Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1990
Húsavík:
Nýr snjó-
troðari
Húsavík.
NÝR snjótroðari af gcrðinni
Leitner hóf ferðir sínar um
skíðasvæði Húsvíkinga síðast-
liðinn laugardag.
Bjarni Þór Einarsson, bæjar-
stjóri, afhenti skíðaráði tækið til
afnota, og síðan var troðarinn
ausinn snjó og skírður nafninu
Glanni.
Ung skíðadama, Anna María
Héðinsdóttir, flutti þakkir frá
skíðafólkinu og afhenti bæjar-
Morgunblaðið/Silli
Anna María Héðinsdóttir afhenti bæjarstjóra Húsvíkinga, Bjarna
Þór Einarssyni, þakkarávarp til bæjarstjórnar fyrir snjótróðar-
ann.
stjóra þakkarávarp til bæjar- taldi verða til eflingar skíðaíþrótt-
stjórnar fyrir þetta tæki, sem hún mni. _ Fréttaritari
Yilji er allt
sem þarf
eftir Kristján Pálsson
Umræðan um húshitunar- og
orkumál á landsbyggðinni hefur
ekki farið hátt síðustu mánuði og
engu líkara en sættir hafi náðst um
þann mikla aukaskatt sem svo
margir utan höfuðborgarsvæðisins
þurfa að greiða, bæði fyrirtæki og
einstaklingar.
Ef til vill er það svo að mun
fleiri en tjáðu sig í könnun Hús-
næðisstofnunar ríkisins í vetur telji
dvöl sína úti á landi til bráðabirgða
og því taki því ekki að standa í
sífelldu rausi vegna þessa.
Ég vona að þetta sé ekki raunin
og stormurinn sé í nánd, það er svo
sannarlega verk að vinna á þessu
sviði á landsbyggðinni ef jöfnuður
á að nást við Reykjavíkursvæðið. I
þessari grein vil ég rifja upp tvö
mál, orkukostnað fiskvinnslufyrir-
tækja og húshitunarkostnað.
FYRIRTÆKI OG STOFNANIR
GoldStar
Tclocommunication Co„ Ltd
Símvirkinn hf. er samstarfsaðili Kristals hf. Hér eru á ferð þrautreyndir símvirkjar, sem munu tryggja notendum Gold Star símkerfa
vandaða uppsetningu og forritun og snögga og fagmannlega þjónustu.
GSX 33 hnappa handfrjáls sími.
GSX 33 hnappa handfrjáls skjásími.
GSX 21 hnappa handfrjáls skjásími.
FULLKOMIN SÍMKERFI Á ÓTRÚLEGU VERÐI
Gold Star GSX símkerfin eru tækniundur, sem eru sér-
hönnuð til þess að vera auðveld og þægileg í notkun auk þess
að hafa fjölbreyttustu valmöguleika sem bjóðast.
Vegna áhuga Gold Star Telecommunication Co., Ltd.
á Evróþumarkaði og þeinna samninga okkar við verksmiðj-
urnar getum við nú boðið símkerfi fyrir allar stæröir fyrirtækja
á einstöku tilboðsverði.
GSX 8 hnappa sími.
Hafir þú metnað fyrir hönd fyrirtækisins að auka tímasþarnað,
öryggi og sjálfvirkni í samskiptum innan fyrirtækisins og við
þá, sem þurfa að hafa samskipti við þitt fyrirtæki, þá hafðu
samband við okkur strax og við munum færa þér ánægjulegar
fréttir.
HRISTALL
SÍMI 685750 FAX 685159 SKEIFAN 11B • 108 REYKJAVÍK
GSX 4 hnappa sími.
Gold Star Telecommunication Co., Ltd. er í dag einn af
risunum í hátækniiðnaði í heiminum. Á Ólympíuleikunum í
Seoul 1988 var þeim falin öll ábyrgð á flóknum samskiptabún-
aði innan leikanna og við umheiminn. Frábær frammistaða
þeirra vakti heimsathygli.
Sigurganga þeirra hefur verið óslitin og er t.d. staða þeirra á
Bandaríkjamarkaði gífurlega sterk eftir að mörg þarlend stór-
fyrirtæki, þar á meðal A.T.&T. hafa gengið til samstarfs við
þá.
