Morgunblaðið - 21.04.1990, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990
29,
Minninff:
Páll Scheving,
Vestmannaeyjum
Fæddur 21. janúar 1904
Dáinn 15. apríl 1990
Páli Scheving fylgdi sérstæður
kraftur alla tíð. Hann var hugsjóna-
maður og eldhugi til félagsmála og
athafna í Vestmannaeyjum hrygginn
úr þessari öld. Það var alveg sama
hvar Páll lagði hönd á plóginn, hvort
sem það var í vélstjórn, verkstjórn,
á vettvangi verkalýðsmála, íþrótta-
eða stjórnmála. Hvai-vetna varð
hann forgöngumaður og honum
fylgdi mikil baráttugleði. Páll Sche-
ving var glæsimenni í fasi og fram-
göngu og ekki var stíll hans síðri í
andanum og þeim hugsjónaeldi sem
þar bjó í þágu lands og þjóðar. Páll
Scheving var snjall íþróttamaður og
stökk hærra í hástökki en aðrir
samtímamenn, því sem íþróttamaður
og Týrari af lífi og sál var hann í
fremstu röð á íslandi. Sem eitilharð-
ur sjálfstæðismaður var hann sami
afreksmaðurinn. Með kappi sínu og
baráttugleði laðaði hann menn til
starfa á vettvangi bæjarmála og
þjóðmála og það fór ekkert á milli
mála ef hann tók eitthvað að sér
þá gekk það með krafti. Á vettvangi
hagsmunamála Vestmannaeyja
vann hann ævilangt undir merkjum
sjálfstæðismanna og honum fyldi
svif fálkans með snerpu og markv-
ísi. Sjálfstæðismenn þakka honum
leikgleðina og dugnaðinn. Það er
þakkar vert að eiga slíka samferða-
menn sem Páls Scheving og það er
mikill sjónarsviptir að honum. Hann
setti eftirminnilegan svip á samtíð
sína og markaði spor inn í framt-
íðina. Það var aldrei logn í seglum
hans. Minningin um hann hvetur til
baráttugleði undir merkjum Sjálf-
stæðisflokksins, baráttugleði til þess
að ná árangri skref fyrir skref, hratt
og ákveðið, eins og honum var sjálf-
um lagið, feti lengra, feti hærra.
Góður Guð styrki eftirlifandi vini og
vandamenn.
Árni Johnsen
Með Páli Scheving er genginn einn
dugmesti baráttumaður Sjálfstæðis-
flokksins í Vestmannaeyjum. Hann
lést í Hraunbúðum, dvalarheimili
aldraðra í Vestmannaeyjum, á
páskadag á 87. aldursári.
Páll Scheving hafði frá unga aldri
tekið þátt í störfum Sjálfstæðis-
flokksins og Fulltrúaráði Sjálfstæð-
isfélaganna í Vestmannaeyjum.
Honum voru falin margháttuð trún-
aðarstörf fyrir flokkinn, sem hann
gegndi af hugsjón og rækti af mik-
illi kostgæfni.
Páll átti sæti i bæjarstjórn Vest-
mannaeyja árin 1954-1962 og sat
auk þess í bæjarráði frá 1958-1962
og ýmsum nefndum á vegum bæjar-
félagsins um langt árabil.
Framlag Páls til Fylkis, málgagns
Sjálfstæðismanna í Eyjum, sem
hann helgaði starfskröftum sínum á
efri árum verður seint fullþakkað.
Undir hans stjórn efldist útgáfa til
muna og var það ómetanlegt fyrir
allt starf Sjálfstæðisfélaganna að
njóta starfskrafta jafn baráttuglaðs
hugsjónamanns sem í Páli bjó. Auk
útgáfustarfsins sinnti hann margv-
íslegum störfum fyrir Sjálfstæðisfé-
lögin sem starfsmaður þeirra til
margra ára.
