Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1990 Hlutafj ármarkaður o g þátttaka alinenn- ings í atvinnurekstri nrgmjtMaltií Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fuiltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Sumri fagnað Vetur hefur verið snjóþung- ur víða og hafís minnt okkur á norðlæga hnattstöðu. Þótt fundist hafí fyrir þíðum vorvindum og sést hafi til vor- boða sem koma langa vegu yfir úfið Atlantshaf til sum- ardvalar hér finnst okkur líklega flestum enn frekar kalt. í nágrannalöndunum í Evrópu hefur varla nokkur vetur komið og þar er tíðin fyrir löngu orð- in eins og á besta sumardegi hér. í austurhluta Evrópu hefur almenningur líklega verið með hugann við flest annað en veð- rið undanfarna vetrarmánuði. Fólkið hefur með samstöðu sinni og mótmælum á götum úti verið að bijóta af sér hel- kalda hlekki kommúnismans. Birtir nú yfir stjórnmálalífi allr- ar Evrópu vestan landamæra Sovétríkjanna og jafnvel einnig innan þeirra, þótt sprotar frels- isins eigi erfitt með að brjótast upp eins og best sést um þess- ar mundir í Litháen. Á árinu 1968 kenndu menn frelsishreyfínguna í Tékkóslóv- akíu við vor. Skrefin sem þá voru stigin frá miðstjórnarvaldi kommúnisma undir forystu Alexanders Dubcecks voru smá miðað við stökkið nú. Efnt hef- ur verið til hálffrjálsra kosn- inga í Póllandi en alfijálsra í Austur-Þýskalandi og Ungveij- alandi og þær eru á næsta leiti í Tékkóslóvakíu, Rúmeníu og Búlgaríu. Á nýlegum fundi um efnahagsmál sem haldinn var innan ramma ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evr- ópu (RÓSE) og lauk í Bonn fyrir rúmri viku var samþykkt yfirlýsing, þar sem lögð er áhersla á að lýðræði og fijálst markaðshagkerfi verði for- sendur samskipta allra Evrópu- ríkja í framtíðinni. Þar kom hugmyndafræðilegur ágrein- ingur sósíalista og kapítalista ekki í veg fyrir samkomulag. Er ljóst að á þeim fundj hafa þeir sem trúa á markaðskerfið borið sigurorð af hinum sem telja forsjá ríkisins og mið- stýringu besta leiðarljósið við stjórn efnahagsmála. Lýðræð- issinnar hafa þannig í senn sigrað í hugmyndafræðilegri baráttu á sviði stjórnmála og efnahagsmála. Evrópsk stjórnmálaþróun á liðnum vetri veldur því, að tals- menn frelsis og lýðræðis fagna því ekki aðeins í byijun sum- ars, að náttúran vaknmf dvala eftir veturinn heldur einnig þjóðirnar sem hafa brotið af sér hlekkina og ganga fijálsar á vit nýrrar framtíðar. Um leið og þeim er sérstaklega óskað velfarnaðar í nýrri sumarbirtu færir Morgunblaðið lesendum sínum og landsmönnum öllum óskir um gleðilegt sumar. Neitun frá Moskvu Hætt hefur verið við för sendinefndar á vegum Norðurlandaráðs til Sovétríkj- anna. Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokks- ins og forseti ráðsins, ákvað þetta í fyrradag, eftir að sovésk yfirvöld höfðu neitað nefndinni um fararleyfi til Litháens. Það var sjálfur Mikhaíl Gorb- atsjov Sovétforseti sem var upphafsmaður þess að á vett- vangi Norðurlandaráðs tóku menn að ræða um samskipti við Sovétríkin og ferðalag þangað. Umræðurnar hafa far- ið fram í anda glasnosts og perestrojku og á sínum tíma sagði Páll Pétursson, að ekki ætti að huga áð „mótþróaliði" í Eystrasaltslöndunum. Auðvit- að