Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990 KÖRFUKNATTLEIKUR Jón Kr. tekur við liði ÍBK Leikur David Grissom með liðinu næsta vetur? Jón Kr. Gíslason mun taka við þjájfun og leika með úrvalsdeild- arliði IBK á næsta keppnistímabili. Jón lék með danska liðinu SISU í vetur og varð bikarmeistari með jtr liðinu. Hann er, ekki ókunnur ÍBK því hann stýrði liðinu til sigurs á Islandsmótinu í fyrsta sinn í fyrra. „Við erum búnir að ganga munn- lega frá samkomulagi við Jón Kr., um að hann taki að sér þjálfun liðs- ins næsta keppnistímabil," sagði Gunnar Jóhannsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍBK í sam- tali við Morgunblaðið. Gunnar sagði að það væri ákveð- ið að Bandaríkjamaðurinn Sandy Anderson, sem lék með liðinu í vet- ur, verður ekki með liðinu næsta tímabil. „Það er mikill áhugi fyrir því innan stjórnarinnar að fá David Grissom, sem lék með Reyni í vet- ur, til að leika með liðinu næsta vetur. Það er þó ekki frágengið enn,“ sagði Gunnar. Keflvíkingar verða líklega að sjá á eftir þremur leikmönnum næsta vetur. Þeir eru Guðjón Skúlason, Nökkvi Már Jónsson og Magnús Guðfinnsson sem allir hafa hug á því að fara til Bandaríkjana í nám jafnframt því að leika körfuknatt- leik. SKÍÐI IMyberg hættir sem landsliðsþjálfari SKÍÐASAMBAND íslands hefur sagt upp samningi við Kajsu Nyberg, landsliðsþjálf- ara í alpagreinum. Nyberg var ráðin þjálfari til tveggja ára 1. maí í fyrra, en samningur- inn var uppsegjanlegur að beggja hálfu eftir eitt ár. Að sögn Sigurðar Einarsson- ar, formanns Skíðasam- bands ísiands,-er það fyrst og fremst vegna fjárhagsörðugleika að þjálfaranum er sagt upp. „Hún hefur staðið sig vel í starfi, en það er sambandinu ofviða að hafa þjálfara á heilsárs launum. Við ætlum í framtíðinni að reyna að samnýta þjálfarana, sem eru í starfi hjá hinum ýmsu héruðum, og fá þá til að taka að sér sérstök verkefni fyrir sambandið," sagði Sigurður. Nýberg verður í starfi hjá SKÍ út næsta mánuð og verður síðasta verkefni hennar að sjá um sér- stakt þjálfunarnámskeið fyrir stúlkur. Hún fær sænskan þjálf- ara til liðs við sig og verður nám- skeiðið í Bláfjöllum og hefst á mánudaginn. HANDKNATTLEIKUR Sigurður til Dormagen? Sigurður Sveinsson Sigurður Sveinsson, landsliðs- maður í handknattleik, hefur fengið tilboð frá vestur-þýska úr- valsdeildarliðinu Bayer Dormagen. Sigurður, sem leikur með Dortmund í 1. deildinni vestur-þýsku, segir tilboðið mjög freistandi en hann muni velja milli þess að fara til Dormagen eða aftur til Vals. „Þetta er mjög freistandi tilboð og mun þetra en ég hafði hjá Dort- mund. Eg er hinsvegar alls ekki ákveðinn og mun nýta þann frest sem ég hef til að hugsa málin,“ sagði Sigurður. Dormagen hefur yfirleitt verið um miðja deild en liðið hefur sett markið hátt fyrir næsta vetur. Liðið hefur fengið Hans-Dieter Schmitz, þjálfara Essen, til að taka við liðinu og leitar að sterkum leikmönnum. Sigurði er ætlað að taka sæti Norð- mannsins Oysten Havang sem er á förum frá liðinu í vor. „Þeir buðu mér tveggja ára samning og mér líst vel á liðið. Það er með góðan þjálfara og ætti að geta náð langt næsta vetur,“ sagði Sigurður. HANDKNATTLEIKUR HANDBOLTI / FRAKKLAND Opið bréf til Brynjars Harðarsonar: Árásir og dómgæsla Júlíus Jónasson áfram