Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990 Reykjalundarkórinn heldur vortónleika sína í dag. ■ REYKJAL UNDARKÓRINN heldur vortónleika sína í dag, laug- ardaginn 21. apríl, kl. 14.00 í safn- aðarheimilinu, Þverholti 3 í Mos- fellsbæ. Kórinn var stofnaður haustið 1986 og hefur sungið víða í heilbrigðisstofnunum og í Mos- fellsbæ. Kórfélagar eru nú 39. Efn- isskrá vortónleikanna er fjölbreytt, sungin verða innlend og erlend lög. Stjórnandi er Lárus Sveinsson. Undirleikari er Ingibjörg Lárusdótt- ir. M DANIEL Farrell, prófessor í heimspeki við Ríkisháskólann í Ohio flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands og Félags áhugamanna um heim- speki sunnudaginn 22. apríl kl. 14.30. Fyrirlesturinn, sem nefnist „Nuclear Deterrence: The Wrongful-Intentions Argument", verður fluttur í stofu 101 í Lög- bergi og er öllum opinn. Daniel Farrell hefur kennt við Ríkishá- skólann í Ohio síðan 1971. Hann hefur einnig verið gistiprófessor við Princeton-háskóla, Michigan- háskóla og Oberin College. Sérsvið hans eru siðfræði, réttarheimspeki og stjórnmálaheimspeki. ■ „ ÓHEFÐB UNDNAR lækn- ingaaðferðir og kristin trú“ er yfirskrift fundar Kristilegs félags heilbrigðisstétta mánudaginn 23. apríl 1990, sem haldinn verður í Safnaðarheimili Laugarneskirkju kl. 20.30. Séra Magnús Björnsson mun fjalla um efnið. Stöðugt ber meira á því að menn leiti sér hjálp- ar hjá þeim sem stunda slíkar lækn- ingar án þess að gera sér grein fyrir bakgrunni og heimspeki slíkra aðferða. I fyrirlestrinum mun reynt að varpa ljósi á bakgrunn aðferð- anna og bera hann saman við kristna trú. (Fréttatilkynning) ■ GUÐSÞJÓNUSTA verður í Laugarneskirkju sunnudaginn 22. apríl kl. 11.00 en þá verður í síðasta skipti sérstakt barnastarf í tengsl- um við guðsþjónustu sunnudagsins í vetur. Barnastarfið hefst svo aftur í haust. Kirkjuklúbbur Laugames- kirkju hefur komið saman einu sinni í mánuði að undanförnu. Síðasta samvera Kirkjuklúbbsins í vetur verður í dag, laugardag, kl. 16.30. Samveran hefst á helgistund í kirkj- unni, þá er gengið til safnaðarheim- ilisins og verður þar rætt um Sálma Davíðs í Biblíunni. Einnig verða kaffiveitingar. Barnagæsla verður á staðnum ef fólk vill taka börnin með sér. Kirkjuklúbburinn er öllum opinn. M DR. GUÐRÚN Kvaran orða- bókarritstjóri flytur opinberan fyr- irlestur á vegum Stofnunar Sigurð- ar Nordals í dag, þriðjudaginn 24. apríl, í stofu 101 í Odda, hug- vísindahúsi Háskóla íslands, kl. 17.15. í fyrirlestrinum, sem nefnist „íslensk málvísindi á öndverðri 20. öld“, mun Guðrún gera grein fyrir kennslubókagerð, orðabókasmíð og öðrum málfræðirannsóknum á fyrri hluta þessarar aldar. Guðrún Kvaran vinnur nú m.a. að því að skrifa sögu íslenskrar málfræðiiðk- unar. (Fréttatilkynning frá Stofhun Sigurðar Nordals.) ■ APRÍL-hraðskákmót Taflfé- lags Kópavogs verður haldið sunnudaginn 22. apríl kl. 14.00. Öll starfsemi Taflfélags Kópavogs fer fram _í HjallaskólíHHMfMÍE veg. ■ ÍSLENSKU náttúruverndar- félögin eru sex, eitt félag í einu eða tveimur kjördæmum. Félögin eru að endurskipuleggja starfsemi sína með nýja starfshætti í huga en