gátu opinberir fulltrúar Norðurlanda þó ekki heimsótt Sovétríkin án þess að fara til Eystrasaltslandanna, þar sem „mótþróaliðið" hefur nú undir- tökin og nýtur stuðnings alls þorra almennings. Vegna frels- isbaráttu Eystrasaltsþjóðanna hafa ráðamenn í Moskvu nú lokað Litháen. Voru það rétt viðbrögð að hætta þá við ferða- lagið allt. Ólafur G. Einarsson, formað- ur þingflokks sjálfstæðis- manna, sem á sæti í forsætis- nefnd Norðurlandaráðs, hefur nú lagt til að hugað verði að ferð á vegum ráðsins beint til Litháens. Þetta er skynsamleg tillaga og í henni felst mikil- vægur stuðningur við frelsis- baráttu Litháa. Páll Pétursson hefur takarkaðan skilning á þessu og hefur málgagn hans Tíminn eftir honum í gær, að hugmynd Ólafs G. Einarssonar sé „fyrst og fremst að erta Rússa og reyna að slá sér upp í Ieiðinni". Þetta eru gamaldags hræðsluviðbrögð í viðkvæmu máli og lýsa engum skilningi á sjálfstæðisbaráttu Litháa og misskilinni umhyggju fyrir sál- arró Kremlveija, eftirFriðrik Sophusson I þessari grein verður fjallað um þróun á hlutabréfamarkaði á síðustu árum. Drepið verður á nokkur helstu markmið með því að örva viðskipti á hlutabréfamarkaði. Þá verður gerð grein fyrir nýlegum lögum um þessi efni og fyrirliggjandi laga- frumvarpi, sem Aiþingi mun vænt- anlega afgreiða á næstu dögum. Ennfremur verður sagt frá skýrslu Enskilda Securities og hug- myndum viðskiptaráðherra. Skýring verður gefín á tómlæti ríkisstjórnar- innar og loks spáð um þróun á þessu sviði í nánustu framtíð. Vaxandi hluta- bréfamarkaður Með lögum nr. 9/1984 var ein- staklingum sem fjárfesta í hluta- bréfum í hlutafélögum, sem uppfylla ákveðin skilyrði, heimilt að draga kaupverð bréfanna frá tekjuskatts- stofni að ákveðnu marki. Árlegur fjöldi þeirra, sem nýttu sér þessa heimild á árunum 1984-1988, var 900 til 1.300. í lok síðasta árs varð verulegur vöxtur í sölu hlutabréfa og talið er að fjöldi þeirra, sem nýttu sér heimildina, hafi verið u.þ.b. þrefalt fleiri en árið áður. Á íslenska hlutabréfamarkaðin- um starfa nú fjórir viðskiptavakar (verðbréfafyrirtæki), sem skrá gengi 15-20 almenningshlutafélaga. Samanlagt markaðsverðmæti þess- ara félaga er yfir 12 milljarðar króna. Viðskipti með hlutabréf hjá verðbréfafyrirtækjum voru um 700 milljónir króna, sem er u.þ.b. 8% af veltu markaðsbréfa á sl. ári. Á sl. ári seldu tíu almennings- hlutafélög nýtt hlutafé fyrir tæplega 1.300 milljónir króna. lnnan við 200 milljónir króna af þeirri upphæð fóru í gegnum verðbréfafyrirtækin. Til samanburðar má benda á, að nettótala spariskírteina á sl. ári var 880 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskatt- stjóra nutu yfir 17 þúsund einstakl- ingar skattfrádráttar vegna arðs af hlutabréfum árið 1988. Þeim hefur íjölgað frá þeim tíma. Áf því sem hér hefur verið tíund- að má sjá að hlutabréfaviðskipti hafa aukist verulega að undanförnu. Áhugi almennings á hlutabréfa- kaupum og stjórnenda hlutafélaga á eiginfjáröflun með_ þessum hætti hefur farið vaxandi. Ástæðurnar eru ekki eingöngu skattfríðindi, áhrif eða hugsjónir, heldur einnig arðs- vonin enda hefur vísitala skráðra hlutabréfa hækkað langt umfram vísitölu spariskírteina og láns- kjaravísitölu