Morgunblaðið - 21.04.1990, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRIL 1990
11
Nemendasamband
MA heldur vorfagnað
ÁRLEGUR vorfagnaður Nemendasambands menntaskólans á Akur-
eyri verður haldinn í Vetrarbrautinni, Þórscafé, þann 4. maí næst-
komandi. Hefst fagnaðurinn með borðhaldi klukkan 20 og lýkur á
dansi við undirleik hljómsveitar Ingimars Eydal.
BÚNAÐARBANKI íslands tók til
starfa 1. júlí 1930 og fagnar því
60 ára starfsafmæli á þessu ári.
Á hálfrar aldar afmælinu fyrir
10 árum var stofnunar bankans
minnst með umtalsverðu átaki til
styrktar skógrækt og annarri
landrækt á íslandi. Búnaðar-
bankinn hefur leitast við að
stykja þá starfsemi af fremsta
megni á undanförnum árum og
mun leggja sitt af mörkum í til-
efni afmælisins.
Stjórn bankans ákvað að fagna
tímamótum að þessu sinni með ein-
hveijum þeim hætti, sem tengdist
jafnt mannrækt og landrækt. Einn
þáttur mannræktarátaks gæti verið
að kynna almenningi íslenska
myndlist, sem gamalgróin stofnun
hefur eignast á langri leið. Því var
þess farið á leit við stjórn og fram-
kvæmdastjóra Kjarvalsstaða, að
bankinn fengi nokkra daga til um-
ráða í þessum tilgangi á afmælisár-
inu.
Fyrsti vísir að myndlistarsafni
bankans varð til þegat' hann flutti
úr Arnarhvoli í Austurstræti 9 og
síðar í nýbyggt hús í Austurstræti
5 árið 1947. Þá var nýr afgreiðslu-
salur bankans skreyttur stóru olíu-
málverki Jóns Engilberts og
nýtískulegum vírmyndum Sigurjóns
Olafssonar. Upp frá því hefur bank-
inn sett sér það mark að prýða
húsakynni sín verkum íslenskra
listamanna starfsfólki og viðskipta-
vinum til yndisauka. Upphafsmenn
þessa safns í bankanum voru þeir
Hilmar Stefánsson bankastjóri og
Haukur Þorleifsson aðalbókari og
síðustu áratugina hefur svo Stefán
Hilmarsson bankastjóri haft veg og
vanda af málverkakaupunum.
Viðskiptavinir og öðrum velunn-
urum bankans er boðið að vera við
opnun sýningarinnar í dag, laugar-
daginn 21. apríl, kl. 16.00. Þá mun
formaður bankaráðs, Guðni Ágústs-
son, flytja ávarp og félagar úr ís-
lensku óperunni syngja nokkur lög.
Sýningin verður opin kl. 11-18 frá
22. apríl til 6. maí og eru allir vel-
komnir. {Fréftiltilkynning)
Ræðumaður kvöldsins verður
Flosi Ólafsson leikari, stúdent 1954
og veislustjóri verður Kristín Sig-
fúsdóttir kennari við M.A., stúdent
1975. Reynir Jónasson leiðir fjölda-
sögn. Miðar verða seldir hjá Ey-
mundsson frá föstudeginum 27.
apríl til miðvikudagsins 2. maí.
Einnig verður hægt að panta miða
hjá Dóru Pálsdóttur og Láru Alex-
andersdóttur, en símanúmer þeirra
er að finna í símaskrá yfir höfuð-
borgarsvæðið.
í núverandi stjórn NEMA eru
Dóra Pálsdóttir, formaður, Tómas
Guðmundsson og Stefán Yngvi
Finnbogason, ritarar, Bárður
Tryggvason, gjaldkeri, Sverrir
Kristinsson og Lára Alexanders-
dóttir, meðstjórnendur. í varastjórn
eru Þráinn Þorvaldsson, Siguijón
Guðfinsson, Inga Sólnes og Guð-
mundur Arnaldsson.
