Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1990 39 HÚSNÆÐI í BOÐI ÝMISLEGT Hústil leigu Nálægt Kringlunni er til leigu 160 fm vel skipulagt hús með bílskúr, heitum potti og góðri grillaðstöðu. Leigist með heimilistækj- um og getur verið með húsgögnum að hluta. Leigist frá miðju sumri 1990. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. apríl 1990 merkt: „A - 1313“. Til leigu 3ja herbergja falleg íbúð með eða án hús- gagna nú þegar í hjarta borgarinnar. Lysthafendur sendi nöfn og símanúmer í pósthólf 1100, 121 Reykjavík. Til leigu íbúð 3ja herbergja íbúð á góðum stað í Vestur- borginni er til leigu frá 1. maí nk. Tilboð er greini fjölskyldustærð og helstu upplýsingar sendist auglýsingadeild MbL merkt: „Vesturborg - 14144“. HÚSNÆÐIÓSKAST Óskasttil leigu Hús óskast til leigu. Má vera með 2 íbúðum. Leigutími 2-3 ár. Góð umgengni. Tryggar greiðslur. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. apríl merkt: „KK - 14141“. BÁTAR-SKIP Humarbátur Höfum verið beðnir að útvega til leigu bát til humarveiða fyrir traustan aðila. skipasala-skipaleiga; JÓNAS HARALDSSON/LÖGFR. SÍML 29500 Koli - koli - koli Útgerðarmenn athugið Kaupum flestar tegundir af flatfisk, t.d. skar- kola, skrápflúru, sandkola og öfugkjöftu. Aðeins ferskt og gott hráefni kemur til greina. Öruggar vikulegar greiðslur. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 98-31194 á daginn. Á kvöldin og um helgar í síma 98-33987 og 98-33890. Bakkafiskur hf. Eyrarbakka. Söluturn til sölu Söluturn á góðum stað í Vesturbænum til sölu. Mánaðarleg velta 2,5 milljónir. Leigu- samningur til 5 ára getur fylgt. Góðir tekju- möguleikar. Upplýsingar veittar í vs. 91-625030 og hs. 91-689221. Fjársterkur kaupandi/meðeigandi Traust innflutnings- og smásölufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir fjársterkum kaupanda eða meðeiganda. Svar óskast sent auglýsingadeild Mbl. eigi síðar en 24. apríl nk. merkt: „G - 3953“. Farið verður með allar upplýsingar sem al- gjört trúnaðarmál. Handavinnusýning Félagsstarf aldraðra á Seltjarnarnesi heldur sína árlegu handavinnusýningu á sumardag- inn fyrsta, 19. apríl, kl. 14.00-17.00, á Skóla- braut 3-5, jarðhæð. X Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands hefur flutt starfsemi sína af Öldugötu 4 að Fákafeni 11, 2. hæð. Nýtt símanúmer 688188. A —~ Fargjaldastyrkur Umsóknum um fjargjaldastyrk fyrir vorönn 1990 skal skila inn eigi síðar en mánudaginn 7. maí nk. Umsóknir er síðar berast verða ekki teknar til afgreiðslu. Skilyrði fyrir styrkveitingu eru að viðkomandi eigi lögheimili í Hafnarfirði og stundi nám f framhalds- eða sérskólum á höfuðborgar- svæðinu og að sambærilegt nám sé ekki hægt að stunda í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að fá á skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 4. Skipulagssýning Borgarskipulags Reykjavíkur erflutt í Byggingarþjónustuna, Hallveigarstíg 1, Reykjavík. Opið alla virka daga frá 20. apríl til 10. maí kl. 10.00-18.00. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Heilbrigði frá getnaði til grafar Félag íslenskra sjúkraþjálfara heldur ráð- stefnu um heilbrigðismál í Borgartúni 6, 20. apríl frá kl. 13.00-17.00 og 21. apríl frá kl. 10.00-16.00. Skráning verður við upphaf ráðstefnu báða dagana. Iðngarðar hf. - aðalfundur Aðalfundur Iðngarða hf. verður haldinn í Skeifunni 17, 3. hæð, fimmtudaginn 3. maí kl. 17.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja auglýsir Enski skyggnilýsingamiðillinn Dorothy Kenny heldur skyggnilýsingafund í húsi félagsins á Túngötu 22, Keflavík, í kvöld, sumardaginn fyrsta, kl. 20.30. Állir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Stjórnin. Lárósstöðin Aðalfundur Látravíkur hf. verður haldinn laugardaginn 28. apríl nk. kl. 14.00 í fundar- sal SVFR, Háaleitisbraut 68, Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. TILKYNNINGAR HJ'AiPIO Reykjadalur Sumardvöl í Reykjadal 1990 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra mun í júní, júlí og ágúst í sumar starfrækja sumardvalar- heimili fyrir fötluð börn. Umsóknir um dvalarvist þurfa að hafa borist til félagsins á Háaleitisbraut 11, eigi síðar en 8. maí nk. á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Dvalarkostnaður er kr. 3500, á viku. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. u % Byggðastofnun RAUÐARARSTfG 25 • S(MI: 25I33 • PÓSTHÓIF 5410 • 125 REYKJAVÍK íslenskar jurtir Byggðastofnun hyggst standa fyrir tilraun með nýtingu íslenskra villijurta sumarið 1990. Reynt verður að safna, verka og selja nokkrar tegundir jurta, þar á meðal fjörugróð- ur, með það fyrir augum að kanna kostnað, markað og tekjumöguleika. Ef áhugi reynist nægur er hugsanlegt að haldin verði nám- skeið í söfnun og meðferð jurtanna. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í þessari tilraun geta haft samband við neðangreinda starfs- menn stofnunarinnar. Sérstök athygli er vakin á nýju símanúmeri Byggðastofnunar í Reykjavík 99-6600 en þeir sem hringja í það greiða sem nemur innanbæjarsímtali hvaðan sem þeir hringja af landinu: Lilja Karlsdóttir, Byggðastofnun, Reykjavík, símar 91-25133 og 99-6600. Svavar Garðarsson, Búðardal, sími 93-41421. Elísabet Benediktsdóttir, Reyðarfirði, sími 97-41404.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.