á undanförnum árum. Hlutabréfakaup eru því nú þegar raunverulegur sparnaðarkostur fyr- ir almenning. Nokkur helstu markmið Markmiðið með auknum hluta- bréfaviðskiptum er auðvitað í fyrsta lagi að auka eiginfjármyndun fyrir- tækja og útvega eigið fé í stað láns- fjár. I öðru lagi er vöxtur í hlutabréfa- eign almennings mikilvægt tæki til að dreifa efnahagslegu valdi á hend- uryern flestra. í þriðja lagi hefur fjölgun hlut- hafa í för með sér almennari og betri skilning á atvinnurekstri og dregur úr árekstrum og tortryggni á milli atvinnurekenda og launþega. í fjórða lagi er gengisskráning á markaðsverði bréfanna aðhald fyrir stjórnendur því að slík skrán- ing er mælistika á árangur fyrir- tækjanna. Hlutabréfakaúp eru í fimmta lagi nýr sparnaðarkostur, sem getur aukið heildarsparnaðinn. í sjötta lagi er virkur hlutabréfa- markaður ein af forsendum einka- væðingar, sérstaklega ef opinber fyrirtæki eiga að seljast á almennum markaði. I sjöunda lagi ýta fijáls hluta- bréfaviðskipti undir sameiningu fyr- irtækja. Þannig má stækka eining- arnar og styrkja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja en slíkt er nauð- synlegt þegar haft er í huga að á næstunni má gera ráð fyrir auknu fjármagnsflæði á milli landá í kjöl- far þess að Evrópubandalagið verð- ur eitt markaðssvæði. Aðdragandi lagabreytinga Á yfirstandandi þingi hafa þegar verið gerðar nokkrar lagabreyting- ar, sem örva viðskipti með hluta- bréf. Þá hefur fjárhags- og við- skiptanefnd neðri deildar Alþingis nýlega lagt fram frumvarp, sem að öllum líkindum verður að lögum fyrir þinglok. Hér á eftir mun ég lýsa aðdraganda þessara lagabreyt- inga og helstu efnisatriðum þeirra. Á síðasta þingi fluttum við nokkr- ir sjálfstæðisþingmenn_ tvö laga- frumvörp um þessi efni. I öðru frum- varpinu var gerð tiilaga um hækkun þeirrar upphæðar, sem heimilt er að draga frá skatti vegna kaupa á hlutabréfum. í hinu frumvarpinu var annars vegar gert ráð fyrir að færa mætti frádráttarheimildina milli ára og hins vegar að við útboð nýs hlut- afjár í starfandi fyrirtækjum væri hægt að nýta sér frádráttarheimild- ir laganna, þótt skilyrði þeirra væru ekki fyrir hendi, enda væru engar hömlur lagðar á viðskipti með nýju bréfin. Þannig var lagt til að heim- ildirnar til skattfrádráttar yrðu rýmkaðar og litlum fyrirtækjum gefinn kostur á að auka hlutafé sitt í því skyni að opna þau smám sam- an og stækka. Þá flutti Guðmundur G. Þórarins- son frumvarp á síðasta þingi um að lækka stimpilgjald af hlutabréf- um úr 2% í 0,5%. Guðmundur lýsti yfir stuðningi við frumvörp þing- manna Sjálfstæðisflokksins og sjálf- stæðismenn studdu frumvarp Guð- mundar. Frumvörpin urðu ekki út- rædd, en ýttu undir umræðuna um nauðsyn lagabreytinga á þessu sviði. Endurbætt frumvörp Sl. haust endurfluttum við sjálf- stæðismenn frumvörp okkar í breyttri mynd og nokkrir fraínsókn- armenn endurfluttu ásamt Guð- mundi G. Þórarinssyni frumvarpið um Iækkun stimpilgjalda af hluta- bréfum. í öðru frumvarpi okkar sjálfstæð- ismanna voru gerðar tillögur um breytingar á lögum um tekju- og eignarskatt. Þær tillögur frum- varpsins, sem varða hlutabréfavið- skipti, voru þessar helstar: 1. Söluhagnaður af hlutabréfum verði skattfijáls eftir þriggja ára eignarhaldstíma. 