Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 64
FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Góðblá- löngnveiði •hjá fiysti- tognrunum GÓÐ blálönguveiði var hjá frysti- togurum fyrir páskana. Hólmadrangur ST kom að landi rétt fyrir páska með 23 tonn af blálöng'uflökúm og Margrét EA frysti á sama tíma tæp 20 tonn. Blálönguflökin eru seld til Frakk- lands fyrir viðunandi verð að mati útgerða þessara skipa. Veiðar á blálöngu hafa nánast ekkert verið stundaðar hér við land. Þær eru utan kvóta en með minnkandi kvóta fc»,ækja skipin að auknum krafti í tegundir utan hans. Skærasta halastjarna í fjögur ár —«ést á himni BJARTASTA halastjarna frá því að Haileys-halastjarnan var á ferð 1986 er nú sjáanleg berum augum. Þar er á ferð Austin- halastjarnan sem að sögn Þor- steins Sæmundssonar stjarn- fræðings ætti þessa dagana að sjást í um 13° hæð í norðnorð- vestur við myrkur en í um 19° hæð í norðaustri við sólarupprás. Að sögn Þorsteins er halastjarn- an nálægt stjörnunni Beta í And- romedu og er best að koma auga á hana um það bil klukkustund fyrir sólarupprás. Af greinum í erlendum tímaritum má ráða að vonir hafi verið bundn- "^ar við að þessi halastjarna yrði mjög björt og tilkomumikil á himni en að sögn Þorsteins Sæmundsson- ar hefur hún reynst vera daufari en vonir stóðu til og ekkert í líkingu við West-halastjörnuna 1976. Hann sagði að stjarnan færi fljótlega að dofna og um þessar mundir væru mestar líkur á að greina hana ber- um augum. Þó kæmi að sök á þess- um árstíma hér á landi hve bjart væri orðið og ekki unnt að tala um eiginlegt myrkur. Samt sem áður ætti að vera unnt að greina hala- stjörnuna með sjónauka og jafnvel berum augum á réttum tíma dags- ins á heiðum himni. Morgunblaðið/Bjami * Asta Sigríður kjörin Fegurðardrottning Ásta Sigríður Einarsdóttir, 18 áraGarðbæingur, var í gærkvöldi kjörin Fegurðardrottning íslands 1990 úr hópi tuttugu ogtveggja stúlkna. Úrslitin voru tilkynnt um miðnættið á Hótel íslandi; þar sem lokakeppnin fór fram. I öðru sæti varð Þordís Steinsdóttir, tvítug Reykjavíkurmær og í þriðja sæti Sigríður Stefándóttir, 21 ársgömulúr Reykjavík. Hún var jafnframt kjörin besta ljós- myndafyrirsætan. Keppendurnir kusu íris Eggertsdóttur, 17 ára Keflvíking, vinsælustu stúlkuna. „Ég var alls ekki búin undir það, að verða kjörin Fegurðardrottning íslands, þótt ég vonaðist til þess innst inni. Ég er í prófum núna og hef ekki skipulagt framtíðina með tillititil tit- ilsins," sagði nýkjörin Fegurðardrottning íslands, Ásta Sigríður Éinarsdóttir. Skikkanlegt veður á fyrstu dögum sumars GOMUL Irú segir að ef frjósi sam- an vetur og sumar, verði sumarið fijósamt eða það sem kailað er góð málnyta þegar ær og kýr mjólka vel. Páll Bergþórsson veðurstofustjóri sagði að sér virtist sem veðrið fyrstu sumardagana yrði skikkanlegt. Ef til vill heldur vætusamara á Suður- og Vesturlandi en þurrara og betra veður fyrir norðan og austán. Hiti milli fimm og sex stig að deginum en svalara um nætur. „Vetur og sumar gætu því frosið saman,“ sagði Páll. „Til að ganga úr skugga um næturfrost settu menn út trog með vatni og átti ijóminn sem settist á mjólkina að verða jafn þykk- ur yfir sumarið og ísinn í troginu." 15 mánaða fangelsi fyr- ir nauðgun HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt 25 ára gamlan mann í fimmtán mán- aða fangelsi fyrir að nauðga konu. Honum er gert að greiða henni 300 þúsund króna skaðabætur. Atburðurinn varð í apríl 1988 á heimili mannsins. Honum og konunni bar ekki saman um aðdragandann og neitaði hann ásökun um nauðgun. Með hliðsjón af fyrstu lögreglu- skýrslum og niðurstöðum læknis, serri skoðaði konuna, var framburður hennar lagður til grundvallar. Mann- inum hafði áður verið dæmd sama refsing í sakadómi Reykjavíkur. The Erkins Seafood Letter: Spáð blómaskeiði í sölu sjávarafiirða vestan liafs Reiknað með verðhækkun á fiskblokk en stöðugu verði og sölu á flökum SALA sjávai-afúrða í Bandaríkjun- um varð mun meiri fyrsta ijórðung þessa árs, en síðari hluta síðasta árs. Salan nú