Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990 23 væri eitt að ljúga vísvitandi og ann- að að gera sitt besta eins og hann og fleiri reyndu. Skáldin eru lýðskrumarar Fyrir hálfu þriðja árþúsundi vildi gríski heimspekingurinn Platón gera skáldin brottræk úr fyrirmynd- arríki sínu. Gunnar Harðarson flutti erindi um Platón þar sem hann sagði að þá ákvörðun Platóns að snúa frá skáldskap til heimspeki mætti túlka svo að Platón hefði skilið að heimspekin væri mikilvæg- ari. En hæpið væri að segja að Plat- ón hefði algerlega hafnað skáld- skapnum því bæði væru samræður hans skáldlegar og fullar af skáld- legum sögum. Gagnrýni hans á skáldskapinn beindist fyrst og fremst að siðferðilegu inntaki hans. Skáldið sækir efnivið í ástríðurnar, þann hluta sálarinnar sem ekki lýt- ur skynseminni. Skáldin eru lýð- skrumarar og láta persónur sínar gera það sem aðrir fyrirverða sig fyrir. Listin sýnir mönnum það sem þeir eiga ekki að gera og er því hættulegri sem hún hrífur meira. Sigurður A. Magnússon gagn- rýndi Platón harkalega í umræðum og sagði að ef hann hefði fengið að ráða hefðum við misst merkileg- asta þáttinn í menningu Vestur- landa. Gunnar svaraði því til að Platón hefði ekki vanmetið skáld- verk heldur hugsað sem svo að því betri sem þau væru því verri væru þau fyrir sálarheill lesandans. Að- spurður sagðist hann einnig þeirrar skoðunar að það væri óvíst hversu mikið tjón það hefði verið fyrir menningu Vesturlanda þótt Dante og Tolstojs, t.d., hefði ekki notið við. Menntamenn skilja hlutina Vilborg Dagbjartsdóttir tók að nokkru undir með Platóni og bók- menntafræðingum þegar hún sagði að skáldin væru eins og börn sem skildu ekki hvað þau væru að gera og ættu því mikið undir mennta- mönnum sem skildu hlutina. í framhaldi af erindi Kristjáns Árnasonar sem nefndist „Hið fagra er satt“ spannst nokkur umræða um merkingu orðsins „sannur". Þorsteinn Gylfason hélt því fram að ruglingurinn stafaði af því að orðið væri a.m.k. tvírætt í íslensku. Þegar því væri haldið fram að skáldskapur væri sannur þá væri hann það í öðrum skilningi en sönn setning. Virtust margir hallast að því að sannleikur í skáldskap væri einlægni eftir allt saman. Almennar umræður voru að lokn- um erindaflutningi undir stjórn Þóris Kr. Þórðarsonar. Þar kom m.a. fram að Páll Skúlason taldi heimspekina og skáldskapinn geta átt samleið í stað þess að deila um sannleikann. Höfuðverkefni beggja greina í framtíðinni yrði að kynda undir fjölbreytni þegar á skylli menning sem leitaðist við að steypa allt í sama mót. Það er fyrst og fremst raforkan, sem við ætlum að selja. Landsmenn allir eiga því heimtingu á, að vita hvaða forsendur liggja til grunns við útreikning orkuverðs til kom- andi álvers. Það er okkur auðvitað fyrir bestu, að hafa muninn á verði útseldrar orku og framleiðsluverði orkunnar sem mestan okkur í hag. Dýr virkjanamannvirki munu greið- ast hægar niður en ella, ef farið verður í ferðalag með orkuna um landið þvert og endilangt áður en áfangastað er náð. Staðarvalsákvörðunin er próf- steinn á vilja ríkisstjórnarinnar til að sporna við flótta fólks frá lands- byggðinni. Hér er um að ræða mjög afdrifaríka ákvörðun. Verði Straumsvík fyrir valinu er hætt við að endanlega sé búið að fastskorða alla meiriháttar