2. Tap af sölu hlutabréfa verði frádráttarbært frá söluhagnaði af hlutabréfum. 3. Skattfrelsismörk arðs af hlutabréfum vegna tekjuskatts ein- staklinga verði meira en tvöfölduð. 4. Heimilt verði að miða skatt- fijálsar arðgreiðslur við allt að 15% af stofni sem markast al' nafnverði ásamt þeim jöfnunarhlutabréfum sem heimilt hefði verið að úthluta samkvæmt almennum verðbreyting- um. Hjá fyrirtækjum verði úthlutað- ur arður frádráttarbær með sama hætti. 5. Heimildir til frádráttar frá tekjum einstaklinga vegna fjárfest- ingar í atvinnulífi verði hækkaðar verulega. 6. Lagaákvæðum verði breytt í því skyni að auðvelda viðskipti með hlutabréf á Verðbréfaþingi íslands. 7. Skattfrelsismörk hlutabréfa- eignar einstaklinga verði hækkuð verulega. Hitt frumvarpið, sem sjálfstæðis- menn fluttu sl. haust, var til breyt- inga á lögum um frádrátt af skatt- skyldum tekjum vegna fjárfestinga í atvinnurekstri. Helstu ákvæði þess frumvarps voru þessi: 1. Heimild einstaklinga til frá- dráttar frá tekjum vegna hluta- bréfakaupa hækki til muna. 2. Kaupi einstaklingur hlutabréf fyrir meira í einu en sem svarar til árlegrar frádráttarheimildar verði heimilt að flytja það sem umfram er milli ára í alit að fimm ár. 3. Lítil fyrirtæki geti aflað sér eigin fjár með sölu hlutabréfa með sömu skattfríðindum fyrir þá sem kaupa hlutabréf, enda séu engar hömlur á viðskipti með hin nýju hlutabréf. Lagabreytingar fyrir síðustu áramót Fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar fjallaði ítarlega um þessi frumvörp, þegar skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar voru til umræðu í nefndinni. Niðurstaðan varð sú að samþykkja frumvarp Guðmundar G. Þórarinssonar um lækkun stimp- ilgjalda af hlutabréfum úr 2% í 0,5%. Síðan var ákveðið að flytja nýtt þingmannafrumvarp til að koma til móts við sjónarmið okkar sjálfstæð- ismanna. Það frumvarp var sam- þykkt og varð að lögum fyrir jól. Helstu ákvæðin voru þessi: 1. Heimild til frádráttar frá tekj- um einstaklinga vegna Ijárfestinga í atvinnulífi voru hækkaðar í 115.000 kr. og 230.000 kr. fyrir hjón. 2. Heimilt er að flytja frádráttinn milli ára og nýta hann á 5 næstu árum. 3. Þáu fyrirtæki, sem geta nýtt sér hlutabréfasölu með þessum kjör- um, þurfa að stefna að 12 milljóna króna hlutafé í stað 18 milljóna að óbreyttum lögum. 4. Lágmarksíjöldi hluthafa í slíkum hlutafélögum var lækkaður úr 50 í 25. Þótt þessi breyting væri ekki eins mikil og við höfðum kosið hafði hún strax áhrif og mun efiaust hafa meiri áhrif á þessu ári. Til marks um það fjölgaði fyrirtækjum, sem létu skrá sig hjá ríkisskattstjóra, úr 26 í 41 á milli jóla og nýárs og mikill vöxtur hljóp í sölu hiutabréfa á síðustu dögum ársins. Mín skoðun er sú, að sálrænu áhrifin séu þó mikilvægust. Lagabreytingin og umræðan um frekari breytingar höfðu áróðurslegt gildi og skiluðu sér í meiri áhuga almennings og fyrirtækja á þessum málum. Nýtt frumvarp lagt fram Fyrir skömmu lagði fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar fram nýtt frumvarp til að örva viðskipti með hlutabréf. Frumvarpið byggist á hugmyndum í tillöguflutningi sjálfstæðismanna fyrr í vetur. Þetta