aðalmarkmið félaganna er að stuðla að góðri umgengni, bættu skipulagi byggðar og landnytja, samræmingu mannvirkja og um- hverfís og verndun sögulegra minja. Þau vilja koma á heiibrigðum sam- skiptum manns og náttúru, þar sem maðurinn er eðlilegur þáttur í heild- inni. Framtíðarsýn íslensku nátt- úruvemdarfélaganna á degi jarðar- innar, sunnudaginn 22. apríl, er að í öllum löndum heims starfi náttúru- verndarfélög áhugamanna með virkri þátttöku almennings er safni stöðugt upplýsingum um ástand lífríkisins, stundi „náttúruvöktun“ og komi þeim á framfæri við ábyrgða aðila. Framlag ísiensku náttúruverndarfélaganna til dags jarðarinnar er nýja hugmyndin þeirra, náttúruvöktun, sem þau eru að undirbúa að framkvæma. Á degi jarðarinnar ætla fulltrúar náttúru- verndarfélaganna í nokkrum sveit- arfélögum að kynna eyðublöð ætluð til íjöruvöktunar fyrir almenningi og fá reynslu af notkun þeirra. Fulltrúarnir hafa kynnt þetta hver í sínu sveitarfélagi. (Fréttatilkynning írá verkeftiis- stjórn íslensku náttúrufélaganna.) ■ FRÆÐSLURÁÐ Alþjóða- ólympíunefhdarinnar „IOA“ býð- ur Olympíunefiid Islands að senda þátttakendur á eftirfarandi nám- skeið í Olympíu, Grikklandi í sum- ar. 11—17. júlí verður námskeið fyrir íþróttafréttamenn. Þátttak- endur greiði sjálfir ferðir, en fá frítt uppihald. 20. júní—5. júlí verður námskeið fyrir 35 ára og yngri. Alls geta 5 sótt námskeiðið frá hveiju landi, en aðeins einn karl og ein kona fá fríar ferðir og uppi- hald. 5.—11. júlí verður námskeið fyrir skólafólk, kennara og leiðbein- endur. Þáttakendur greiði sjálfir ferðir en fá frítt uppihald. 10.—16. júlí verður námskeið fyrir stjórn- endur íþróttaskóla og æðri íþrótta- menntastofnana. Þátttakendur greiði sjálfir ferðir en fá frítt uppi- hald. Þeir sem vilja taka þátt í þess- um námskeiðum, sendi umsóknir til Ólympíunefndar íslands, íþróttamiðstöðinni, Laugardal, 104 Reykjavík fyrir 1. maí nk. Umsækjendur skulu tilgreina aldur, menntun, íþróttaiðkanir og störf að íþróttamálum. Góð kunnátta í ensku eða frönsku er nauðsynleg. ■ SYNING á verkum Sigurjóns Jóhannssonar leikmyndateikn- ara og málara var opnuð í húsi Verkalýðsfélags Austur-Húnvetn- inga á Blönduósi fimmtudaginn 19. apríl á vegum Listasafns ASÍ. Sig- urjón á að baki Iangan listferil, fyrst sem málari, síðan sem leik- myndateiknari hjá Þjóðleikhúsinu, en þar var hann í meira en 10 ár starfandi sem yfirleikmyndateikn- ari. Sýningin sem hér kemur fyrir sjónir almennings er byggð á lífsreynslu Siguijóns sjálfs frá bernskuárunum en Siguijón er fæddur og uppalinn á Siglufirði. Sviðið sem lýst er í þessum myndum Siguijóns er lífið sjálft eiris og það kom ungum dreng fyrir sjónir í athafnasömu síldarplássi. