Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR Í9. APRÍL 1990 9 Það margborgar sig að lesa þessa auglýsingu mm m m FERMNGARBARNA :: Til hamingju með ferminguna. Þú ert í óða si önn að búa þig undir lífið. Eitt af því, sem full- orðnir verða að kunna á en unglingar á þínum aldri koma yfirleitt ekki nálægt, eru fjármál. Það ti; er eðlilegt að fullorðnir taki lán til þess að eign- ast íbúð, bíl eða heimilistæki. En það er mikil- vægt að þú lærir að búa þig undir slíkar fjárfest- ingar með því að spara í dag og eiga þegar þar | að kemur fyrir t.d. bílprófi, langskólanámi eða II jafnvel íbúð. Með skynsamlegum spamaði lætur j| Iþú vextina vinna fyrir þig, en þarft ekki að vinna fyrir vöxtunum, sem gerist ef þú tekur lán til 1 þessara hluta. 1 Hugmyndin að baki EININGABRÉFUNUM er sú að margir smáir sparifjáreigendur leggi í pott og sameinist um það að kaupa skuldabréf, sem hver og einn ræður ekki við en gefa mjög góða ávöxtun. Einingarnar og þar með verðbréfa- eignin hækka síðan daglega vegna verðbólgu og 1 vaxta. Á þennan hátt fær sparifjáreigandinn háa vexti á sparifé sitt. Einingabréfin er hægt að kaupa fyrir hvaða upphæð sem er, alveg niður í nokkur Íþúsund krónur. Þú hefur eflaust heyrt af vandræðum fullorð- ‘ inna, sem steypt hafa sér í skuldir af kappi frekar en forsjá. HUGLEIDDU HVORT EKKI SÉ SKYNSAMLEGRA AÐ SPARA FYRST OG KAUPA SVO OG EIGA ÞANNIG ÁHYGGJU- MINNI ÆVI. Líttu við hjá okkur í Kringlunni 5 og f áðu aUar frekari upplýsingar um sparnaðarmöguleika. Sölugengi verðbréfa 19. apríl 1990: EININGABRÉF 1 4.819 EININGABRÉF 2 2.638 EININGABRÉF 3 3.171 SKAMMTÍMABRÉF 1.637 1 Tillaga Davíðs OddssonaF samþykkt samhjjóða i borgarráði: I Tiilaga 1 iRekstri Áburðarverk- bmiðjunnar verði hætt t Óþörf áhætta Deila er risin milli Reykjavíkurborgar og ríkis- stjórnar um framtíð Aburðarverksmiðju ríkis- ins í Gufunesi. Eins og kunnugt er sam- þykkti bo.rgarráð samhljóða tillögu Davíðs Oddssonar borgarstjóra, þar sem þess er krafist að ríkisstjórnin taki strax ákvörðun um að leggja verksmiðjuna niður. Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra og Halldór Ásgrímsson, starfandi forsætisráðherra, hafa snúist gegn þessari samþykkt. Borgarstjóri telur, að ekki sé verjandi fyrir ríkisstjórnina að taka þá áhættu sem verið sé að taka með því að halda rekstri verksmiðjunnar áfram. Er staldrað við þetta mál í Staksteinum í dag. Tankurinn bil- aði ekki I Morgunblaðinu í gær vísar HalUlór Asgríms- son, stariandi forsætís- ráðherra, til þess að 1988 hafi niðurstaða athugun- ar á vegum ríkisvaldsins orðið sú, að tryggja ætti öryggi við áburðarverk- smiðjuna með því að reisa þar nýjan tank und- ir ammoníak. Siðan segir Halldór: „Nú er það svo að smíði þessa tanks hefur því miður tekið lengri tíma en upphaficga var gert ráð fyrir og m.a. þess vegna áttí þessi at- burður á páskadag sér stað. Ríkisstjórnin hefur ekki fengið neinar nýjar upplýsingar um málið en mun væntanlega fá þær á næstunni, eftír að rami- sókn hefur farið Iram. Að mínu mati er ekki ástæða tíl þess að breyta um þá stefnu sem mörk- uð var í upphafi árs 1988, fyrr en lrekari upplýsing- ar liggja fyrir.“ Þegar köiuiuð eru at- vik óhappsins á páskadag blasir allt annað við en starlandi forsætísráð- herra segir i hmum tíl- vitnuðu orðum, hafði málið þó verið rætt á fúndi ríkisstjómarinnar á grundvelli gi-einargerðar frá Vinnueftírlití rikisins. í þeirri gremargerð kem- ur einmitt fram, að óhappið gat gerst við hvaða tank sem er, því að um það var að ræða, að starfsmenn höfðu „gripið tíl þess ráðs að hleypa gasinu beint út í andrúmsloftíð frá geym- inum um loka þaim sem eldurinn kviknaði við“. Vegna stíflu í barka var þetta eldfima gas ekki sent um borð í skip, er lá við bryggju verksmiðj- unnar. Það virðist því hreinn misskilningur hjá stariandi forsætísráð- herra, að nýr tankur hefði breytt þessari at- burðarás. Kannski kemst ráðherrann að atmarri niðurstöðu um framtíð verksmiðjunnar, þegar liann áttar sig á því, sem raunverulega gerðist í henni