iðnvæðingu á Is- landi við eitt svæði. Það gætu því orðið fleiri í framtíðinni en bara Skandinavar sem álíti atgervisílótt- ann til höfuðborgarsvæðisins orðinn svo mikinn, að erfitt sé ■ um vik annars staðar til meiriháttar iðnað- aruppbyggingar. Greinarhöfunduv er jnrdcdlisfræðingur. Sýn gerir sanining við Tinie-Wamer DAGSKRÁ sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar er nú óðum að skýr- ast og hefur stöðin gert langtímasamning við bandaríska dreif- ingarfyrirtækið Time-Warner um kaup á myndefhi frá þeim. Að sögn Goða Sveinssonar, sjónvarpssljóra Sýnar hefúr Sýn þar með fengið sýningarrétt á fjölda sjónvarpsþátta, sem fram að þessu hafa verið sýndir á Stöð tvö. Samningurinn felst í því að Sýn fær forkaupsrétt að öllu sjónvarpsefni Time-Warner og hefur auk þess aðgang að öllu því efni, sem Time-Warner á frá fyrri árum. Innifalið er er jafn- framt efni frá fyrirtækjum í eigu Time-Warner eins og HBO (Home Box Office). Samningurinn var gerður hinn 31. mars ogtekurgildi 1. septem- ber. Meðal þátta, sem samning- urinn nær til eru Falcon Crest, Midnight Caller, Hunter, Alf, Perfect Strangers, Growing Pa- ins, Night Court og Murphy Brown. Áður hafði Sýn tryggt sér sýningarréttinn á Santa Bar- bara og mun einnig hafa fengið sýningarrétt á Sherlock Holmes- þáttunum vinsælu frá Granada. Goði Sveinsson sagði í samtal- inu við Morgunblaðið:„Við erum vitaskuld með fleira í deiglunni en Time-Warner og höfum til dæmis samið um að fá frétta- skýringaþættina 60 Minutes, Frontline, World in Actipn og fleiri, en við ætlum sjálfir ekki að vera með eiginlega fréttatíma eða eig'in þáttagerð. Svo höfum við samið um að fá þætti Natio- nal Geographic, en það eru með vönduðustu náttúrulífsþáttum, sem völ er á.“ Þá sagði Goði, að varðandi barnaefni hefði stöðin aðgang að teiknimyndasafni Time-Warner, en helstu stjörnurnar þar eru Bugs Bunny, Daffy Duck, Road Runner og Droopey. Varðandi íþróttir sagði Goði, að til stæði, að vera með um hálf- til eins tíma langan íþrótta- þátt "daglega. Fyrirhugað er að Sýn hefji útsendingar hinn 1. október, en í ágúst verður byijað að leigja út myndlykla. Greiða þarf end- urkreijanlegt tryggingargjald fyrir myndlyklina, en leiga lykils og áskrift að dagskránni inn- heimt mánaðarlega. Goði sagði áskriftina væntanlega verða und- ir 2.000 krónum á mánuði. Skarðsbók AM 350fol. er íslensk skinnbók frá miðri Í4. öld, eitt glœsilegasta handrit Jónsbókar með litskrúði í uppliafsstöfum og mörgum myndum. Á Skarðsbók er skráð, auk Jónsbókar, Hirðskrá, réttarbœtur, Kristniréttur Arna biskups o.fl. * Myndin cr aflitprentaðri útgáfu sem kom út hjá bókaforlaginu Lögbergi árið 1981 í samvinnu við stofnun Árna Magnússonar á íslandi. ISLENDINGUM ÞYKIR ENNÍDAGMIKILS UMVERTAÐ EIGA GÓÐAR BÆKUR i a i\i nmiöK er mikil kostabók. Landsbók er tiý verðtryggð 15 tttánaða bók setn ber 5,75% vexti og tryggir því tnjöggóða raunávöxtun sparijjár. Landsbók er tilvalinfermingargjöfog fœst - ásamt viðeigandi gjafakorti - á nœsta afgreiðslustað bankans. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna *Heimild: Bókmenntir, Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, Rvk. 1972. íitá irtlEðErJíóJ 'ý}u,D );(*10 i 6i / (noc
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.