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 14.00- 19.00. Á sýningunni verður seld bókin Svartur sjór af síld (síldaræv- intýrin miklu á sjó og landi) eftir Birgi Sigurðsson, útgefandi Forlag- _ið. _ Aðgangur að sýningunni er ókeypis en hún stendur til 26. apríl. Samþykkt ríkisstjórnarinnar: Núverandi ammoníaksgeym- ir verði ekki notaður framar Vilja viðræður við borgina um framtíð Ábiu’ðarverksmiðjunnar RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fúndi sinum í gærmorgun að fela Steingrími Sigfússyni landbúnaðarráðherra og Jóhönnu Signrðar- dóttur félagsmálaráðherra að sjá til þess að fyllsta öryggis verði gætt við rekstur Áburðarverksmiðjunnar í Gufúnesi. Það telur ríkis- stjórnin meðal annars fela í sér að núverandi ammoníaksgeymir, sem kviknaði í á páskadag, verði ekki notaður framar. Ekki verði heldur geymt ammoníak í versmiðjunni umfram það'sem sé á daggeymum hennar vegna eigin frainleiðslu, þar til annað verði ákveðið. Ríkisstjórnin hyggst fela Vinnu- eftirliti og Almannavörnum ríkisins að fylgjast með ofangreindum að- gerðum, „ekki sízt því að rekstri verksmiðjunnar verði, meðan á þeim stendur, hagað þannig að ýtr- asta öryggis sé gætt,“ eins og seg- ir í samþykkt stjórnarinnar. Ríkisstjórnin leggur áherzlu á að ýtarlegri rannsókn á orsökum óhappsins á páskadag verði lokið hið fyrsta. Þá heitir hún að sjá til þess að yfirstandandi öryggisgrein- ingu í verksmiðjunni verði lokið svo fljótt sem auðið er og í framhaldi af henni verði áhætta í verksmiðj- unni metin í heild með aðstoð viður- kenndra erlendra sérfræðinga. Þá verði aflað ýtarlegra upplýsinga um staðsetningu, öryggisbúnað og rekstur ammoníaksgeyma og sam- bærilegra verksmiðja erlendis. Loks segir í samþykkt ríkis- stjórnarinnar að hún telji mikilvægt að viðhalda áburðarframleiðslu í landinu með þeim störfum, sem þar skapist og tilheyrandi verðmæta- sköpun, enda sé um þjóðhagslega hagkvæma starfsemi að ræða. Einnig lýsir stjórnin sig tilbúna til viðræðna við Reykjavíkurborg um framtíð verksmiðjunnar í Gufunesi. Almannavarnir ríkisins: Engar yfirlýsingar hafa verið gefiiar um störf AR Almannavarnir ríkisins sendu í gær frá sér eftirfarandi frétta- tilkynningu: Vegna tilkynningar frá aðstand- endum Nýs vettvangs í dagblöðun- um 19. apríl 1990 vilja Almanna- varnir taka fram: Almannavarnir ríkisins hafa ekki gefið neinar yfirlýsingar um að Almannavarnanefnd Reykjavíkur hafi ekki sinnt lágmarksskyldum sínum varðandi öryggismál og við- brögð við hættuástandi í borginni. Enginn samanburður er gerður á störfum almannavarnanefnda í landinu, þar sem áherslur í störfum þeirra eru mjög mismunandi og miðast við ólíkar hættur sem ógna á hveijum stað. I neyðaráætlun Almannavarna Reykjavíkur eru fyrirfram gefin fyrirmæli almannavarnanefndar til þeirra stofnana og sveita sem fara með fyrstu viðbrögð gegn hættu eða vá og ákvæði um verkaskipt- ingu þeirra í þeim viðbrögðum. Ál- mannavarnanefnd tekur ekki við beinni stjórn og samræmingu að- gerða á neyðartímum fyrr en langtímaaðgerðir eru hafnar. Neyðaráætlun Almannavarna Reykjavíkur er frá árinu 1982, en ekki 1976. Hlutverk æðstu embætt- ismanna borgarinnar á neyðartím- um er nákvæmlega skilgreint í þeirri áætlun. Hefur nefndin falið embættismönnum sínum að taka þátt í námskeiðum og öðrum þjálf- unum, sem stofnað hefur verið til á sviði almannavarna, svo og sent nefndarmenn og björgunarforingja til að kynna sér hliðstæð almanna- varnastörf erlendis. Almannavarnir ríkisins hafa ekki reynt að túlka „skilning æðstu