Sjálfstæðisfélögin í Vestmanna-
eyjum senda öllum aðstandendum
hins látna innilegar samúðarkveðjur.
F.h. sjálfstæðisfélaganna
í Vestmannaeyjum,
Ólafúr Elísson.
Á páskadagsmorgun lést í Hraun-
búðum, dvalarheimili aldraðra í
Vestmannaeyjum, fyrrverandi
tengdafaðir minn og ævarandi vin-
ur, Páll Scheving.
Þegar þessi heiðursmaður er allur
hrannast upp minningarnar, bæði
garnlar og nýjar.
Leiðir okkar lágu fyrst saman er
ég var 19 ára gömul og leit þessar
eyjar í fyrsta skipti. Þessareyjar sem
voru honum svo kærar, enda hafði
hann alla tíð unnið að því að gera
veg þeirra sem mestan og bestan.
Á Hjalla var heimili Páls og hans
góðu konu, Jónheiðar Scheving, en
hún andaðist á jóladag 1974 eftir
langvarandi veikindi. Börnin þeirra
þrjú, Helga Rósa, Sigurgeir og
Margrét ólust upp á Hjalla við mikla
ást og hlýju. Er ég fékk að kynnast
á þessu heimili er ég eignaðist mitt
fyrsta barn sem tók sín fyrstu skref
í afa og ömmu húsi.
Er ég Iít til baka finnst mér vin-
átta okkar Páls hafa eflst með hveiju
árinu sem leið og alveg fram á
síðasta dag. Ég treysti mér ekki til
að gera störfum þessa merka manns
skil, eins og hann hefði átt skilið.
Svo vandasöm og mörg voru þau
enda Páll vel til forystu fallinn. En
ég kemst þó ekki hjá að minnast á
nokkur atriði úr æviskeiði hans.
Aðalsmerki hans var heiðarleiki
og trúmennska. Páll var mikill
íþróttamaður á unglingsárum og bar
þar hæst hástökk, en hann átti ís-
landsmet í því um tíma. Vélstjóri var
hann að mennt og rafvirki ef þess
þurfti, það lék flest í höndunum á
honum.
Stjórnmál voru stór þáttur í lífi
hans alla tíð og ómæld þau störf er
hann vann fyrir Sjálfstæðisflokkinn
í Eyjum. Hann sat í bæjarstjórn og
var forseti hennar um tíma. En
lengst af var hann verkstjóri í Lifrar-
samlagi Vestmannaeyja.
Páll tók þátt í að stofna Knatt-
spyrnufélagið Tý og ennfremur Vél-
stjórafélag Vestmannaeyja. Heið-
ursfélagi var hann í þessum félögum
og einnig í AKÓGÉS og voru þau
öll honum mjög kær. Páll hafði sér-
staka hæfileika til að segja frá, og
kom það sér oft vel á mannamótum,
var þar ótæmandi fróðleikur.
Er hann var gestur á mínu heim-
ili var sérstaklega vinsælt að heyra
hann segja frá gamalli tíð, það gerði
hann svo skemmtilega og var stál-
minnugur. Það var því sárt að horfa
upp á þennan gamla stolta mann
missa minnið og olli það honum
miklu þjáningum undir það síðasta.
Það datt engum í hug á Fjólugötu
9 er við borðuðum saman kvöld-
máltíð á föstudaginn langa að hún
væri síðasta máltíðin með honum.
Hún mun okkur seint líða úr minni
það lá svo vel á honum, við höfðum
um svo margt að spjalla, eins og
fyrri daginn. Alla tíð á ég eftir að
muna vorvísurnar sem hann söng
fyrir mig er ég keyrði hann inn á
Hraunbúðir um kvöldið, þá héldum
við að vorið væri að koma og töluð-
um um að næst skyldum við fara í
góðan bíltúr. En því miður, það varð
ekkert næst.
