Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1990 Unglingar gegn ofbeldi Hugleiðingar um áhrif myndmiðla eftir Guðrúnu Birgisdóttur Það er ekki laust við að fólki hafi brugðið þegar fjölmiðlar greindu frá því að ofbeldi virtist fara vaxandi í höfuðborginni. Upp á síðkastið hafa síðan frekari fréttir af ofbeldi fengið fólk til að leiða hugann að möguleg- um orsökum. Útideild unglinga í Reykjavík og samjtarfsaðilar veltu fyrir sér þeirri staðreynd að ofbeldi meðal unglinga yrði stöðugt meira áberandi. Útideild lýsti einnig yfir áhyggjum sínum varðandi viðhorf margra unglinga til ofbeldis. Þetta viðhorf er sagt einkennast af af- stöðuleysi og því að unglingum þyk- ir ofbeldi spennandi. Svokallaðar of- beldisvikur undir yfirskriftinm Ungl- ingar gegn ofbeldi eru afstaðnar og þar var markmiðið að vinna gegn ofbeldi og skapa umræðu meðal al- mennings og ekki síst meðal ungl- inga, um ofbeldi, bæði líkamlegt og andlegt. í frásögnum af líkamlegu ofbeldi kemur fram að það felist að mestu í hnefahöggum og spörkum, þótt hnífa- eða vopnaburður þeirra sem að árásunum standa hafí auk- ist Stór hluti ofbeldisins virðist án tilefnis en í vissum unglingaklíkum er álitið að um nokkurs konar pmann- dómsvígslur" sé að ræða. A fundi sem undirbúningsnefnd átaksins átti með fréttamönnum kom fram að eðli ofbeldis meðal unglinga hefur breyst á allra síðustu árum. Ofbeldið er sagt harðara og unglingarnir sem þar eiga hlut að máli beita yfírveguð- um og lærðum aðferðum. I umræðum hafa menn velt fyrir sér orsökum þessa aukna ofbeidis meðal unglinga og meðal annars bent á að þeir ungl- ingar sem nú eru á aldrinum 14-16 ára sé fyrsta kynslóðin sem vex upp við hina svokölluðu myndbandabylt- ingu. Hluti myndbanda á markaðin- um eru myndir sem innihalda ofbeld- isatriði, oft nokkuð hart ofbeldi. Hluti ÞAD MAR9 BORGAR SK AÐ LÁIA FAGMENN í. Meistara- og verktakasambandi byggingamanna eru fag- menn á öllum sviðum byggingariðnaðar. Hjá okkur fœrðu upp- lýsingar um iðnaðarmenn og verktaka, sem eru í Viðgerðddeild M .V. B. Við tryggjum að þú fáir bestu iðnaðarmenn sem völ er á til að vinna fyrir þig. —Þannig er verkinu borgið. AÐILAR VIÐGERÐADEILDAR M .V. B. Almenna verkþjónusfan hf. Nýbýlavegi 24, 200 Kópavogur s: 642280 Eggert Bergsson húsasmlðameistari Daltúnl 36, 200 Kópavogur s: 43281 Eggert Steinþórsson húsasmfðamelstari Ftfuseli 22, 109 Reykjavík s: 75359 Guðmann H. Ingjaldsson húsasmfðameistari Dúfnahólum 4, 111 Reykjavík s: 73941 Guðmundur Guðbjartsson hf. Kelduhvamml 7, 220 Hafnarfjórður s: 52165 Helgi G. Jónsson mólarameistari s: 42223 Nýbýlavegi 82,200 Kópav. (32280 skllaboð) Hólmsteinn Pjetursson múraramelstari Bugðulœk 7, 105 Reykjavfk s: 670020 Jónas Grétar Sigurðsson húsasmfðameistari Safamýri 52, 108 Reykjavík s: 681112 Málningarþjónustan Hðfn hf. s: 667690 Vfðir Jóhannsson málarameistari 985-31016 Dvergholti 7, 270 Mosfellsbcer hs: 667678 Ólafur Óskar Einarsson múraram. s: 624426 Snœlandi 3, 108 Reykjavfk hs: 83877 Sigurður Ingi Georgsson húsasmfðameistari Espigerði 18, 108 Reykjavfk s: 36822 Svavar Guðnl Svavarsson múrarameistari (Miklubraut 50) s: 21508 Theódór J. Sólonsson húsasmfðam. s: 76747 Eyktarási 3, 110 Reykjavfk 985-25605 Eykt sf. Vemd hf. Smiðjuvegi 4b, 200 Kópavogur s: 641150 Þorstelnn Elnarsson húsasmfðam. s: 20626 Laufásvegi 48, 101 Reykjavfk 985-29055 Óm Jónsson múrarameistari Hraunbrún 15, 220 Hafnarflörður s: 52938 Geymið auglýsJnguna DAGS. 07.04. 