nýja i'rumvarp er ávöxtur samstarfs nokkurra nefndarmanna, sem sýnt hafa þessum málum áhuga. Vil ég einkum nefna nöfn þeirra Guðmund- ar G. Þórarinssonar og Jóns Sæ- mundar Sigurjónssonar í því sam- bandi. Ásamt þeim lögðu Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Versl- unarráðs og Árni Tómasson löggilt- ur endurskoðandi hönd á plóginn. Eftir að fjármálaráðherra hafði fyr- ir sitt leyti gefið grænt Ijós á að MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990 33 Friðrik Sophusson taka nýtt skref í þessum efnum tóku fulltrúar ráðuneytisins, Már Guð- mundsson og Snorri Olsen, ásamt Garðari Valdimarssyni ríkisskatt- stjóra, þátt í að móta endanlegar tillögur nefndarinnar. Þannig hefur fjárhags- og viðskiptanefnd tvívegis í vetur flutt frumvörp, sem byggjast á tillögum sjálfstæðismanna um að örva viðskipti með hlutabréf og styrkja þannig eiginíjárstöðu hluta- félaga. Sú víðtæka samstaða, sem náðist um frumvarpið, ætti að tryggja að það verði að lögum fyrir þinglok. Helstu efnisatriði nýja frumvarpsins eru þessi: 1. Söluhagnaður einstaklinga af hlutabréfum í almennings- hlutafélögum verður skatt- fijáls, fari hann ekki yfir 300.000 kr. eftir 4 ára eignar- haldstíma. 2. Heimilt verður að miða skatt- fijálsar arðgreiðslur við allt að 15% af nafnverði hluta- bréfa í stað 10% í núgildandi lögum. 3. Hjá fyrirtækjum verður út- hlutaður arður frádráttarbær allt að 15% af nafnverði hluta- bréfa í stað 10% í núgildandi lögum. 4. Heimilt er fyrir fyrirtæki að draga frá tekjum tapaða hlutafjáreign, ef hún varð til sem gagngjald fyrir viðskipta- kröfú í greiðsluerfiðleikum. 5. 74. gr. skattalaganna er breytt til að auðvelda viðskipti með hlutabréf á Verðbréfa- þingi Islands. Þessar tillögur, verði þær að lög- um, eru mikilvægur áfangi og munu hafa örvandi áhrif á hlutafjárkaup og hlutabréfaviðskipti á næstunni. Skýrsla Enskilda Securities Á fyrri hluta árs 1988 var gefin út skýrsla um þróun hlutabréfa- markaðar á Islandi. Skýrslan var unnin af Enskilda Securities að til- hlutan Seðlabanka íslands og Iðn- þróunarsjóðs. Skýrslan mat'kaði tímamót í umræðum um hlutabréfa- markað. í henni er að finna tillögur um aðgerðir til að örva hlutabréfa- viðskipti. Með tilkomu skýrslunnar er ekki lengur hægt fyrir stjórnvöld að skjóta sér undan því að hefjast handa ef pólitískur vilji er fyrir hendi. Enn sem komið er hefur ríkis- stjórnin þó litla tilburði sýnt til að örva hlutabréfamarkað og beina sparnaði að hlutabréfaeign almenn- ings í fyrirtækjum. Þvert á móti stofnaði ríkisstjórnin haustið 1988 Hlutafjársjóð Byggðastofnunar sem breytti skuldum fyrirtækja við sjóði og banka í hlutafé, enda kaupi þeir hlutadeildarskírteini í Hlutaíjár- sjóðnum fyrir sömu upphæð. Ríkið ber síðan ábyrgð á sumum lúutdeild- arskírteinunum og tryggir endur- greiðslu þeirra eftir ákveðinn tíma. