Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 30
30 'MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1990 Reuter Sjálfstæðisafmæli íZimbabwe íbúar Zimbabwe fögnuðu í gær og minntust þess að tíu ár eru liðin frá því landið hlaut sjálfstæði. Robert Mugabe forseti, sem hér sést ásamt Daniel Arap Moi forseta Kenýu, hét landsmönnum efnahags- legum framförum á næsta áratug. Nú falla einnig úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem kváðu á um að eining þyrfti að ríkja til að afnema fjölflokkakerfi í landinu. Nú nægir að tveir þriðju þing- manna samþykki það og hjálpi Mugabe þannig til að ná takmarki sínu sem er einsflokkskerfi. Útgöngnbann dregur úr róstum í Kashmír Síðastliðið sumar hófum við sölu áTRIOFARM heybaggafilmu. Þessi filma, sem er frá TRIOPLAST, reyndist frábærlega vel. Nú bjóöum viö nýja filmu TRIOWRAP, sem TRIOPLAST hefur þróaö í samvinnu við Rannsóknarstofnun landbúnaöarins í Uppsala í Svíðþjóð. TRIOFARM filman var góö, en TRIOWRAP er enn betri: * Hún er.CO-EXTRUDERUÐ" þriggja laga og þar af leiðandi sterkari. * Þykktarmunur er innan við +2% og því minni hætta á götum. * Viðloðun er meiri og losnar því ekki viö geymslu. * Aukin vernd gegn útfjólubláum geislum sólar (uv-stabilator) og því veðrunarþolnara. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NQTA ÞAÐ BE£TA ÞEGAR ÞÚ GENGUR FRA HEYINU ÞINU. POæsöos Ift^ KRÓKHÁLSI 6 SfMI 67 7900 P . Að minnsta kosti 11 skólabörn og kennarar þeirra brunnu til bana þegar skólabíllinn þeirra varð fyrir skothríð í Austur-Beirut í gær. Varð bíllinn á milli tveggja elda í átökum kristinna herflokka og breyttist á samri stundu í logandi víti. Óbreyttir borgarar hafa grátbeðið stríðsmennina að hætta morðæðinu en við því hefur verið daufheyrst hingað til. Ástandið í Líbanon er nú þannig, að kristnir menn vega kristna og múslimaflokkarnir reyna að uppræta hver annan. St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfír um helg- ina, að ekki væri ástæða til að kreljast prófa í öllum kennslugrein- um; sem hefðu námsskrá. A þessu kjörtímabili hefur Thatcher-stjórnin staðið fyrir víðtækum breytingum í skólamál- um. Róttækust hefur breytingin verið í því, að samræmd skuli kennsla í níu kennslugreinum í öli- um skólum Englands og Wales með námsskrá. Einnig var búið að ákveða að hafa stöðluð próf fyrir öll böm í grunnskólum við 7 ára aldurinn, 9 ára, 11 ára og 14 ára. Undantekningarlaust höfðu menn skilið það svo, að próf ættu að vera í öllum níu greinunum. Kennarar höfðu ítrekað mótmælt þessum áformum, vegna þess að þetta krefðist miklu meiri vinnu en núverandi fyrirkomulag og væri allt of viðamikið. Nýleg skýrsla um sögukennslu hefur valdið miklum umræðum um tillögur stjórnarinnar í kennslumál- um. John McGregor, menntamála- ráðherra, hafði fyrir nokkru lýst þvi yfir, að ekki yrðu almenn próf í sögu við 7 og 9 ára aldurinn að minnsta kosti. Um síðustu helgi sagði Margaret Thatcher í viðtali við The Sunday Telegraph, að skýrslan um sögu- kennsluna væri mun ítarlegri, en sig hefði nokkurn tímann órað fyr- ir. Hún segir, að einungis verði al- menn próf í þremur kjarnagreinum, ensku, reikningi og vísindum. Hún segir, að það hafi verið vitað, að saga yrði erfið viðureignar, ekki sízt vegna þess að stjórnvöld hafi ekki verið búin að gera það upp við sig, hvort saga og landafræði væru kjarnagreinar. Hún bendir einnig á, að ekki sé skynsamlegt að skipuleggja náms- skrá í slíkum smáatriðum, að frum- kvæði kennara verði lítið sem ekk- ert. Það sé einmitt sérstaklega eftir- sóknarvert, að kennarar leggi áherzlu á svið innan