Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990 Niðurstaða Hæstarétt- ar forsenda vanskila? eftirHálfdán Kristjánsson Það. vakti nokkra athygli þegar hreppsnefnd Súðavíkurhrepps hafði uppi tilburði til að hnekkja sölu meirihluta stjórnar Frosta hf. í Súðavík á meirihluta hlutabréfa í fyrirtækinu til Togs hf. en meiri- hluti stjórnar Frosta hf. var ásamt framkvæmdastjóra Frosta hf. meirihluti í hinu nýstofnaða pappírsfyrirtæki Togi hf. Taldi hreppsnefndin að hér hefðu fyrr- greindir aðilar verið báðum megin við samningsborðið og því um auð- sætt vanhæfi að ræða eða eins og sagt var: „Þeir seldu sjálfum sér.“ Það sem hreppsnefnd þótti sér- staklega ámælisvert fyrir utan það að vera báðum megin samnings- borðsins var að ekki voru gerðar neinar kröfur um tryggingar gagn- vart hugsanlegum vanefndum samningsins en þar er lagt til grundvallar það viðhorf „við treystum sjálfum okkur“ eins og einn stjórnarmaðurinn sagði í vitnaleiðslunum. Hæstiréttur sagði já amen eftir efninu og taldi ekk- ert aðfinnsluvert við þennan við- skiptamáta þrátt- fyrir að sýnt hafi verið fram á að verulegar vanefnd- ir hefðu verið á greiðslum sam- kvæmt samkomulagi milli annars vegar framkvæmdastjóra Frosta hf. en hann er jafnframt fram- kvæmdastjóri Togs hf. og hins vegar stjórnarformanns Togs hf. en það þótti ekki og þykir víst ekki enn ástæða til að leggja sam- komulagið fyrir stjórn Frosta hf. til umijöllunar. En hvert er nú til- efni þessara skrifa? Er Tog hf. í raun gjaldþrota? Þegar Hæstiréttur felldi úrskurð sinn var skuldabréf sem „félagarn- ir“ áttu að gefa út um kaupin í raun gjaldfallið því þá voru van- skil komin á annan mánuð. Skulda- bréfið sem á að vera að nafnvirði liðlega 31 mkr. og greiðast með Byggingakrani Óska eftir að kaupa byggingakrana og vinnuskúr. Lengd bómu ca. 35 m. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 24. apríl merkt: „B - 14142“. FYRRI LÍF Hallveigarstöðum.Túngötu 14, sunnudaginn 22. apríl kl. 10 til 18 NÁMSKEIÐ Nýtt námskeið sem gerir þér kleift að rannsaka og upp- lifa fyrri æfiskeið. Stuðst er við Kristos-tæknina, sem sýnd var í sjón- varpinu 16. apríl sl. Þessi tækni er ásamt dáleiðslu ein öruggasta og viðurkenndasta aðferðin í dag. EINKATÍMAR Einnig er boðið uppá einkatíma í upplifun fyrri lífa fyrir þá sem vilja persónulega leiðsögn og reynslu undir handleiðslu leiðbein- enda námskeiðsins. Leiðbeinendur eru Garðar Garðarsson og Leifur Leópoldsson. Skráning og nánari upplýsingar fást í símum 17230 og 623211. jöfnum sex mánaða greiðslum er nú framreiknað tæplega 62,5 mkr. Þegar tæpur mánuður er í þriðja gjalddagann hefur ekki einu sinni verið önglað inn fyrir fyrsta gjald- daganum. Vanskilin skipta því milljónum m.v. aðeins það sem gjaldfallið er. Það er í sjálfu sér ekki að undra vegna „við treystum sjálfum okk- ur“ viðhorfínu. Annað væri nú ekki viðeigandi í hörðum heimi. Ef ekki er litið til þess að bréfið ætti í raun allt að vera gjaldfallið samkvæmt eðlilegum viðskiptum þá eru vanskil nú þegar þau hafa verið lækkuð sem nemur arði samkv. ákvörðun síðasta aðalfund- ar á milli 5 og 6 milljónir króna og eftirstöðvar þá í skilum miðað við að greitt hefði verið reglulega af hinu óútgefna bréfi tæpar 50 milljónir króna. Greiðslufjárhæð næsta gjalddaga sem er 1. maí er um 4,5 milljónir. Ef litið er til reynslu liðins tíma þá verður ekki hirt um að greiða þá íjárhæð á réttum tíma og þá verða vanskilin á um tug milljóna króna. Ef rifjuð er upp staða Togs hf. eins og hún var við dómsuppkvaðningu Hæsta- réttar eru staðreyndir málsins þessar; 1. Hlutafé Togs hf. er 22 og V2- milljón króna. Samkvæmt áreiðan- legum upplýsingum hefur Tog hf. ekkert innheimt af hlutafénu í beinhörðum peningum heldur hafa einstaklingarnir sem að því standa aðeins skrifað upp á pappíra. Tog hf. tók lán hjá ákveðnum lána- stofnunum fyrir útborguninni sem var um 31 mkr. að nafnverði sam- kvæmt áðumefndu „innbyrðis“ samkomulagi félaganna sjálfra. 