Morgunblaðið - 19.04.1990, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1990
59
Þessir hringdu . . .
Ónógar veðurfréttir
Helgi Ólafsson hringdi og vildi
koma tveimur fyrirspurnum á
framfæri, báðar heyrðu undir veð-
urfréttirnar á Rás 1 Rikisútvarps-
ins klukkan G.45 á morgnanna.
Helgi vildi fá að vita hvers vegna
veðurspá fyrir Árnes- og Rangár-
vallasýslur fylgdu ekki umrædd-
um veðurspám og hvers vegna
þulirnir kynntu sig aldrei áður en
þeir hæfu mál sitt.
Röng stefha
Einar Vilhjálmsson hringdi og
sagði m.a.: -Undanfarin ár hafa
valdamenn hér á landi selt einka-
aðilum fjölda arðbærra ríkisfyrir-
tækja sem hafa gefið ómælt fé í
ríkissjóð. Nú virðist áformað að
hslds sfrsm s sömu óheillabraut
eftir ummælum Jóns Sigurðsson-
ar iðnarráðherra í blaðaviðtali fyr-
ir nokkru, að dæma. Hafa verið
nefnd fyrirtæki eins og Sements-
verksmiðjan, Áburðarverksmiðj-
an, Síldai-verksmiðja Ríkisins,
Landsbankinn og Búnaðarbank-
inn. Ríkið er með alls konar starf-
semi sem kostar þjóðarbúið stórfé
en skilar engu í kassann, nefnum
sem dæmi kirkjuna og Þjóleikhú-
sið. Nær væri að losa Ríkið undan
slíkum böggum. Guðfræðideild
HÍ mætti leggja niður og eðlileg-
ast er að hvert trúfélag hafi eigin
skóla á sínum snærum. Margt
fleira er í ólestri í þessu þjóðfé-
lagi, ekki síst sú óhæfa að bænd-
ur geti krafið bæjarbúa um fúlgur
fyrir að renna fyrir einhverja sil-
ungstitti í lækjarsprænu. Já, jafn
vel inni á öræfum fjarri öllum
landareignum þykjast þeir eiga
vötnin og rukka veiðileyfi með
harðri hendi. Undrast margir er-
lendist slíkt fyrirkomulag og
skyldi engna undra.
Vantar heimili
Hringt var fyrir hönd Hennesy,
sem er 7 ára gamall hundur,
blandaður Labrador og íslenskur.
Vel vaninn og heimakær, fæddur
og upp alinn í reykjavík. Hennesy
vantar heimili, því senn mun hann
í engin hús að venda og þá verða
góð ráð dýr. Heimasími Hennesy
er 33825.
Orð í tíma töluð
Bárður Jónsson hringdi og sagði
umfjöllun Víkverja fyrir skömmu
um slakan útburð erlendra blaða
og tímarita vera orð í tíma töluð.
„Ég hef verið áskrifandi að New-
sweek í nokkur ár og í byijun
fékk ég blaðið mitt ævinlega á
miðvikudögum, nýtt og ferskt.
Síðustu 2-3 árin berst blaðið eftir
höppum og glöppum. Þetta finnst
mér ótækt og virkilega slöpp þjón-
usta. Ég hef hringt og vesenast
mikið í Pósti og Síma vegna þessa
en ekki fengið svör sem unandi
er við.“
REYKVIKINGAR!
Ásgeir Hannes Eiriksson,
þingmaóur Borgaraflokksins
og fulltrúi Reykvíkinga í f járveit-
inganefnd Alþingis, verður á Café
Hressó í Austurstræti á morgun,
föstud. 20. apríl, kl. 1 2.00-14.00.
Komið og spjallið við þingmann
Reykvíkinga.
SERVIETTUR O.FL.
Hótel, veitingahús, söluskálar og mötuneyti.
Á RV-Markaði fáið þið servíettur, dúka, kerti,
diska- og glasamottur o.fl. á ótrúlega lágu verði.
ÞEKKING — ÚRVAL — ÞJÓNUSTA,
5% staðgreiðsluafsláttur.
