Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1990
eftir Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson
í dag er mikið rætt og ritað um
stöðu og hlutverk miðbæjar
Reykjavíkur og verslunarsvæðis
milli Lækjartorgs og Hlemms, þ.e.
svæðið sem oft er nefnt gamli aust-
urbærinn. í áratugi hefur þessi
bæjarhluti verið helsta verslunar-
og þjónustusvæði Reykvíkinga og
meðan byggð var að mestu vestan
Elliðaáa má segja, að miðbæjars-
svæðið hafi ráðið lögum og lofum
í smásöluverslun.
Þróunin undanfarin ár
Þróun undanfarinna ára hefur
hinsvegar orðið sú, að verslun og
þjónusta hefur dregist saman á
miðbæjarsvæðinu. Hagsmunaaðil-
ar, borgaryfirvöld og ýmsir aðrir
aðilar leita skýringa á þessari þróun
og sitt sýnist hveijum. Auðvitað
mátti alltaf gera ráð fyrir því að
viðskiptasamfélagið í miðbænum
breyttist með stækkandi borg,
breyttum viðskiptaháttum, aukinni
samkeppni o.fl.
Upp úr 1970 lá fyrir samþykkt
skipulag af verslunar- og þjónustu-
kjörnum í Kringlunni og Mjóddinni
og var því ljóst, að ve'rslun í mið-
bænum mundi standa frammi fyrir
aukinni samkeppni. Á þessum
svæðum var gert ráð fyrir meiri
verslunarþjónustu en nú er. Núver-
andi meirihluti í borgarstjórn
Reykjavíkur ákvað hins vegar við
endurskoðun skipulagsins 1983 og
1984 að draga úr uppbyggingu
verslunarhúsnæðis en auka veru-
lega við fyrirhugaða íbúðabyggð,
einkum á Kringlusvæðinu.
Helstu ástæður
Að mínu viti eru eftirfarandi
ástæður fyrir því að miðbæjarsvæð-
ið var ekki nægilega búið undir
samkeppni við stóra verslunar- og
þjónustukjarna:
1. Skortur á heildarskipulagi fyrir
miðbæjarsvæðið í áratugi, 1983
var byrjað á gerð þess og því
lokið 1986.
2. Skortur á bílastæðum, aðallega
bílageymsluhúsum.
3. Andvaraleysi margra verslunar-
húsaeigenda varðandi endur-
bætur, nauðsynlegt viðhald og
uppbyggingu á eignum sínum.
Þetta gerðist á sama tíma sem
ýmsir verslunarhúsaeigendur í
miðborginni byggðu eða fjár-
festu myndarlega í verslunar-
húsnæði annars staðar í borg-
inni.
4. Nýjar reglur um stöðumæla-
vörslu og hækkun stöðugjalda í
mars 1988. Þetta gerðist á svip-
uðum tíma og Kringlan opnaði
þar sem auglýst voru ókeypis
stæði, sem eigendur Kringlunn-
ar höfðu byggt á sinni lóð. Áður
höfðu verið í gildi reglur um
stöðumæla og stöðugjöld, en
flestir virt þær reglur að vettugi
„Sérstaða miðbæjar-
svæðisins er einstök og
í mínum huga er ljóst,
að miðstöð smásölu-
verslunar, margvíslegr-
ar þjónustu og stjórn-
sýslu- og menningar-
stoftiana er og verður á
þessu svæði. Miðbær
Reykjavíkur er afar
sérstakur og hefiir upp
á mikla möguleika að
bjóða.“
þar sem eftirlit var lítið vegna
mannfæðar lögreglunnar sem
þá annaðist það. Nokkrir hnökr-
ar voru á framkvæmd stöðu-
mælavörslu í upphafi.
5. Aukin útþensla banka og stofn-
ana á götuhæðum á miðbæjar-
svæðinu (sbr. norðurhlið Banka-
strætis og Austurstrætis). Þetta
ástand hefur m.a. gert það að
verkum, að Austurstræti hefur
aldrei náð sér á strik sem al-
mennileg göngugata, þ.e. lífleg
gata með því aðdráttarafli sem
allar göngugötur verða að hafa
til að geta þrifist.