Ég votta börnum hans og fjöl-
skyldum þeirra samúð mína. Fjöl-
skylda mín á Fjólugötu 9, Vesta-
mannaeyjum, þakkar Páli fyrir sam-
fylgdina og við biðjum honum allrar
blessunar hinum megin.
Katrín Sjöfn Sigurbjömsdóttir
Á páskádag lést á heimili sínu að
Hraunbúðum í Vestmannaeyjum,
Páll Scheving, 86 ára að aldri, og
verður útför hans gerð frá Landa-
kirkju í dag. Páll hafði búið á Hraun-
búðum um nokkurt skeið og þar leið
honum vel.
Þeir falla frá einn af öðrum þeir
menn, sem fæddir voru um seinustu
aldamót og lifað hafa tímana tvenna
hér á landi. Páll var einn af þessum
aldamótamönnum.
Ég kynntist Páli eftir að ég flutti
til Vestmannaeyja. Sérstaklega eftir
að ég tók við formennsku í fulltrúa-
ráði sjálfstæðisfélaganna en Páll var
starfsmaður Sjálfstæðisflokksins í
Vestmannaeyjum árum saman. Páll
var áhugasamur í starfi fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn og fyrir þær hugsjón-
ir, sem flokkurinn berst fyrir. Það
var starfið á hveijum tíma, sem
skipti hann mestu máli, en ekki eig-
inn frami. Hann sá um það, að hægt
væri að halda út blaði flokksins,
Fylki, árum saman og jafnframt að
tryggja það, að fjárhagsstaða
flokksins væri viðunandi.
Páll hafði mikinn áhuga á flokks-
málum og starfaði þar af miklum
áhuga. Hann átti sæti í bæjarstjórn
og í fjölda nefnda fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn í áranna rás og alls staðar
hafði hann komið góðu til leiðar með
störfum sínum.
Páll annaðist útgáfu á Fylki með
miklum myndarskap. Sérstaklega
var hann duglegur að safna auglýs-
ingum víðs vegar af landinu. Það
er oft erfitt verk að gefa út pólitísk
landsmálablöð, þar sem auglýsinga-
gildi í þeim getur oft verið lítið en
Páll var mjög duglegur í þessu.
Hann lét jafnframt binda inn hvern
árgang af Fylki, þegar hann var þar
ritstjóri og er mér mjög minnis-
stætt, hvað hann var ánægður, þeg-
ar hann gat fært mönnum inn-
bundna árganga af blaðinu. Honum
þótti vænt um blaðið og vildi veg
þess sem mestan.
Páll tók upp þann sið í blaðinu,
að birta myndir af látnum Vest-
mannaeyingum í jólablaði Fylkis og
hefur sá siður mælst mjög vel fyrir
og verið haldið áfram eftir að Páll
lét af ritstjórn blaðsins. Þessi siður
hefur gert það að verkum, að blaðið
er mjög eftirsótt meðal bæjarbúa og
brottfluttra Vestmannaeyinga.
Bæjarstjórnarkosningarnar 1982
voru seinustu kosningarnar, sem
Páll starfaði við en þá var hann
umboðsmaður listans við talningu
atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn
vann í þessum kosningum sinn
stærsta sigur og er það sérstaklega
minnisstætt fulltrúum hinna flokk-
anna, sem fylgdust með kosningun-
um, hversu gleði Páls var mikil og
einlæg.
Sjálfstæðismenn í. Vestmannaeyj-
um sakna vinar, þar sem Páll Sche-
ving var, brautryðjandi í starfi
flokksins og vildi ég senda aðstand-
endum hans innilegar samúðar-
kveðjur við fráfall Páls.
