Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990
13
Alhliða landlýsing
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
ÍSLANDSHANDBÓKIN III.
1.030 bls. Örn og Örlygur. 1989.
íslandshandókin er byggð á rit-
inu Landið þitt ísland sem aftur
má rekja til bókanna Landið þitt
sem Steindór Steindórsson og Þor-
steinn Jósepsson tóku saman fyrir
allmörgum árum. Ritstjórn Islands-
handbókarinnar hafa annast Tómas
Einarsson og Helgi Magnússon, en
myndir valdi Örlygur Hálfdánarson.
Að kalla þetta handbók má bera
vott um nokkurt lítillæti: meira en
þúsund síðna þéttprentað rit í stóru
broti! Handbókarheitið ér þó hvergi
út í hött því hér er stafrófsröð fylgt
þannig að ritið sýnist fyrst og
fremst ætlað til uppflettingar, síður
til samfellds lestrar frá upphafi til
enda. Reyndar er fátítt að svona
rit séu lesin í einu spjaldanna á
milli. Þvert á móti grípur maður til
þeirra þegar spurningar leita á hug-
ann vegna einhvers tilefnis. Eða
bara að tilefnislausu. Sé spurt um
örnefni svo dæmi sé tekið, stað-
hætti eða sögu tiltekins svæðis er
skjótt frá að segja að svarið er i
afarmörgum dæmum að finna í
þessari nákvæmu og greinagóðu
Islandsbók. Og allt er það hlutlægt
og gagnort. Lýsingarorð eru spöruð
en ekki með öllu sniðgengin. Trölla-
kirkja er til að mynda sögð »svip-
mikið íjall«. Og útsýn af Mælifells-
hnjúki er talin »mikil og víðfeðm«.
Skaftafellsfjöll eru »mjög fögur og
íjölbreytileg«. Þyrill í Hvalfirði er
»í röð sérkennilegustu fjalla«. Og
»þar hefur fundist kristalstegund
svo fágæt að hún hefur ekki fund-
ist nema í þrem löndum heims«.
Sýnu merkilegra er þó Teigarhorn
við Berufjörð. »Þar er einn þekkt-
asti fundarstaður geislasteina (zeol-
íta) í heiminum. Bæði er að margar
tegundir geislasteina er að finna
við Teigarhorn og eins eru kristall-
ar þar óvenju stórir.« Og Teigar-
horn er merkilegt fyrir fleira: Þar
hefur mælst mestur hiti á landi
hér; rösk þrjátíu stig. Það var sum-
arið 1939.
Margan fróðleik er þarna að
finna um jarðfræði landsins, enda
nátengdari lífi íslendinga en flestra
þjóða annarra þar sem landið er
sífellt í mótun og eldgos tíð. Hér
er minnt á, svo dæmi sé tekið, að
Öræfajökull er »annað stærsta virkt
eldfjall í Evrópu, næst á eftir Etnu
á Sikiley.« En fleira getur vakið
áhuga á jarðfræði en eldgos og
skjálftar. Forvitnilegar jarðsögu-
minjar leynast víða, þar með taldir
steingervingar.
Ekki er lífsnauðsynlegt að sams
Örlygur Hálfdánarson
konar upplýsingar séu veittar um
öll sambærileg atriði í svona riti.
Æskilegt er það eigi að síður. Hér
er þeirri reglu líka fylgt í stórum
dráttum. Getið er um hæð ijalla,
vatnsmagn áa, dýpi stöðuvatna og
svo framvegis. Þegar um sögustaði
er að ræða er svo sagt frá hinu
helsta sem nafni þeirra tengist.
Kaupstöðum, sem og öðru þéttbýli,
eru gerð viðhlítandi skil, t.d. bent
á það sem öðrum fremur telst skoð-
unarvert á slíkum stöðum. Þannig
getur ritið nýst sem venjuleg ferða-
handbók.
Auðvitað fýsir dæmigerðan
ferðamann að líta á fleira en nátt-
úruundur, sögustaði og byggða-
söfn. Enda er þarna ijöldi smáatriða
sem teljast ekki beinlínis til neinnar
fræðigreinar en vekja eigi að síður
forvitni og eftirtekt þegar farið er
um landið. Afar greinagóð nafna-
skrá auðveldar leit.
