Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 10
r i 10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990 4 „Blessun fyrir fólkið“ Opið bréf til fjármálaráðherra frá Signrði Björnssyni, Ólafsfirði Hr. Olafur. Eg reikna fastlega með því að jafn víðmenntaður maður og þú ert sagður vera, kannist við hin fleygu orð Ludwigs Erhards kanslara Vest- ur-Þýskalands, eftir stríð: „Efna- hagsstefnan er aðeins góð meðan hún er mönnum nytsöm og veitir þeim blessun." Ég veit ekki hvernig það er með þig en ég hef alltaf dáðst að þessum Erhard sem reif land sitt upp úr ólýsanlegum hörmungum styijaldarinnar og lagði grunn að einhverju mesta ríkidæmi sem við þekkjum. Ég er stundum _að hugsa um það hve mikil þörf við íslending- ar höfum fyrir forystumenn með svipuð lífsviðhorf og Erhard hafði. „Á sama tíma o g undir- stöðufyrirtækjunum úti á landi er að blæða út, sækir þú meira fé í vasa borgaranna og finnur upp nýjar aðferðir við skattheimtuna. Allt í nafiii fólksins.“ beint á fólkinu sjáifu og harðast á venjulegum launþegum. Elsta hitaveita landsins Skattur á orkufyrirtæki Þeim fer nú að fækka möguleik- unum á nýrri skattlagningu í þessu þjóðfélagi en ég verð þó að segja þér til hróss að þú hefur sýnt ótrú- lega hugkvæmni í þeim efnum. Það þarf bæði glöggan mann og snjallan að láta sér detta í hug að skatt- leggja járningar hesta svo dæmi sé tekið. Nú hefur þú í undirbúningi _að leggja skatt á orkufyrirtæki. Ég býst við því að aðalmarkmið þitt sé að ná í sjóði Hitaveitu Reykjavíkur. En fleiri munu verða fyrir þessum skatti. Þannig mun Hitaveita Ólafs- fjarðar og raunar hitaveitur fleiri sveitarfélaga úti á landi þurfa að greiða orkuskatt ef af verður. Skatt- urinn kemur til með að hækka verð orkunnar verulega og lendir þannig Vissir þú Ólafur að elsta hitaveita landsins er í Ólafsfirði? Það var um miðjan fjórða áratuginn að ung- mennafélagið í þessu litla þorpi fór að athuga möguleika á sundlaugar- byggingu og nýtingu á vatni úr heit- um lindum skammt frá þorpinu. Sundlaugin var byggð og er enn í notkun. Framsýnir menn sáu stærri möguleika. Hitaveita var lögð í öll hús í þorpinu. Þetta var mikil fram- kvæmd. Kreppa og höft lágu eins og mara yfir öllu en hitaveitan var vörn íbúanna. Innflutt kol voru dýr. una til framfara í byggðarlaginu. í þessu harðbýla plássi hefur fólk nú áhuga á að nýta heita vatnið til að hita upp gönguleiðir í bænum og jafnvel götur. ímyndaðu þér stökk- breytinguna sem yrði. Dögum saman eru snjóalög þannig í Olafsfírði á veturna að jafnvel bifreið umhverfis- ráðherrans kæmist hvergi. Ný byggðastefiia? Sigurður Björnsson Blessun fyrir fólkið Á því er enginn vafi að hitaveitan varð til þess að byggð hélt velli í Ólafsfirði á þeim tímum sem þyngst var fyrir fæti á árunum fram undir Viðreisn. Og alla tíð hefur Hitaveita Ólafsfjarðar átt stóran þátt í vel- sæld og uppgangi byggðarlagsins. Þetta fyrirtæki fólksins hefur oftast skilað nokkrum arði sem jafnan hef- ur verið notaður til verkefna sem komið hafa fólkinu sem á fyrirtækið beint til góða. Er með nokkru