Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1990 59 Þessir hringdu . . . Ónógar veðurfréttir Helgi Ólafsson hringdi og vildi koma tveimur fyrirspurnum á framfæri, báðar heyrðu undir veð- urfréttirnar á Rás 1 Rikisútvarps- ins klukkan G.45 á morgnanna. Helgi vildi fá að vita hvers vegna veðurspá fyrir Árnes- og Rangár- vallasýslur fylgdu ekki umrædd- um veðurspám og hvers vegna þulirnir kynntu sig aldrei áður en þeir hæfu mál sitt. Röng stefha Einar Vilhjálmsson hringdi og sagði m.a.: -Undanfarin ár hafa valdamenn hér á landi selt einka- aðilum fjölda arðbærra ríkisfyrir- tækja sem hafa gefið ómælt fé í ríkissjóð. Nú virðist áformað að hslds sfrsm s sömu óheillabraut eftir ummælum Jóns Sigurðsson- ar iðnarráðherra í blaðaviðtali fyr- ir nokkru, að dæma. Hafa verið nefnd fyrirtæki eins og Sements- verksmiðjan, Áburðarverksmiðj- an, Síldai-verksmiðja Ríkisins, Landsbankinn og Búnaðarbank- inn. Ríkið er með alls konar starf- semi sem kostar þjóðarbúið stórfé en skilar engu í kassann, nefnum sem dæmi kirkjuna og Þjóleikhú- sið. Nær væri að losa Ríkið undan slíkum böggum. Guðfræðideild HÍ mætti leggja niður og eðlileg- ast er að hvert trúfélag hafi eigin skóla á sínum snærum. Margt fleira er í ólestri í þessu þjóðfé- lagi, ekki síst sú óhæfa að bænd- ur geti krafið bæjarbúa um fúlgur fyrir að renna fyrir einhverja sil- ungstitti í lækjarsprænu. Já, jafn vel inni á öræfum fjarri öllum landareignum þykjast þeir eiga vötnin og rukka veiðileyfi með harðri hendi. Undrast margir er- lendist slíkt fyrirkomulag og skyldi engna undra. Vantar heimili Hringt var fyrir hönd Hennesy, sem er 7 ára gamall hundur, blandaður Labrador og íslenskur. Vel vaninn og heimakær, fæddur og upp alinn í reykjavík. Hennesy vantar heimili, því senn mun hann í engin hús að venda og þá verða góð ráð dýr. Heimasími Hennesy er 33825. Orð í tíma töluð Bárður Jónsson hringdi og sagði umfjöllun Víkverja fyrir skömmu um slakan útburð erlendra blaða og tímarita vera orð í tíma töluð. „Ég hef verið áskrifandi að New- sweek í nokkur ár og í byijun fékk ég blaðið mitt ævinlega á miðvikudögum, nýtt og ferskt. Síðustu 2-3 árin berst blaðið eftir höppum og glöppum. Þetta finnst mér ótækt og virkilega slöpp þjón- usta. Ég hef hringt og vesenast mikið í Pósti og Síma vegna þessa en ekki fengið svör sem unandi er við.“ REYKVIKINGAR! Ásgeir Hannes Eiriksson, þingmaóur Borgaraflokksins og fulltrúi Reykvíkinga í f járveit- inganefnd Alþingis, verður á Café Hressó í Austurstræti á morgun, föstud. 20. apríl, kl. 1 2.00-14.00. Komið og spjallið við þingmann Reykvíkinga. SERVIETTUR O.FL. Hótel, veitingahús, söluskálar og mötuneyti. Á RV-Markaði fáið þið servíettur, dúka, kerti, diska- og glasamottur o.fl. á ótrúlega lágu verði. ÞEKKING — ÚRVAL — ÞJÓNUSTA, 5% staðgreiðsluafsláttur. Sár vonbrigði með sjónvarpsefiii Tveir þættir sem ríkisútvarpið, rás 1, flutti nú um páskahátíðirnar ollu mér sárum vonbrigðum. Þar á • ég í fyrsta lagi við klukkustundar langan þátt: „Fijálsar hendur - fall Lúsifers" sem var í umsjá Illuga Jökulssonar og fluttur að kvöldi páskadags. Hinn þátturinn var við- talsþáttur þar sem forstöðumaður íslenska ásatrúarsafnaðarins