Er þá ótalinn hinn mikli fjöldi
mynda sem rit þetta prýða, og allt
í lit. Hvort tveggja hefur vel tekist,
val þeirra og prentun. Landslags-
myndir í handbók sem þessari þurfa
og eiga að vera til leiðbeiningar og
verða því fyrst og fremst að vera
skýrar og glöggar. Þegar best lætur
geta þær verið eins og gluggi sem
horft er út um. Það sjónarmið sýn-
ist einmitt hafa ráðið valinu. Til
undantekninga tel ég stöku mynd
sem tekin er með óeðlilegum að-
drætti. Þess háttar myndir geta
gefið kolranga hugmynd um mót-
ífið. En slíkar eru afar fáar í ritinu.
Hins vegar eru þarna margar góðar
loftmyndir. Sumir staðir verða
reyndar ekki séðir að gagni nema
með góðri yfirsýn. Svo er t.d. um
sprungusvæði, eyjaklasa, fjalla-
þyrpingar og fleira.
Að öllu samanlögðu hlýtur rit
þetta að eiga skilið góða einkunn.
Ekkert sýnist hafa verið sparað við
samantekt þess og frágang. Það
er nákvæmt og aðgengilegt en eigi
að síður vel læsilegt og hvergi þurrt
sem kallað er. Þetta er því rit sem
rís undir nafni.
Árbók hestamanna
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Guðmundur Jónsson og Þorgeir
Guðlaugsson:
Hestar og menn 1989.
Árbók hestamanna.
Skjaldborg. Reykjavík 1989. 288
bls.
Árbók hestamanna kemur nú út
í þriðja sinn. Vegleg að vanda og
efnismikil. Hún hefur nú fengið
nokkuð fast snið og er því að sjálf-
sögðu ekki eins mikil nýjung og hún
var í upphafi. Er það eðlilegt um
árbók, sem er að verulegu leyti
greinargerð um atburði liðins árs í
hestamennsku.
í þessari árbók er ein ferðasaga
sem jafnframt er leiðarlýsing.
Greint er frá þremur mótum og
viðtöl eru við níu knapa og keppnis-
menn.
Ferðasagan greinir frá ferð
nokkurra einstaklinga á hestum frá
Hólum í Hjaltadal, yfir Heljardals-
heiði, niður í Svarfaðardal og yfir
í Skíðadal. Þessi ferðasaga er byggð
á viðtölum við nokkra þátttakend-
ur, einkum þó fararstjórann Grétar
Geirsson bústjóra á Hólum og konu
hans Jónínu Hjaltadóttur. Saga
þessi er lipurlega sögð og ásamt
myndum og korti verður hún að
teljast nægjanleg leiðarlýsing fyrir
flesta um þessar sérkennilegu slóð-
ir. Þetta er efni sem venjulegir
hestamenn, þ.e. þeir sem nota hesta
sér til ánægju og afþreyingar,
kunna vel að meta.
Tveir þættir eru um ijórðungs-
mót á Austurlandi. Sá fyrri segir
ágrip af sögu austurlenskra Ijórð-
ungsmóta frá þvi að það fyrsta var
haldið \ Egilsstaðaskógi sumarið
1957. í seinni þætti er svo lýsing
á fjórðungsmótinu sl. sumar og
Ferming í Víði-
dalstungukirkju
FERMING í Víðidalstungu-
kirkju sunnudaginn 22. apríl kl.
11. Prestur sr. Kristján Björns-
son. Fermd verða:
Ásdís Olga Sigurðardóttir,
Kolugili.
Hrönn Bjarnadóttir,
Melrakkadal.
Sigurður Björn Gunnlaugsson,
Nýpukoti.
þeim afrekum sem þar voru unnin.
íslandsmótið í Borgarnesi 21.-23.
júlí fær sérstaka umfjöllun.
Hápunktur keppnismóta var svo
að sjálfsögðu Evrópumótið §em
haldið var í Vilhelmsborg á Jótlandi
16.—29. ágúst. Það fær að vonum
mikla umfjöllun. í fyrri þætti er
sagt frá úrtöku til landsliðs íslend-
inganna og undirbúningi mótsins
hér heima, en í þeim síðari er frá-
sögn af mótinu sjálfu.