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur því miður einkennst af millifærslum, erlendum lántökum og skuldbreyt- ingum fyrir útvalin íýrirtæki í stað þess að gera öllum fyrirtækjum kleift að bæta eiginfjárstöðu sína og sjá þeim fyrir eðlilegum rekstrar- skilyrðum. Sértækar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar hafa í reynd aðeins frestað vandanum og nú er svo kom- ið að Atvinnutryggingarsjóði hefur | í vissum tilvikum-.verið gert að breyta lánum sínum í hlutdeild- arskírteini Hlutafjársjóðs, sem í staðinn hefur eignast hluta í fyrir- tækjunum. Þáttur lífeyrissjóða Hér verða tillögur Enskilda Securities ekki raktar enda liggja þær fyrir í aðgengilegu formi. Þó vil ég geta um eitt atriði sérstaklega og það snertir lífeyrissjóðina, en á það er bent í skýrslunni að lífeyris- sjóðirnir ráði yfir u.þ.b. 50% af því fé sem fyrir hehdi er til íjárfesting- ar í verðbréfum á íslandi. Minnt er á í skýrslunni að fyrir liggja tilbúin frumvarpsdrög um lífeyrissjóði og í þeim frumvarpsdrögum er gert ráð fyrir að lífeyrissjóðum sé heimilt að íjárfesta allt að 5% af árlegu greiðsluflæði sínu í hlutabréfum. Þetta frumvarp var nýlega lagt fram á Alþingi til kynningar. Ráðstöfunarfé sjóðanna í ár er áætlað 25 milljarðar króna. Helm- ingur sjóðanna hefur ekki heimild til að kaupa hlutabréf og aðrir nýta heimildir sínar að takmörkuðu leyti. Þetta gæti því þýtt að verulegar ijárhæðir gætu gengið til hluta- bréfakaupa til að styrkja og efla atvinnulífið hér á landi. Væri heim- ild sjóðanna að fullu nýtt eftir laga- breytinguna þýddi það a.m.k. tvö- földun á því fjármagni sem nú geng- ur til hlutabréfakaupa. í lok I. kafla skýrslu Enskilda Securities segir m.a. orðrétt: „Við teljum að brýn- asta verkefnið á íslenska hlutabréfa- markaðinum sé að hvetja til aukinn- ar eftirspurnar. Tvö mikilvægustu atriðin í þessu sambandi eru annars vegar hin skattalega meðferð hluta- bréfa og hins vegar afstaðá lífeyris- sjóða til Ijárfestingar í hlutaþréf- um.“ í vetur hefur Alþingi aðallega fjallað um skattalegu meðferðina. Á næsta þingi gefst hins vegar tæki- færi til að opna heimildir fyrir hluta- bréfakaup lífeyrissjóðanna. Skortur á frumkvæði rí kisstj ór narinnar Hinn 8. ágúst á sl. ári kynnti viðskiptaráðherra í ríkisstjórn tillög- ur, sem hafa þann tilgang að örva viðskipti með hlutabréf. Helstu til- lögur hans voru þessar: 1. Eignarhald hlutabréfa fái a.m.k. tímabundið (5 ár) hag- stæðari skattameðferð en skuldabréf. 2. Afnumin verði skattaleg mis- munun hlutabréfa og annarra sparnaðarforma. Hagnaður og tap verði talin saman og nettó- útkoman myndi skattstofn. 3. Kostnaður við verðbréfakaup viðskiptavaka myndi ekki stofn til útreiknings aðstöðu- gjalds. 4. Stimpilgjald af útgáfu hluta- bréfa lækki úr 2% í 0,5%. Með þessum tillögum tók við- skiptaráðherrann undir sjónarmið sem komið höfðu fram í tillöguflutn- ingi á síðasta þingi og birst höfðu í Enskilda-skýrslunni. Sumt af því sem viðskiptaráðherra lagði til er þegar orðið að lögum, annað verður væntanlega samþykkt nú fyrir þing- lok og þá hefur ríkisskattanefnd úrskurðað, að kaupverð markaðs- bréfa myndi ekki stofn til útreikn- ings aðstöðugjalds hjá verðbréfafyr- irtækjum. Þannig hefur mikil þróun átt sér stað án frumkvæðis ríkis- stjórnarinnar, sem hefur ekki lagt fram frumvarp á grundvelli tillagna viðskiptaráðherra. Einstakir þing- menn hafa tekið málin í sínar held- ur á Alþingi. Ástæðan fyrir því, að viðskipta- ráðherra hefur ekki fylgt tillögum sínum eftir með frumvarpi er sú, að hann telur, að þær geti átt sam- leið með væntanlegum tillögum ríkisstjórnarinnar um skattlagningu fjármagnstekna. Fjármálaráðherra hefur í ræðu á Alþingi sagt að ekki sé tímabært að flytja stjórnarfrum- varp umjiessi mál fyrr en skattkerf- ið hefur jafnað sig á staðgreiðslunni og virðisaukaskattinum. 