síðdegis á páska- dag. Frá því hefur skýrt að íbúasamtök Grafarvogs ætli að efiia til opins borgarafúndar á laugar- dag um áburðarverk- smiðjuna og hafi borgar- sfjóra, borgarstjórn, al- þingismönnum og emb- ættísmönnum verið boðið þangað. Fer vel á því að kalla á allt þetta fólk til fundar um þetta alvar- lega mál, en mestu skipt- ir auðvitað fyrir íbúana að fa ráðherra á fúnd til sín og þá sérstaklega Steingrím J. Sigfusson landbúnaðarráðherra sem ber pólitíska ábyrgð á starfrækslu áburðar- verksmiðjiumar. Um- mæli starfandi forsætís- ráðherra um óhappið á páskadag bera með sér, að einnig væri gott að fá hann á vettvang, svo að hann áttaði sig sem best á því um hvað málið snýst. Hræðsluáróð- ur Umræður um hættuna af áburðarverksmiðjuimi snúaíst um raunverulega atburði sem hafa gerst í nágrenni þéttbýlasta staðar á landinu, á þeim stað þar sem mesta hætta getur orðið í landinu að matí lögreglunnar. Við slíkum atburðum verða stjóriunálamenn að sjálf- sögðu að bregðast eftír þeirri ábyrgðartílfinn- ingu, sem þeir hafa hver og einn. Þeir verða að meta stöðuna í heild og taka tillit tíl fleiri þátta en fjárhagslegra. Guðjón Petersen, forstjóri Al- mannavaraa rikisins, minnist á einn þessara þátta, hræðsluna og ótt- ann, í Morgunblaðinu í gær, þegar hami segir, að hættuboð frá al- mamiavöraum getí jafin- vel valdið íbúum meiri hættu en sú vá sem yfir- vofandi er. „Búast hefði mátt við því að allt að 800 manns hefðu sturlast úr hræðslu, og það má ætla að 5-10% af íbúunum hefðu brugðist við af skelfingu og til dæmis hlaupið út og hafið leit að böraum sinum. Þama er því verið að tala um gífúrlegan fjölda fólks sem hefði átt um mjög sárt að binda í langan tíma á eftír, auk þeirrar slysahættu sem skapast hefði.“ Ekki munaði nema fá- einum minútum að þetta ástand skapaðist á höftið- borgarsvæðinu, sem lýst er hér að ofan. Tilvist áburðarverksmiðjunnar í Gufúnesi veldur því, að það kann að skapast að nýju. A að taka slíka áhættu? Af þeim þingmönnum sem nú sitja á Alþingi Islendinga hafa fáir lagt sig meira fram um að stunda hræðsluáróður en Steingrímur J. Sigfússon, núverandi landbúnaðar- ráðherra. Hefur hann einmitt sérhæft sig í slíkum áróðri vegna mannvirkja og er þar sérstaklega visað tíl rat- sjárstöðva og varaflug- vallar er gætí þjónað flugvélum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Við- búnaðúr liðsins og þátt- taka íslands í varaarsam- starfinu innan Atlants- hafsbandalagsins miðar einmitt að því að koma í veg fyrir að hættuástand skapist, til þess er til dæmis eftírlitið úr rat- sjárstöðvunum. Steingrímur J. Sigfússon hefúr hins vegar lagst alfarið gegn þeim á þeirri forsendu, að þær kalli sérstaka hættu fyrir íbúa í nágrenni við þær og landið allt og þjóðina. Þá hefúr hann verið ómyrk- ur í máli um hættur vegna vamarliðsins og líkur á kjarnorkuárás á landið. Vegna þessa alls hefúr hann viljað að landið verði vamarlaust. og síst af öllu mátt heyra mhmst á starfeöryggi eða fjárhagslegar ástæður í umræðum um þau mál öll. Þegar þessi sami þing- maður og núverandi ráð- herra stendur frammi fyrir úrlausnarefiii á verksviði sínu, þar sem við blasa raunveralegar likur á gífúrlegri hættu, telur hann ástæðulaust að fiira að óskum þeirra, sem vilja ekki taka neina áhættu og tryggja öryggi borgaramia sem best. Ef tíl vill lítur Steingrimur J. Sigfiússon aðcins þaim- ig á, að hami sé sjálfum sér samkvæmur, það er að kröfúmar um varaar- leysi lands og þjóðar og að áhætta sé tekin með áburðarverksmiðju í þéttbýli séu í eðli sínu skyldar. FEKMINGARGJÖFIN í ÁR Ertu í vandræðum með að finna réttu fermingargjöfina handa ungri stúlku, sem langar ekki í hljómtækjasamstæðu, tölvu, hest eða utanlandsferð, þá gæti saumavél verið svarið. Nytsöm og eiguleg framtíðarfjárfesting. I Við bjóðum upp á margar tegundir af 4Ú1M3 saumavélum. Þar á meðal €223SI 1047 Tiptronic á aðeins kr. 49.965,- stgr. (Verð áður kr. 63.900,-) PFAFF Borgartúni 20 og Kringlunni S: 26788 S:689150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.