Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990 mnmn ©1989 Universal Press Syndicale „Leggbu -frci þér byssuncU " Ást er. . . ... að bruna saman. > ° o °\ f/° ° TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved © 1990 los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu 148 Uthaldið hlýtur að ríða bagga- muninn...? Sogkrafturinn er ótrúlegur. Hvað á Hjalti Kristgeirson við? Til Velvakanda. Krampakennd viðbrögð hérlendra marxista við alþýðuuppreisnunum í Austur-Evrópu eru oft í senn aumk- unarverð og hjákátleg. Nýlega birtist í helgarblaði Þjóðviljans viðtal við Hjalta Kristgeirsson sem í meira en þrjá áratugi hefur verið ein af skraut- fjöðrum íslenskra kommúnista og oft látið Ijós sitt skína í fjölmiðlum. Það er auðvitað virðingarvert að Hjalti skuli undanfarin ár hafa tekið aftur fyrri lofgjörðir um svartnætti komm- únismans í Austur-Evrópu. Það er hins vegar undarlegt að maðurinn skuli aldrei í greinum sínum minnast einu orði á þessi fornu „afrek“ sín, aldrei hafa manndóm í sér til að riija upp nein persónuleg mistök.. Nóg um það. í Þjóðviljaviðtalinu eru athyglis- verð ummæli sem mér finnst að þurfí nánari skýringar við. Hjalti segir að Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, hafí meðan hann var ofsóttur andófs- maður talið að vígbúnaður af hálfu Vesturveldanna væri eðlilegt andsvar við herveldi Sovétríkjanna. Hann hafi andmælt svokölluðum friðar- hreyfingum á Vesturlöndum, fundist þær helst til bláeygar gagnvart heimsvaldastefnu Sovétmanna. Síðan segir Hjalti: „Með þessu er ég að segja, að við eigum ekki að láta hægrimenn komast upp með það að hafna skynsamlegri orðræðu um rök í þjóðfélagsumræðu og kenning- asmíð, þar sem hugsanir Marx eru meðal annars á dagskrá, en við þurf- um jafnframt að vara okkur á því Hið sanna líf Til Velvakanda. Hugurinn leitar hins fagra í tilve- runni, hins glaða og hins góða. Löng- um finnst okkur lífið allt syngja fagn- aðaróð, eins og allt sé hamingja, frið- ur og frelsi. En við vitum að broddur illskunnar liggur í leyni og reynir að rjúfa hin helgu vé gleðinnar. Er þá gleðin blekking? Er fögnuð- ur lífsins sem gegnsætt glittjald, til að villa okkur sjónir, svo illskan fái þrifist ótrufluð? Nei, gleðin er aðal hins sanna lífs. Ekkert er henni æðra. Gleði og göfgi eru systur, án þeirra engin ham- ingja. Saman skulu þær sljóvga brodd illskunnar, eyða mætti hennar. Farsæld er eðli lífsins. Hið sanna líf skal eyða rót hins illa úr sjálfu víti. „Líf er ekki líf fyrr en það er far- sæld.“ Ingvar Agnarsson að vera of ginnkeypt fyrir boðun ein- faldra lausna eins og allsheijar af- vopnun verður að teljast, þegar menn standa andspænis alræðisvaldi sem fyrst og fremst byggir á vopnaðri kúgun eins og verið hefur af hálfu Sovétríkjanna í Austur-Evrópu. Valdhafar Sovétríkjanna hafa verið svarnir óvinir, en ekki bandamenn vinstrihreyfingarinnar á Vesturlönd- um.“ Hvernig ber eiginlega að skilja þetta? Stóðu íbúar í lýðræðisríkjum Vesturlanda ekki andspænis „alræð- isvaldi" árið 1949? Þá öskruðu marx- istar, skoðanabræður Hjalta, á stuðningsmenn Atlantshafsbanda- lagsins, sem vildu forðast að smáríki Evrópu, þ. á m. ísland, hlytu sömu örlög og Tékkóslóvakía 1948 þegar fimmta herdeild kommúnista seldi landið undir sovésk yfirráð. Hvað fínnst Hjalta nú að íslendingar hefðu átt að gera 1949? Boða Tékkóslóvök- um að „allsheijar afvopnun“ væri svarið við sovésku kúguninni? Sé það niðurstaða Hjalta að kannski hafi, þegar öllu er á botninn hvolft, verið eina lausnin að ganga í Atlantshafs- bandalagið hlýtur maður að spyija hvers vegna ekki sé hægt að stynja því upp þannig að allir skilji. Allir hafa gert mistök í lífí sínu en það er óveijandi að geta ekki horfst í augu við þau, reyna sífellt að afsaka þau með orðhengilshætti. Skoðanabræður Hjalta á vinstri- vængnum vilja nú einhliða afvopnun Vesturlanda, helst á morgun, og benda á friðvænlegri horfur í Evrópu til stuðnings rökum sínum. Framlag þeirra til umræðu um varnarmál hefur alltaf verið með slíkum endem- um að landsmönnum hlýtur að fyrir- gefast þótt þeir leiti ekki ráða hjá þeim, láti hjá líða að rasa um ráð fram. Marbendill. Þessir hringdu . . J(iC I Óæskilegar breytingar Sigríður hringdi: „Ég er ekki sátt við þær breyt- ingar sem gerðar hafa verið á Þjóðleikhúsinu og finnst að salur- inn og anddyrið hafi skipt um svip. Þetta var hús í sérstökum klassa. Væri ekki hægt að hafa þjóðaratkvæðagreiðlu um þetta mál.