1 framhaldi af því vill hann beita sér fyrir skatt- lagningu fjármagnstekna og sam- ræmingu skatta á atvinnulífið við það, sem gerist í nágrannalöndun- um. Þetta þýðir, að ekki verður um stjórnarfrumvarp að ræða fyrr en á næsta ári. : > Verður ríkisbönkum breytt í hlutafélög? Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð lagt áherslu á þátttöku almennings í hlutafélögum. Að undanförnu hef- ur vaxið skilningur á því innan ann- arra stjórnmálaflokka að örva þurfi hlutabréfaviðskipti til að auka eigið fé fyrirtækja. Nefnd á vegum þing- flokks Framsóknarflokksins skilaði t.d. áliti sl. haust, þar sem hvatt er til þátttöku almennings í atvinnulíf- inu með hlutabréfakaupum. Mið- stjórn flokksins féllst á tillögur nefndarinnar, en í henni áttu sæti: Stefán Guðmundsson, Alexander Stefánsson,_ Guðmundur G. Þórar- insson og Olafur Þ. Þórðarson. Viðskiptaráðherra hefur í ræðu og riti lýst stuðningi við að styrkja eiginfjárstöðu fyrirtækja með því að auðvelda hlutafjárkaup almenn- ings. Hann hefur einnig tekið undir sjónarmið sjálfstæðismanna um einkavæðingu ýmissa opinberra fyr- irtækja. Hann hefur upplýst á Al- þingi, að tímasett áætlun um heim- ildir fyrir erlendar lánastofnanir til að starfa hér á landi sé til uniræðu í ríkisstjórninni og þess vegna sé nauðsynlegt að styrkja samkeppnis- stöðu innlendra bankastofnana m.a. með því að breyta ríkisviðskipta- bönkunum í hlutafélög. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ásamt nokkrum þingmönnum sjálfstæðis- manna og Fijálslynda hægri flokks- ins lagt fram frumvarp um að breyta Landsbanka Islands og Búnaðar- banka íslands í hlutafélög. Við- skiptaráðherrann getur sýnt hug sinn í verki með því að vinna að samþykkt þess frumvarps á yfir- standandi þingi. Hvað er framundan? Ég hefi nú rakið nokkra þætti í þróun viðskipta með hlutabréf og nauðsyn þess að efla hlutabréfa- markað hér á landi. Sérstaklega hefi ég gert grein fyrir lagabreyt- ingum á yfirstandandi þingi. Ýms- um þykir, að hægt hafi miðað, en ég tel að þróunin verði örari á næst- unni. Skal ég rökstyðja það frekar. I fyrsta lagi hefur sá litli vísir að hlutabréfamarkaði, sem er til staðar hér á landi, verið ábatasamur fyrir þá sem fjárfesta — reyndar ábatasamari en flestir aðrir sparn- aðarkostir. í öðru lagi mun framboð hluta- bréfa vaxa verulega á næstunni. Vegna nýrra laga geta mörg fyrir- tæki, sem nú eru lítil, nýtt sér hluta- fjárútboð og náð þeirri lágmarks- stærð, sem lögin nr. 9 frá 1984 gera ráð fyrir til að einstaklingar geti nýtt sér skattfrádrátt. I þriðja lagi má búast við því á næstu árum að opinber atvinnufyr- irtæki verði gerð að hlutafélögum og hlutabréf boðin til sölu á almenn- um markaði. Slíkt gerist ekki í einu vetfangi heldur á nokkrum árum. Þrálátur halli á ríkissjóði mun hvetja stjórnvöld til slíkra aðgerða. í ljórða lagi getur samvinnu- hreyfingin ekki lifað af í samkeppni við einkaframtakið nema hún afli sér