2. Einu tekjur Togs hf. sam- kvæmt samþykktum félagsins eru arður og hugsanlega vaxtatekjur enda er eini tilgangur Togs hf. að eiga hlutabréf í Frosta hf. Miðað við skuldastöðu Togs hf. er ljóst að slíkum vaxtatekjum er ekki fyr- ir að fara. Þegar á þetta er litið er ljóst að einu tekjur Togs hf. eru hugsanlegar arðstekjur og þær hrökkva engan veginn til greiðslu vaxta hvað þá til greiðslu höfuð- stóls skuldarinnar. Hálfdán Kristjánsson „Þegar þetta er skoðað er þá að undra að spurt sé hvort Tog hf. sé í raun gjaldþrota.“ 3. Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum eru engar hugmyndir uppi um að auka hlutafé Togs hf. til að bæta greiðslustöðu fyrirtæk- isins. Þegar þetta er skoðað er þá að undra að spurt sé hvort Tog hf. sé í raun gjaldþrota. Af hverju er ekki knúið á með greiðsluefndir? Ástæður þess að slíkt er ekki gert hljóta að byggjast á í fyrsta lagi að greiðslustaða Frosta hf. sé svo góð að ekki sé ástæða til að innheimta þessa smáaura hjá Togi hf. enda greiða þeir vafalítið góða vexti af fyrirgreiðslunni og trygg- ingar séu góðar samanber „við treystum sjálfum okkur“ yfirlýs- ingu eins Togs — hluthafans í vitnaleiðslunum. í öðru lagi getur verið að ekkert sé að innheimta hjá Togi hf. því fyrirtækið eigi enga peninga og ekki hafa þeir skrifað upp á fleiri skuldaviður- kenningar það best er vitað auk þess að það kann að vera lítils virði þegar til þess er litið að pappírar seljast ekki á hinum raunverulega markaði nema í samræmi við raun- verulegt virði þeirra. Og í þriðja lagi kann ástæðan að vera sú að Tog hf. á meirihluta í Frosta hf. og ræður því hvað þar er gert sem og í dótturfyrirtækjunum tveimur, Álftfirðingi hf. og Þorgrími hf., en Álftfirðingur hf. á hið nýja og glæsilega skip Bessa IS-410. Líklegt þykir þó að um hvort- tveggja sé að ræða, auraleysi og örugg yfirráð. Komast Togsmenn upp með að standa ekki við skuldbindingar sínar? Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör og svo er því einnig farið hér. Ef velt er fyrir sér hvað geti gerst til að Tog hf. þurfi ekki að standa við skuldbindingar sínar er ekki margt sem kemur til greina. Það sem helst mætti búast við af „félögunum" er að reyna að fá samþykki allra hluthafa á hlut- hafafundi til að samþykkja eftir- gjöf skuldarinnar eða mjög þægi- lega greiðsluskilmála. Slíkt er nátt- úrlega hið versta mál því Súðavík- urhreppur er mjög stór eignaraðili og eins og hreppsnefnd er skipuð nú er ljóst að slíkt yrði aldrei sam- þykkt. Hinsvegar eru hreppsnefnd- ir ekki alltaf skipaðar sömu mönn- um og því ef til vill hægt að fá „velviljaða“ menn til að gefa kost á sér þó ekki væri nema í eitt kjörtímabil meðan afgreiðsla skuldaeftirgjafarinnar ætti sér stað. Þessi leið er líklega illfær enda er fullyrt hér að meirihluti þorpsbúa sé fremur á móti en með nýjum „valdamönnum“ í Frosta hf. en þar sem þetta er nú eini atvinnu- veitandinn sem eitthavð kveður að er kannski eins gott að vera ekki með neitt múður enda ekki svo auðvelt að flytja sig um set þegar fasteignamarkaðurinn er skoðað- ur. Annað sem kemur til greina er að fá fjársterka aðila inn í Tog hf. Slíkt er einnig erfitt mál því slíkur aðili gerði væntanlega kröfu um að hluthafarnir sem eru fyrir legðu einnig fram raunverulega peninga en þá má spyija geta „venjulegir launamenn" staðið undir greiðslum eins og hér er verið að ræða um? Kaupverð bréfanna framreiknað er liðlega 110 milljónir króna. Vextir af slíkri fjárhæð era aldrei undir 7-8 milljónum króna á ári og þá er ekkert höggvið í höfuð- stólinn sem hækkar með verðbólg- unni. En svona er það nú og víst er að kaupin gerast ekki alls stað- ar eins á eyrinni og ef til vill eiga allir landshlutar sitt „Hafskips- mál“. Höfundur er í hreppsnefhd Súðavíkurhrepps og stjórnarmaður í Frosta hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.