“ Úr Vandað karlmannsúr fannst á Leifsgötu í janúar. Upplýsingar í síma 19271. íþróttataska Adidas íþróttataska, blá og grá, með sundfötum tapaðist við Hlemm fyrir hálfum mánuði. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 675504. Veski Seðlaveski tapaðist sl. laugar- dag, trúlega á mótum Laugavegs og Frakkastígs. í því var skólaskírteini, bankakort o.fl. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 687215. Björgvin bestur Vala hringdi: Mig langar til að bæta ein- hveiju við þá umfjöllun sem verið hefur um Eurovisionlögin að und- anförnu. Ég tel að við hefðum átt að senda Björgvin Halldórsson fyrir löngu, hann hefur hingað til átt lang besta lagið á ári hveiju. Hann er frábær söngvari, lítur vel út og framkoman er til fyrirmynd- ar. Við hefðum örugglega lent ofar en í 16. eða 20. sæti hefði hann verið fulltrúi íslands." Skinnhúfa Skinnhúfa tapaðist við Lang- holtsveg fyrir nokkru. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 78561. Úr Kvenmannsúr, svart með svartri ól, tapaðist 14. febrúar. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 77582. Loðhúfa Grá loðhúfa úr minkaskottum tapaðist við Aflagi-anda eða Flyðrugranda. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í Ásdísi í síma 10144 eða 19298. HÖGNI HREKKVISI Víkveiji skrifar pARNA KE/MUR HASJN ... skíþasnillingurinn/ " Víkverji dagsins fagnar þeirri samþykkt borgarráðs að gat- namálastjórinn í Reykjavík skuli sem víðast bjóða upp á aðstöðu til dekkjaþvottar. í fyrravetur bauð gatnamála- stjóri á nokkrum stöðum upp á aðstöðu til tjöruþvottar á dekkj- um. Víkverji dagsihs ók á ónegld- um snjódekkjum og var svo hepp- in að ein dekkjaþvottastöðin, sem starfrækt var í fyrravetur, lá hún vel við daglegri ökuleið hans. Víkveiji notfærði sér þessa þjón- ustu gatnamálastjóra óspart, enda hreinsunin gat ekki verið auðveld- ari og Víkverji ávallt öruggari í umferðinni fyrir bragðið, bæði fyrir sjálfan sig og aðra. í vetur hefur slík aðstaða ekki verið í daglegri leið Víkverja og ekur hann því á nöglum núna! Víkveija hefur borist eftirfar- andi bréf frá einum lesenda sinna: „I þætti þínum 26. janúar síðastliðinn gerirðu sem oftar að umtalsefni íslenskt mál, leggur út af vissri skýrslu á vegum mál- ræktarátaksins. Þarna berðu á borð fyrir lesendur skemmtilegan pistil og gagnlegan um tungumál- ið okkar. Meðal annars vitnarðu í fyrrnefnda skýrslu, þar sem segir meðal annars: „Afar sjaldan er talað um fallegt mál og hvað það sé gaman að komast skemmtilega að orði.“ Þetta eru orð í tíma töluð. Til- sögn í „stíl“ og framsetningu hef- ur vissulega verið látin sitja á hakanum. Ritið „Málfar í fjölmiðl- um“ bætir hér dálítið úr, en svo hlálega hefur viljað til, að málfar- ið í riti þessu er víða alls ekki til fyrirmyndar. Læt ég hér nægja að benda á málsgrein á bls. 46, svohljóðandi;> ■ i.i ■ i - .> > mm.u „í vönduðum ritum, eins og nýíegum landabréfabókum, sem skólafólki er ætlað að nota, eru notaðar enskar nafnmyndir, og jafnvel tekið fram beinlínis að beitt sé enskum umritunarreglum við orð úr tungumálum sem noti annað stafróf en hið latneska.“ Fljótt á litið mun sjálfsagt mörgum þykja hér óaðfinnanlega að orði komist, enda veita menn fremur athygli efni textans en framsetningu. En hér fellur höf- undur í þá gryfju að þrástagast að óþörfu á sama orðinu. Það mun vera Þórbergur Þórðarson, sem fyrstur manna nefndi orðið „stagl" í þessu sambandi. Við nánari athugun á umrædd- um texta blasir við stagl-orðið;1 sögnin að nota, sem fyrir kemur þrívegis í málsgreininni. Skemmti- legt verkefni fyrir grunnskóla- nemendur að færa lágkúru þessa til betri vegar!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.