1989 MEISTARA’ OG VERKTAKASAMBAND BYGGINGAMANNA SKIPHQLTI 70-105 REYKJAVÍK - SÍMI 91-36282 - FAX 91-38082 þeirra unglinga sem horfír mikið á myndbönd horfír gjarnan á svokall- aðar ofbeldismyndir. Hveiju velta menn fyrir sér sem hafa leitt hugann að mögulegum áhrifum slíkra mynda? Áhrif Qölmiðla Hlutverk fjölmiðla í nútímaþjóðfé- lagi er mikilvægt. Þeir miðla upplýs- ingum, færa okkur heim menningu, skemmta okkur og eru okkur afþrey- ing eftir amstur dagsins. En fjöl- miðlarnir móta okkur og það er löngu kunn staðreynd að áhrif fjölmiðla á stóran hóp fólks má túlka sem þjóðfé- lagsleg áhrif. Þjóðfélagið samanst- endur fólks og öll áhrif sem stórir hópar af fólki verða fyrir snerta þjóð- félagið. Síðastliðna áratugi hafa menn litið á áhrif þeirra á einstakl- inginn í samhengi við öll önnur áhrif sem þessi sami einstaklingur verður fyrir. Börn og unglingar eru hópur sem sérstaklega hefur þótt ástæða til að fylgjast með í allri umfjöllun um áhrif fjölmiðla í nútíma samfélagi. Þessi hópur þykir góður markaður fyrir afþreyingarefni hvers konar og mikið magn af lélegu efni stendur bömum og unglingum til boða. Aðstæður barna og unglinga í fjölmiðlaflóði Þegar byija á umræðu um áhrif fjölmiðla á börn og unglinga þarf fyrst að koma að aðstæðum þeirra í nútímaþjóðfélagi. Þær eru ekki þær sömu og aðstæð- ur barna og unglinga voru fyrir 20 til 30 árum. Hægt er að draga sam- an í átta atriði nokkrar staðreyndir varðandi aðstæður barna og ungl- inga í fjölmiðlaþjóðfélagi. 1. Börn í dag verða fyrir miklum áhrifum frá auglýsingum, kvikmynd- um, sjónvarpi, myndböndum og tón- list svo einhveijir af miðium nút- ímans séu nefndir. 2. Mörg börn eru mikið ein virka daga vikunnar eða með jafnöldrum. 3. Mörg börn verða að vinna ein úr þeim boðskap sem þau fá úr fjöl- miðlunum. 4. Mörg böm (og fullorðnir) nota sjónvarp og myndbönd sem eins kon- ar flótta frá raunveruleikanum, oft óþægilegum raunveruleika, yfír í eins konar fjölmiðla-raunveruleika. 5. Mörg börn taka við boðskap þessara miðla án þess að hafa nokk- urt tækifæri til að skilja hvað það er sem á sér stað til dæmis á sjón- varpsskjánum. 6. Tími fullorðinna í dag með börnum og unglingum markast oft á tíðum af streitu hinna fullorðnu eftir ef til vill langan vinnudag. (Víða erlendis bætist síðan við atvinnuleysi foreldra og það álag sem því fylgir.) 7. Mörg börn vantar viðfangsefni í frítíma sínum eftir að skóla lýkur. 8. Mörg börn vantar traustar fyr- irmyndir meðal hinna fullorðnu. Það eru þessar staðreyndir úr heimi barna og unglinga í dag ásamt eiginleikum þeirra til að meðtaka boðskap fjölmiðlanna sem gefa okkur mynd af aðstæðum þeirra sem fjöl- miðlaneytendur. Islensk æska Öll umræða um börn og hlutverk fjölmiðla í uppvexti þeirra verður að taka mið af uppvaxtarskilyrðum þeirra og möguleika til þroska í hveiju þjóðfélagi fyrir sig. íslensk böm og unglingar í dag búa mörg hver við það að bæði foreldri vinna utan heimilis og vinnudagurinn er jafnvel mun lengri en gengur og gerist víða í kringum okkur. Ofan á þetta kemur síðan að skóladagur þessara barna og unglinga er styttri en hjá jafnöldrum þeirra í nágranna- löndunum. í skýrsiu fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings á síðasta ári um óhóflegt sjónvarpsgláp bama og leiðir til úr- bóta kemur þetta meðal annars fram um sjónvarpsneyslu þeirra