Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ JFTMMTUDAGUR 19. APRIL 1990 21 Flugeldar í flugvélum eftir Sigmar Þór Sveinbjörnsson Þann 29. des. 1988 var ég í áætl- unarflugi Flugleiða, á leiðinni Reykjavík-Vestmannaeyjar. Þar sem mér líkar vel að ferðast með flugvél- um hlakkaði ég til ferðarinnar. Ég hef mikinn áhuga á slysavömum alls- konar, og veit að hvergi er gert meira í þeim málum en í flugi. Þess vegna kom mér virkiiega á óvart sú reynsla sem ég átti eftir að lenda í, í þessari ferð. Þar sem ég sat þarna og drakk kaffið mitt, í Flugstöðinni í Reykjavík, virti ég fyrir mér þá far- þega sem voru að fara til Eyja. Tók ég eftir því að sumir farþegarnir voru með plastpoka fulla af flugeld- um og blysum. Ég hugsaði með mér, miklir kjánar eru þetta að halda að þeir komist með þetta um borð í flugvélina, enda fór það svo að það voru teknir pokar af þremur farþeg- um. Ekki voru farþegarnir alveg sáttir við starfsfólk Flugleiða en tóku þó rökum á endanum. Ekki er að orðlengja það, kallað var út í vél. Ég var með þeim fyrstu um borð og settist í þriðja fremsta sætið. Þau sem sátu fyrir framan mig komu með þeim seinustu inn í vélina, ung hjón. Tek ég eftir því þegar ungi maðurinn sest, að hann er með fullann poka af flugeldum og blysum, og standa prikin langt upp úr pokanum. Ég hnippti í mann- inn og benti honum á, að það væri stranglega bannað að fara með þetta í flugvélina og ég hefði horft á starfs- fólk afgreiðslunnar taka af þremur farþegum samskonar poka þegar skráðir voru inn farþegarnir. Farþeg- inn með pokann sagði að þetta væri allt í lagi, hann hefði sl. þrjú ár far- ið til Eyja um áramót og alltaf ferð- ast með flugeldana svona. Það hefði aldrei verið sagt neitt við því. Ekki vildi ég una þessu og bað hann að spyija flugfreyjuna hvort þetta væri leyfilegt. Hann sagði að hún vissi af þessu, því að hann hefði rétt ver- ið búinn að reka prikin í augun á henni þegar hann kom inn í vélina. Nú fór að síga í mig og ég var ákveðinn í því að tala sjálfur við flug- freyjuna þegar hún færi framhjá mér. Hún var aftur á móti upptekin við að koma manni í hjólastól fyrir aftast í flugvélinni. Meðan hún var að koma manninum fyrir voru hreyfl- arnir settir í gang og vélin tók af stað út á flugbrautina. Skömmu seinna kom flugfreyjan fram eftir vélinni og hugði að farþegum. Ég reyndi að ná sambandi við hana en hún virtist ekki heyra í mér, senni- lega út af vélarhljóðinu. Hún struns- aði fram í vélina eitthvað að ræða við flugmennina. Þá hugðist ég tala við hana þegar hún kæmi til baka. En eitthvað dvaldist henni lengi frammí, við vorum komnir langt eft- ir flugbrautinni þegar hún kom aft- ur, svo ég ákvað að aðhafast ekkert í málinu að sinni. Nú var komið að brautarenda og flugvélin tók á loft. Eins og oftast í flugtaki hristist allt og nötraði og titringurinn varði í 10 mín., eða hálfa leiðina. Á meðan var ég vægast sagt skíthræddur og hugsaði sem svo að nú væru helvítis flugeldarnir að nuddast saman í pokanum, og það mætti því búast við því að kviknaði í þeim hvenær sem væri. Eftir 10 mínútna flug hætti hristingurinn og þessi titringur sem var í vélinni og róaði það mig svolítið. Það flaug í gegnum huga mér hvað það var rétt að banna reykingar í innanlands- flugi, ekki hefði það bætt skapið að vita einhvern með sígarettu í vél- inni. Flugið til Vestmannaeyja tók 20 mín. og lentum við þar án óhappa, þar lauk ógeðslegustu flugferð sem ég hef farið. Þegar ég stend upp til að ganga út úr vélinni sé ég mér til mikillar furðu að tveir aðrir farþegar eru með samskonar poka og farþeg- inn sem sat framan við mig, þar með höfðu þrír farið inn í vélina með flug- elda. Þetta var þremur of mikið og mér datt í hug: Hvað með aðra far- þega, gat ekki verið að einhveijir væru með þess háttar í handtöskum eða jafnvel í stórum ferðatöskum með öðrum farangri? Þótt ég vissi svarið, spurði ég umboðsmann Flugleiða þegar