Sigurður Einarsson
Páskadagur rann upp bjartur og
fagur og sigurljómi upprisunnar lýsti
upp huga manns. Um gjörvallan
heim kristninnar hljómaði: Kristur
er upprisinn, já, hann er sannarlega
upprisinn. Orð Guðsþjallsins: „Hann
er ekki hér, hann er upprisinn."
hljómuðu sterkt í páskamessunni
sem ég sótti árla þennan morgun
og voru lifandi í huga mér nokkrum
stundum síðar er mér barst andláts-
fregn tengdaföður míns, Páls Sche-
ving á Hjalla í Vestmannaeyjum.
Hann var að vísu fluttur frá Hjalla,
hafði dvalist rúm tvö ár í góðu yfir-
læti á dvalarheimilinu Hraunbúðum
í Eyjum. Hann var viðbúinn kallinu
og fáum mönnum hæfði betur að
vera kallaður héðan á upprisudegi
Drottins, já, beint og snöggt til up-
prisunnar, með Kristi.
Páll Scheving fæddist á Steinstöð-
um í Vestmannaeyjum 21. janúar
1904, sonur hjónanna Kristólínu
Bergsteinsdóttur frá Fitjamýri undir
Eyjafjöllum og Sveins Pálssonar
Scheving bónda á Steinstöðum og
síðar yfirlögregluþjóns í Vestmanna-
eyjum, sem var Vestur-Skaftfelling-
ur að ætt, fæddur í Görðum í Mýrd-
al. Kristólína og Sveinn eignuðust
sjö börn, þrjú létust í æsku, en hin
fjögur: Guðjón, Anna, Páll og Sig-
urður urðu öll nýtir og þekktir borg-
arar í Vestmannaeyjum.
Páll ólst upp að hætti annarra
drengja í Eyjum þeirra tíma, við fisk
og fugl og lærði snemma að taka
til hendi og færa björg í bú. Hann
réðst til Rafveitu Vestmannaeyja í
október 1919, sem lærlingur í raf-
virkjun og vélgæslu og lauk námi í
báðum greinum árið 1923. Starfaði
hann síðan um sjö ára skeið hjá
Rafveitunni. Hann þótti góður verk-
maður og útsjónarsamur, enda kapp-
samur að eðli til og duglegur að við-
halda menntun sinni og kynnast
nýjungum í iðngreinum sínum. Hann
vann hjá Vélsmiðjunni Héðni í
Reykjavík um tíma og á hennar veg-
um setti hann m.a. niður vélar í
frystihús norður í Hólmavík. Hann
var um tveggja ára skeið yfirverk-
stjóri við lýsisvinnslu í síldarverk-
smiðjunni í Djúpuvík á Ströndum
og hann vann einnig um skeið við
raflagnir á Siglufirði á fyrstu árum
rafvæðingar þar.
Páll stundaði útgerð í nokkur ár
eftir 1930, en réðst síðan sem vél-
stjóri til Isfélags Vestmannaeyja og
vann þar í sjö ár. Loks réðst hann
til Lifrarsamlags Vestmannaeyja og
starfaði þar í u.þ.b. 30 ár sem vél-
stjóri og síðar sem verksmiðjustjóri.
Páll Scheving var afbragðs
íþróttamaður á yngri árum, einn af
stofnendum Knattspyrnufélagsins
Týs, fyrsti ritari þess og síðar heið-
ursfélagi. Hann átti viðurkennt Is-
landsmet í langstökki og í sérgrein
sinni hástökkinu stóð honum enginn
á sporði, enda stökk hann manna
hæst þó að ekki fengjust met hans
viðurkennd, þar sem stökkstíll hans
var ekki samþykktur fyrr en mörg-
um árum seinna.
Páll var einn af stofnendum Vél-
stjórafélags Vestmannaeyja 29. nóv.
1939 og var fyrsti formaður þess.
Þá starfaði hann einnig lengi í Iðnað-
armannafélaginu í Eyjum og tók
mikinn þátt í kjarabaráttu þessara
ára.