móti hægt að veija þessum peningum betur? Og enn eru hugmyndir uppi um að nýta hitaveit- Ólafsfjörður er eitt af þeim sveit- arfélögum sem hefur bærilega fjár- hagsstöðu um þessar mundir. Hita- veita Ólafsfjarðar á þátt í því. En stöðugur aflasamdráttur er okkur erfiður. Á sama tíma og undirstöðu- fyrirtækjunum úti á landi er að blæða út, sækir þú meira fé í vasa borgaranna og finnur upp nýjar að- ferðir við skattheimtuna. Allt í nafni fólksins. Þetta er líklega hin nýja byggðastefna. Að fjötra allt fast og draga kjarkinn úr fólkinu. í stað þess að horfa fram á við og hlúa að nýjungum og styðja þróun talar þú um samfélagsverkefnin sem þurfa sitt fé og björgunaraðgerðirn- ar sem þú stendur fyrir. Bráðum þarf svo að bjarga orkufyrirtækjun- um sem skrimt hafa til þessa og þá er hringnum lokað. Var einhver að tala um Ceaus- escu? Undirstaða nýrrar sóknar Atvinnuleysi og áframhald- andi gámaútflutningur Þrátt fyrir þær hörmungar sem yfir atvinnulífið hafa gengið eigum eftir Gísla Geirsson Stórt framfaraspor var stigið hér á landi árið 1987, er lög voru sett um starfsemi fiskmarkaða, og þeim heimiluð uppboð á fiski. Það gekk ekki átakalaust fyrir sig, en hafðist þó á endanum þrátt fyrir efasemdir margra. En hver var tilgangurinn? Jú, hann var sá að reyna að auka hagkvæmni í vinnslu, þ.e.a.s. að hægt væri að kaupa þann fisk sem hentaði í vinnslu hverju sinni, og að borga útgerð og sjómönnum það verð sem sanngjamt væri hveiju sinni, eftir aðstæðum markaða og gengis. Á fyrsta uppboðinu, sem haldið var í Hafnarfirði, fór fískurinn á 20% hærra verði en landssam- bandsverð var þá, og allir voru án- ægðir, bæði kaupendur og seljendur, viðkomandi stöðum og færa sjó- mönnum og útgerð sanngjarnt físk- verð. Mikill áhugi er fyrir því að tryggja aukið fiskmagn í gegnum þá þijá fiskmarkaði sem nú eru starfræktir, og það verði helst gert með því móti að breyta um fyrirkomulag á útflutningi á físki í gámum og sigl- ingum fískiskipa. Getur það ekki talist réttmæt krafa til yfirvalda að koma málum svo fyrir að langmestum hluta fisks sé landað á opnum mörkuðum hér heima fremur en að fiskurinn sé fluttur út óunninn í tugþúsunda tonna á markað erlendis? Með því móti yrði tryggt að físk- verkendur hefðu fullan möguleika á að bjóða í fiskinn til aukinnar at- vinnu og verðmætasköpunar hér heima. Þegar samdráttur er í afla hlýtur það að vera réttmæt almenn krafa, að gera sem mest verðmæti úr hveiju kg af fiski. Eitt skulum við hafa í huga, en það er að fiski- stofnarnir eru sameign þjóðarinnar en ekki fárra útvalda. Það setur óhug að mér að heyra það að um 4 þúsund manns gangi nú atvinnulaus- ir á íslandi, og á sama tíma sé gegndarlaus útflutningur á óunnum fiski, til hagsbóta fyrir keppinauta okkar erlendis. Að lokum skulum við hafa í huga að hér á landi er mikið til af duglegu og hæfu fólki sem vill vinna við verðmætasköpun í fiski. Öflug fiskvinnsla er einnig afar þýðingarmikil fyrir hinar ýmsu þjónustugreinar. Gísli Geirsson Þessi mál verða að komast í betri farveg hið bráðasta. við enn von um