ég kom inn í flugstöð, hvort mætti vera með flugelda um borð. Hann sagði að það mætti alls ekki, það væri stranglega bannað. Ég skýrði honum frá því að þrír farþegar hefðu verið með þess háttar í vélinni. Hann var að afgreiða flugvélina svo við gátum ekki rætt þetta að sinni. (Seinna ræddum við saman um þetta mál.) Þegar heim kom hringdi ég í af- greiðslu Flugleiða í Reykjavík og spurðist fyrir um það hvort mætti vera með flugelda með sér í vélum félagsins, sú sem svaraði þurfti að leita sér upplýsinga til að geta svar- að mér, auðvitað neitandi. Skýrði ég henni síðan frá því hvers vegna ég hringdi. Þar sem mér fannst af- greiðslan taka þessu fálega, ákvað ég að hringja í hærra settan mann. Hann var mér mjög þakklátur fyrir að hafa komið þessu á framfæri við sig, og sagðist strax ætla að gera eitthvað í málinu, sem hann og gerði. Hér hefði þessi saga átt að enda. en svo er ekki. Því nú kemur að ekki síður umhugsunarverðum kafla. Um páskana fór ég í fermingarveislu eins og gengur. Á mannamótum sem þessum koma mörg mál til umræðu, og þar á meðal var flughræðsla. Þar sagði ég frá fyrrgreindri sögu af sjálfum rriér. Hjón sem hlustuðu á mig höfðu nú aðra sögu að segja en svipaða. Þannig var að þau höfðu verið á Kanaríeyjum yfir jól og ára- mót (1988-1989). Á gamlárskvöld tóku þau eftir því að íslendingarnir fóru að skjóta upp flugeldum og kveikja á blysum í tugatali. Þegar Sigmar Þór Sveinbjörnsson farið var að skála fyrir nýja árinu spurðu þau fólkið að því hvar það hafi keypt flugeldana og blysin. Jú, það var ekkert mál. Þau komu með það með sér frá íslandi, ekki einn maður heldur margir. Ég er sann- færður um að þetta fólk sem pakkar þessu sprengiefni niður í töskur sínar, gerir sér enga grein fyrir því hvað það er í raun og veru að gera, enda hvergi minnst á þetta neins- staðar í auglýsingum flugfélaganna, að ekki megi hafa þetta í farangri farþega. Ég skrifa þessar línur eingöngu til að vekja fólk til umhugsunar um þessa hættu og til að benda stjórn- endum allra flugfélaga á að fræða farþega sína um hættuna sem þetta skapar í hinum annars örugga ferða- máta sem flugið er. Það mætti gera með auglýsingum í bæklingum ferða- skrifstofanna, og með auglýsingum í desember á öllum flugstöðvum landsins. Fyrir nokkrum árum var mikið rætt um að einnota gaskveikj- arar gætu sprungið og einn slíkur hefði jafnvel grandað farþegaþotu. Þetta vita flestir íslendingar og fara því ekki með slíka kveikjara um borð í þotur. Höfundur er stýrimaður á licrjólfi. NYR O G STÆRRI MEÐ ALLA KOSTI SM A B I L S I N S Frumsýning í nýjum húsakynnum Suzuki bíla, Skeifunni 17, fimmtud.-sunnud. Um leið og Suzuki bílar flytja í nýtt húsnæði að Skeif- unni 17 bjóðum við þérað koma, skoða og reynsluaka þessum glæsilega farkosti, Suzuki Swift Sedan, og þiggja léttar veitingar. Nú er tækifæri hinna fjölmörgu ánægðu Suzuki eigenda til að eignast stærri og rúm- betri bíl, en halda jafnframt þeim fjölmörgu kostum sem grýða þessa frábæru bíla. Suzuki Swift Sedan er fáanlegur í ýmsum útfærslum og ein þeirra hentar þér áreiðanlega. Meðal annars í hinu nýja og glcesilega húsnœði í Skeifunni 17, er allt á einum stað: góð sýningaraðstaða, varahlutir, verkstœði og persónuleg þjónusta. Sýningin er opin: fimmtudag kl. 13—17 föstudag kl. 09-18 laugardag kl. 10-17 sunnudag kl. 13-17 býðst þessi kostagriþur með 1,6 lítra, 16 ventla og 91 hestafla vél sem þýðir minni mengun og afar þýð- an gang. Einnig má fá hann með srtengdu aldrífi sem margfaldar gæði aksturseiginleikanna og eykur öryggið. Suzuki Swift Sedan er sérlega glæsilegur og rúm- góður að innan og það fer vel um farþegana. Farang- ursgeymslan er líka ótrú- lega rúmgóð. SWIFTSEDAN: frákr. 765.000,- SWIFT: frá kr. 613.000,- Gleðilegt Suzuki sumar $ SUZUKI —...............— SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 ■ SÍMI 685100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.