Afmælisárgangar frá MA und-
irbúa nú hátíð, sem haldin verður
í íþróttahöllinni á Akureyri þann
16. júní nk. i frétt frá afmælisár-
göngunum segir, að markmiðið með
MA-hátíðinni sé að sem flestir norð-
anmenn hittist og rifji upp gömul
kynni. Vænst er góðri þátttöku af-
fnælisárganga og ekki síður ann-
arra norðanstúdenta og velunnara
skólans.
Orverur til land-
bóta - Athugasemd
eflir Jakob K.
Kristjánsson
10. apríl sl. birtist í Morgunblaðinu
fréttagrein undir heitinu „Unnið að
framleiðslu á rótarsveppi til tijá- og
lúpínuræktar11. Uppistaðan í grein-
inni var viðtal við mig og Jón Lofts-
son skógræktarstjóra. Það sem eftir
mér er haft er flest mjög óná-
kvæmt, auk fjölda af villum og rugl-
ingi. Því óska ég eftir að fá eftirfar-
andi athugasemd birta:
Kveikjan að þessari grein er viðtal
sem birtist í DV fyrir nokkru við Jón
Gunnar Ottósson, forstöðumann
Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkis-
ins að Mógilsá, þar sem hann full-
yrti að svepprótarsmit væri gagns-
laust fyrir skógrækt. Þessu eru
starfsmenn Iðntæknistofnunar (ITI)
algerlega ósammála og hafa af því
spunnist deilur, sem ég ætla ekki að
fara nánar út í hér. í Morgunblaðs-
greininni er sagt, og haft éftir mér,
að Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins hafi átt aðild að framleiðslu á
svepprótarsmiti því sem deilt er um.
Þetta er ekki rétt, RaLa hefur ekki
komið þar nærri. Þessu er síðan
blandað saman við tvö önnur óskyld
verkefni, annað er lúpínuverkefni
RaLa og Landgræðslunnar (ekki
Skógræktarinnar eins og sagt vatj,
þar sem ITI var ekki formlegur að-
ili. Hitt er nýtt verkefni „Örverur til
landbóta", sem gerð hefur verið
áætlun um, en er ekki farið af stað.
Eg harma það að RaLa skuli hafa
þarna verið blandað í deilumál, sem
þeir eiga enga aðild að.
Ég vil taka það fram að ég fékk
ekki að sjá þetta viðtal áður en það
var birt, eins og mér hafði þó verið
lofað. Það er meginástæðan fyrir
þessum villum og reyndar fleirum,
sem ég hirði ekki að elta ólar við.
Ilöfundur er deildarstjóri
Líftæknideildar
Iðntæknistofnunar.
Karlakórinn Fóstbræður.
FOSTBRÆÐUR
________Tónlist____________
Jón Ásgeirsson
Karlakórinn Fóstbræður lauk
sínu 74. starfsári með vortónleik-
um í Langholtskirkju sl. fimmtu-
dag. Tónleikarnir hófust með
syrpu íslenskra þjóðlaga í radd-
setningu Emils Thoroddsen. Emil
var vel fær tónsmiður og eru radd-
setningar þessar faglega vel unn-
ar. Tveir kórfélagar, Eiríkur
Tryggvason og Valdimar Örnólfs-
son, sungu einsöng í tveimur lag-
anna og stóðu sig með prýði.
Búðarvísurnar eftir Emil voru
næsta viðfangsefni kórsins, þetta
lag er meðal vinsælustu kórlaga
Emils. Undirleik í þessum lögum
annaðist Lára Rafnsdóttir, sem
hún útfærði sérlega skemmtilega
í Búðarvísunum. Þijú næstu lögin
voru gamlir kunningjar; Spinn,
spinn, Þú komst í hlaðið og Um
sumardag en í því lagi söng Þor-
geir Andrésson einsöng.
Eitt verk var frumflutt á þess-
um tónleikum og stakk það nokk-
uð í stúf við önnur verkefni tón-
leikanna, en það er tónverk eftir
söngstjórann Ragnar Björnsson
við kvæði eftir Steingerði Guð-
mundsdóttur. Kvæðið er ort um
altaristöflu Nínu Tryggvadóttur í
Skálholti. Ragnar byggir verkið
að mestu upp af tveimur tónhug-
myndum, stækkandi hljómklösum
og fijálslega unnu „ostinato"
stefi, sem barnakór söng. Þar
voru að verki 13 börn úr skólakór
Garðabæjar. Hjalti Guðmundsson
flutti nokkra einsöngstóna.
