingu - segir formaður framkvæmda- stjórnarinnar „VIÐ viljum ekkert tjá okkur um ákvörðun Kristjáns og það er í raun ekkert um hana að segja," sagði Valgarður Egilsson, form- aður framkvæmdasfjórnar Lista- hátíðar, þegar Morgunblaðið innti hann álits á ákvörðun Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara um að syngja ekki á Listahátíð í sum- ar. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur Kristján Jó- hannsson tilkynnt stjóm Listahátí- ðar að hann komist ekki til að syngja á Listahátíð vegna anna. „Eftir þéssar stóru gusur frá Kristjáni fyrir skömmu hef ég kosið að tjá mig ekki um þetta mál í fjöl- miðlum. Menn hafa tíðkað stjómar- slit í beinni útsendingu en ég sé ekki að samningar sem gerðir eru við listamenn þurfí líka að vera í beinni útsendingu," sagði Valgarður. Morgunblaðið/Þorkell 19 af 30 frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar í vor. Frá vinstri: Inga Dora Sigfusdóttir, Sveinn Andri Sveinsson, Ingibjörg J. Rafnar, Ingólfur Sveinsson, Páll Gislason, Árni Sigfússon, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Ólafur F. Magnússon, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Katrín Fjeldsted, Hilmar Guðlaugsson, Guðmundur Hallvarðsson, Magnús L. Sveinsson, Ragnar Júlíusson, Davíð Oddsson borgarsfjóri, Katrín Gunnarsdóttir, Haraldur Blöndal, Guðrún Zoega og Júlíus Hafstein. Framboðslisti Sjálfstæðisflokks til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík samþykktur: „Á von á harðri, persónulegri og illvígri kosningabaráttu“ - sagði Davíð Oddsson borgarstjóri á fimdi fiilltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik FJÖLMENNUR firndur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík samþykkti í gær með örfáum mótatkvæðum tillögu kjörnefhdar um framboðslista flokksins fvrir borgarstjórnarkosningarnar, 26. maí næstkomandi. Við umræður kom fram tillaga um að fram færi á fund- inum óhlutbundin kosning um hveijir skipa ættu framboðslistann en fundarstjóri, Baldur Guðlaugsson formaður fulltrúaráðsins, vísaði til- lögunni frá þar sem reglur flokksins gerðu ekki ráð fyrir óhlut- bundnum kosningum um framboðslista. Að lokinni atkvæðagreiðslu þar sem framboðslistinn var samþykktur flutti Davíð Oddsson, borgar- stjóri og efsti maður á sæti lista sjálfstæðismanna, ræðu þar sem hann sagðist meðal annars eiga von á harðri, persónulegri og illvígri kosn- ingabaráttu vegna slæmrar málefnastöðu og örvinglunar minnihluta- flokkanna. Lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjómarkoSn- ingamar skipa: 1. Davíð Óddsson, borgarsljóri. 2. Magnús L. Sveinsson, form. VR. 3. Katrín Fjeldsted, læknir. 4. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, lögfræðingur. 5. Anna K. Jónsdóttir, lyfjafr. 6. Árni Sigfússon, framkvæmdasljóri. 7. Júlíus Hafstein, framkvæmdasljóri. 8. Páll Gíslason, læknir. 9. Guðrún Zoega, verkfræðing. 10. Sveinn Andri Sveinsson, laganemi. 11. Jóna Gróa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri. 12. Hilmar Guðlaugsson, múrari. 13. Hulda Valtýsdóttir, blaðamaður. 14. Guðmundur Hallvarðsson, form. Sjómannafélags Reykjavíkur. 15. Margrét Theodórsdóttir, skólastjóri. 16. Haraldur Blöndal, hæstaréttarlögmaður. 17. Ólafur F. Magnússon, læknir. 18. Sigríður Sigurðard., fóstra. 19. Katrín Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri. 20. Ingólfur Sveinsson, læknir. 21. Ragnar Júlíusson, skólastjóri. 22. Inga Dóra Sigfusdóttir, nemi. 23. Haraldur Andri Haraldsson, nemi. 24. Helga Bachmann, leikari. 25. Pétur Hannesson, deildarstjóri. 26. Áslaug Friðriksdóttir, fv. skólastjóri. 27. Þórir Stephensen, staðarhaldari í Viðey. 28. Jónas Bjarnason, eftiafr. 29. Ingibjörg J. Rafiiar, héraðsdómslögmaður. 30. Geir Hallgrímsson, seðlabankastjóri. í ræðu sinni sagði Davíð Oddsson borgarstjóri að málefnastaða Sjálf- stæðisfloksins fyrir kosningarnar væri góð og staðið hefði verið við gefin kosningaloforð. Samkvæmt því ætti flokkurinn að uppskera vel í kosningum. „Við teljum jafnframt að andstæðingamir séu í raun afar illa búnir til þessara kosninga," sagði borgarstjóri. „Málefnastaða þeirra í borgarstjórninni er afar veik að okk- ar mati. Af þeim ástæðum er ég sannfærður um að kosningabaráttan á eftir að verða mjög hörð vegna þess að minnihlutaflokkarnir, sem svona eru staddir, hljóta að beq'ast upp á líf og dauða og hljóta að nota öll þau meðul sem þeir geta gripið til. Þannig að ég þykist sjá fram á að þessi kosningabarátta verði hörð, hún verði persónuleg og illvíg." Borgarstjóri vék nánar að minni- hlutaflokkunum og sagði: „Alþýðu- bandalagið logar af innanmeinum sem eru svo illvíg og illkynja að mati þeirra sjálfra, samanber Svavar Gestsson menntamálaráðherra, að þessi innanmein eru alls ekki talin skurðtæk og á þau hrífa engin með- ul. Ég býst því við að við þessar aðstæður muni þessi innanmein éta þennan flokk upp innanfrá enda eru mjög mörg teikn á lofti um það að villuráfandi vinstrimenn og félags- hyggjumenn með fráhvarfseinkenni fínni helst skjól um þessar mundir hjá Kvennalistanum en stefna þeirr- ar stjómmálahreyfingar, sem átti að vera þverpólitísk, hefur með merkilegum hætti verið að færast æ meira til vinstri eftir því sem flestar þjóðir, stefnur og flokkar hafa færst nær miðjunni eða nær hægri flokk- unum.