6. Skortur á samstarfi borgar, ríkis
og einkaaðila um æskilega þróun
og uppbyggingu á miðbæjar-
svæðinu, þ.e. samstarf um ein-
staka framkvæmdir, fram-
kvæmdatíma og fjármögnun.
Hvað hefur verið gert?
Margar aðgerðir hafa verið fram-
kvæmdar á undanförnum 5-6 árum
í þeim tilgangi að efla miðbæinn
og gamla austurbæinn sem verslun-
ar- og þjónustusamfélag. Þetta eru
einstaka framkvæmdir tengdar
þeim, sem skila árangri á mismun-
andi löngum tíma. I þessu sam-
bandi tel égeftirfarandi atriði mikil-
vægust:
1. I fyrsta sinn frá upphafi var
árið 1985 lokið við gerð heildar-
skipulags fyrir miðbæinn. Þar
með var réttarstaða allra hús-
og lóðareigenda í miðbænum
Ijósog hveijum og einum lóðar-
hafa heimilt að framkvæma á
sinni lóð í samræmi við staðfest
deiliskipulag miðbæjarins.
2. Lokið við byggingu tveggja bíla-
geymsluhúsa á svæðinu (Vestur-
gata 7 og við Bergstaðar-
stræti/Skólavörðustíg). Það
þriðja í byggingu (Ráðhúskjall-
ari) og framkvæmdir við það
fjórða hefjast nú í sumar (Hverf-
isgata 20). Bílastæðaijöldi er
samtals u.þ.b. 500. Ennfremur
voru gerð 350 bílastæði við
Faxaskála (Bakkastæði) fyrir
nokkrum árum, sem hafa þjónað
miðbænum mjög vel.
3. Eins og fram hefur komið voru
hnökrar á framkvæmd stöðu-
mælavörslu í borginni eftir að
nýjar reglur tóku gildi í mars
1988. Úr því hefur verið bætt
að mestu leyti. Stöðutími hefur
verið lengdur, stöðumælagjaldi
haldið óbreyttu og sektir Iækk-
aðar.
4. Gerðar hafa verið verulegar end-
urbætur á u.þ.b. helmingi aðal-
verslunargötu Reykjavíkur,
Laugaveginum, þar sem lögð
hefur verið áhersla á fegrun
götunnar og betri aðstöðu fyrir
gangandi vegfarendúr. Lang-
flestir eru sammála um að þess-
ar endurbætur hafi tekist vel.
5. Nýtt deiliskipulag fyrir Skúla-
götusvæðið hefur verið staðfest,
en þar er fyrst og fremst gert
ráð fyrir verulega aukinni íbúða-
byggð, sem vissulega eflir og
styrkir þær verslanir og þjónustu
sem fyrir eru á svæðinu. Einnig
er í skipulagsskilmálum gert ráð
fyrir því að 'A af bílastæðum í
nýbyggingum við Skúlagötu séu
opin almenningi á daginn.
6. Að tillögu sjálfstæðismanna hef-
ur borgarstjórn ákveðið að
stofna Þróunarfélag miðborg-
ar Reykjavíkur í þeim tilgangi
að samræma hugmyndir og til-
lögur hagsmuna- og fram-
kvæmdaaðila um uppbyggingu
mannvirkja og nauðsynlega
þjónustu í miðbænum og stuðla
að framkvæmd þeirra. Þróunar-
félag miðborgar Reykjavíkur er
að minni hyggju nauðsynlegt til
að tryggja skynsamlega upp-
byggingu á miðbæjarsvæðinu,
en lóðir þar eru aðallega í eigu
einkaaðila, félagasamtaka og
ríkis.
7. Nýjar hugmyndir hafa verið
kynntar í þeim tilgangi að endur-
reisa Austurstræti sem líflega
og spennandi göngugötu og þar
með vonandi að stuðla að fjöl-
skrúðugu mannlífi í miðbænum.
