Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990 ■ EFTIR að hafa gert könnun á meðal flokksmanna, hefur uppstill- inganefnd kjördæmisráðs Reykjavíkur ákveðið framboðslista Flokks mannsins í komandi borg- arstjómarkosningum þann 26. maí nk. Fyrstu 15 sæti listans skipa eftirtaldir: 1. Ashildur Jónsdóttir, markaðsstjóri. 2. Sigríður Hulda Richards, verslunarmaður. 3. Halldóra Pálsdóttir, sölumaður. 4. Friðrik Valgeir Guðmundsson, málmiðnaðarmaður. 5. Einar Leo Erlingsson, nemi. 6. Sigurður Sveinsson, leigubílsstjóri. 7. Þórir Karl Jónasson, verkamaður. 8. Svanhildur Óskarsdóttir, fóstra. 9. Guðmundur Sigurðsson, bréf- beri. 10. Aslaug Ó. Harðardóttir, kennari. 11. Steinunn Pétursdótt- ir, húsmóðir. 12. Stígrún Asta Asmundsdóttir, fiskverkunarkona. 13. Brynjar Ágústsson, nuddari. 14. Ásbjörn Sveinbjörnsson, bókagerðarmaður. 15. Guð- mundína Ingadóttir, .verslunar- stjóri. ■ SERSTÖK trúboðssamkoma og kvöldvaka verður á Hjálpræðis- hernum, Kirkjustræti 2, Reykjavík í kvöld, kl. 20.30. Trú- boðinn kafteinn Miriam Óskars- dóttir sem hefur starfað í Panama í rúm fimm ár, mun ásamt herkon- unni Karinu Aparicio frá Panama syngja og tala á spænsku og íslensku. Sérstök trúboðsfórn verð- ur tekin til starfsihs í Panama. 011- um er heimill aðgangur. HÆTTID AD BOGRA VID ÞRIFIN! Hú fást vagnar með nýrri vindu par sem moppan er undin með éinu handtaki án þess að taka þurfi hana afskaftinu. Moppan fer alveg inn i horn og auðveldlega undir húsgögn. Einnig er hún tilvalin í veggjahreingerningar. Þetta þýðir auðveldari og betri þrif. IBESTAI Nýbýlavegi 18 Sími 641988 Tölvulist Myndlist Bragi Ásgeirsson Eðlilega hafa menn velt fyrir sér möguleikum tölvunnar og þeirrar tækni, er henni tengist til listsköpunar. Löngu er vitað að töivan getur verið til mikiliar hjálpar í hvers konar útreikningum, sem tengjast skapandi hlutum og auðveldað listamönnum eða þeim, er útfæra listaverk fyrir listamenn, störf sín á marga lund. En sem listmiðill í sjálfu sér er tölvan ennþá lítt kannaður heimur, en menn eru þó sem óð- ast að rannsaka þetta svið, svo sem menn hafa einnig mætt ann- arri nýtækni á svipaðan hátt t.d. offsettæknina er hún kom fram á sínum tíma, svo eitthvað sé nefnt. Ég vel offsettæknina til saman- burðar, vegna þess að hún gerði tæknina nákvæmari, en um leið blóðlausari og það er einnig hin mikla hætta við tölvutæknina. Andstæðan var t.d. hið náttúru- lega steinþryk'k, en allt sem tengdist því hafði með þróun lífsins að gera eða ailt frá kalk- steininum til hins fljótandi gúmmís (gumi arabicum), sem er náttúruefni og notað hefur verið lengi í lyfjaiðnaði. Eftir að alls konar nýtækni hafði t.d. tröllriðið grafík-heimin- um um árabil, leituðu listamenn- imir aftur til náttúruefnanna, því Darcy Gerbarg að geviefnin gerðust fljótlega leiðigjörn og grafík-verkin þannig eitthvað svo undarlega blóðlítil, er frá leið. En hvort þetta eigi við tölvuna veit ég ekki fullkomlega, því að svo langt nær þekking mín ekki, enda um svo nýjan miðil að ræða, en ástæða er tii fyllsta varkárni og spá á hvorugan veginn. En rannsóknir á möguleikum tölvunnar sem tjámiðli eru vita- skuld af hinu góða, og því fagnar maður sýnishorni listar Darcy Gerbarg í Menningarstofnun Bandaríkjanna við Nesveg þessa dagana og hvetur listamenn til að leggja leið sína þangað og kynna sér nýtæknina. Gerbarg er forstöðumaður töfvulistadeildar Myndlistarskól- ans í New York (School of Visual Art) og mun hafa haft ómæld áhrif á fyrstu kynslóð bandarískra listamanna sem hafa