Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 41
 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990 Skíðavaktin - hlutí I Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Skíðavaktin — „Ski Patrol“ Aðalleikendur Roger Rose, T.K. Carter, Ray Walston. Nokkuð hefui borið á vissri gerð mynda á síðasta áratug sem rekast illa með öðrum. Ekki er fjarri lagi að kenna þær við aula- fyndni, ekki flokkast þær undir farsa, til þess eru þær einu sinni oí fáfengilegar og vitlausar. Frægastar í hópnum eru tvímælalaust Lögregluskóla- myndirnar og þessi er sannan- lega niðji þeirra þar sem hér eru sömu framleiðendur á ferð, nú skal blóðmjólka hugmyndina með því að reka mannskapinn til fjalla. Á meðan afleitur leikhópur þarf ekki að opna á sér munninn til að tala er myndin slarkfær skemmtun — á fyrrnefndu hálf- vitahnyttniplani — en fer í verra er hann þarf að tjá sig með orð- um, til þess eru þessi ljósrit af kjarnakonum og kamelkörlum illfær og ekki hjálpar textinn uppá sakimar. En stundum lukk- ast fíflagangurinn, einkum í vel útfærðum glæfraatriðum á skíðum og skemmtilega vitlaus- um dansatriðum og urgaði þá í salnum af magahlátursrokum kröfulítilla unglinga, þeirra er gamanið. Við skulum búa okkur undir næsta kafla. 41 Bessi Bjarnason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Sigurður Skúlason í hlutverkum sínum. ■ LEIKÞÁ TTURINN „Karlar óskast í kór“ hefur nú verið sýnd- ur 25 sinnum á höfuðborgarsvæð- inu og nágrenni. Frumsýning fór fram um miðjan nóvember í Álver- inu í Straumsvík, en síðan hefur verið sýnt víða bæði í fyrirtækjum, stofnunum og hjá verkalýðsfélög- um. Leikþátturinn fjallar um jafn- réttismál og er athyglinni beint að stöðu kai-lmannsins í nútímaþjóðfé- lagi. Hlín Agnarsdóttir skrifaði leikþáttinn, en leikaramir Bessi Bjarnason, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir og Sigurður Skúlason fara með Iilutverk í leiknum. Sýningar hafa legið niðri nú um nokkurt skeið vegna anna, en nú gefst kostur á að sýna leikþáttinn nokkrum sinn- um. Það eru Jafnréttisráð og Menningar- og fræðslusamband alþýðu sem standa að uppsetningu sýningarinnar, og eru allar upplýs- ingar veittar á skrifstofu MFA. SJÁLFSTIEDISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Reykjanes Aðalfundur kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna verður haldinn föstudaginn 20. april kl. 20.30 í Garðatorgi 1 í miðbæ Garðabæjar. Kjördæmisráðsfulltrúar og stjórnir félaganna eru boöað- ar á fundinn. SAMBAND UNCRA SIÁLFSTADISMANNA FUS Baldur, FUS Heimir, FUS Huginn, FUS Njarðvikum, FUS Stefnir, FUS Týr, FUS Viiji,- Viðtalstími Davíðs Oddssonar íValhöll Davíð Oddsson, borgarstjóri, verður til við- tals í Sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitis- braut 1, II. hæð, milli kl. 10.00 og 14.00 laugardaginn 21. apríl. Þeir, sem áhuga hafa á að hitta borgar- stjóra að máli þennan dag, vinsamlega panti tima i síma 82900. Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins. Akranes Fundur um bæjar- málefni verður hald- inn í Sjálfstæðishús- inu við Heiðargerði sunnudaginn 22. apríl kl. 10.30. Bæj- arfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins mæta á fundinn. All- ir velkomnir. Sjálfstæðisfélögin á Akranesi. - bæjarmálefni Sjálfstæðisfólk ísafirði Fundur i Sjálfstæðishúsinu 2. hæð sunnudaginn 22. april kl. 10.00 fh. Komum saman og ræðum málin um komandi kosningar. Heitt á könnunni. Frambjóðendur. Spjallfundur um málefni launþega Málfundafélagið Óðinn efnir til spjallfundar um málefni launþega í Óðinsherberginu í Sjálfstæðishúsinu Valhöll, laugardaginn 21. apríl milli kl. 10 og 12. Gestur fundarins verður Magnús L. Sveins- son, formaður Verslunarmannafélags Reykjavikur. Kaffi á könnunni. Allir velkomnir. Stjórnin. ¥é.lagslíf I.O.O.F. 12 = 1714208'A = Fjsk. kv. Góðtemplarahúsið í Hafnarfirði Félagsvist i kvöld, fimmtudag 19. apríl. Verið öll velkomin og fjölmennið. Frá Félagi eldri borgara Gönguhrólfar hittast nk. laugar- dag kl. 11.00 í Nóatúni 17. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Theódór Peterson frá Færeyjum talar og syngur. Allir hjartanlega velkomnir. KFUK KFUM KFUM og KFUK Almenn samkoma verður föstu- daginn 24/4 kl. 20.30 í Suðurhól- um 35 með „nýjum söng". Fögn- um sumri með lofgjörð, bæn og miklum söng. