Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1990 31 „Dagur jarðarinnar“ á sunnudag: Milljónir manna skera upp herör gegn meng- un og náttúrueyðingu igj HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI 696900 San Francisco. Reuter. „DAGUR jarðarinnar" er á sunnudag og ætla þá náttúruunn- endur víða um heim að taka til hendinni, safna saman rusli, planta út trjám og syngja móður náttúru lof og dýrð. Segja banda- rískir skipuleggjendur dagsins, að margir þátttakenda, allt að 100 milljónir manna, ætli að skilja bílana eftir heima til að draga úr mengun og í París ætl- ar umhverfísverndarsinnað fólk að fara um borgina á reiðhjólum og hjólaskautum. Við Sigurbogann í París, þar sem ókunni hermaðurinn hvílir, verður athöfn til minningar um alla þá, sem látið hafa lífið í náttúruslysum af mannavöldum, og í Japan hafa ver- ið skipulagðir 100 einstakir atburð- ir. Þá vonast hópur sovéskra, kínverskra og bandarískra fjall- göngumanna til að komast upp á Everest, hæsta fjall í heimi, og til hvers? Jú, til að taka til á toppnum og flytja burt ruslið, sem aðrir hafa skilið eftir. Efnt var til fyrsta „Jarðardags- ins“ fyrir 20 árum og þá með því að taka blikkbelju gröf og sóða út á skrifstofum þekktra stórfyrir- tækja. Þá var öfgafull róttækni í fyrirrúmi en nú einkennist baráttan af hófsemi en jafnframt miklu meiri þunga en fyrr. A sunnudag hafa verið skipu- lagðar aðgerðir í 140 löndum alls og má sem dæmi nefna, að í Saar- briicken í Vestur-Þýskalandi ætla menn að mótmæla því, að járn- brautarnetið þar verði aflagt að hluta til að rýma fyrir eiturspúandi bifreiðum og á Bretlandi hafa kvennasamtök skorið upp herör gegn „umbúðafárinu". Segja þær raunar, að umbúðirnar séu oft og tíðum ekki aðeins umhverfisspillir, heldur einnig skálkaskjól fyrir hvers kyns okur og hvetja fólk til að rífa ónauðsynlegar umbúðir utan af vörunni og skilja eftir í verslunum. í Kína ætlar Li Peng forsætisráð- herra að flytja ávarp til þjóðarinnar um umhverfismál og í Brazilíu, þar Það sem helst hann var- ast vann... Vestur-Berlín. dpa. HEINZ Ernst, yfirmaður umferðarlögreglunnar í Vestur-Berlín, hefur verið rekinn úr starfi fyrir að þverbijóta umferðarlögin með glæfralegum akstri. Aðstoðarlögreglustjórinn í Vestur-Berlín, Dieter Schenk, sagði að lögreglumenn hefðu stöðvað Ernst, yfirmann sinn, í febrúar síðastliðnum en þá var hann á 117 km hraða á vegi þar sem hámarkshraðinn var aðeins 60 km á klukku- stund. Málsbætur átti hann sér engar og því var ekki um ann- að að ræða en vísa honum úr starfi. Heinz Ernst er 59 að aldri og hefði farið á eftirlaun næsta haust. Frá og með 15. maí 1990 stendur húsbréfakerfið öllum opið við kaup og sölu notaðra íbúða. Fer inn á lang flest heimili landsins! sem þriðjungur allra regnskóganna grær, ætla skólabörn að planta út tijám í Amazonlandinu. I Banda- ríkjunum verður auk annars efnt til funda og hljómleika og Times- torgið í New York verður lokað bif- reiðaumferð fram eftir degi. Baráttan fyrir náttúrunni er baráttan fyrir lífinu: Skógur, sem súrt regn hefur drepið. og sala íbúðar Húsbréf eru skuldabréf sem seljandi íbúðar getur fengið hjá húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, í skiptum fyrir fasteignaveðbréf, sem kaupandi íbúðarinnar gefur út. Húsbréf eru verðtryggð og gefin út með föstum vöxtum til 25 ára. Húsbréf eru með ríkisábyrgð og undanþegin skatti. \Umsögn ráðgjafastöðvar er skilyrði fyrir tilboði. Allir kaupendur í húsbréfakerfinu verða að hafa í höndum skriflega umsögn ráðgjafastöðvar Húsnæðisstofnunar um greiðslugetu sína og kaupverð íbúðar, áður en þeir geta gert seljanda kauptilboð. Hvemig fer sala íbúðar fram? m Seljandi fær kauptilboð. Tilvonandi kaupandi sýnir seljanda umsögn ráðgjafastöðvar og gerir honum kauptilboð með tilliti til greiðslugetu sinnar skv. umsögninni. /\ XTilboði tekið með fyrirvara um ^ \ skuldabréfaskipti. Þegar samkomulag hefur náðst um kaupverð, samþykkir seljandi kauptilboðið með fyrirvara um skuldabréfaskipti við húsbréfadeild Húsnæðisstofn- unar. Allt að 65% af kaupverði íbúðarinnar getur verið fasteignaveðbréf sem kaupandinn gefur út og seljandinn fær skipt fyrir húsbréf. Fasteignaveðbréfin geta verið tvö, ef seljandi þarf að aflétta skuldum sem kaupandi tekur ekki við, frumbréf og viðauka- bréf. Undirbúningur að skuldabréfa- \ skiptum. Þegar seljandi hefur gengið að tilboði, fer tilvonandi kaupandi fram á skuldabréfaskipti við húsbréfadeildina. Afgreiðsla húsbréfadeildar. \ Húsbréfadeild metur veðhæfni íbúðar og matsverð og athugar greiðslugetu væntanlegs kaupanda. Samþykki hún kaupin, sendir hún væntanlegum kaupanda fasteignaveð- bréfið, útgefið á nafni seljanda. Kaupsamningur undirritaður - fasteignaveðbréf afhent seljanda. íbúðarkaupandi og íbúðarseljandi gera með sér kaupsamning og kaupandi afhendir seljanda fasteignaveðbréfið. Z\T Kaupandi lætur þinglýsa \ kaupsamningnum. Seljandi lætur þinglýsa fasteignaveðbréfinu. Fram að 1S. maí 1990 eiga þeir einir aðgang að húsbréfakerfinu sem sóttu um húsnæðislán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 15. mars 1989 og hafa lánsrétt. Seljandi skiptir á fasteigna- . veðbréfi fyrir húsbréf. Óski seljandi eftir því að fá húsbréf, fær hann þau afhent hjá húsbréfadeildinni í skiptum fyrir fasteignaveðbréfið. Húsnæðisstofnun annast inn- l\ heimtu fasteigrL.v'ðbréfsins af kaupanda, enda orðinn eigandi pess, þegar hér er komið. Seljandi ráðstafar húsbréfunum k að vild. Seljandi getur átt bréfin, notað þau við íbúðarkaup eða leyst þau út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.