Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990 5 Þjóðleikhúsið: Lokun frestað vegna góðr- ar aðsóknar Fyrirhugaðri lokun Þjóðleik- hússiiis hefúr verið frestað til 4. mars vegna mikillar aðsóknar. Gísli Alfreðsson Þjóðleikhússtjóri sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann hefði farið þess á leit við byggingamefnd Þjóðleikhússins að framkvæmdum við húsið yrði fre- stað til 4. mars þar sem rífandi gangur væri í starfseminni. Aðsókn var einnig mikil á síðasta ári og varð aðsóknarmet í október- mánuði þegar alls 17.558 leikhús- gestir sóttu sýningar leikhúss- ins.Gísli sagði að hin mikla aðsókn væri í takt við aukinn leikhúsáhuga hvarvetna í Evrópu. Taldi hann skýringuna vera þá að áhrif sjón- varps á minnkandi leikhússókn væri liðin tíð. Söngleikurinn Oliver Twist hlaut mestu aðsókn á síðasta ári og einn- ig hefur Lítið fjölskyldufyrirtæki og Bílaverkstæði Badda notið mik- illa vinsælda. Snælandsskóli: Útvarpað á Stuðbylgjunni NEMENDUR níunda bekkjar Snælandsskóla í Kópavogi hyggj- ast útvarpa á FM 88,6 frá klukk- an fimm föstudaginn 2. mars til miðnættis sunnudaginn 4. mars. Útvarpsstöð þeirra heitir Stuð- bylgjan og mun senda út tónlist og tal. Með þessari starfsemi ætla nem- endur níunda bekkjar að safna sér fjár til ferðalags. Byggðastofiiun og Fiskveiðasjóð- ur bjóða 1 Arlax BYGGÐASTOFNUN og Fiskveiðisjóður hafa boðið sameiginlega í fast- eignir þrotabús fiskeldisstöðvarinnar Árlax hf. í Kelduhverfi. Tilboðið felur í sér að stofnanirnar yfirtaki eignir þrotabúsins en Byggðastofn- un og Fiskveiðisjóður eiga samtals um 114 milljóna króna veðkröfur í þrotabúið. Kröfur Fiskveiðasjóðs í þrotabú Árlax nema 72,9 milljónum króna en Byggðastofnunar 41,7 milljónum króna og er veðrétturinn sá sami. Tilboðið er í fasteignir þrotabúsins á Kópaskeri, í Ártungu og Lindar- brekka. Ólafur Stefánsson hjá Fisk- veiðasjóði sagði við Morgunblaðið að tilboðið samsvaraði nokkurn veg- inn því að stofnanirnar hefðu fengið eignirnar á nauðungaruppboði. Loðnumæl- íngum frestað EKKI verða gerðar í frekari rannsóknir á loðnunni út af sunn- anverðum Vestfjörðum fyrr en í fyrsta lagi um næstu mánaða- mót. Loðnu hefúr orðið vart á þessum slóðum, en Jakob Jakobs- son forstjóri Hafrannsóknastofn- unar segir hugsanlegt að loðnan sé enn að ganga á þessar slóðir og eftir fúndi með hagsmunaðil- um hefði verið ákveðið að bíða með mælingar. Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson fór á þriðjudag í áriega sjómælingaferð. Farið verður hring- inn í kring um landið. Jakob segir að skipið verði ekki komið úr ferð- inni um mánaðamót og óákveðið hvernig staðið yrði að loðnumæling- um ef ákveðið yrði að gera í þær áður en Bjarni lýkur rannsóknum. Byggðastofnun hefur undanfarið auglýst til sölu ýmsar fasteignir sem stofnunin hefur leyst til sín til að tryggja veð sín. Páll Jónsson hjá Byggðastofnun sagði við Morgun- blaðið, að spurst hefði verið fyrir um nokkrar fasteignanna, en engin þeirra hefur selst enn. Þar á meðal er Hótel Akureyri, Hraðfrystihús í Höfnum og ísborg í Garði. Árlax var tekinn til gjaldþrota- skipta í nóvember sl. Hefur stöðin verið rekin á ábyrgð Samvinnubank- ans sem hefur veð í fiskinum. Kröf- ur í búið nema samtals um 234 millj- ónum króna. Þar af eru almennar kröfur 39,7 milljónir, veðkröfur eru 189,6 milljónir og forgangskröfur nema 4,9 millj'onum. Búist er við að afstaða til tilboðs Byggðastofnun- ar og Fiskveiðisjóðs verði tekin á skiptafundi þrotabúsins 1. mars. Á bókamarkaðnum. Morgunblaðið/Þorkell Bókamarkaður Félags ísl. bókaútgefenda: 5.000 titlar - meðalverð bóka 240 kr. Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda hófst í gær á þriðju hæð Kringlunnar. Um 5.000 titlar verða falboðnir á markaðnum. Ódýrasta bókin kostar 50 kr. en meðalverð bóka er 240 kr. Kjörorð markaðsins er sem fyrr „Gamla krónan í fúllu giidi.“ Bókamarkaðurinn verður einnig opinn á sunnudögum og verða veit- ingahús í Kringlunni opin á þeim tíma. Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda hóf göngu sína árið 1961 í Listamannaskálanum við Alþingishúsið og hefur hann allar götur síðan verið árviss viðburður. Boðið verður upp á sérstaka bókapakka á markaðnum, þ.e. bæk- ur sem eru flokkaðar eftir efni og aldurshópum og seldar nokkrar saman í pakka. Markaðurinn stendur yfir frá 22. febrúar til 4. mars og verður opið frá kl. 10-19, en frá 10-20 á föstu- dögum og 10-18 á laugardögum og sunnudögum. TVISVAR TVEIR A TOPPNUM í gær komu út tvær toppmyndir um tvo á toppnum. Á sínum tíma sló Lethal Weapon öll leigumet og er endurútgefin vegna fjölda áskorana. Það efast hinsvegar enginn um að Lethal Weapon II á eftir að gera enn betur. ^ M- Y N D I R myndbandaleigur bjóða upp á mikið úrval kvikmynda ásamt öllu því sem hægt er að kalla sjálfsagða þjónustu og rúmlega það. 19. NAKED GUN 20. THROW-AWAY WIVES MYNDIRSEM ENGINN MÁMISSA AF CROSSING DELANCEY BETRAYED POLICE ACADEMY FEDS KISS OF THE SPIDER- WOMAN MYNDI-R Alfabakka 14 sími 79050 Austurstræti 22 sími 28319 Reykjavíkurvegi 64 sími 651425 Skipholti 9 sími 626171 6. KISS OF THE SPIDER WOMAN 7. CROSSING DELANCEY 8. BURBS 9. MY STEPMOTHER IS AN ALIEN 10. RIKKY&PETE 11. BARON MUNCHAUSEN 12. HERALIBI 13. STONING 14. CANONBALL FEVER 15.SPY 16. TWIN PEAKS 17. TORCH SONG TRILOGY 18. WITHOUT A CLUE WHO OKE 1000 CHAIIMS Spennandi mynd um óbilandi hugrekki ungs manns sem hnepptur er í fang- elsi saklaus. Þoð tekur nokkurn tíme að venjast ylirgangi og þjösnoskap sem síðar ieiðir til ævintýrelegrar flótta-tilrounar. (Væntonleg 26. febrúar) Það er samdóma ólit gagnrýnenda Jarðfræðingurinn Rikky eyðir öllum aö ótrúlega vel hafi tekist aö skapa stemmningu seinni hluta sjöundo óra- tugorins. Öllu eru geró skil, blómabörn- unum, eiturlyfjunum, Víetnam og tón- listinni. stundum til aö fó úfrós fyrir miklar tónlistargófur. Bróðir hennar, sérvitr- ingurinn Pete, er upptekinn af gagns- lausum uppfinningum. Þrælmögnuð gamanmynd um ótrúlegar ofleiðingar skemmtilegra uppótækja. Þar sem myndirnar fást TOPP TUTTUGU 1. BETRAYED 2. DIRTY ROTTEN SCOUNDRELS 3. FEDS 4. POLICE ACADEMY 6 5. WORKING GIRL LETHAL WEAPON Innan skamms kemst Danny Glover ó eftirlaun, en nýr félogi, Mel Gibson sem holdinn er sjólfseyðingarhvöt gæti orðið til þess að liann nói ekki eftirlaunaaldrinum. Frábær spennu- mynd. LETHAL WEAPOIM II Nú eiga þeir Martin Riggs og Roger Murtaugh við erlendan glæpahring sem svífst einskis. Á spennandi hátt fram- kvæma þeir það sem enginn þorir að hugsa um. Spennumynd í sérflokki. EWOKS 1 Mjög vandaðar teiknimyndir unnar eftir hugmyndum George Lucas, höf- undar stjörnustríðsmyndanna. Að þessu sinni er viðfangsefnið ólfar og tröll og aðrar góðkynja verur. U.þ.b. 90 mínútur af skemmtilegu hornaefni. MURDER Spennumynd um lækni, sem beitir sömu aðferðum og kollegar hans á miðöldum. Donald Sutherland ferst vel úr hendi hlutverk læknisins og sýnir afburða leik. Rob Lowe þarf ekki oð skammast sín fyrir Chad bróður sinn, sem sýnir hér snilldartakte.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.