Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 1
- 80 SIÐUR B/C MrgmtKrifafrifr STOFNAÐ 1913 88. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Svíþjóð: Setja skorð- ur við sér- tilboðunum Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. Verslunar- og markaðsdóm- stóllinn sænski kvað á miðviku- dag upp dóm, sem vakið hefur mikla athygli, en samkvæmt hon- um er kaupmönnum óheimilt að hafa vörur í sértilboði, merktar rauðum verðmiða, lengur en í ijórar vikur. I dómnum segir, að gildi sértil- boðið lengur en í fjórar vikur skuli litið svo á, að um sé að ræða venju- legt verð og þá um leið ólöglegt að gefa annað í skyn. í verslunar- samkeppninni í Svíþjóð eins og víðar er það háttur að bjóða upp á sértil- boð en mörgum finnst sem með því sé verið að freista fólks til að kaupa meira en það ætlar sér. Grænlending- ar íhuga aukn- ar hvalveiðar Kaupmannahöfn. Frá Nils J. Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins. EINAR Lembcke, ráðunautur grænlensku heimastjórnarinnar í hvalveiðimálinu, sagði á fundi, sem haldinn var á vegum alþjóð- legu umhverfisverndarsamtak- anna WWF og Grænfriðunga í Kristjánsborg á dögunum, að Grænlendingar íhugi hvort hefja skuli hvalveiðar í atvinnuskyni við strendur Grænlands og þá einkum hrefnuveiðar. Fulltrúar náttúruverndarsamtak- anna og varaforseti danska þings- ins, Margrethe Auken, brugðust hart við þessum ummælum á fund- inum. Þau sögðu að slíkar veiðar gætu orðið til þess að Norðmenn, Islendingar og Japanar hæfu einnig hvalveiðar í atvínnuskyni. „Það yrði dauðadómur yfir hvalveiðum Græn- lendinga," sagði Auken. Morgunblaðið/RAX Sovétmenn beita Litháa efiiahagsþvingunum: Skrúfa fyrir olíuna Moskvu, Ósló. Reuter, dpa, Daily Telegraph. OLÍUFLUTNINGUM til mikil- vægustu olíuhreinsunarstöðvar- innar í Litháen var liætt í gær- kvöldi samkvæmt fyrirmælum sovésku sljórnarinnar, að því er verkfræðingur stöðvarinnar sagði í símaviðtali við fréttaritara Reut- ers. Kazimiera Prunskiene, for- sætisráðherra Litháens, og Alird- as Saudargars, utanríkisráðherra landsins, fóru í gærkvöldi í þriggja daga heimsókn til Noregs til að ræða hugsanleg olíuvið- skipti rikjanna. Kazimiera Pruskiene, forsætis- ráðherra Litháens, sagði við komuna til Óslóar að hún myndi óska eftir olíuviðskiptum við Norðmenn. „Við vitum auðvitað að við fáum ekki olíuna gefins. Við viljum greiða fyr- ir hana en þetta ræðst allt af þeim samningum sem við náum,“ bætti hún við. Heimsókn hennar er ekki opinber, heldur kom hún í boði Mat bandaríska flotans: Sovétmenn gætu beitt 38 kafbátum í GIUK-hliðinu BANDARÍSKI fiotinn segir afdráttarlaust, að varnir gegn kafbát- um séu helsta verkefiii hans. Flotinn telur einnig að mest ógn stafi frá Sovétmönnum á þessu sviði hernaðar á höfunum. Þar sé geta þeirra mest. Þetta kemur fi’am í grein í breska tímaritinu Jane's Defence Weekly. Þar segir einnig, að Sovétmenn hafi sýnt að þeir geti beitt 38 kjarnorkuknúnum árásarkafbátum til sóknar í GIUK-hliðinu, það er á hafsvæðunum milli Grænlands og ís- lands annars vegar og íslands og Skotlands hins vegar. í greininni segir höfundur milljarða dollara til að smíða nýja hennar, Barbara Starr, að vegna þessa mats á mikilvægi varna gegn kafbátum fari bandaríski flotinn fram á það í fjárlagabeiðni vegna ársins 1991, að hann fái kafbáta, flugvélar, sónar-hlustun- artæki og vopnakerfi til gagnkaf- bátahernaðar. í greinargerð með fjárlaga- beiðninni kemur fram, að varnir gegn kafbátum séu ákaflega mik- ilvægar fyrir Bandaríkin, sem eigi mikið undir samgöngum á sjó. Bandaríkjamenn verði að reyna að halda þar yfirburðum. Á tveim- ur æfingum sem Atlantshafsher- stjórn NATO (SACLANT) efndi til í janúar og febrúar hafi komið í ljós, að Sovétmenn hafi afl til að ógna yfirráðum á siglingaleið- um á Atlantshafi. Þar hafi verið sýnt fram á, að Sovétmenn gætu beitt 38 kjarnorkuknúnum árás- arkafbátum (SSN) frá Kóla-skaga Reuter Sovéskur kafbátur af Akúla- gerð. til sóknar um Noregshaf og í gegnum GIUK-hliðið. Meginverkefni varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli er að halda uppi eftirliti með kafbátum. Hefur það til þess flugvélar en einnig hlustunarkerfi í hafdjúpunum (SOSUS-kerfið). Óskir banda- ríska flotans um auknar íjárveit- ingar byggjast meðal annars á því að ætlunin er að taka í notkun ný tæki til að hlusta eftir ferðum kafbáta í undirdjúpunúm. norsku stjórnarflokkanna þriggja. Kjell Magne Bondevik, utanríkis- ráðherra Noregs, sagði að norska stjórnin hefði ekki í hyggju að selja Litháum olíu eða gas en bætti við að norsku olíufyrirtækin Statoil og Norsk Hydro gætu stofnað til slíkra viðskipta. Fréttafulltrúi Statoil sagði að Litháar gætu keypt olíu af fyrir- tækinu að því tilskildu að þeir greiddu markaðsverð fyrir hana í Bandaríkjadölum. Jan P. Syse, for- sætisráðherra Noregs, sagði í sjón- varpsviðtali í gærkvöldi að ríkis- stjórnin myndi ekki skipta sér af slíkum viðskiptum. Carl I. Hagen, leiðtogi Framfaraflokksins, krafðist þess að stjórn landsins fyrirskipaði fyrirtækjunum að selja Litháum olíu. Þing Litháens hvatti sovésk stjórnvöld til að ganga að samninga- borðinu og bauðst til þess að setja ekki lög út þennan mánuð. Þingið hafnaði hins vegar kröfu Gorb- atsjovs um að það afturkallaði lög sem þegar hafa verið sett. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði við því að efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Litháen myndu stefna viðskiptum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í hættu. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði að bein íhlutun af hálfu Bandaríkjamanna kæmi ekki til greina. Bandaríkjafor- seti myndi ekki heldur aflýsa fundi sínum með Míkhaíl Gorbatsjov Sov- étforáetá; sém-áformaður er 30. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.