betri daga. Nokkur fyrirtæki eru enn traust og þau eru björgunarbátarnir. Þetta eru sjávar- útvegsfyrirtækin sem staðið hafa af sér storminn og í þessum hópi eru nokkur orkufyrirtæki. Orkufyrir- tækin eru flest í eigu sveiíarfélaga og ekkert þessara sveitarfélaga er aflögufært til ríkissjóðs. Ekki einu sinni Reykjavík sem verður eins og hingað til að nota hitaveitu sína til að bæta hag íbúanna í borginni. Þér ætti að vera keppikefli Ölafur að fyrirtækin skili sem mestum arði. Sérstaklega fyrirtækin í eigu sveit- arfélaganna. Fólk hefur notað marg- skattlagða peninga sína til að byggja þessi fyrirtæki úpp. Arðinum af þessum fyrirtækjum er ráðstafað af fólkinu sjálfu til verkefna heima í byggðalögunum. Hvernig getur það orðið fólkinu til blessunar að þú hafir milligöngu um að ráðstafa þessum arði? Vertu sæll. Höfundur cr físktæknir. Höfundur er bæjarfídltrúi í Ólafsfírði. að ekki sé minnst á sjómenn. Strax eftir fyrstu uppboðin kom í ljós hvílíkt framfaraspor hafði verið stig- ið fyrir íslenskan sjávarútveg, bæði hvað varðar meðferð afla um borð í fiskiskipum' og einnig í vinnslu- stöðvum. Gámasölur erlendis með fisk voru þá komnar í tísku, en menn voru sannfærðir um að þeim myndi linna með tilkomu ísienskra fiskmarkaða og því verði sem þeir buðu upp á. En annað hefur komið í ljós, gámasölur erlendis með ísfisk eru hinar sömu og áður ef ekki meiri, þó að oft fáist vel sambæri- legt verð fyrir fisk á fiskmörkuðum hérlendis. Til fróðleiks um gott gengi í sölu á físki í Hafnarfirði og Reykjavík í janúar 1990 má upplýsa eftirfarandi: Fiskmarkaðurinn hf. Hafnarfirði: Selt í janúar 1990 937 tonn af fiski fyrir alls 68 millj., meðalverð 72,66 kr./kg. Þar af er: a) Þorskur (slægður) 327 tonn, með- alverð 82,36 kr./kg, b) þorskur (ós- lægður) 63 tonn, meðalverð 69,14 kr./kg. c) Ýsa sl. 102 tonn, meðal- verð 112,90 kr./kg. d) Ýsa ósl. 42 tonn, meðalverð 91,72 kr./kg. I febr- úar hefur salan verið góð og er meðalverð t.d. á þorski sl. um 85 kr./kg frá 1.2.-15.2. Faxamarkaður- inn hf. Reykjavík: selt í janúar 1990, 1.165 tonn af fiski fyrir alls 77,4 millj., meðalverð 66,45 kr./kg. Þar af er: a) Þorskur (slægður) 152 tonn, meðalverð 77,36 kr./kg, b) þorskur (óslægður) 414 tonn, meðalverð 62,72 kr./kg, c) ýsa (slægð) 60 tonn, meðalverð 103,45 kr./kg, d) ufsi 291 tonn, meðalverð 50,17 kr./kg. í febrúar hefur þetta verð nokk- urn veginn haldist. Af þessu má glögglega sjá hversu mikilvægt er að hafa þetta sölufyrirkomulag á físki, bæði til að tryggja atvinnu á ARORA in Myndlist Bragi Asgeirsson Þríæringur ungra listamanna á Norðurlöndum, sem Menningarmið- stöðin í Svíavirki er ábyrg fyrir, gistir þessar vikurnar og fram til 11. mars kjallarasali Norræna húss- Sýningin hefur sömu aldursmörk og svipaðar framkvæmdir í Evrópu eða 36 ár, þannig að allir myndlista- mennirnir, sem taka þátt í henni, eru yngri en því nemur. Langflestir sýnendur eru þannig fæddir á sjöttá áratugnum en örfáir í upphafi þess sjöunda. Framkvæmdin er nefnd eftir morgungyðju Rómveija „Áróru, en hjá Grikkjum nefndist