Tillagan gengur út á að byggja
glerhús meðfram norðurhlið göt-
unnar sem í yrðu staðsettar
margvíslegar þjónustueiningar.
Með þessum hætti mætti færa
líf í norðurhlið götunnar og gerá
Austurstræti áhugaverðara sem
göngugötu.
Hvað er framundan?
Að undanförnu hefur verið unnið
sérstaklega að eftirfarandi verkefn-
um:
1. Endurreisn Austurstrætis sem
göngugötu, sbr. fyrrnefnd til-
laga. Hins vegar hafa nánast
allir hagsmunaaðilar í Austur-
stræti og mjög margir aðilar
víða á miðbæjarsvæðinu ein-
dregið óskað eftir því að þar til
fyrirhugaðar breytingar á Aust-
urstræti verða framkvæmdar,
verði akstur einkabíla heimilað-
ur um Austurstræti. í þessu
sambandi er bent á reynsluna
af akandi og gangandi umferð
á Laugaveginuin sem gott for-
dæmi.
2. Bygging bílageymsluhúss á lóð-
inni Hverfisgata 20, fyrir u.þ.b.
250 bíla. Á þessu ári og næsta
verða jafnframt tekin í notkun
almenningsbílastæði í Ráðhús-
kjallaranum og bílastæði á Al-
þingisreit milli Kirkjustrætis og
Vonarstrætis en í samvinnu við
Alþingi hefjast framkvæmdir á
reitnum nú í sumar.
3. Framkvæmdir á svæði vestan
Vitastígs, milli Skúlagötu og
Hverfisgötu, eru þegar hafnar.
Þar verða byggðar u.þ.b. 100
íbúðir fyrir aldraða auk þjón-
ustumiðstöðvar fyrir hverfið.
Bílastæði verða neðanjarðar, þar
af um 100 almenningsstæði.
Framkvæmdir á Völundarlóð og
Hafnarbíóslóð eru komnar vel á
veg og er augljóst að allar fram-
kvæmdir vð Skúlagötuna munu
styrkja verslun og þjónustu á
miðbæjarsvæðinu.
4. Stofnun Þróunarfélags miðborg-
ar Reykjavíkur verður mánudag-
inn 23. apríl _nk. kl. 18.15 á
Hótel Borg. Áður hefur verið
minnst á tilganginn með stofnun
slíks félags og er það von mín
að Þróunarfélagið verði öflugur
hvati að markvissri uppbygg-
ingu í miðbænum á næstu árum.
Sérstaða miðbæjarsvæðisins er
einstök og í mínum huga er ljóst,
að miðstöð smásöluverslunar,
margvíslegrar þjónustu og stjórn-
sýslu- og menningarstofnana er og
verður á þessu svæði. Miðbær
Reykjavíkur er afar sérstakur og
hefur upp á mikla möguleika að
bjóða. Þar er gert ráð fyrir veru-
legri varðveislu gamalla húsa, sam-
hliða byggingu nýrra, sem munu í
senn styrkja miðbæinn, skapa
aukna fjölbreytni og auka aðdrátt-
arafl þessa sögufræga borgarhluta
þar sem byggð hófst fyrst í
Reykjavík.
Höfundur er borgarfulltrúi fyrir
SjAlfstíeðisflokkinn í Reykjavík og
formaður skipulagsnefndar
borgarinnar.
Ertu í vandræðum með
FERMINGARGJÖF?
Við erum með réttu græjurnar.
Með seivíimheiser heyrnartólunum getur
þú notið hljómsins úr nýju hljómtækja-
samstæðunni (eða gömlu)
til hins ýtrasta.
Fagmennirnir velja SEMIMHEISER
Verð frá kr. 3.400,- til kr. 18.900,-
PFAFF
Borgartúni 20 og Kringlunni
S: 26788 S:689150
ULTRA
GLOSS
endist langt umfram hefö-
bundnar bóntegundir.
utsöiustaðir: »- stöðvamar
Olíufálagið hf