Páll Scheving var sjálfstæðismað-
ur, mikill sjálfstæðismaður og eins
og ég kynntist honum bjó hann yfir
þeim kostum sem best mega prýða
menn. Hann var dugmikill og heiðar-
legur, hafði hugsjónir frelsis og
framfara í hávegum, unni fornum
dyggðum og reyndi hvað hann gat
að rétta hjálparhönd þar sem þess
var þörf. í pólitíkinni var hann barn
síns tíma, hafði mótast af þeirri
pólitísku baráttu sem háð var hér á
landi á fyrstu áratugum sjálfstjórnar
og síðar lýðveldis á íslandi. Hann
sá ofsjónum yfir framgangi og fram-
kvæmd kommúnismans og barðist
af krafti gegn þeirri stefnu, sem
hann taldi ekki eiga erindi inn í
þjóðlíf okkar þar sem hann sá í henni
mannlega niðurlægingu, kúgun og
óréttlæti.
Páll gekk mjög ungur í Félag
ungra sjálfstæðismanna og var fyrst
kjörinn í fulltrúaráð Sjálfstæðis-
flokksins frá því félagi. Hann var
formaður Sjálfstæðisfélags Vest-
mannaeyja 1951-’64, fyrsta
kjörtímabilið sem varamaður, en
næstu tvö sem aðalfulltrúi og síðustu
árin sat hann í bæjarráði. Hann
starfaði í mörgum nefndum á vegum
bæjarins, svo sem byggingarnefnd,
heilbrigðisnefnd og rafmagnsnefnd.
Tengdafaðir minn hefði áreiðan-
lega verið lengur í fremstu víglínu
bæjarmála ef ekki hefði komið til
erfiður augnsjúkdómur, sem hann
barðist við í 15 ár og gerði hann
næstum því blindan. Hann gafst þó
ekki upp og trúði því að hægt væri
að fá bót á sjóninni með hjálp lækna
og nýjustu vísinda.
Þegar ég kynntist Páli seinni hluta
árs 1973 var hann í útlegð frá Eyjum
vegna eldgossins á Heimaey, ásamt
v^fjölskyldu sinni, nær því blindur og
Beið eftir því að gangast undir úr-
slitaaðgerð sem gæfi annað hvort
góða sjón eða algjört myrkur.
Aðgerðin tókst fullkomlega og
með réttum sjónglerjum fékk hann
nánast fulla sjón. Það var stórkost-
legt að vera vitni að því þegar hann
á leið heim af sjúkrahúsinu fór að
lesa fyrir okkur bílnúmer og auglýs-
ingaskilti og þegar heim kom tók
hann Moggann, hélt honum tæpa
armlengd frá sér og las án nokkurs
hiks smæsta letrið. Hér urðu kafla-
skipti í lífi Páls, því að með bættri
sjón gat hann nú lesið, skrifað og
notið umhverfis síns, meira að segja
fékk hann endurnýjað ökuskírteini
sitt og naut þess í mörg ár.
Við þessi kaflaskipti helgaði Páll
Sjálfstæðisflokknum nær alla krafta
sína og vann þar ómetanlegt starf
í heilan áratug, eða þar til hann stóð
á áttræðu um áramótin 1983-’84.
Páll Scheving kvæntist 28. nóv-
ember 1929, Jónheiði Steingríms-
dóttur, sem var fædd á Akureyri 24.
júlí 1907. Var hún manni sínunn^'
afar kær og kom það vel fram í
umhyggju hans fyrir henni síðustu
æviár hennar, er hún barðist við
erfiðan sjúkdóm sem lagði hana að
velli langt fyrir aldur fram, en hún
lést 25. desember 1974 í Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja, aðeins nokkrum
mánuðum eftir að hægt var að flytja
heim til Eyja á ný, eftir gosið.