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Sumardaginn fyrsta 19. april kl. 20.30. Trúboðssamkoma. Kapt- einn Miriam Óskarsdóttir og Karina Aparicio frá Panama tala og syngja. Trúboðsfórn tekin til starfs Miriam i Panama. Veiting- ar. Velkomin. Gleðilegt sumar. Seltjarnarneskirkja Samkoma á vegum Seltjarnar- neskirkju og Ungs fólks með hlutverk i kvöld kl. 20.30. Léttur söngur og fyrirbænir í umsjá Þorvaldar Halldórssonar og félaga. Allir velkomnir. Skipholt 50b, 2 hæð Gleðilegt sumar! Almenn sam- koma í kvöld kl. 20.30. Þú ert velkomin(n). auglýsingar Útivistardagur fjölskyldunnar 19/4 Gengið frá Brautarholti nið- ur í Gullkistuvik. Falleg sandvík. Létt ganga við allra hæfi. Pylsu- veisla fyrir börnin. Brottför frá BSÍ, bensinsölu kl. 13. Stansað við Árbæjarsafn. Verð kr. 1.000. Fritt fyrir börn að 12 ára aldri í fylgd fullorðinna. Sími/símsvari 14606. Sjáumst! Útivist. HN Aðalsafnaðarfundur Nessóknar í Reykjavík verður haldinn sunnudaginn 22. apríl kl. 15 í Safnaðarheimilinu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- Störf. Sóknarnefnd. í kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma i Þríbúðum, félagsmiðstöð Samhjálpar, Hverfisgötu 42. Fjölbreytt dagskrá með miklum söng og vitnisburðum. Sam- hjálparkórinn tekur lagið. Ræðu- menn verða Brynjólfur Ólason og Þórir Haraldsson. Allir velkomnir. Gleðilegt sumar. Samhjálp. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Myndakvöld fimmtud. 25. apríl. Hvitá frá upptökum til ósa Hjálmar R. Bárðarson mun sýna myndir úr hinni miklu Hvítárbók sinni. Myndasýningin tengist vel ferðaáætlun Ferðafélagsins m.a. þeim slóðum sem siðari hluti afmælisgöngunnar liggur um, einnig gönguleiðinni frá Hvítárnesi til Hveravalla og ótal fleiri athyglisverðum stöðum frá Kili og afréttunum austan Hvítár sbr. sumarleyfisferð nr. 18. Myndasýningin hefst kl. 20.30. Kaffiveitingar i umsjá félags- manna í hléi. Mjög áhugavert myndefni sem enginn ætti að rinissa af. Ferðir 28. aprfl. -1. maí: 1. Skaftafell-Öræfasveit. 2. Öræfajökull á gönguskíðum. Ferðafélag Islands. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Sunnudagur 22. aprfl kl. 13.00 (Dagur jarðar). Afmælisgangan 1990, l.ferð, Reykjavík-Rauða- vatn Mæting við Mörkina 6 þar sem hús Fi á að rísa. Það er í Soga- mýrinni, v/Suðurlandsbraut, austan Skeiðarvogar. (Ath. ágæt bílastæði eru vestan v/Skeiðar- vog, strætisvagnar nr. 2 og 8 stansa í nágr.) Frá Mörkinni 6 er gengið inn í Elliðaárdal, um Elliðaárhólma, með Elliðaánum og siðan um Rofabæ að Skóg- ræktinni við Rauðavatn. Mætið vel skóuð eða i stigvélum. Hafið nesti með. Tilvalin ferð fyrir unga sem aldna. Rútuferð (með Vest- fjarðaleið) frá Rauðavatni kl. 16.00 til baka að Mörkinni. Ekk- ert þátttökugjald. Tilvalið að halda upp á „Dag jarðar" með þátttöku í afmælisgöngunni. Góð fararstjórn. Afmælisgangan er i tilefni 60 ára afmælis Hvítár- nesskála, elsta sæluhúss Ferða- félagsins og gengið verður í 12 áföngum frá Reykjavik um Mos- fellsheiði, Þingvelli, Konungs- veg, Geysi og Bláfellsháls að Hvítárnesskála á Kili. Verið með í ölium ferðunum. Ferðagetraun í hverri ferð og happdrætti. Þeir sem fara flesta áfangana eða alla fá sérstaka viðurkenningu. Spurning ferðagetraunar 1. ferð- ar: Við hvaða forna fjallveg er Hvitárnesskáli? (Svarseðlar eru afhentir í ferðinni.) Ferðafélag islands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3S 11798 19533 Dagsferðir sumardaginn fyrsta Fimmtudagur 19. apríl. Kl. 10.30 Bláfjöll - Kleifarvatn, skiðaganga. Við setjum þessa bráðskemmtilegu gönguskiðaleið aftur á dagskrá. Verð 1.000 kr. Kl. 13.00 Fjall mánaðarins: Fjallið eina - Hrútagjá. Fjall- ganga við allra hæfi. Einnig hægt að sleppa sjálfri fjall- göngunni og halda sig við undir- lendið. Það er ekki ökufært á Höskuldarvelli og því frestast gönguferðin á Grænudyngju. Verð 800 kr. frítt f. börn m. full- orðnum. Brottför frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin. Far- þegar teknir á leiðinni, m.a. við kirkjug. Hafnarfj. Fagnið sumri i Ferðafélagsferð. Verið velkomin! Munið fyrstu afmælisgönguna 22. april kl. 13 frá Mörkinni 6. Nánar auglýst siðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.