Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1990
Andrés Kristjánsson
ritsljóri — Minning
Hann andaðist skyndilega að
morgni 9. apríl. Raunar hafði hann
um nokkurra ára skeið átt við van-
heilsu að stríða sem vandamönnum
hans var kunnugt um, þótt hann
bæri sig jafnan vel og kvartaði aldr-
ei. En nú var vor í lofti, hann var
farinn að hreyfa sig úti við og virt-
ist hressast með'degi hverjum. Því
kom dauði hans óvænt og missirinn
er sár.
Andlát lians bar að með þeim
v hætti að dæmigert var fyrir eðli
hans og allt hans líf: hjálpsemi hans,
skyldurækni og frábæran dugnað.
Hann átti heima í Kópavogi og
galt bæ sínum fósturlaunin með því
að eiga mikinn þátt í því að rituð
var saga hans í þremur bindum.
Nú var slðasta bindinu lokið að
kalla mátti. í fögru veðri áræddi
Andrés að bregða sér í prentsmiðj-
una til að líta yfir síðustu prófarkir
og skila eftirmála verksins sem
hann hafði nýsamið. Á heimleið í
strætisvagninn hné hann niður á
götuna og var örendur þegar komið
var á slysastofuna.
Andrés var fæddur í Syðri-Tungu
á Tjörnesi 10. september 1915 og
‘ hafði því fjögur ár um sjötugt er
hann féll frá. Faðir hans var alinn
upp í Laugaseli á Fljótsheiði, á
heimili sem var fátækast fátækra
á þeim hörmungaárum sem dundu
yfir Þingeyjarsýslu á síðara hluta
19. aldar. En með dugnaði og hæfi-
leikum braust Kristján til mennta
svo að hann var sjálfur fær um að
annast fræðsiu ungmenna. Hann
gekk að eiga Friðfínnu Sörensdótt-
ur frá Máná á Tjörnesi og reisti bú
í Syðri-Tungu. Seinna lýsti hann
■ fyrir Andrési tilfínningum sínum
er hann sigldi út með Tjörnesi og
heim að Tungu á fögrum vordegi.
Þá fannst þessum kotadreng sem
hann væri konungur í ríki sínu og
ætti hálfan heiminn. Hann hafði
eignast það sem honum þótti mestu
skipta: gáfaða konu, góða bújörð
og þrjú efniieg börn.
En skjótt skipast veður í lofti.
Móðir Andrésar dó þegar hann var
tæpra fimm ára og heimilið leystist
upp í bili. En brátt kvæntist Kristj-
án aftur og eignaðist tvö börn með
seinni konu sinni, Sigríði Einars-
dóttur frá Reykjahlíð. I annað sinn
virtist gæfan brosa við fjölskyld-
unni — en í annað sinn aðeins um
skamma stund. Þegar Andrés vaí
tíu vetra missti hann með skömmu
millibili bæði stjúpu sína og ástkær-
an yngri bróður. Aftur leystist
heimilið upp og börnin fjögur fóru
til fósturs hjá góðum frændum og
vinum. Andrés var mest hjá Pálínu
föðursystur sinni og manni hennar
Karli Kristjánssyni, en þeir Kristján
faðir Andrésar og Karl voru ná-
frændur og aldavinir. En stundum
fylgdi Andrés föður sínum þar sem
hann fékkst við bamakennslu á
vetrum ogjarðyrkjustörf á sumrum.
Árið 1932 reisti Kristján Jóhann-
esson bú í þriðja sinn og nú í Hriflu
í Ljósavatnshreppi, að frumkvæði
frænda síns og vinar Jónasar Jóns-
. sonar ráðherra sem vildi með þess-
um hætti efla fæðingarstað sinn.
Þessi endurreisn Hriflu lánaðist vel
með tilstyrk Kristjáns og Andrésar
sem nú fluttist þangað með föður
sínum á sautjánda aldursári. Krist-
ján kvæntist í þriðja sinn og átti
Kristjönu Sigvaldadóttur frá Fljóts-
bakka og með henni einn son. En
lánið reyndist fallvalt sem fyrr, og
eftir aðeins sex ára búskap á Hriflu
andaðist Kristján eftir þunga legu
vorið 1938. Sama vor brautskráðist
Andrés úr Kennaraskóla íslands
með hárri einkunn.