sinna greina, sem sé þeim sérstaklega hugleíkið. Þannig verði kennsla oft bezt. Talsmenn samtaka kennara hafa tekið þessari yfirlýsingu forsætis- ráðherrans vel og segjast vonast til að hún taki meira tillit til sjónar- miða kennara í framtíðinni. Brunnu inni ískólabíl Nýju Delhí. Daily Telegraph. ÞINGMENN frá Kashmír gengu af þingfundi á þriðjudag í mótmæla- skyni við útgöngubann í héraðinu. Þeir sögðu að stjórn V. P. Singhs, forsætisráðherra Indlands, væri á góðri leið með að svelta umbjóðend- ur sína í hel og kröfðust þess að útgöngubanninu yrði aflétt. Fulltrúi stjórnarinnar í Nýju Delhí til Kashmír en fregnir þaðan herma hélt því fram að mikill árangur hefði orðið af útgöngubanninu sem staðið hefði í 11 daga. Ofbeldisverk lægju að mestu niðri og fjöldi hryðjuverka- manna úr sveitum aðskilnaðarsinna hefði verið handtekinn. Útgöngubann hefur verið í gildi allan sólarhringinn í Kashmír en á mánudag var því aflétt í tvær klukkustundir til þess að fólk gæti birgt sig upp af matvælum. Erlendir blaðamenn hafa ekki fengið að fara að dregið hafí úr róstum í héraðinu. Um 500 manns eru sagðir hafa týnt lífi í átökum undanfamar vikur í Kashmír. Stjórn Singhs hefur látið loka rit- stjórnum og pressum þriggja blaða í eigu múslima í Kashmír vegna „and-þjóðernislegs áróðurs" eins og sagt var af hálfu stjómarinnar. Singh hefur verið gagnrýndur úr ýmsum áttum fyrir það hvernig hann hefur tekið á málum aðskilnaðarsinna sem Bandaríkin: Minni viðskiptahalli Washington. Reuter. HALLINN á viðskiptum Banda- ríkjamanna við útlönd minnkaði um 30,4% í febrúar og var þá 6,49 milljarðar dollara, sá minnsti í sex ár. Er batinn aðallega þakkaður lægra olíuverði. I janúar sl. var viðskiptahallinn 9,32 milljarðar dollara og hallinn í febrúar hefur ekki verið minni síðan í desember 1983 þegar hann var 5,68 milljarðar. í janúar var innflutningur til Bandaríkjanna 41,26 milljarðar dollara en 38,12 milljarðar í febrúar eða 7,6% minni. í þessum sömu mánuðum var olíuinnflutningurinn 5,86 og 4,71 milljarður dollara. Út- flutningur var hins vegar 1% minni í febrúar en janúar eða 31,63 millj- arðar dollara. Á árinu 1989 var viðskiptahallinn vestra 108,99 milljarðar dollara á móti 118,53 milljörðum árið áður en sérfræðingar segja, að erfitt verði að koma honum neðar nema um hægist í efnahagslífinu og ásóknina í erlenda vöru minnki. Bretland: Ríkisstjórnin slakar á klónni í kennslumálum IAST barist hafa gegn indverskum yfirráð- um í Kashmír. Er hann sagður hafa reynt að draga athyglina frá vandan- um sem þar er við að etja með því saka Pakistana um að kynda undir ófrið. Hefur hann haldið því fram að skæruliðum aðskilnaðarsinna hafi verið leyft að setja upp bækistöðvar í Pakistan. Stjómvöld í Islamabad, höfuðborg Pakistans, hafa hins vegar neitað þessum ásökunum og vísa því alfarið á bug að þau hafi skotið skjólshúsi yfir skæmliða. Singh hefur að undanförnu sakað Pakistani um stríðsundirbúning og af þeim sökum hefur indverski herinn verið í viðbragðsstöðu. Margt þykir þó benda til þess að báðir aðilar séu tilbúnir að slíðra sverðin. Til að mynda hélt Benazir Bhutto, forsætis- ráðherra Pakistans, í fyrradag í pílagrímsför til Mekka, hinnar helgu borgar múslima, í Saudi-Arabíu. Var það talið til marks um að hún óttað- ist ekki að stríð milli Indvetja og Pakistana væri yfirvofandi. Þá hefur fyrirhuguðum krikket-leik þjóðanna í næstu viku ekki verið aflýst og ráðgerður er fundur utanríkisráð- herra ríkjanna í New York í næstu viku í sambandi við ráðherrafund óháðra ríkja. ooo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.