Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990 29 Þýsku ríkin: Sameiningarviðræður hafiiar Gert ráð fyrir samningi um myntbandalag í byrjun maí Bonn. Reuter. VIÐRÆÐUR hófust í gær milli Austur- og Vestur-Þjóðverja um sameiningu ríkja þeirra. Á dagskránni eru allar mögulegar hliðar sameiningar, allt frá myntbandalagi til lestaráætlana. Viðræðurnar hófust með því að innanríkisráðherrar beggja ríkjanna ræddu samstarf á sviði löggæslu. Jafnvel er búist við því að viðræður um myntbandalag heijist á morgun. En gert er ráð fyrir að í lok mánaðarins hafi allir ráðherrar ríkjanna hist á slíkum vinnufundum. Helmut Kohl kansl- ari Vestur-Þýskalands og Lothar de Maiziere, forsætisráðherra Austur-Þýskalands, hittast að öll- um líkindum í næstu viku. Það var stefna vestur-þýsku ríkisstjórnar- innar allt frá því veldi kommúnista riðaði til falls í Austur-Þýskalandi síðastliðið haust að einungis lýð- ræðislega kjörin stjórn þar i landi Nepal: Bhattarai myndar nýja ríkisstjórn Katmandú. Reuter. KRISHNA Prasad Bhattarai, sem útnefndur var forsætis- ráðherra Nepals í fyrradag, myndaði í gær nýja ríkis- stjórn. I henni sitja menn sem setið hafa í fangelsi að undan- förnu vegna baráttu sinnar fyrir mannréttindum. Bhattarai skipaði átta ráð- herra en samkvæmt samkomu- lagi sem Birendra konungur gerði við stjórnarandstöðuna skömmu fyrir páska mun kon- ungur skipa tvo ráðherra í stjórnina. Bhattarai fól þremur flokks- mönnum sínum úr Kongress- flokki Nepals ráðherrastarf, þremur úr flokki kommúnista og tveimur óháðum mönnum, sem verið hafa í forystu fyrir nepölsku mannréttindasamtök- unum. Báðum hefur að undan- förnu verið stungið í fangelsi fyrir að mótmæla mannréttinda- brotum fyrri stjórnar sem m.a. lét herinn skjóta á mótmæla- göngur fólks sem krafðist lýð- ræðisumbóta. hefði umboð til sameiningarvið- ræðna. Dieter Vogel, talsmaður vestur-þýsku ríkisstjórnarinnar, sagði í gær að ríkjasamningur um myntbandalag hefði þegar verið ræddur óformlega og búist væri við að raunverulegar samningavið- æður gengju hratt fyrir sig. Væri takmarkið að samngingur um myntbandalag yrði tilbúinn í byij- un maí. Reuter Peter-Michael Diestel, innanríkisráðherra Austur-Þýskalands (t.v.), og starfsbróðir hans frá Vestur-Þýskalandi, Wolfgang Scháuble, við upphaf saineiningarviðræðna í gær. Atli Heimir Sveinsson. unarhátt, sem blossi upp í texta Thors Vilhjálmssonar. Allt sé þetta torráðið en þó sjálfu sér sam- kvæmt sem draumur — ekki að- eins draumur íslensks skálds, held- ur draumur, sem við sjálf getum látið okkur dreyma, því að öll séum við hluti af þeim veruleika, sem hann sýni. ' M og íbúðarkanp Frá og með 15. maí 1990 stendur húsbréfakerfið öllum opið við kaup og sölu notaðra íbúða. Húsbréf eru skuldabréf sem seljandi íbúðar fær hjá húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, í skiptum fyrir fasteignaveðbréf, sem kaupandi íbúðarinnar gefur út. Hvemig fam íbúðarkaup fram? |/ /Greiðslumat. Tilvonandi kaupandi verður að sækja um mat á greiðslugetu sinni til ráðgjafastöðvar Húsnæðisstofnunar. Skrifleg umsögn. k Að fenginni skriflegri umsögn ráðgjafastöðvarinnar, þar sem m.a. er tilgreint hugsanlegt kaupverð íbúðar, er tímabært að skoða sig um á fasteignamarkaðnum. \ íbúð fundin - gert kauptilboð. V_—A Þegar seljandi hefur gengið að tilboði, sækir tilvonandi kaupandi um skuldabréfa- skipti við húsbréfadeildina, þ.e. að skipt verði á fasteignaveðbréfi, útgefnu af kaupanda og húsbréfum, sem verða eign seljanda. Fasteigna- veðbréfið getur numið allt að 65% af kaupverði íbúðarinnar. /\ (v \Afgreiðsla húsbréfadeildarinnar. ___\ Húsbréfadeild metur veðhæfni íbúðarinnar og matsverð og athugar greiðslugetu væntanlegs íbúðarkaupanda með tilliti tii kaupverðs. Samþykki hún kaupin sendir hún væntanlegum kaupanda fasteignaveðbréfið til undirritunar, útgefið á nafni seljanda. /\ ^ \ Kaupandinn lætur þinglýsa kaupsamningnum. ^j/\Seljandi lætur þinglýsa fasteignaveðbréfinu. \ Kaupsamningur undirritaður - - - fasteignaveðbréf afhent //^ X^Seljandi skiptir á fasteigna- veðbréfi fyrir húsbréf. seljanda. íbúðarkaupandi og íbúðarseljandi gera með sér kaupsamning og seljandinn fær afhent fasteigna- veðbréfið. Fram að 15. maí 1990 eiga þeir einir aðgang að húsbréfakerfinu sem sóttu um húsnæðislán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 15. mars 1989 og hafa lánsrétt. SAMÞYKKI HÚSNÆÐISSTOFNUNAR ER SKILYRÐI. Það er skilyrði fyrir skuldabréfaskiptum, að greiðslugeta hlutaðeigandi íbúðarkaupanda og veðhæfni íbúðar hafi verið athuguð áður en íbúðarkaup eiga sér stað og að húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar samþykki íbúðarkaupin. Æ, Cý\Greiðslur kaupanda hefjast. \__\ Húsnæðisstofnun innheimtir afborganir af fasteignaveðbréfinu af kaupandanum. Þær hefjast á 2. almennum gjalddaga frá útgáfudegi fasteignaveðbréfsins, en gjalddagar eru 4 á ári. i j i j 1 j 1 í I HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBREFAOEiLÐ SUÐURLANDSBRAUT 24 -108 REYKJAVÍK SÍMI -696900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.