Svo sem menntun hans stóð til
gerðist Andrés nú kennari, fyrst
einn vetur í Reykjadal nyrðra, síðan
fjögur ár á Húsavík og loks við
Áusturbæjarskólann í Reykjavík frá
1943-48. Hann þótti ágætur kenn-
ari, og við Austurbæjarskólann var
honum, þegar á leið, sérstaklega
falið að sinna þeim börnum sem
áttu af einhverjum ástæðum erfitt
um nám. Þetta segir sína sögu, og
lýsir manninum. Hann bar í senn
umhyggju fyrir voluðum og var fús
að taka að sér þau verk sem ekki
voru á allra færi.
En sérstakar ástæður ollu því að
kennslan varð ekki til langframa
aðalstarf Andrésar. Þegar veikindi
sóttu á bemskuheimili hans bilaðist
hann á heym, og fylgdi sú mein-
semd honum til æviloka. Mér er nær
að halda að heyrnardeyfan hafi
mótað Andrés meir en menn gerðu
sér ljóst og skapað einkennilegar
andstæður í lyndi hans: Hann sem
var allra manna ljúfastur og hjálp-
samastur átti það einnig til að vera
býsna þver og einstrengingslegur.
Hann hafði vanist við að lifa í sínum
eigin heimi, utan við malanda um-
hverfisins, og ganga sína beinu
braut eins og Sveinn Dúfa.
Á kennsluárum Andrésar voru
ekki upp fundin þau undratæki sem
nú gera heyrnardaufum lífið létt-
ara, en hann fann að kvilli hans
ágerðist svo sem árin liðu. Því brá
hann á það ráð, sem kalla mátti
skynsamlegt og eðlilegt, að skipta
um aðalstörf. Hann tók að fást við
þýðingar bóka úr erlendum málum,
og síðasta kennsluár sitt við Aust-
urbæjarskólann var hann jafnframt
blaðamaður við Tímann. Fyrir þetta
tvennt, þýðingar og blaðamennsku,
varð hann síðan þjóðkunnur maður.
Hann starfaði við Tímann í meir
en hálfan þriðja áratug, var frétta-
ritstjóri blaðsins 1953-60, og síðan
einn af aðalritstjórum frá 1960-73.
Jafnframt fékkst hann við þýðingar
allt til æviloka og voru afköst hans
á því sviði með fádæmum. Bækur
sem hann þýddi, smáar og stórar,
eru nokkuð á annað hundrað að
tölu. Meða! kunnra skáldsagna sem
hann íslenskaði eru Sólnætur eftir
F.E. Sillanpáá; Hvirfilvindur eftir
Joseph Conrad; Dóttir Rómar eftir
Alberto Moravia (ásamt Jóni Helga-
syni); Fallandi gengi eftir Erich
Maria Remarque; Skytturnar eftir
Alexander Dumas og Anna (ég)
Anna eftir Klaus Rifbjerg. En með-
al frumsaminna rita Andrésar má
nefna Geysir á Bárðarbungu
+
Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
EINAR MAGNÚS ÞORSTEINSSON
húsgagnasmíðameistari,
Reynihvammi 33, Kópavogi,
lést laugardaginn 14. apríl.
Heiðrún Helgadóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Faöir minn, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
VILHJÁLMUR SVAN JÓHANNSSON
fyrrverandi prentsmiðjustjóri,
Hörpugötu 14,
verður jarðsungínn frá Neskirkju föstudaginn 20. apríl kl. 15.
Fyrir hönd aðstandenda, ^
Jóhann Vilhjálmsson, Margrét Ólafsdóttir.
-.......... --
(1963); Ágúst á Hofi leysir frá
skjóðunni (1970); Ágúst á Hofi
lætur flest flakka (1971); Af lífi
og sál (1973) og Vopnaskipti og
vinakynni (1976).
Það var ekki einvörðungu at-
vinnuþörf sem olli því að Andrés
gerðist blaðamaður við Tímann.