í París Vegna skrifa þinna í opnu bréfi til Skúla Unnars Sveinssonar í Morgunblaðinu 12. apríl sl. sé ég mér ekki annað fært en að koma með nokkrar athugasemdir. Menn hafa rætt mikið undanfarið það sem gerðist í og eftir leik FH og Vals nú á dögunum, og e.t.v. sérstaklega það atvik er Jakob Sig- urðsson fór inn úr horninu á loka- mínútum leiksins. Það er engum blöðum um það að fletta, að dómarinn (RE) dæmdi réttu liði boltann, þ.e.a.s. FH. Þú ert með boltann og gefur hann til Jakobs, án þess að þú sért hindrað- ur í því á neinn hátt, og það gerir þú á fullkomlega löglegan hátt. En hvað gerist svo? Jú, þú heldur áfram inn í teig FH og gerir enga tilraun til að komast út úr honum aftur, heldur stendur þar og hindrar and- stæðingana í að komast á móti Jak- obi. Það er því réttur dómur að dæma FH boltann. Aftur á móti ýtir einn ieikmanna FH í bak þér inni í teignum, og þú lendir í vegi fyrir Jakobi. Það er hægt að rök- ræða um það hvort dómarinn hefði átt að vísa þeim leikmanni FH útáf í 2 mín. því það er matsatriði, en það er engin spurning að þú ett brotlegur á undan. Ég get vel skilið að Jakob skuli reiðast þegar umrætt atvik átti sér stað, en Rögnvald vísar honum réttilega af leikvelli fyrir mótmæli. Það skal sagt Jakobi til hróss, að strax að leik loknum kom hann til dómaranna og þakkaði fyrir leikinn, auk þess sem hann gerði það sem í hans valdi stóð eftir Ieik, að hindra vandræði á milli leikmanna og dóm- ara. Það sést greinilega á mynd- bandi, að hann í a.m.k. tvígang gengur á milli þín og dómara. Þar er Jakob að skila fyrirliðahlutverki sínu „110%“, eins og sumir telja sig leika. Dómgæsla þeirra Stefáns og Rögnvalds í umræddum leik var góð allan leikinn. Það eina sem ég hef út á hana að setja er, að þeir tóku ekki nógu vel á tuði og röfli ykkar Valsmanna, en greinilegt var á köflum að þið eydduð kröftum ykk- ar meira í að tuða í dómurunum en að leika handbolta. Hvað varðar það sem gerðist eft- ir leik, þá er framkoma nokkurra leikmanna Vals fyrir neðan allar hellur að mínu mati. I fyrsta lagi sést á myndbandi að Rögnvald stjakar þér frá sér með annarri hendi en „rífur ekki í skyrtu þína og kastar þér burtu“ eins og þú segir í bréfi þínu til Skúla. Það kemur ekki fram í grein þinni sem gerðist á bak við tjöldin inni við búningsklefa, en vitni hafa sagt. mér að framkoma ákveðinna leik- manna Vals hafi ekki verið þar til fyrirmyndar. Þá sést ennfremur á myndbandinu að Jón Kristjánsson ýtir á bak Rögnvalds auk þess sem einn áhorfandi, sem ég kann ekki skil á, ýtir hressilega á bak hans. Nánast allir sem ég hef rætt við um dómgæslu í vetur eru sammála um að dómgæslan hafi verið betri í heildipa nú í vetur en stundum áður. Ég er hins vegar sammála þér þegar þú segir að dómarar geri mistök. Það hefur alltaf verið þann- ig og verður væntanlega ailtaf. Það er hins vegar engin hemja að rjúka að dómurum strax að leik loknum og byrja að rífast, jafnvel áður en þeir komast að ritaraborðinu til þess að ganga frá leikskýrslu. Ég verð að segja að eftir næstum 25 ára starfsferil sem dómari held ég að ég hafi alltaf verið tilbúinn til að ræða við leikmenn í róiegheit- um eftir leik, og ég held að ég geti fullyrt að svo sé um flesta dómara. Við hljótum að vera sam- mála því, að allir