f fjöl- miðlaþjóðfélaginu Bandaríkjunum: Þegar meðal barn í þessu þjóðfélagi hefur náð 18 ára aldri hefur það eytt frá 10.000 til 15.000 klukku- stundum í að horfa á sjónvarp. Á sama tíma hefur barnið meðtekið meira en 200.000 auglýsingar af skjánum. Að meðaltali hefur bamið eytt meiri tíma í að horfa á sjónvarp en í skóiaveru. Vegna þessa stóra Guðrún Birgisdóttir „En þegar börn eru far- in að verja stórum hluta frítíma síns fyrir fram- an skjáinn í stað þess að hafast eitthvað ann- að að hlýtur það að hafa áhrif.“ hlutverks sem sjónvarpið gegnir í lífi barna í Bandaríkjunum hefur Banda- ríkjaþing látið sig varða eðli sjón- varpsdagskrár og áhrif hennar á yngsta áhorfendahópinn. í' þessari skýrslu er einnig bent á sem svo oft áður í umfjöllun um börn og sjón- varp að þótt sjónvarpið geti verið og sé jákvæður miðiil, upplýsandi og fræðandi setji menn spurningarmerki við það hvort auglýsingasjónvarp hafi nægjanlega uppfyllt skyldur sínar hvað varðar sjónvarp fyrir börn. Þá er og bent á þá staðreynd að sjón- varpið beri oft á borð fyrir börn yfír- borðskenndar og villandi upplýsingar um þjóðfélagið og umheiminn. Að sjónvarpið afskræmi raunveruleik- ann og að mörg börn skynji það sem þau sjá í sjónvarpinu sem eitthvað sem er tengdara raunveruleikanum en það er. Kannanir á vegum Félagsvísinda- deildar Háskóla Islands á sjónvarps- venjum barna og unglinga á íslandi benda á að til jafnaðar horfi íslensk skólabörn á aldrinum 10-15 ára á sjónvarp í um 27 klukkustundir á hverri viku. Skólavika á íslandi er um 30 klukkustundir og þegar haft er í huga að börn horfa á sjónvarp jafnt í jóla-, páska- og sumarleyfum sem og á öðrum árstímum sést að sjónvarp og myndbönd hafa vinning- inn yfir tímann sem varið er í skólan- um. Kannanir Félagsvísindadeildar hafa einnig bent á fylgni milli aukins sjónvarpsgláps skólabama og minnk- andi bóklesturs þeirra. Árið 1979 var meðaltal sjónvarpsgláps 13 klukku- stundir og sömu böm lásu að meðal- tali tæpar 7 sögubækur á viku. Árið 1985 voru þessar tölur 16 klukku- stundir við sjónvarp á móti 4,4 bók- um. Árið 1988 er klukkustundafjöld- inn kominn í 27 klukkustundir á móti 2,7 bókum. Kannanir á út- breiðslu myndlykla á heimilum skóla- barna í Reykjavík benda á að í kring- um 70% heimila hafa myndlykla. fiyndbandstæki em líklega á um það bil 75% heimila skólabarna í höfuð- borginni og fer sú eign vafalaust vaxandi. Áhrif of mikils sjónvarpsgláps Hvaða þýðingu hefur það fyrir þroska barna og unglinga að þau verji stöðugt meiri tíma fyrir framan sjónvarpsskjáinn? Hvaða þýðingu getur það til dæmis haft fyrir mál- þroska þeirra og hugsanagang? Hvaða þýðingu getur það haft fyrir þroska bams að einn aðalfélagi þess er ef til vill sjónvarpið? Einstaklingurinn þroskast sem manneskja með því að vera með og taka þátt í því sem gerist í kringum hann. Einstaklingurinn tileinkar sér þá menningu sem hann býr við með því að taka þátt í lífinu og þróar þannig með sér meðvitund sina og skilning á umhverfi sínu. í samskipt- um sínum við fullorðna tærir bamið að setja orð og aðgerðir í stærra samhengi og að nota málið sem nokkurs konar verkfæri í samskipt- um sínum við manneskjuna. í leikn- um notar bamið málið, prófar sig áfram. Of mikil sjónvarpsneysla kemur niður á leik bamsins og sam- veru þess með fullorðnum. Það gerir bömum ekkert slæmt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.