Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990
19
Af mál-efiium lækna
eftir Finnboga O.
Karlsson
Það hefur verið nokkuð tíðrætt
í fjölmiðlum um ýmis mál er snerta
læknastéttina undanfarið misseri.
Flest hefur það dæmt sig sjálft.
Ein gegnumgangandi hugmynd
virðist sterk í viðhorfum til þessar-
ar stéttar og lýtur að efnahag.
Flestum læknum landsins og ýms-
um fleirum ofbauð þó nýverið fá-
tækleg þekking ráðherra fjármála
á efnahagsmálum læknastéttar-
innar þegar hann við ákvörðun á
leyfisgjöldum til lækna studdist við
sleggjudóma og líklega kjaftasög-
ur ásamt hugsanlega örfá undan-
tekningatilvik um launaveltu
lækna. Ráðherra taldi leyfisveit-
ingar vera ávísun á gull og ætti
að greiða sem slíkar. Allnokkur
skrif urðu um þessi mál og varð
sýnt að flestir læknar komast ekki
í gullkistuna né stefna nokkurn
tíma þangað.
Laun lækna án yfirvinnu eru nú
við útskrift úr læknadeild Háskóla
Islands og næstu ár á eftir 80 til
90 þúsund á mánuði. Þetta eru
laun greidd frá ríkinu og tengd
lengd háskólanáms. Vinnutími
sumra lækna verður stundum til
þess að heildarlaun hækka í tvö-
þrefalda þessa upphæð, það er
þegar yfirvinnutímar verða 100 til
200 á mánuði. Þetta á þó eingöngu
við um ákveðnar stöður og er
skipulagt og krafist af vinnuveit-
endum, en beiðnum lækna um að
dregið verði úr slíku vinnutímaá-
lagi hefur ekki verið hægt að sinna.
Læknar eru í dag ekki almennt
taldir fullmennta nema til komi
frekari þjálfun en fæst á þeim 7
árum sem þarf til að geta sótt um
almennt lækningaleyfi. Sérnám
tekur frá 4 til 7 árum eftir greinum
og því hvar það er stundað. Allt
sérnám hefur þurft til skamms
tíma að sækja út fyrir landsteina.
Nú er mjór vísir að sérnámi í heil-
sugæslulækningum kominn hér á
landi.
Þegar læknir fer utan til fram-
haldsnáms eru honum gerðir
nokkrir örðugleikar umfram aðrar
stéttir. í fýrsta lagi fást ekki
skattalegar ívilanir samanber ann-
að nám erlendis þar sem ríkisskatt-
stjóri lítur svo á að við séum í
starfi en ekki námi. í öðru lagi þar
„Vertu nokkuð viss um
að læknisstarfið höfði
vel til þín áður en þú
leggur út á þann ólgu-
sjó, í átt að gulli ráð-
herra ljármála.“
sem við erum ekki í námi fáum
við að ferðast úr landi á viðskiptaf-
argjaldi en ekki námsmannafar-
gjaldi (um 50% þess fyrrnefnda).
I þriðja lagi lítur Lánasjóður
íslenskra námsmanna svo á að við
höfum lokið okkar námi þó að við
séum í framhaldsnámi og þar af
leiðandi greiðum við af okkar
námslánum þegar þó við séum enn
við nám. Þessi síðasttaldi þáttur
er sérílagi írónískur þar sem fram-
lag eða laun stofnana þeirra sem
við stundum framhaldsnámið við
er yfirleitt lægri en reiknaður
framfærslukostnaður lánasjóðsins
fyrir aðra námsmenn á sömu slóð-
um.
Brautin að gulli ráðherra er því
orðin ströng, en fleira kemur þó
til áður en komið er á enda brautar-
innar. Ef ályktað er útfrá þeim
reglum sem gilda á fyrsta hluta
brautarinnar er niðurstaðan:
Allir vita að læknar hafa ofur-
laun. Þar af leiðir að þeim ber frá
því að þeir útskrifast frá Háskóla
íslands að:
1) Greiða hæstu þóknun þar sem
því er við komið.
2) Búa við aðrar reglur en aðrir,
m.t.t. búferlafiutninga, end-
urgreiðslu námslána og
skatta þegar þeir ætla að
Ijúka menntun sinni.
Ef dæmið er einfaldað enn frek-
ar og skoðað til enda, þá lítur leið-
in að gulli ráðherra svo út:
a) Skólaganga að tvítugu til að fá
inngöngu í Háskóla íslands.
b) Sex ára nám við læknadeild, til
að geta' hafið cins árs starf í
ákveðnum störfum, en að því
loknu má sækja um almennt
lækningaleyfi á kr. 50.000,
mánaðarlaun um 85.000.
c) Reynt að starfa í eitt til nokkur
ár hér heima til að afia fjár til
að kosta framhaldsmenntun.
d) Sparifé áranna eftir útskrift úr
læknadeild notað til að hefja
framhaldsnám.
e) Lifað af framlagi framhalds-
menntunarstofnana í 5 til 7 ár.