“ „Alþýðuflokurinn er líka í umróti. Hann ætlaði hér í borginni að beita þeim aðferðum sem kommúnista- flokkar Austur-Evrópu eru að beita núna; að skipta um nafn á síðustu stundu og breiða dúk eða net yfir númerin sín. Framsóknarflokkurinn er aftur algjörlega sérstakur kapít- uli útaf fyrir sig. Hann heldur áfram að vera mikilvægasta deild Sam- bandsins og merkilegt nokk þá virð- ist hann vera um þessar mundir ein- asta deildin í því fyrirtæki sem ekki er rekin með bullandi tapi. Þetta eru allt staðreyndir sem við þekkjum en ég er að nefna þetta, því að ég tel að það muni skýra vinnubrögð sem við megum búast við í þessari kosn- ingabaráttu." I ræðu sinni vék borgarstjóri einn- ig að atburðum í Austur-Evrópu og komu Havels forseta Tékkóslóvakíu til landsins á dögunum. Hann sagði meðal annars: „Havel var rétt bytj- aður að taka lit og losna við grá- muskulegan fölvan sem dyflissan bregður á menn og nú er hann orð- inn forseti. Og í gær sagði hann við sameinaðar deildir Bandaríkjaþings, það sama og við höfum verið að segja öll þessi ár, að Atlantshafs- bandalagið hafí tryggt friðinn í Evr- ópu. Borgarstjóri sagði að hérlendis væri merkilegt að fylgjast með hrær- ingum í hópi íslenskra sósíalista, „þeirra sem fylgt hafa Moskvu- línunni lengi — að vísu ekki opin- berlega um nokkurra ára skeið — en í raun ef við skoðum stefnu þeirra þá hafa þeir aldrei vikið frá hags- munum Moskvulínunnar ef um þá hefur verið að tefla. Ég get ekki neitað því að maður horfír eiginlega gapandi undrandi á þetta fólk nú. Eg horfði gapandi undrandi á Vil- borgu Dagbjartsdóttur í sjónvarpi segja að atburðirnir fyrir austan, ekki síst í Tékkóslóvakíu, séu mjög mikill sigur fyrir sósíalista. Hún sagði þetta við komu manns sem neitaði að skrifa undir eiðstaf sem forseti Tékkóslóvakíu af því að orðið marxismi var í eiðstafnum. Honum var fengið nýtt blað og þá var kom- ið sósíalismi inn í eiðstafínn og hann neitaði aftur að skrifa undir. Maður horfði steinhissa á allt þetta fólk snúast í kringum Havel og í raun- inni vorkenndi maður honum fyrir að vita ekki í hvaða félagsskap hann var kominn. Og maður fann þegar maður ræddi við nána aðstoðarmenn forsetans að þeir ætluðu ekki að trúa eigin eyrum þegar þeir heyrðu að af 11 ráðherrum í ríkisstjórninni þá væru að minnsta kosti þrír sem væru beinir arfar kommúnismans." Fjármálaráðuneyti og æðsta stjórn þurfa að auka sparnað NIÐURSKURÐUR fyrirhugaðra ríkisútgjalda verður óbreyttur í fímm ráðuneytum, miðað við tillögur fjármálaráðherra frá því í síðustu viku. Ráðuneytin eru: landbúnaðarráðuneyti, utanríkisráðuneyti, heilbrigð- isráðuneyti, félagsmálaráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti. Heildar- niðurskurðurinn, 915 milljónir króna, verður hinn sami, en um nokkr- ar tilfærslur er að ræða, bæði innan ráðuneyta og milli þeirra. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að niðurskurð- artillögumar, eins og þær litu út nú, væru í megindráttum í sinni endanlegu mynd. Samkvæmt upphaflegum tillög- um áttu útgjöld æðstu stjórnunar ríkisins að lækka um 70 milljónir, en nú verður æðsta stjórn að skera niður um 83 milljónir króna. Þann- ig verða framlög til endurreisnar Bessastaðastofu lækkuð um 75 milljónir króna í stað 50 áður, Al- þingi þarf að spara 6 milljónir króna í stað 20 og ríkisendurskoðun þarf að spara 2 milljónir króna. Menntamálin átti að skera niður um 124 milljónir króna, en nú er gert ráð fyrir því að þau verði skor- in niður um 96 milljónir króna. Horfið er frá að skerða framlög til Háskólans á Akureyri um þær fimm milljónir króna, sem ráðgert var. stað þess að skera niður framlög til framhaldsskóla um 30 milljónir króna, er áætlaður niðurskurður til þeirra nú 27 milljónir króna, sem nær til 22ja skóla um land allt, í stað 7 áður. Auk þess er horfíð frá að skera niður styrki til íþrótta- mannvirkja um 10 milljónir króna og að lækka uppgjör ríkisins við sveitarfélögin um 10%, eða 30 millj- ónir króna. Hjá menntamálaráðu- neytinu bætist hins vegar við niður- skurðaráform hvað varðar fram- kvæmdir við Þjóðleikhúsið, og er framlag til þeirra skert um 20 millj-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.