ÍSLAND LYKILUNN AÐ EVRÓPUMARKAÐI
Gold Star Telecommunication Co., Ltd. vinnur nú að
undirbúningi stórfeldrar markaðssetningar á símabúnaði fyrir
Evrópumarkað. ísiand varð fyrir valinu sem tilraunamarkaður í
þeirri áætlun. Fyrir milligöngu Kristals hf. hefur fyrirtækið
gengið í einu og öllu að kröfum Pósts og síma um gæðastaðal
fyrir íslenskt samskiptaumhverfi.
GSX 21 hnappa handfrjáls sími.
GULLIÐ TÆKIFÆRI - EINSTAKT TILBOÐ
BYLTING í SAMSKIPTABÚNAÐI Á ÍSLANDI!
Fiskvinnslan
í könnun sem gerð var fyrir fáum
árum á orkukaupum fiskvinnslufyr-
irtækja annarsvegar á orkusvæði
Rariks og hinsvegar á orkusvæði
Rafmagnsveitu Reykjavíkur kom í
ljós að fyrýrtækin á Rarik-svæðinu
greiddu 50% hærri raforkureikning
en sambærileg fyrirtæki á svæði
RR. Samkvæmt nýrri úrtaksathug-
un hefur þessi munur ekki breyst
verulega. A sl. ári voru raforkukaup
meðalfrystihúss á landsbyggðinni
um 8 millj. kr., sambærilegt hús á
RR-svæðinu greiddi um 5,3 millj.
kr. í raforku, mismunur því 2,7
milljónir kr. yfir árið, sem ég vil
kalla aukaskatt á landsbyggðarfyr-
irtækið.
Vinnuveitendasamband íslands á
að mínu mati að beijast fyrri jöfnun
orkukostnaðar til fyrirtækja óháð
staðsetningu þeirra og leggjast
þungt á árina í stað þess að eyða
kröftum sínum í að gera álagningu
aðstöðugjalda sveitarfélaga tor-
tryggilega. Atvinnurekendur vita
mæta vel að mörg sveitarfélög hafa
lagt sig í mikla hættu við að tryggja
rekstur staðarfyrirtækja, þeir
skattar sem sveitarfélögin taka af
útgerð og fiskvinnslu eru óveruleg-
ir.
Húshitunarmálið
Annað sláandi dæmi um
lífskjaramun milli landsbyggðarinn-
ar og Reykjavíkursvæðisins er hús-
hitunarkostnaðurinn og hefur þar
ekkert breyst frá í fyrra. Þessi
munur er enn um 150% hvað dýr-
ara er að kynda með rafmagni á
Rarik-svæðinu en með heitu vatni
á svæði Hitaveitu Reykjavíkur.
Þetta samsvarar því, að fjölskylda
á Rarik-svæðinu þurfi að þéna
96.000 kr. meira á ári en sambæri-
leg fjölskylda í Reykjavík til að
halda hita á sér og sínu þegar tek-
ið er tillit til skatta. Til fróðleiks
þá samsvarar þetta því að Ólafsvík-
ingar þurfi að þéna um 30 milljön-
um krónum meira á ári en ef þeir
byggju á svæði Hitaveitu Reykja-
víkur. Ef öll rafhitunarsvæði eru
tekin þá þurfa íbúarnir á þeim
svæðum að þéna 1,3 milljarði króna
hærri upphæð en ef þeir byggju á
svæði Hitaveitu Reykjavíkur og er
þá miðað við tölur, sem lagðar voru
fram af Landsvirkjun á ársfundin-
um í fyrra.
Ráðamenn þjóðarinnar eru flestir
búsettir á svæði Hitaveitu Reykja-
víkur og því komnir úr tengslum
við fólkið, þeir skilja þetta ekki.
ÚTIHURÐIR
Mlkið úrval. Sýningarhurðir á staðnum.
Tré-x búðin, Smiðjuvegi 30, s. 670777,
Brúnás, Ármúla 17, Rvík, s. 84585 og
84461, Tré-x, Iðavöllum 6, Keflavík, s.
92-14700, Trésmiðjan Börkur, Frosta-
götu 2, Akureyri, s. 96-21909.