Þetta framlag er oftast lægra
en reiknaður framfærslukostn-
aður lánasjóðs eins og fyrr seg-
ir en þó fáum við að njóta þess
að endurgreiða lánasjóði af
þessu framlagi.
f) Líður að lokum framhaldsnáms-
ins, farið er að svipast um eftir
starfi hér heima mislengi, oft í
nokkur ár til viðbótar. Og nú
þarf orðið að greiða 75 til 150
þúsund kr. fyrir sérfræðileyfi
áður en sótt er um starf á Is-
landi.
g) Niðurstaða: 35 til 40 ára ein-
staklingur sem notið hefur sér-
kjara um nokkurra ára skeið
getur hugsanlega komið heim
aftur til starfa. Örlítill hluti
þess hóps hefur há laun eða
veltu.
h) Endanleg niðurstaða: Vertu
nokkuð viss um að læknisstarf-
ið höfði vel til þín áður en þú
leggur út á þann ólgusjó, í átt
að gulli ráðherra fjármála.
Höfundur er læknir, starfandi á
heilsugæslustöd ogsjúkrahúsi
Hvammstanga.
Jónína Erna Arnardóttir, píanó-
leikari.
■ TÓNLISTARSKÓLINN í
Reykjavík heldur tónleika í sal
skólans, Skipholti 33, laugardag-
inn 21. apríl nk. og hefjast þeir kl.
17. Tónleikar þessir eru burtfarar-
próf Jónínu Ernu Arnardóttur,
píanóleikara, frá skólanum, en hún
lýkur einnig píanókennaraprófi á
þessu vori. A efnisskrá tónleikanna
eru verk eftir Rachmaninofl, Scho-
enberg, Schumann, J.S. Bach,
Chopin og Beethoven. Jónína
Erna hefur stundað nám við Tón-
listarskólann frá__ 1983 og hefur
notið leiðsagnar Onnu Þorgríms-
dóttur, píanóleikara. Aðgangur að
tónleikunum er ókeypis.
■ FUNDUR í stjórn og varastjórn
Sjómannafélagsins Jötuns í Vest-
mannaeyjum, haldinn laugardag-
inn 14. apríl sl., lýsir yfir stuðningi
við framkomnar tillögur frá ein-
staka þingmönnum, svo og sam-
þykkt stjórnar Farmanna og fiski-
mannasambandi íslands frá 6. apríl
sl. um frestun á frumvarpi til laga
um stjórn fiskveiða, til 1. sept.
1991. Fundurinn ályktar að svo
mikill ágreiningur sé um frum-
varpsdrögin, bæði innan hagsmuna-
samtakanna og mikils þorra al-
mennings að ekki sé stætt á því
að knýja frumvarpið í gegn á Al-
þingi, án breytinga og víðtækara
samkomulags. í fyrstu grein frum-
varpsdraganna stendur orðrétt,
nytjastofnar á íslandsmiðum eru-
sameign íslensku þjóðarinnar, því
varðar þetta alla landsmenn. Fund-
urinn skorar á sjávarútvegsráð-
berra og alla þingmenn á Alþingi
íslendinga að taka höndum saman
um að finna lausn á þessu svo
umdeilda-málf.-------------------
F áðu sendan
bækling V eraldar
um málaskóla erlendis
og veldu skólann
sem þér hentar best
Ferðamiðstöðin Veröld hefur nú gefið út sér-
stakan bækling með upplýsingum um mála-
skóla um víða Veröld. Á einum stað getur
þú nú fundið allar upplýsingar um marga
þekktustu málaskóla heims, valda skóla í
mismunandi löndum og ýmsar tegundir
námskeiða, allt eftir því hvert
áhugasviðið er.
Börn og
unglingar
Margir skólar bjóða námskeið fyrir
börn og unglinga allt frá 7 ára
aldri. Full ábyrgð er tekin á velferð
og aðbúnaði barnanna, sem búa á
einkaheimilum.
Fjölskyldu- og
íþróttanómskeið
Foreldrar og böm geta valið nám-
skeið, þar sem börnin eru jafnhliða
við nám og leik og foreldrarnir
geta aukið kunnáttu sína og notið
lífsins með fjölskyldunni.
Viðskipti
og þjónusta
„Intensive Couses“ samþjöppuð
námskeið, eru mjög vinsæl meðal
fólks í viðskiptum og þjónustu. Völ
er á námskeiðum í ýmsum greinum
viðskiptalífsins.
AUSTURSTRÆTl 17,101REYKJAVÍK. SÍMI: (91)622011 &622200.
IffríÆTiljffifti