Hann hafði frá barnæsku haft mik-
inn áhuga á þjóðmálum. Hann var
ávallt á „vinstra vængnum“ í Fram-
sóknarflokknum, vildi sveigja stefn-
una í átt til verkalýðsflokkanna,
jafnan tilbúinn að ganga til liðs við
unga „uppreisnarmenn“ innan
flokksins. Með áhuganum fylgdi
glöggt skyn og rík þekking á þjóð-
málunum, og ungum mönnum þótti
góður skóli að vinna við Tímann
undir handleiðslu hans. Hann sat
aldrei á Alþingi, en með blaðaskrif-
um sínum og ræðum hafði hann
mikil áhrif á íslensk þjóðmál og
menningarmál. Það var ætíð fullt
samræmi I skoðunum hans og at-
höfnum. Hann var frábitinn öllu
tildri og hégómaskap, bar fyrir
brjósti hag fátækra og bágstaddra,
greip djarflega á meinsemdum þjóð-
félagsins en var þó laus við persónu-
lega áreitni og átti enga óvildar-
menn. Eftirminnileg eru mörg er-
indi sem hann flutti í útvarp „um
daginn og veginn" og vöktu um-
ræðu og jafnvel kappmæli meðal
fólks. Hið síðasta slíkra erinda flutti
hann aðeins nokkrum mánuðum
fyrir andlát sitt. Þá var heilsan tek-
in að bila, en þó var enn sami gamli
arnsúgurinn í máli hans, óbilug rétt-
lætiskennd og einarðleg fordæming
yfir nýjum dæmum um spillingu í
íslensku þjóðlífí.
Afköst hans voru með fádæmum
enda var hann skjótvirkur hvort
sem var að þýða eða frumsemja og
þaulsætinn eftir því. Þegar hann
var sestur við ritvélina virtust blöð-
in fljúga frá honum með undra-
hraða, en oft var hann þá vitanlega
búinn að velta efninu rækilega fyr-
ir sér og raða því niður í huga
sínum. Þegar hann þurfti að skila
þýðingu bókar fyrir ákveðinn tíma
átti hann til að leggja nótt með
degi uns verki var lokið. Það var
að sjálfsögðu gott fyrir útgefand-
ann að fá verkið á tilsettum tíma,
en slíkur þrældómur var ekki að
sama skapi hollur fyrir heilsu hans
sjálfs, og má segja að hann hafi
slitið sér út fyrir aldur fram. Oft
vann hann verk af einum saman
bóngæðum og hjálpfýsi án þess að
hirða um vegsemd eða endurgjald.
Þannig fas hann yfir handrit að
fjölda bóka fyrir vini og kunningja,
leiðrétti villur og lagaði_.orðfæri.
Menn þekktu hvort tveggja, hagleik
hans og hjálpsemi, og sóttust því
eftir aðstoð hans.
Ekki þarf að spytja hversu slíkur
maður reyndist fjölskyldu sinni, eig-
inkonu og börnum. Hann gat verið
ráðríkur og skapbráður, en kærleik-
ur hans og umhyggjusemi stóð
djúpum rótum. Hann var elstur
fimm systkina sem öll voru með
nokkrum hætti munaðarlaus á ung-
um aldri, og hann studdi þau með
margvíslegu móti, þvi betur sem
þörfin var meiri. Alsystir hans er
Sveinbjörg húsfreyja í Brattahlíð á
Tjörnnesi, en hálfsystkin Snæbjörn
smíðameistari á Laugum, Sigríður
húsmæðrakennari í Reykjavík og
Karl bifreiðarstjóri á Húsavík. Sjálf-
ur fékk ég að sannreyna hjálpsemi
og örlæti mágs míns og vinar þegar
mér var þörf — og jafnvel hóti oft-
tók ^gjöfum
hans ávallt eins og sjálfsögðum
hlut, enda gaf hann mér af bróður-
legum kærleika og auðlegð síns
stóra hjarta.
Nærri má geta að á slíkan mann,
sem bæði var svo duglegur og fjöl-
hæfur, hlóðust margvísleg félags-
málastörf. Hér skal fátt eitt talið
af slíku tagi. Hann var tvívegis
formaður Blaðamannafélags Is-
lands, 1955-56 og 1960-61. Sat í
úthlutunarnefnd listamannalauna
1965-73 og í Rithöfundaráði
1976-78. Gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir byggð sína Kópavog,
átti meðal annars sæti í sóknar-
nefnd og í fræðsluráði og var for-
maður ráðsins 1962-73.
Hann hafði mikinn hug á eflingu
skógræktar og lagði henni lið sem
hann mátti, sótti jafnan þing og
fundi Skógræktarfélags íslands og
sat í varastjórn félagsins 1971-81.
Sjálfur sýndi hann áhuga sinn í
verki öðrum til fýrirmyndar. Þau
hjónin fengu allstórt kjarrlendi í
átthögum konu hans í Stóra-Ási, á
yndisfögrum stað rétt hjá Hraun-
fossunum. Þar reisti Andrés dálítið
sumarhús og gróðursetti í birki-
kjarrinu þúsundir barrplantna sem
nú eru smám saman að verða að
stórum trjám.