embættismanna borgarinnar á hlut- verkum sínum og viðbrögðum við hættuástandi“. í stóræfingum al- mannavarna í Reykjavík, svo og í hættutilvikum og neyð, þegar al- mannavarnanefndin hefur starfað að stjórn og samræmningu að- gerða, hefur ekkert annað komið fram en að hún sinni fullkomlega hlutverki sínu og leysi það af fag- mennsku og festu. Könnun á geymslu og notkun hættulegra efna í Reykjavíkurborg var gerð að frumkvæði Almanna- varnefndar Reykjavíkur, en örygg- issvæði kortlögð fyrir nefndina af Almannavörnum ríkisins. Samkvæmt lögum um almanna- varnir fer stjórn Almannavarna ríkisins (almannavarnaráð) með umsjón með almannavarnanefnd- um. Hafa samskipti Almannavarna ríkisins og Almannavarnanefndar Reykjavíkur verið með miklum ágætum. Framkvæmdastjóri Al- mannavarna ríkisins er ætíð boðað- ur á fundi nefndarinnar og situr þá verði því við komið. Nefndin hefur tekið undir þær tillögur sem komið hafa frá Almannavörnum ríkisins um fr'amkvæmd einstakra þátta í almannavörnum. Hins vegar hefur verið lýst áhyggjum við nefndina um að framkvæmdir í ákvörðunum nefndarinnar gengju hægar en æskilegt væri. Nefndin brásti þegar við því og réði sér- stakan verkefnisstjóra í fullt starf til að hraða málum í framkvæmd. Almannavarnir höfuðborgar landsins eru mikið ábyrgðarstarf og hefur þessi fagnefnd hennar eitt víðtækasta verksvið allra nefnda borgarinnar. Hefur Almannavarna- nefnd Reykjavíkur haft forystu í framkvæmdum á mörgum sviðum almannavarna í héraði, sem ekki verða talin upp hér. Reykjavík, 20. apríl 1990. F.h. Almannavarna ríkisins, Guðjón Petersen. Opinn fundur um Aburðar- verksmiðjuna ÍBÚASAMTÖK Grafarvogs standa fyrir opnum fundi um málefni Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufúnesi og önnur umhverfismál í Grafarvogi. Fundurinn verður haldinn í félagsmiðstöðinni Fjörgyn við Foldaskóla í dag, laugardaginn 21. apríl, kl. 14.00. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs, Guð- mundur Guðmundsson, opnar fundinn. Framsöguerindi flytur Guðmundur G. Kristinsson, stjórnarmaður í íbúasamtökum Grafaivogs. Ávörp flytja Davíð Oddsson borgarstjóri, Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs Alþingis, Steingrímur Sigfús- son landbúnaðarráðherra, Guð- jón Petersen, framkvæmda- stjóri Almannavarna ríkisins, og fulltrúi borgarverkfræðings. Á eftir verða fyrirspurnir og umræður. Fundarstjóri verður Hákon Hákonarson íbúi í Graf- arvogi. Sigrirður Orlyg-s- son sýnir Kjarvalsstaðir: OPNUÐ verður sýning á verkum Sigurðar Örlygssonar myndlist- armanns á Kjarvalsstöðum í dag kl. 14. Verkin á sýningunni eru sjö talsins, öll unnin á siðustu tólf mánuðum, og ná þau allt að 20 fermetrum að M£$|Íiiii£ * Sigurður, sem hefur verið „Á framabraut", eitt verka Sigurðar á sýningunni á Kjarvalsstöðum. stundakennari við Myndlista- og ingu sem hélt á Kjarvalsstöðum handíðaskóla Islands frá árinu árið 1988. 1980, á að baki 18 einkasýningar Sýningin verður opin daglega frá frá árinu 1971 að telja. Hann Waut _J kl. 11-18 og lýljur sunnudp.gipg,^; menningarverðfaun DV fyrir sýn-' maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.