geri sitt besta á leikvelli hverju sinni, en tekst mis- jafnlega, en heiðarleg umræða og eðlileg skoðanaskipti eru aðeins af hinu góða. Kjartan K. Steinbach Þar sem ég hef heyrt haft eftir Valsmönnum að dómararnir hafi „kært“ 3 leikmenn Vals eftir leikinn vil ég taka fram, að dómararnir „kæra engan“ heldur skila þeir skýrslu til aganefndar, eins og þeim ber, og aganefnd dæmir síðan menn í leikbann ef reglur mæla svo fyrir. Að lokum vil ég segja það, að þessar línur eru ekki settar á blað til þess að sverta þig á einn eða annan hátt, enda held ég að þú hafir a.m.k. oftast verið til fyrir- myndar á leikvelli hvað varðar framkomu gagnvart dómurum. Ég vona áðeins að slíkir hlutir sem gerðust í Hafnarfirði endurtaki sig ekki. og menn taki frekar hönd- um saman um að bæta jafnt leik sem dómgæslu enda veitir ekki af í keppni okkar ágætu íþróttar gegn ýmsu sem dregur menn í aðrar áttir. Með kærri kveðju og ósk um gott sumar. Kjartan K. Steinbach formaður dómaranefndar. Júlíus Jónasson verður að öllum líkindum áfram hjá franska lið- inu Racing Asnieres í París. Fé- lagið hefur boðið honum tveggja ára samning og segist Júlíus hafa mikinn hug á að vera áfram. „Ég hef fengið mjög gott tilboð og vil vera áfram. Spurningin er hinsvegar hvort ég skrifi undir eins eða tveggja ára samning," SKÍÐAMÓT íslands var sett formlega í íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gærkvöldi. Alls eru 75 keppendur skráðir til leiks og fer mótið fram í Skáiafelli og Bláfjöllum. Skíðamót íslands yar fyrst hald- ið á Siglufirði 1938 og er nú haldið í 50. sinn. Mótið féll niður 1941 og 1959 vegna snjóleysis. Keppendur að þessu sinni er færri en oft áður, eða 75 að tölu. Þeir koma frá Akureyri, Dalvík, Siglu- firði, Ólafsfirði, ísafirði og Reykjavík. Keppnin í dag fer fram í Skála- sagði Júlíus. „Þetta er ekki frá- gengið en mér líst vel á tilboðið og reikna með að slá til.“ Asnieres er nú í efsta sæti í 2. deild og svo gott sem öruggt með sæti í 1. deild næsta vetur. Júlíus hefur leikið stórt hlutverk með liðinu og er markahæstur, hefur gert tíu mörk í leik að með- altali. felli. K. 11.00 hefst keppni í stór- svigi kvenna og kl. 11.3d í stórsvigi karla. Kl. 12.00 hefst keppni í 30 km göngu fullorðinna og 15 km göngu pilta 17-19 ára. Á morgun, föstudag verður keppt í stökki í Bláfjöllum kl. 12.00 og síðan í göngu í norrænni tvíkeppni kl. 15.00. Á laugardag verður svig kvenna og karla í Bláfjöllum kl. 10.30 og í göngu karla og pilta kl. 12.00. Mótin lýkur á sunnudag í Bláfjöllum með keppni í samhliðasvigi karla og kvenna kl. 13.00 og boðgöngu karla 3x10 km kl. 12.00. 75. VIÐAVANGSHLAUP IR Búist við góðri þátttöku 75. Víðavangshlaup ÍR fer fram í dag í Hljómskálagarðinum. Hefst hlaupið kl. 14. Síðustu forvöð til að láta skrá sig til keppni eru milli kl. 12.30 og 13.30 í Miðbæjarskólanum (Tjarnarskóla) þar sem aðstaða verður til fataskipþa og baða. Margir hafa tilkynnt þátttöku, m.a. 9 úr UMSB og 28 úr ÍR, en reynslan er sú að fjöldi keppenda skráir sig á lokadeginum. Hlaupið fer að þessu sinni fram að öllu leyti innan Hljóm- skálagarðsins og geta áhorfendur fylgst með hlaupurunum nær allan tímann. SKIÐI / SKIÐAMOT ÍSLANDS Keppt í Skálafelli í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.