Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1990 25 að horfa á barnaefni og sjónvarps- kvöld af og til með íjölskyldunni eru ágæt og oft á tíðum geta þau verið nijög gefandi. En þegar börn eru farin að veija stórum hluta frítíma síns fyrir framan skjáinn í stað þess að hafast eitthvað annað að hlýtur það að hafa áhrif. Með tiikomu myndbandamiðilsins hefur valfrelsi aukist aðeins hvað varðar hvað á að horfa á og hve- nær. Rannsóknir benda á að fullorðn- ir nota þennan miðil meira til að koma tii móts við þarfir þeirra varð- andi hvenær á að horfa á ákveðið efni. Börn aftur á móti nota þennan miðil mest til að horfa á ævintýra- og ofbeldismyndir. Það sem hefur svo verið í boði á þessum markaði hefur ekki aukið á valfrelsið. Möguleg áhrif ofbeldis á skjánum Rannsóknir og athuganir á áhrif- um ofbeldis í sjónvarpi á börn byggj- ast eiginlega á fjórum spurningum: 1. Herma böm eftir því ofbeldi sem þau upplifa á sjónvarpsskjánum? 2. Verða börn ofbeldishneigðari af því að horfa á ofbeldi í sjónvarpi? 3. Venjast börn ofbeldi af því að upplifa reglulegt ofbeldi á skjánum og verða þar með sljórri gagnvart notkun ofbeldis? 4. Hvers konar mynd af raunveru- leikanum fá þau börn sem upplifa mikið ofbeldi í sjónvarpi? Rannsóknir síðustu 15 til 20 ára sýna fram á að ákveðin börn geta orðið ofbeldishneigðari af því að horfa upp á of mikið ofbeldi í sjón- varpi. Bent er á að þau börn sem verða þar fyrir hvað mestum áhrifum séu börn sem eru ofbeldishneigð fyr- ir, börn sem búa við öryggisleysi heima fyrir og börn sem ekki eru í góðu sambandi við foreldra sína eða félaga. En um leið eru það oft þessi, börn sem hvað mestan áhuga hafa á ofbeldi í sjónvarpi. Hvort börn venj- ast því ofbeldi sem borið er á borð fyrir þau og verði þar með sljó gagn- vart því hefur verið kannað og talið líklegt. Það er ekki síst þetta atriði sem margir telja nauðsynlegt að staldra við og líta alvarlegum augum. í fjórða lagi er spurt um hvers konar mynd af raunveruleikanum þau börn fá sem upplifa mikið ofbeldi í sjón- varpi. Hér eru til haldbærar rann- sóknir sem benda á að ákveðin börn trúa því að þegar þau yfírgefa nán- asta umhverfi sitt eða heimilið verði þau fyrir ofbeldi. Þau yfirfæra sjón- varpsofbeldið yfir á þjóðfélagið. Þetta sjónvarpsofbeldi getur svo ver- ið margs konar. Hér getur verið um að ræða ofbeldi meðal ósköp venju- legs fólks eða ofbeldi þar sem ofbeld- ið er borið á borð sem röð af óskiljan- legum ofbeldisatriðum. Börn og unglingar á íslandi í dag eru myndbandakynslóð. Það þýðir ekki lengur að líta fram hjá þeirri staðreynd að hópur barna og ungl- inga hér á landi notar tímann eftir að skóla lýkur til að horfa á kvik- myndir í myndbandstækjum heimil- anna, og sú horfun bætist oftast ofan á það efni sem þessi hópur fær úr dagskrá sjónvarpsrásanna. Þessi miðill þarf ekki að vera ógnun sem jafnvel stendur í vegi fyrir því að börn og unglingar taki þátt í skap- andi menningu — en eins og flestir þeir sem fjalla um þessi mál benda á þá er nauðsynlegt að fylgjast með, vera á verði, kynna sér það sem þessi hópur er að horfa á og fara eftir reglum þar sem þær er að finna. Brímborg býður til sumarveislu á sumardaginn fyrsta Við bjóðum allri fjölskyldunni að þiggja hressandi veitingar í opnu húsi hjó okkur í tilefni dagsins. Við efnum einnig til bílaveislu þar sem við sýnum rjómann í bílakaupum sumarsins. Veisluseðill: Veitingar Bílar • eflfméss' • Daihatsu .rjómaís - Curoe MS skafís - rjóminn í ísnum - Charade [slýr - Charade Sedan • - að sjálfsögðu - Applause — Feroza - frískandi sumardrykkir — Rocky • Frá Berqdal hf. • Volvo - Hob nobs skúkkulaðikex - 240 GL frá McVITIE'S - 440 GLT - Frazermint konfekt |s|ýr — 740 GLTi - KP salthnetur - 760 GLE Veislutilboð: Veittur verður 20% afsláttur af V IRELLÍ fólksbíladekkjum meðan birgðir endast. Verið velkomin í veisluna hjá okkur frá kl. 10:00-16:00 volvo Brimborg hf. daihatsu - bifreið sem þú getur treyst Faxafeni 8 — draumur að aka Höfundur er tjölmiðhifræðingur og skoðunnrmaður hj;í Kvikmyndaeftirliti ríkisins. REYNSLA - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA iteiai BJÓÐUM ÚRVALS ÚTSÆÐI - GULLAUGA, RAUÐAR ÍSLENSKAR, PREMIER, ÁBURÐ, KALK, YFIRBREIÐSLUR OG ÖLL VERKFÆRI SEM TIL ÞARF BINTJE OG HELGA SÖLUFÉLAG GARDYRKJUMANNA SMIÐJUVEGI 5. 200 KÓPAVOGUR. SlMI 43211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.