Yfirleitt hef ég lítið gaman af
frásögnum af hestamótum með öllu
því talnaregni sem fylgir. En ég
verð að játa að þættina um Evrópu-
mótið las ég mér til ánægju. Höf-
undi þeirra frásagna tókst að gæða
frásögnina lífi, svo að maður upp-
lifði spennu mót'sins og fylgdist með
af áhuga.
Annað efni er svo eins og áður
segir viðtöl við níu knapa. Þau eru:
Baldvin Ari Guðlaugsson, Einar
Öder Magnússon, Aðalsteinn Aðal-
steinsson, Rúna Einarsdóttir, Atli
Guðmundsson, Hinrik Bragason,
Sandra Schutzbach, Andreas
Trappe og Jón Pétur Olafsson. All-
ir þessir knapar tóku þátt í Evrópu-
mótinu síðasta nema Rúnar Einars-
dóttir. Hún var aftur á móti á ís-
landsmótinu í Borgarnesi og vann
þar til verðlauna. Sumir þessara
knapa eru vel kunnir og hafa tekið
þátt í mótum um langt skeið. Við-
töl við þá hafa birst áður og því
veit sá sem fylgist með allnokkuð
um feril þeirra og afrek. Aðrir eru
aftur á móti ungir að árum, en
hafa sýnt framúrskarandi árangur.
Er ánægjulegt að kynnast þeim
nokkuð hér. Af öllum þessum við-
tölum má sitthvað læra um um-
gengni við hesta og þjálfun þeirra,
því að af góðri reynslu hefur þetta
ágæta fólk að miðla. Helsti gallinn
fyrir lesandann finnst mér vera sá
að viðtölin eru í einhæfara og svip-
minna lagi og fullmikið um upptaln-
ingar. Það verður fremur þreytandi
til lengdar þegar viðtölin eru mörg.
Sá sem viðtölunum stýrði hefði því
þurft að gera sér meira far um að
lyfta þeim upp og auka ijölbreyti-
leikann. Við vísu skera sum viðtölin
sig úr. Viðtalið við Rúnu Einars-
dóttur er t.a.m. ágætt.
Þegar á heildina er litið er þetta
annars hin ágætasta bók og gefur
hinum fyrri ekki eftir. Myndefni er
mikið og margar myndanna eru
augnayndi. Einn leiður galli er þó
á, sem óhjákvæmilegt er að minn-
ast á. Prentvillur eru óheyrilega
margar. Slíkt má ekki koma fyrir
lengur. Auk þess er málfar, einkum
í viðtalsþáttunum, ekki alltaf nægi-
lega vandað og málvillum bregður
fyrir. Auðvelt á að vera að kippa
þessu í lag. Það er annars einkenni-
legt hversu oft annmarkar af þessu
tagi loða við hestamannabækur, þó
að lofsverðar undantekningar séu
þar á.
■ I TILEFNI af hugmyndum um
að ríkið kaupi SS-húsið vill Banda-
lag íslenskra listamanna taka
fram eftirfarandi: Könnun mennta-
málaráðuneytisins á húsinu leiddi í
ljós að það er ákjósanlegt fyrir
Listaháskóla Islands, en frumvarp
um Listaháskóla íslands er nú til
meðferðar hjá þingflokkum. For-
senda þess að Listaháskóli íslands
geti orðið öflug menningarstofnun
er húsnæði sem hentar fjölbreyttri
starfsemi hans. Þeir þrír listaskólar
sem leggja eiga grunninn að Lista-
háskólanum eru allir í húsnæðis-
basli. Þegar fyrir liggur að stað-
festa lög um Listaháskóla íslands
er nauðsynlegt að taka mið af þess-
ari framtíðarsýn, hentugu rými fyr-
ir alla starfsemi skólans um ókomin
ár undir sama þaki. Undir þetta
rita allir fundarmenn: Brynja
Benediktsdóttir, forseti Banda-
lags íslenskra listamanna, Hjálm-
ar H. Ragnarsson, formaður Tón-
skáldafélags íslands, Þorsteinn
Jónsson, formaður Félags kvik-
myndagerðarmanna, Þór Vigfús-
son, formaður Sambands
islenskra myndlistarmanna, Guð-
rún Alfreðsdóttir, formaður Fé-
lags íslenskra leikara, Nanna
Ólafsdóttir, fulltrúi Félags
íslenskra dansara, Selma Guð-
mundsdóttir, fulltrúi Félags
íslenskra tónlistarmanna.