Börn þeirra Páls og Jónheiðar
eru: Helga Rósa, býr í Reykjavík,
Sigurgeir, býr í Vestmannaeyjum
og Margrét, gift undirrituðum og
býr í Mosfellsbæ. Barnabörnin eru
12 talsins og barnabarnabörnin eru'"
orðin 8.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast Páli vel og eignast trúnað hans
og vináttu. Honum var umhugað um
velferð ástvina sinna og vil ég með
þessum minningarbrotum þakka
honum samfylgdina og allan stuðn-
ing hans og hvatningu sem hann lét
okkur í té. Sambúð okkar á Hjalla
byggðist á gagnkvæmri virðingu,
trausti og kærleika svo að ekki bar
skugga á. Hann seldi okkur hjónun-
um Hjalla 1975, en bjó hjá okkur
og dvaldi í húsinu sínu eins lengi
og hann þurfti og gat, eins og hann
sjálfur hafði ráðgert. Síðast bjó hann
að Hraunbúðum, dvalarheimili aldfy
aðra í Vestmannaeyjum, og naut þar
umhyggju sem hér er þakkað fyrir.
Hann er hér ekki lengur, hann
er upprisinn í trú á Krist, kominn
heim til ástvina sinna á himnum.
Minningin og vonin um kæra endur-
fundi lifír.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Br.)
Þorvaldur Halldórsson
Með Páli Scheving er genginn
mikill baráttumaður. Sjálfstæðis-
menn hafa misst eldhuga. Ég hygg
að fátítt sé að menn gangi til bar-
áttu á vettvangi stjórnmálanna af
jafnmiklu kapþi og með þeirri einurð
sem Páll Scheving gerði.
Ég kynntist honum fyrst þegar
hann var kominn á efri ár. Hann
hafði þá enn umsjón með útgáfu á
Fylki, blaði sjálfstæðismanna í Vest-
mannaeyjum. Maður varð strax
áskynja að þessi gamalgróni bar-
áttujaxl vildi huga jafnt að smáum
hlutum sem stórum.
Áratuga starf í þágu flokksins
hafi kennt honum að árvekni er
höfuð starfsskylda. Ég tel það vera^-
gæfu að hafa fengið að læra af
kynnum við Pál Scheving. Hann
auðgaði skilning minn og fyrir það
skulu þakkir færðar að leiðarlokum.
í hárri elli brást hann aldrei í því
að brýna sjálfan sig og aðra. Hug-
sjón einstaklingsfrelsisins og at-
hafnafrelsisins dofnaði aldrei þótt
kraftamir þrytu smám saman.
Fundum okkar bar síðast saman
síðastliðið sumar er ég heimsótti
hann þar sem hann dvaldi í Hraun-
búðum, dvalarheimili aldraðra í
Vestmannaeyjum. Þann dag minnt-
ust sjálfstæðismenn í Vestmannaeyj-
um sextíu ára flokksstarfs.
Gamli maðurinn taldi sig í fyrstu
ekki geta komið til hátíðarsamkomu
sem efnt var til vegna afmælisins.
En við höfðum aðeins rætt pólitikina
skamma stund þegar andinn hafði
hresst hann svo að hann sagðist
ætla að koma til hátíðarinnar, hvað
sem liði fúnum fótleggjunum. Og
það gerði hann og hélt að sjálfsögðu
góða brýningarræðu.
Þessir síðustu samfundir okkar
Páls verða mér minnisstæðir. Þeir
lýstu svo vel baráttuandanum. Það
eru ekki einasta sjálfstæðismenn í
Vestmannaeyjum sem kveðja Pál
Scheving í dag með þakklæti og virð-
ingu. Hann var með störfum sínum A
fyrirmynd um ósérhlífni og trú-
mennsku við hugsjónina. Forysta
Sjálfstæðisflokksins stendur í þakk-
arskuld nú þegar komið er að hinstu
kveðjustund.
Afkomendum og ástvinum Páls
Schevings sendi ég samúðarkveðjur.
Megi baráttukraftur hans verða öðr-
um til eftirbreytni. .
Þorsteinn Pálsson