var tekinn tali - sá var í tveim hlutum, hálftími hvor um sig, sá fyrri flutt- ur á páskadagskvöld, en sá síðari að kvöldi annars í páskum. Finnst mér það sorglegt virðingarleysi við kirkjuna og kristna menn í landinu að velja þessum þáttum stað á mestu hátíð kirkjunnar - upprisu- hátíð Jesú Krists. Ef ráðamönnum dagskrár ríkisútvarpsins finnst rétt að útvarpa viðtali við allsheijargoð- ann, sem ég hef í sjálfu sér ekkert við að athuga, í opnum ríkisijöl- miðli á fjölhyggjuöld þá tel ég að slíkt ætti að gera á öðrum tíma en á sjálfum páskum enda kristni og ásatrú miklar andstæður. Varðandi þátt Illuga um hinn illa er sama að segja. Páskadagur var miður heppilegur til þess flutnings. Reyndar var efnismeðhöndlun á erfiðum guðfræðilegum viðfangs- efnum yfirborðsleg og næsta glannaleg á stundum. Þar úði og grúði af fordómum um Jahve, guð Israels sem þar var lýst með ófögr- um orðum. Ög helst var að skilja á höfundi þáttarins að djöfullinn væri Guði hið mesta þarfaþing og kenn- ingin um Satan hvalreki höfundum gamla testamentisins sem hafi ver- ið komnir í mikla blindgötu vegna villimennsku Jahve. Skrattinn hefði verið hinn ákjósanlegi blóraböggull. Þótt sumt í þættinum væri fróð- legt, t.d. tilvitnanir í apokrýfuritin, var umijöllunin um Jahve í heild svo neikvæð að af varð hrein hneisa. Hvet ég forráðamenn RUV til að kanna betur sumt það efni sem ætlunin er að flytja þar í nafni fróð- leiks og trúarlegs umburðarlyndis, og það áður en það er flutt. Getur verið að þar fái sumir helst til fijáls- ar hendur? Einnig er ekki sama hvenær eitthvað er flutt, eins og skýrast kom fram í ofangreindum tilfellum. En ekki er rétt að kvarta ein- göngu, einnig er skylt að þakka. Ég vil þakka fyrir frábæran þátt um Drangey á Skagafirði og flutn- ing á Manni og konu að kvöldi annars páskadags í sjónvarpi. Það var ánægjulegt og vel gert. Friðrik Ó. Schram Sumíbúá íParís Lítil 2ja herb. íbúð í Latínuhverfinu í París til leigu í sumar. Leigutími getur verið frá miðjum maí fram í miðjan september. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 613735. Skotta er týnd Læðan Skotta fór að heiman frá sér miðvikudaginn 11. apríl og hef- ur ekki látið á sér kræla síðan. Þar sem hún er heimakær og lítið fyrir langar útilegur óttast nú eigendur Skottu um hana, en þeir búa í Lækjarási 12 í Seláshverfi, sími 72771. Skotta er að mestu hvit að neðan, að að öðru leyti sérkennilega blönduð gul- og grábröndótt. Hún ber rauða og gráa hálsól með upp- lýsingum um sig sjálfa. í tilefni merkra tímamóta í tilefni joess að verslunin Veiðimaðurinn heldur nú upp á hálfrar aldar afmæli sitt hefur hið virta fyrirtæki The House of Hardy hannað sérstaka útgafu af hinu vinsæla Marquis 8/9 fluguhjóli. Þessi sérútgáfa er með djúpbrúnum lit og messing húðuðu yfirborði, á bakhlið er ígrafiö nafn Veiðimannsins og ártölin 1940-1990. Hjólin eru aðeins framleidd í fimmtíu eintökum þannig að þetta er einstakt tækifæri til að eignast mjög sérstakan og eftirsóknarverðan hlut. Verð á hjóli í tösku ásamt aukaspólu er aðeins kr. 18.850,- *U m HARDY 1940 Hafnarstræti 5 símar 16760 og14800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.