■ LÍFEYRISSJÓÐIR: Fram hef-
ur verið lagt stjórnarfrumvarp um
starfsemi lífeyrissjóða. Frumvarpið
gerir ráð fyrir að sett verði heild-
stæð og samræmd löggjöf um sjóð-
ina. Lagt er til að lögfest verði
ákvæði um lágmarksskyldur og
réttindi sjóðanna og sjóðsfélaga,
þ.e. um greiðslu iðgjalda, ávöxtun
þeirra og tryggingu og myndun
lífeyrisréttinda, en jafnframt taki
löggöfin til skipulags, reiknings-
halds og opinbers eftirlits með sjóð-
unum.
■ FRAMBOÐSLISTI hefur verið
lagður fram til sveitarstjómarkosn-
inga í Neshreppi utan Ennis, Snæ-
fellsnesi. Er það Listi almennra
hreppsbúa. Á listanum sameinast
fólk með ólíkan pólitískan bakgrunn
undir einu merki með það að leiðar-
ljósi að vinna að framfaramálum
síns sveitarfélags. Lista almennra
hreppsbúa sem fer nú með meiri-
hluta í sveitarstjórn Neshrepps
skipa eftirtaldir einstaklingar: 1.
Ólafúr Rögnvaldsson, útgerðar-
maður. 2. Ómar Lúðvíksson,
trésmíðameistari. 3. Gunnar Már
Kristófersson, sveitarstjóri. 4. Ótt-
ar Sveinbjörnsson, verslunarmað-
ur. 5. Ingibjörg Steinsdóttir,
bankastarfsmaður. 6. Aðalsteinn
Jónsson, bifreiðastjóri. 7. Aldís
Reynisdóttir, húsmóðir. 8. Ársæll
Ársælsson, umboðsmaður Olíufé-
lags íslands. 9. Friðþjófúr Sævars-
son, sjómaður. 10. Jóhann R.
Kristinsson, skipstjóri.
----------mw---------------
Þjóðleikhúsið
Þjóðleikhúsið 40 áta:
Dagskrá starfsmanna
Þjóðleikhússins og annarra
leikhúslistamanna:
Kl. 13.30.
Lúðrasveit Reykjavíkur
leikur á Austurvelli.
Afmælisávarp.
Kl. 14.00.
Skrúðganga frá Austurvelli,
eftir Vonarstræti, Lækjargötu,
Hverfisgötu og aðÞjóðleikhúsi.
Kl. 14.30.
Samsöngur, ávarp og upplestur
á tröppum Þjóðleikhússins.
Fjölskylduskemmtun á stóra
sviði með fjölþættum skemmti-
atriðum íjölda listamanna.
Dagskrá í leikhúskjallaranum:
Einsöngvarar: Elísabet F.
Eiríksdóttir, IngibjörgMar-
teinsdóttir, Magnús Torfason
og Sigurður Bragason, ljóð og
söngur í flutningi leikara.
Veitingasala starfsmanna
Þjóðleikhússins í leikhúskjall-
aranum fyrir dagskrá.
Við minnum líka á:
Kl. 20.30.
Sýning Þjóðleikhússins á
Endurbyggingu eftir Václav
Havel í Háskólabíói.
KI. 20.00
íslenski dansflokkurinn
frumsýnir Vorvinda í
Borgarleikhúsi.
»indala VénhAxía
LOFTRÆSIVIFTUR
CLUGCAVIFTUR - VECCVIFTUR
BORÐVIFTUR - LOFTVIFTUR
Ensk og hollensk gæðavara.
Veitum tæknilega ráðgjöf við
val á loftræsiviftum.
Það borgar sig að
nota það besta.
Þekking Reynsla Þjónusta
FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMl 84670