Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990 7 Hveragerði: Hans S. Gúst- afsson efstur i profkjori Sjálfstæðis- flokksins Hveragerði. Prófkjör Sjálfstæðisfélagsins Ingólfs í Hveragerði fór fram síðastliðinn laugardag, 17. febr- úar.*14 manns gáfú kost á sér til próíkjörsins og varð Hans S. Gústafsson garðyrkjubóndi í efsta sæti. Aðrir í efstu sætum eru Alda Andrésdóttir bankafulltrúi í 2. sæti, Marteinn Jóhannsson bygg- ingameistari í 3. sæti, Ólafur Óskarsson byggingameistari í 4. sæti, Erla Alexandersdóttir sölu- maður í 5. sæti og Pamela Morri- son ritari í 6. sæti. Þátttaka í prófkjörinu var góð, miðað við það að nær ófært var um bæinn vegna hvassviðris, snjó- éljá og hálku. Fjórir efstu menn í prófkjörinu eru núverandi bæjar- fulltrúar. Forseti bæjarstjórnar er Hans S. Gústafsson. Sigrún ^ Morgunblaðið/Benedikt Guðmundsson I snjóhúsinu Filipía og Kamilla Guðmundsdætur una sér vel í snjóhúsinu sínu í Kópavogi. Sólarlandaferðir: Verð lægra en í fyrra - segir formaður Félags íslenskra ferðaskrifstofa Engir brunablettir Má hreinsa _ , , ___ Láttu skynsemina ráða, veldu PERGO á gólfið. Komið í verslunina og sannfærist eða hafið samband við sölumenn okkar í síma 21220. HF.OFNASMIÐJAN HATEIGSVEGI 7, S: 21220 „VERÐ á sólarlandaferðum hef- ur í nokkrum tilfellum lækkað í krónum talið frá því í september á síðasta ári og almennt er um raunlækkun að ræða. Þetta má rekja að hluta til hagræðis vegna Lyf á bestu- kaupalista: Framleið- endur og lyf- salar boðað- ir til fundar Heilbrigðisráðuneytið hefúr boðað fúlltrúa lyfjaframleiðenda og lyfsala á fúnd í byrjun næstu viku til að ræða framkvæmd reglugerðar um lyf á svonefiid- um bestukaupalista. Að sögn Finns Ingólfssonar, aðstoðarmanns heilbrigðisráð- herra, hafa fundist nokkrir agnúar á fyrrnefndum lista sem þyrfti að sníða af. Hann sagði að lyf á bestu- kaupalistanum yrðu ekki tekin út af honum heldur yrði öðrum lyfjum frekar bætt á hann þegar og ef breytingar yrðu gerðar á reglu- gerðinni. „Það er aðeins vika frá því að reglugerðin tók gildi og því enn of snemmt að ræða einhveijar breytingar. Við munum ekki ijúka til og breyta einu og einu tilfelli sem upp kann að koma heldur verður reglugerðin tekin til endur- skoðunar þegar einhver reynsla hefur fengist á hana,“ sagði Finn- ur. „Okkur er hins vegar kunnugt um að nokkur vandamál hafa kom- ið upp og þeim á að sjálfsögðu eftir að fjölga. Við ætlum að ræða þessi mál á fundinum með fram- leiðendum og lyfsölum en í bráð eru engar breytingar fyrirhugað- ar,“ sagði Finnur. sameiningar ferðaskrifstofa og eins til þess að við náum nú hag- stæðum samningum í þessum löndum vegna fækkunar ferða- manna frá öðrum Evrópulönd- um,“ sagði Karl Sigurhjartar- son, formaður Félags íslenskra ferðaskrifstofa. Ferðaskrifstofur hafa þegar haf- ið augiýsingar á þeim ferðum sem þær bjóða upp á á komandi sumri. „Verðið sýnist mér vera viðskipta- vinum okkar mjög hagstætt nú,“ ’sagði Karl Sigurhjartarson. „Það eru dæmi um 10-15% lækkun í krónutölu frá síðasta hausti og jafnvel frá verði í júní í fyrra. Ef við reiknum með 25% verðbólgu þá er raunlækkun á verði 10 til 15 af hundraði." Karl sagði að ferðaskrifstofun- um væri unnt að bjóða sólarlanda- ferðir á svo hagstæðu verði m.a. vegna aukinnar hagræðingar í rekstri. „Það hafa verið miklar sviptingar á þessum markaði og það er ljóst að verulegur sparnaður hefur náðst í rekstri ferðaskrifstof- anna með sameiningu eða samruna þeirra,“ sagði hann. „Þá er önnur skýring sú, að vegna fækkunar ferðamanna frá öðrum Evrópulönd- um til sólarlanda hafa íslensku ferðaskrifstofurnar getað náð hag- stæðari samningum en ella við hót- el á sólarströndum." EIGINLEIKAR EFNISINS ERU MAGNADIR 1. Það er geysilega slitsterkt. 2. Þolirmjögvel högg. 3. Þolir sígarettuglóð. 4. Gefur hvorki frá sér né dregur í sig lykt. 5. Erauðveltað þrífa. 6. Þolirflest kemískefni. 7. Þarf aldrei að lakka. 8. Þykktaðeinsum7mm. 9. Auðveltaðleggja. 10. Rafmagnast ekki. 11. Upplitast ekki. Vörubíll festist á Svalbarðsbrú Þórshöfn. VÖRUBÍLL með snjóplóg lenti í erfiðleikum á leiðinni til Þórs- hafiiar í gærkvöldi. Bíllinn hafði farið til Akureyrar til að sækja nýjan snjóplóg sem er nokkuð stærri en sá er áður var notaður. Þegar hann kom á brúna yfir Svalbarðsá í Þistilfirði sat hann fastur og komst hvorki afturábak né áfram. Gamla brúin var svo þröng að snjóplógurinn komst ekki í gegn. Brú þessi er gömul bogabrú byggð um 1940 og aðkeyrsla slæm við hana, einkum að vestan því þar er brött og kröpp beygja. Það tók vegagerðarmenn og bílstjóra tæpa þijá tíma að losa bílinn og stöðvað- ist öll umferð á meðan. Bíllinn var losaður á þann hátt að plankar voru settir undir hann til að hækka hann og komst hann að lokum yfir. Eftir að bíllinn hafði verið losað- ur var hann notaður við malarakst- ur fram á nótt og var fyllt upp með möl við brúarendana til þess að hækka undirlagið. - L.S. FALLEGT OG NÍÐSTERKT PERGO gólfefnið er bylt- ingarkennd nýjung, sem fer sigurför um heim allan. Það er lagt „fljótandi" eins og parket, en útlit og litir eru mjög fjölbreytilegir og slitþolið margfalt á við parket.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.