Verkið hefst á síhækkandi
hljómklösum, sem mynda eins-
konar A-kafla verksins. B-kaflinn
er unninn úr stuttu steffrymi sem
barnakórinn. söng mjög vel. Eftir
stuttan miliikafla, þar sem sungn-
ir eru kyrrstæðir hljómar með
vaxandi styrk við orðið náð, sem
má skilja sem ákall, heyrast aftur
hljómklasar, en nú ofan frá og
niður. Saman við þá skarast stef-
brot barnakórsins (B-kaflinn).
Verkinu lýkur svo á hækkandi
hljómklösum og það endar með
því að há- og lágraddir skiptast
á að syngja niðurlag klasanna.
Verlrið samdi Ragnar 1973 en
á þeim árum var mikið um alls
konar tilraunir í hljómskipan.
Verkið er feikna erfitt í flutningi
og útheimtir sterkar andstæður í
styrk og var flutningur þessa sér-
kennilega verks góður, sérstak-
lega barnanna, sem sungu af ör-
yggi og mjög fallega.
Kvartett og oktett sungu nokk-
ur lög og meðal annars Litli fugl,
eftir Sigfús Halldórsson. Eftir
nokkur sænsk lög, en í einu þeirra
söng Jóhann Smári Sævarsson
einsöng, lauk tónleikunum með
fimm lögum eftir Gylfa Þ. Gísla-
son, í raddsetningu Jóns Þórarins-
sonar. Þar sungu einsöng Erna
Guðmundsdóttir og Þorgeir Andr-
ésson en auk þess kórfélagarnir
Björn Emilsson, Aðalsteinn Guð-
laugsson og Skúli Möller. Lög
Gylfa eru vinsæl, sérstaklega Ég
leitaði blárra blóma, sem Andrés
Guðmundsson söng mjög vel.
Undirleikari var Lára Rafnsdóttir
og stjórnandi, eins og fyrr grein-
ir, Ragnar Björnsson. Kórinn var
nokkuð misjafn, einkum er varð-
aði tónstöðu háraddanna en þar
á móti mátti oft heyra mjög góðan
söng, einkum í „gömlu lögunum"
og í verki Ragnars, sem er mjög
erfitt í flutningi.
Búnaðarbanki íslands 60 ára:
Afinælissýning á mynd-
list úr safiii bankans
Stjórn og varastjórn nemendasambands Menntaskólans á Akureyri.
í efri röð frá vinstri eru Inga Sólnes, Þráinn Þorvaldsson, Sigurjón
Guðfinsson og Lára Alexandersdóttir. í neðri röð eru Sverrir Krist-
insson, Stefán Yngvi Finnbogason, Dóra Pálsdóttir og Bárður
Tryggvason. Á inyndina vantar Tómas Guðmundsson og Guðmund
Arnaldsson.
Nýjar perur
20% afsláttur á 20 tíma kortum
Þetta gildir sem afsláttarmiði
Blessuð sólin skín og skín
skært i ljósabekknum.
Hjá Sunnu verðið þið sæt og fín
og sæl á sólarbekknum.
Sólbaðsstofan Sunna
Laufásvegi 17, sími 25280.
AÐALFUNDLJR
Aöalfunclur Verslunarbanka íslands hf. verður haldinn
í Súlnasal Hótels Sögu laugardaginn 28. apríl 1990
og hefst kl. 13.30.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 33. grein
samþykkta félagsins
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa-
3- Tillaga að nýjum samþykktum fyrir félagið.
4. Önnur mál löglega fram borin.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða
afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra
í afgreiðslu útibús íslandsbanka, Bankastræti 5,
miðvikudaginn 25. apríl, fimmtudaginn 26. apríl
og föstudaginn 27. apríl kl. 9:15 til 16.00 alla dagana.
Verslunarbanki íslands hf.
VeRSLUNRRÐRNKINN