hliðstæðan Eos, einnig þýðir heitið dögun, morgunroði, dagsbrún, — ljósfyrir- bæri í rafhvolfi jarðar í grennd við segulskautin. Þetta er í þriðja skiptið sem fram- kvæmdinni er hleypt af stokkunum og var hún upprunalega sett upp í húsnæði Norrænu menningarmið- stöðvarinnar í Svíavirki 27. ágúst til 1. október og í Atheneum-safn- inu í Helsingfors frá 28. ágúst til 24. september. Sýningunni var því gert hátt undir höfði í upphafí og var mun umfangsineiri en sú útgáfa, sem gistir Norræna húsið um þessar mundir. Ekki veit ég hvort sýning- unni hafi verið deilt niður á hin Norðurlöndin eða hún einungis minnkuð og send á flakk hingað og kannski víðar, en hvort heldur sem er, tel ég að um misskilda fram- kvæmd sé að ræða. Þannig gefur sá hluti hennar, sem hingað hefur' ratað, hvergi nærri nógu góða hugmynd um upprunalegu sýninguna, auk þess sem sumir sýnendanna eiga einung- is eitt verk, þannig að nær útilokað er fyrir ókunnuga að gera sér hug- mynd um list þeirra. Að vísu bætir hin veglega sýning- arskrá að nokkru upp þessa rýmun, en þá kemst maður í sumum tilvik- um að því, að betri verkin virðast vera þar! Auk þess komast þessi verk einhvernveginn ekki nægilega sterkt til skila á staðnum, og hefðu hér t.d. Kjarvalsstaðir verið mun betri lausn í vandaðri uppsetningu sýningarinnar. Satt að segja veit ég ekki, hvaða tilgangi það þjónar að senda hingað slíkt brot upprunalegu sýningarinn- ar og einkum vegna þess, að upp- haflegur áhrifamáttur hennar og slagkraftur virðist ekki hafa verið svo mikill og afgerandi, að hún þoli slíka rýrnun. Þá er „installation“, verk Ingrid Book, ekki einu sinni með á sýning- unni, enda mun það þurfa sérstakt rými. Hluti afmál- verki Cecilie Edelfalk frá Svíþjóð. 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Mér virðist þannig hinu unga listafólki ekki vera gert sérlega hátt undir höfði með þessari fram- kvæmd og hefði verið nær að senda t.d. hálfa sýninguna hingað, en hafa öll verk viðkomandi með. Eins og sýningin kemur fyrir í sölum Norræna hússins, nær hún ekki að hefja sig til flugs né grípa skoðendur nægilega sterkum tökum því að maður hefur allan tímann á tilfinningunni, að eitthvað skorti. Auðvitað vekja einstök verk sýn- enda athygli manns fremur öðrum, en væri rétt að vísa til nafna og fjalla um einstaka sýnendur, þegar aðrir eru eins og minni máttar sak- ir fæð mynda og hverfa þá .alveg úr myndinni? Nei, það held ég ekki. Þá er að geta þess, að ýmis verk, sem eru mynduð í sýningarskrá eru ekki með á sýningunni og kárnar þá gamanið, því að hún er annars mjög vel úr garði gerð og í henni býsna mikill fróðleikur um þanka- gang skrifenda, þar sem maður er iðulega alls ekki með á nótunum, — vægt til orða tekið. Hinn rúmi und- irbúningstími afsakar engan veginn slík vinnubrögð, því skráin á að sjálfsögðu að kynna verkin á sýn- ingunni en ekki verk sem hafa ver- ið á fyrri sýningum viðkomandi og þá er farið út fyrir rammann. Við liggur að ýmislegt sem ritað er í skrána sé manni frekar um-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.