Sár vonbrigði með sjónvarpsefiii
Tveir þættir sem ríkisútvarpið,
rás 1, flutti nú um páskahátíðirnar
ollu mér sárum vonbrigðum. Þar á
• ég í fyrsta lagi við klukkustundar
langan þátt: „Fijálsar hendur -
fall Lúsifers" sem var í umsjá Illuga
Jökulssonar og fluttur að kvöldi
páskadags. Hinn þátturinn var við-
talsþáttur þar sem forstöðumaður
íslenska ásatrúarsafnaðarins var
tekinn tali - sá var í tveim hlutum,
hálftími hvor um sig, sá fyrri flutt-
ur á páskadagskvöld, en sá síðari
að kvöldi annars í páskum. Finnst
mér það sorglegt virðingarleysi við
kirkjuna og kristna menn í landinu
að velja þessum þáttum stað á
mestu hátíð kirkjunnar - upprisu-
hátíð Jesú Krists. Ef ráðamönnum
dagskrár ríkisútvarpsins finnst rétt
að útvarpa viðtali við allsheijargoð-
ann, sem ég hef í sjálfu sér ekkert
við að athuga, í opnum ríkisijöl-
miðli á fjölhyggjuöld þá tel ég að
slíkt ætti að gera á öðrum tíma en
á sjálfum páskum enda kristni og
ásatrú miklar andstæður.
Varðandi þátt Illuga um hinn illa
er sama að segja. Páskadagur var
miður heppilegur til þess flutnings.
Reyndar var efnismeðhöndlun á
erfiðum guðfræðilegum viðfangs-
efnum yfirborðsleg og næsta
glannaleg á stundum. Þar úði og
grúði af fordómum um Jahve, guð
Israels sem þar var lýst með ófögr-
um orðum. Ög helst var að skilja á
höfundi þáttarins að djöfullinn væri
Guði hið mesta þarfaþing og kenn-
ingin um Satan hvalreki höfundum
gamla testamentisins sem hafi ver-
ið komnir í mikla blindgötu vegna
villimennsku Jahve. Skrattinn hefði
verið hinn ákjósanlegi blóraböggull.
Þótt sumt í þættinum væri fróð-
legt, t.d. tilvitnanir í apokrýfuritin,
var umijöllunin um Jahve í heild
svo neikvæð að af varð hrein hneisa.
Hvet ég forráðamenn RUV til að
kanna betur sumt það efni sem
ætlunin er að flytja þar í nafni fróð-
leiks og trúarlegs umburðarlyndis,
og það áður en það er flutt. Getur
verið að þar fái sumir helst til fijáls-
ar hendur? Einnig er ekki sama
hvenær eitthvað er flutt, eins og
skýrast kom fram í ofangreindum
tilfellum.
En ekki er rétt að kvarta ein-
göngu, einnig er skylt að þakka.
Ég vil þakka fyrir frábæran þátt
um Drangey á Skagafirði og flutn-
ing á Manni og konu að kvöldi
annars páskadags í sjónvarpi. Það
var ánægjulegt og vel gert.
Friðrik Ó. Schram
Sumíbúá íParís
Lítil 2ja herb. íbúð í Latínuhverfinu í París
til leigu í sumar. Leigutími getur verið frá
miðjum maí fram í miðjan september.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma
613735.
Skotta er týnd
Læðan Skotta fór að heiman frá
sér miðvikudaginn 11. apríl og hef-
ur ekki látið á sér kræla síðan. Þar
sem hún er heimakær og lítið fyrir
langar útilegur óttast nú eigendur
Skottu um hana, en þeir búa í
Lækjarási 12 í Seláshverfi, sími
72771. Skotta er að mestu hvit að
neðan, að að öðru leyti sérkennilega
blönduð gul- og grábröndótt. Hún
ber rauða og gráa hálsól með upp-
lýsingum um sig sjálfa.
í tilefni merkra
tímamóta
í tilefni joess að verslunin Veiðimaðurinn heldur nú upp á hálfrar aldar afmæli
sitt hefur hið virta fyrirtæki The House of Hardy hannað sérstaka útgafu af
hinu vinsæla Marquis 8/9 fluguhjóli.
Þessi sérútgáfa er með djúpbrúnum lit og messing húðuðu yfirborði, á
bakhlið er ígrafiö nafn Veiðimannsins og ártölin 1940-1990.
Hjólin eru aðeins framleidd í fimmtíu eintökum þannig að þetta er einstakt
tækifæri til að eignast mjög sérstakan og eftirsóknarverðan hlut.
Verð á hjóli í tösku ásamt aukaspólu er aðeins kr. 18.850,-
*U
m
HARDY
1940
Hafnarstræti 5 símar 16760 og14800