Á síðustu árum sínum vann
Andrés mikið starf fyrir félag aldr-
aðra á höfuðborgarsvæðinu. Hann
var ritstjóri íyrir málgagni félags-
ins, sem nefnist Efri árin, og birti
þar margt athyglisverðra greina.
Þetta starf var eigi unnið til fjár
fremur en svo margt annað sem
Andrés innti af höndum, en það var
mikils metið af þeim er þess nutu
og til þekktu.
Alla stund hélst vinátta og sam-
vinna með Andrési og gömlum fé-
lögum hans innan Framsóknar-
flokks og samvinnuhreyfíngar. En
ágreiningur í þjóðmálum mun þó
miklu hafa valdið um það að hann
lét af ritstjórn Tímans árið 1973.
Næsta ár tók hann að sér nýtt starf
og gerðist fræðslustjóri og skóla-
fulltrúi í Kópavogi. Sama ár gerðist
hann einnig ritari í nýjum stjórn-
málaflokki, Samtökúm fijálslyndra
og vinstri manna sem um nokkurra
ára bil voru áhrifaafl hér á landi.
En ritstörf, þýðingar og önnur „hjá-
verk“ hlóðust fast á Ándrés og sá
hann þann kost vænstan að segja
lausu embætti fræðslustjóra árið
1977 og hafði eftir það ritmennsku
að meginstarfi. Mesta verk hans frá
þessum síðari árum er Aldarsaga
Kaupfélags Þingeyinga sem út kom
1982, en að henni hafði hann unnið
árum saman með margvíslegum
aðdráttum uns hann bjó verkinu
þann þekkilega og læsilega búning
sem honum var lagið.
Árið 1941 kvæntist Andrés
Helgu Kristjánsdóttur frá Fremsta-
felli í Kinn. Þau slitu samvistum
eftir nokkur ár. En 1953 gekk hann
að eiga Þorgerði Kolbeinsdóttur frá
Stóra-Ási í Hálsasveit og áttu þau
heima í Kópavogi allan sinn búskap
hátt á fjórða áratug. Þar reisti
Andrés þeim snoturt hús, að miklu
leyti með eigin höndum, uppi á
hálsinum þar sem hæst ber, með
víðsýni til allra átta. Sambúð Andr-
ésar og Þorgerðar var með afbrigð-
um farsæl, þau voru einhuga í gest-
risni og hjálpsemi og áttu fjölda
sameiginlegra vina. Þau eignuðust
fimm gæfusamleg börn sem nú eru
öll vaxin úr grasi. Helga vinnur á
skrifstofu Kaupféiags Borgfirðinga
í Borgarnesi, gift Gunnari Emils-
syni verkstjóra hjá símanum. Heið-
veig er kennari í Mosfellsbæ, gift
Pétri Guðmundssyni vélamanni.
Kristján er húsasmiður, giftur Rósu
Marinósdóttur hjúkrunarfræðingi
og búa þau á Hvanneyri í Borgar-
flrði. Kolbeinn er verslunarmaður,
býr í Kópavogi, kona hans Snjólaug
Arnardóttir er að ljúka námi í lækn-
isfræði við Háskólann. Yngst er
Hallveig stúdent, enn ógefin í föður-
garði. Barnabörnin eru orðin sex.
Þungur harmur er kveðinn að
þessari samhentu fjölskyldu við frá-
fall heimilisföðurins sem svo
skyndilega bar að höndum. En hvert
styður annað, þrekmikil móðir og
ljúflynd börn, og öll vermast þau
við minningarnar um góðan dreng
og merkilegan mann.
Fari vel bróðir og vinur.
Bekkjarfélagar Andrésar Krist-
jánssonar úr Kennaraskóla íslands,
sem luku ásamt honum kennara-
prófi vorið 1938, hafa lengi fylgt
þeirri reglu að koma saman einu
sinni á ári, í vikunni fyrir páska.