aukins eiginfjármagns í stað lánsfjár með útboði hlutabréfa eða ígildis þeirra. í fimmta lagi mun aukin áhersla á markaðslausnir annars staðar í Evrópu ýta undir að kostir markaðs- kerfisins verði nýttir hér á landi ekki síst á fjármagnsmarkaði. Reynist ég sannspár í þessu efni verður þess skammt að bíða að þátt- taka almennings í atvinnulífínu með beinni eignaraðild aukist til muna. Hlutafjármarkaðurinn mun veita fyrirtækjunum rekstraraðhald og hluthafa krefjast meiri arðsemi. Þannig mun samkeppnisstaða okkar styrkjast og lífskjörin batna. Þessi þróun er ekki síður eftir- sóknarverð vegna þess að sístækk- andi hópur hlutabréfaeigenda er líklegur til að leggjast á sveif með þeim, sem beijast gegn sértækum aðgerðum fyrir útvalin fyrirtæki á kostnað annarra. Þess vegna er nauðsynlegt að Alþingi, einstakir þingmenn og þingnefndir, hafi áfram forystu um frekari breytingar á þessu mikilvæga sviði, en bíði ekki eftir „heildarlausn“ ríkisstjórn- arinnar. Htifundur er alþingismadur. Helena Jóhannsdóttir og Ólafía Bjarnleifsdóttir dansa sjómanns- konur í ballettnum „Myndir frá Islandi“. Islenski dansflokkurinn: Vorvindar verða frumsýndir í kvöld BIRGIT Cullberg, Per Jonsson og Vlado Juras eiga öll verk á sýningu Islenska dansflokksins Vorvindar sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þetta er fyrsta stórsýning dans- flokksins á þessu starfsári, og er haldin á ijörutíu ára afinæli Þjóðleikhússins í Borgarleikhúsinu. Á sýningunni verða sýnd flögur dansverk; Adam og Eva, Myndir frá Islandi, Schakt, og Vindar frá Merkúr. Hér á landi hefur áður verið sýnt eitt þekktasta verk Birgit Cullberg, „Fröken Júlía“ árið 1983. Núna verður hins vegar sýndur tvídansinn „Adam og Eva“ en þann ballett samdi Cull- berg á sjöunda áratugnum. Dansarar eru Ásdís Magnúsdótt- ir og Joacim Keusch, en hann er nú dansari við aðalballett- flokkinn í Norrköping. „Myndir frá Islandi“ heitir ballett eftir Vlado Juras. Hann er listdansstjóri í Norrköping en var áður dansari í Stokkhólmi, m.a. lengi með Cullberg-ballett- inum. Hann hefur tvisvar áður komið hingað til lands, en heim- sóknir hans hingað urðu kveikjan að ballettnum sem sýndur verður í kvöld. Dansarar [ þessu verki eru þær Helena Johannsdóttir, Ólafía Bjarnleifsdóttir, Guð- rnunda H. Jóhannesdóttir, Lára Stefánsdóttir og Helga Bern- hard. Svíinn Per Jonsson á tvö verk á sýningu dansflokksins. Annað þeirra heitir Schakt eða Göng. Dansarar eru Per Jonsson, Kenn- eth Kvarnström og Hany Hada- ya. Hitt verkið eftir Jonsson ber nafnið „Vindar frá Merkúr“ og er samið sérstaklega fyrir kven- dansara íslenska dansflokksins. Auk fastra dansara dansflokks- ins dansa þær Auður Bjarnadótt- ir, sem nú er listdansstjóri dans- flokksins, og Lilja ívarsdóttir í þessu nýja verki eftir Jonsson. Eins og fyrr segir er frumsýn- ingi á Vorvindum kl. 20.00 í kvöld í Borgarleikhúsinu. Aðeins eru fyrirhugaðar 5 sýningar á Voi-vindum. Joachim Keusch, gestadansari frá Norrköping dansar aðeins á fyrstu þremur sýningunum. Helena Jóhannsdóttir og Helga Bernhard túlka erfiðisvinnu íslenskra sjómannskvenna í dansverkinu „Myndir frá íslandi" eft- ir Vlado Juras. #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.