er þó ívið slakari en sama tímabil síðustu þrjú ár. Fréttabréfið The Erkins Seafood Letter í Bandaríkjunum getur þess að síðastliðin ár hafi salan fallið á vormánuðum og í lok síðasta árs hafi hún verið minni en nokkru sinni árum saman. Hins vegar bendi nú allt til þess að sjáv- arafurðasalan dragist ekki saman er líður á árið. Arnarflug: Flugmálastj óri vill stöðva reksturinn vegna vanskila FLUGMÁLASTJÖRI heftir leitað liðsinnis lögreglustjóra til að stöðva rekstur Arnarfiugs þar sem félagið hafi ekki gert skil á innheimtum ílugvallarskatti sem liggja átti fyrir 15. mars og 15. apríl síðastliðinn. Lögreglustjóri hefur veitt félaginu lokafrest tii 30. þessa mánaðar til 'að greiða skattinn, sem að sögn Péturs Einarssonar flugmálastjóra nemur 1,6 milljónum króna fyrir fyrra tímabilið og álíka fyrir það seinna. Kristinn Sigtryggsson framkvæmdastjóri Arnarfiugs segir félag- ið munu greiða fyrir lok frestsins. Flugmálastjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að um fiugvallarskatt ætti sama við og um söluskatt að sá sem innheimti hann hefði enga heimild til að ráðstafa honum annað *en til ríkissjóðs. Ákvæði í lögum gerðu ráð fyrir að rekstur yrði stöðv- aður kaémi til vanskila, - - Kristinn Sigtryggsson fram- kvæmdastjóri Arnarflugs sagði í samtali við Morgunblaðið að enginn vafi léki á að félagið gæti staðið skil á skattinum fyrir lok frestsins. Að sögn hans hefur aðeins verið rætt um að til lokunar komi verði ekki gerð skil á 1,6 milljónum króna. „Þetta eru tiltölulega smáar fjárhæð- ir í okkar dæmi,“ sagði hann. Að- spurður um flugvélamál félagsins sagði hann að ágreiningur Arnar- flugs við bandaríska flugfélagið Carnival Airlines um greiðslufyrir- komulag vegna leigusamnings væri í aðalatriðum leystur en viðræður yrðu í dag og á morgun þar sem málið yrði væntanlega endanlega til lykta leitt. Hann sagði enga óvissu ríkja um að félagið hefði vélina til ráðstöfunar til loka mánaðarins en ekki lengur enda hefði slíkt ekki stað- ið til. Hvað framtíðina til iengri tíma varðar telur fréttabréfið að fram til aldamóta verði mikið blómaskeið í fisksölu vestan hafs. Ekki er beinlín- is reiknað með verðhækkunum á næstunni nema á blokk, sem er af skornum skammti, en verð á flökum haldist stöðugt en sala aukist. Fréttabréfið telur ástæður þess að sala sjávarafurða haldist góð út árið séu, að dregið hafi úr neikvæðum fréttum um sjávarafurðir, kynning á afurðunum sé bæði mikil og jákvæð, úrval sé ijölbreytt frá öllum heims hornum, sala í matvælaverzlunum aukist, verð sé stöðugt og eftirspurn aukist. í bréfinu er spáð mikilli aukingu á sölu sjávarafurða meðai annars vegna aukinnar markaðsvitundar framleiðenda sjávarafurða og að iðn- aðurinn muni í auknum mæli leggja áherzlu á sölu til eldra fólks, sem hafi áhuga á heilsusamlegu fæði og hafi efni á því að greiða fyrir gæða- vöru. Talið er að aukinni eftirspurn verði meðal annars mætt með veiðum á vinsælum fisktegundum, veiðum á vannýttum tegundum, fiskeldi og framleiðslu afurða svo sem surimi. Birgðir á fiskblokk halda áfram að minnka vestan hafs. Nú eru þær " Jii.en á sama tíma í fyrra % minni en í febrúar. Talið er að verð hækki vegna veiðitak- markana og aukinnar eftirspurnar í Evrópu. Birgðir af þorskblokk eru 50% minni en á sama tíma í fyrra og hafa minnkað um 15% síðan í febrúar. Verð á blokkinni er nú 1,75 dollarar, en talið er mögulegt að það hækki í 1,80 til 1,85. Sala flaka og sérskorinna stykkja var góð á föst- unni. Markaður fyrir þorskflök er talinn sterkur, þar sem framboð og eftirspurn séu í nokkru jafnvægi. Þorskflakabirgðir eru þó enn 85% meiri en á sama tíma í fyrra, en hafa minnkað um 14% frá því í febrú- ar. 'i Víðavangs- hlaup í dag 75. Víðavangshlaup ÍR fer fram í dag í Hljómskálagarð- inum. Hlaupið hefst klukkan 14, en síðustu forvöð til að skrá sig til keppni eru milli kl. 12.30 og 13.30 í Miðbæjarskólanum. Búist er við góðri þátttöku, en reynslan sýnir að margir skrá sig á síðasta degi. Sjá frétt á 62. 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.