Þar var Andrés jafnan hrókur alls
fagnaðar. Miðvikudaginn 11. þessa
mánaðar áttu bekkjarsystkini Ándr-
ésar sameiginlega kvöldstund. En
þá var orðið skarð fyrir skildi. Við
það tækifæri minntist einn úr hópn-
um, Gils Guðmundsson, Andrésar
Kristjánssonar með svofelldum orð-
um:
Það er sérstök tilfinning, sem ég
veit að grípur okkur öll, þennan litla
hóp, sem hér er saman kominn í
kvöld. Á þessari stundu beinist hug-
ur okkar, hvers og eins, að frábær-
um vini og félagsbróður, Andrési,
sem nú liggur á líkbörum.
Mig langar til að endurtaka þau
tvö orð, sem fyrst koma fram í
hugann, þegar Ándrésar er minnst.
Það eru orðin vinur og félagsbróð-
ir. Mér finnst þau lýsa viðhorfi okk-
ar allra til þess góða drengs, sem
við kveðjum með djúpu þakklæti
fyrir allt það, sem hann var okkur
og veitti okkur af auðlegð hjarta
síns.
Þegar við á þessari stundu lítum
til baka yfir 55 ára kynni af Andr-
ési, kemur mörg svipmyndin fram
í hugann. Að sjálfsögðu er okkur
ljúft að minnast þess, hversu fágæt-
lega snjall Andrés reyndist á ritvell-
inum og afburða traustur og vel
verki farinn listamaður á ýmsum
mikilvægum sviðum þjóðlífsins. En
þó er okkur nú efst í huga, hve
hjartahlýr hann var og ljúfur í allri
umgengni. Frá fyrstu kynnum til
hinna síðustu, sannaðist í einu og
öllu, að þar sem Andrés var, fór
góður drengur, sem öllum vildi vel.
Nú minnumst við þess, að bæði á
árlegum páskasamkomum okkar og
öllum stærri afmælum bekkjarins,
var hann ævinlega hinn ljúfi og
glaði félagi, sem átti manna auð-
veldast með að riija upp gamlar
skólaminningar og bregða yfir þær
ýmist ljúfum eða gamansömum
blæ, en ætíð var frásögn hans
græskulaus og elskuleg.
Á slíkum stundum endurminn-
inganna kom einatt í ljós, hversu
prýðilegur sögumaður Ándrés var.
Á þessari stundu verður Andrés
vinur okkar mér og okkur fleirum
þó hvað eftirminnilegastur frá
stuttri stund um páskaleytið í fyrra,
þegar við bekkjarsystkinin komum
hingað á þennan stað til árlegs sam-
fundar okkar. Við vissum að Andr-
és hafði verið í sjúkrahúsi og geng-
ist þar undir erfiða augnaðgerð, og
að enn væri borin von, hvernig til
hefði tekist. Ekki datt mér í hug,
að við myndum sjá hann að því
sinni, þegar svo var ástatt. En
Andrés kom, þótt ekki gæti hann
verið með okkur allt kvöldið, heim-
sótti okkur með reifað auga og
höfuð, og lék eins og fyrr á als
oddi þá stund, sem hann var í okk-
ar hópi. Það hefðu fáir gert undir
slíkum kringumstæðum. En atvikið
sýnir ef til vill betur en flest ann-
að, hvílíkur kjarkmaður og öndveg-
isfélagi Andrés var.
Ég átti töluvert saman við Andr-
és að sælda síðustu árin, meðal
annars vegna útgáfunnar á kvæð-
um Freysteins, okkar ástsæla skóla-
stjóra. Oll var sú samvinna einstak-
lega ánægjuleg. Mér er fuilkunnugt
um það, að Andrés beinlínis hlakk-
aði til þess að vera hérna með okk-
ur í kvöld. Hann var að undanförnu
mjög með hugann við það, að við
gætum við það tækifæri gert grein
fyrir niðurstöðum í sambandi við
útgáfu Freysteinskvæða. Dregist
hafði úr hömlu að við fengjum fulln-
aðarskil frá umboðsaðila. En fyrir
réttri viku, síðastliðinn miðvikudag,
gat ég skýrt Andrési frá því í síma,
að uppgjörið væri komið og mætti
teljast nokkuð hagstætt. Hann var
afar ánægður og sagði við mig í lok
símtalsins. Jæja, Gils minn. Þetta
er ágætt. Við getum þá skýrt frá
árangrinum, þegar við hittum
bekkjarsystkinin á miðvikudaginn
kemur.
Ég er þess fullviss, að ekkert
okkar á annað en ljúfar og góðar
minningar um Andrés Kristjánsson.
Með sárum söknuði kveðjum við
..ekkitlegan»fé]agabrMu£«og:JÍa«,aJ