nýtt sér þá möguleika sem tölvugrafík býður upp á. Þá er og einnig ástæða til að hvetja sem flesta listamenn til að lesa stórfróðlegt viðtal við lista- konuna í Menningarblaði blaðsins frá 11. apríl. Það eru nefnilega einmitt slík milliliðalaus, lifandi og efnisrík viðtöl, sem skapa list- umræðu, en síður hástemmdar ritgerðir listsögufræðinga eða starfandi listrýna, og því vil ég sérstaklega vísa til ritsmíðarinn- ar, sem gerir allar langar útlistan- ir á þessum atriðum óþarfar hjá mér. Það er svo margt athyglis- vert og hárrétt, sem fram kemur í viðtalinu um ótrúlega möguleika tölvunnar og einnig tii annarra þarfa en beinnar listsköpunar. Það er t.d. heilmikið sagt í einni setningu er Gerbarg lýsir því yfir „að tölvan sé rissblokk sín með innbyggðum litum“. Sjálfur á ég Machintosh II tölv- una og ýmis þau forrit, sem lista- konan kom með og þekki því dá- lítið til mála, en kunnátta mín í meðferð þeirra er ennþá af skorn- um skammti. Það sem máli skiptir, er að sem flestir kynni sér þessa tækni og þótt sýningin sé ekki stór og myndirnar sannfæri þá kannski ekki fyllilega, þá eru það mögu- leikarnir, sem máli skipta og þeir eru sannarlega fyrir hendi. Ber að þakka fyrir þessa ágætu heimsókn og framtak Menningar- stofnunarinnar. Kolteikningar Myndlistarkonan Ragnheiður Jónsdóttir sýnir um þessar mund- ir þrettán stórar kolteikningar í kjallarasölum Norræna hússins. Ragnheiður er þekktust fyrir málmgrafíkmyndir sínar, sem víða hafa farið og hafa borið hróð- ur hennar og íslenzkrar listar vítt um lönd. Jafnan hafa myndir hennar verið í stærri kantinum, því að hún hefur tilhneigingu til slíkra vinnubragða frekar en að vilja vera með í þróuninni, en eins og kunnugt er virðast myndlistarverk stöðugt verða stærri og stærri í heiminum í dag og jafnframt þyngri um leið. Þessar kolteikn- ingar Ragnheiðar, sem marka nýjan kafla í myndsköpun henn- ar, eru þó mun stærri grafíkverk- unum, en útfærsla þeirra er þess eðlis, að þær njóta sín mun betur í þessari stærð en væru þær minni, svo að segja má, að Ragn- heiður hafí hér hitt á réttu stærð- ina. Eins og fyrri daginn þá gengur listakonan hreint og umsvifalaust til verks, en byggir þó myndir sínar upp á afmarkaðri tækni, sem hún vinnur úr á ýmsan veg. Á stundum er líkast því sem sjálf náttúruöflin séu á ferð, og hér sé verið að vísa til hinna ýmsu veðrabrigða og tilbrigða, er þau skapa í lofti og .gróandi. Þá er líkast sem fíðrildasveimur sé að ólmast um í sumum myndanna og þá kannski í misvindasömum Ragnheiður Jónsdóttir veðurham. Enginn litur er í myndunum og það er styrkur þeirra, þótt þær virki eitthvað hrárri fyrir vikið, en það held ég að komi minna að sök, þar sem þær eru einar á vegg en margar saman, í að litur í slíkum teikningum getur verið mjög viðsjárverður nema í hönd- um þeirra, er kunna rétt með að fara og þeir eru fáir. Það er þó alls ekki tilfellið, að Ragnheiður hafi snúið bakinu við málmgrafíkinni, heldur er hér um útvíkkun tæknisviðsins að ræða og nauðsynlega hvíld frá þeim vanavinnubrögðum, sem grafíkin býður upp á. Það er hárrétt af- staða og trúa mín er sú, að lista- konan hafi dijúgan ávinning af. Þetta er heildstæð og hrifmikil sýning, sem listakonan Ragnheið- ur Jónsdóttir hefur mikinn sóma af og ánægjulegt er að sækja heim. Aukatónleikar Sinfónmhljómsveitarinnar; Amerísk söng- leikjatónlist TÓNLIST úr amerískum söngleikjum verður viðfangsefhi Sinfóníu- hijómsveitar íslands á aukatónleikum hljómsveitarinnr nk. fóstudag, 20. apríl, í Háskólabíói. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO RUTLAND Jf J| ÞÉTTIEFNI Á ÞÖK - VEGGI - GÚLF ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 Flutt verða verk eftir John Will- iams, Aaron Copland, Leonard Bemstein, Lerner og Lowe, Eric Knight, Roger og Hammerstein, Cole Porter og Leigh og Hayman. Meðal annars verður flutt verk úr My Fair Lady, Kiss me Kate, Gigi, f Carouselle og The Cowboys. Einsöngvarar verða bandarísku söngvararnir Ann Gresham, sópran og James Javore, baritón. Þau hafa bæði getið sér gott orð sem söngv- arar f Bandaríkjunum. Javore býr í New York, en syngur í flestum tónleikahúsum á austurströnd Bandaríkjanna. Hann er jafnframt ejnsöngvari dómkirkju heilags Pat- j-eks i New York. Ann Gresham hefur hiotið margháttaða viður- kenningu fyrir söng sinn. Hún þyk- ir jafnvíg á nútímatónlist sem klassíska. Hljómsveitarstjórinn Murry Sidlin stjórnaði á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Há- skólabíói í fyrra, þar sem einnig var flutt amerísk söngleikjatónlist. Sidl- in er tónlistarstjóri sinfóníuhljóm- sveita New Haven og Long Beach og hefur hlotið lof fyrir listrænan metnað fyrir hönd þessara hljóm- sveita og góðan árangur. Miðar á tónleikana verða seldir í Gimli við Lækjargötu á föstudag og í Háskólabíói við upphaf tónleik- anna. (Úr fréttatilkynningu) ■ FÉLAGSSTARF aldraðra hjá Reykjavíkurborg fagnar komanda sumri á sumardaginn fyrsta, 19. apríl í félagsmiðstöðinni Glym í ftýóddinni. Fjölbreytt dagskrá verður á hátíðinni og má þar nefna kórsöng, danssýningu, upplestur og tískusýningu ásamt kaffiveitingum. I lok hátíðarinnar verður stiginn dans. Nánari upplýsingar er unnt að fá á öllum níu félagsmiðstöðvun- um sem Reykjavíkurborg rekur í höfuðborginni. Hátíðin hefst kl. 14 og munu flestar félagsmiðstöðvarn- ar bjóða upp á akstur fram og til baka fyrir vægt gjald. ■ Á S UMARDA GINN fyrsta mun Skátafélagið Kópar sjá um sumarhátíð í Kópavogi. Hátíðin hefst kl. 13.30 með skrúðgöngu frá Menntaskólanum oggengið verður að íþróttahúsinu við Digranes. Þar verður inniskemmtun og hefst hún kl. 14. Meðal skemmtiatriða verða fimleikasýningar frá Gerplu, dans- atriði frá dansskóla Sigurðar Há- konarsonar, Virgill kemur ásamt félögum sínumí Leikfélagi Kópa- vogs, hljómsveitin Upplyfting leik- ur fyrir dansi o.fl. Hlutavelta og apdlitsmálning verður á staðnum. í íélasheimili Kópavogs, 1. hæð, verður boðið upp á kaffiveitingar. ■ SUMARDAGURINN fyrsti í Ilafnarfirði verður með hefð- bundnum hætti. Skrúðganga verður frá Skátaheimilinu kl. 10 og kl. 11 hefst skátamessa í Víðistaða- kirkju. Prestur er séra Sigurður H. Guðmundsson. Víðavangshlaup Hafnarfjarðar hefst kl. 13. Skrán- ing fer fram í anddyri Bæjarbíós. Félagsmiðstöðin Vitinn heldur sumarfagnað fyrir alla fjölskylduna á sumardaginn fyrsta kl. 14—16. Margt verður til gamans gert. Uti verður boðið upp á margvísleg skemmtiatriði, svo sem dans og söng. Oskar og Emma koma í heimsókn, Unglingaleikhúsið sýn- ir atriði úr leikriti, Hjálparsveit skáta verður með sýningu á hluta tækjabúnaðar síns og óvænta uppá- komu um kl. 15 og margt fleira. Inni í félagsmiðstöðinni verður líka Ijölbreytt dagskrá því þar verður kynning á starfsemi Vitans, fóstra verður með föndurhorn fyrir litlu börnin, ýmis fyrirtæki kynna starf- semi sína o.fl. Og auðvitað er mömmu og pabba boðið upp á mola- kaffi og kátir krakkar fá popp. Byggðasafnið og Sjóminjasafnið eru opin frá kl. 14—18. Kaffistofan í Hafnarborg er opin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.