Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990
Andrés Krístjánsson
rítstjórí — Kveðjuorð
Á árum áður, þegar ég vann á
dagskrárskrifstofu útvarpsins og
leitaði að góðum manni til að tala
um daginn og veginn, kom mér
nafn Andrésar Kristjánssonar einna
fyrst í hug, væri nokkuð um liðið
frá síðasta útvarpserindi hans. Og
þakklátur var ég honum fyrir, hvað
vel hann tók sér nær alltaf málaleit-
an minni, þótt fyrirvari væri stund-
um skammur, kannski 4-5 dagar.
Og enn jókst þakkarkenndin við að
hlusta á mál hans næsta mánudags-
kvöld, því að ævinlega var talsvert
á því að græða. Þótt honum lægi
ekki hátt rómur, kom hann vel til
skila skoðunum sínum á málefnum
dags og vegar, og oft lagði hann
dijúgan þunga í orð og róm, heitan
ákafa hugsjónamanns, þegar hon-
um þótti mikilsvert að hlustendur
glöggvuðu sig á umræðuefninu eða
honum blöskraði hitt og þetta, sem
til einhverrar óhollustu horfði, eink-
um í menningarlegu tilliti. Því að
Andrés Kristjánsson var sérlega
þjóðhollur maður með glöggt skyn
á stefnur og strauma. Eg veitti því
athygli, að því nær í hveiju dags
og vegar-erindi hans kom hann
fram með gagnmerka ábendingu
eða gagngera tillögu um ákveðið
mál, svo að til bóta eða framfara
gæti horft í samfélaginu. Fyrir vik-
ið tel ég hann hiklaust í hóp þeirra
fáu manna, sem skarað hafa fram
úr við flutning hins sígilda útvarps-
þáttar um daginn og veginn. Og
ekki spillti málfarið, því að Andrés
var ritfær í besta lagi.
Mig minnir að ég bryti upp á því
við Andrés einhveiju sinni, að hann
ætti að taka til útgáfu valda kafla
úr þessum útvarpserindum sínum,
ekki síst tillögurnar góðu, sem hafa
líklega fæstar verið framkvæmdar
enn, og einnig úr blaðagreinum
sínum. Ég veit ekki hvað honum
fannst um þessa tillögu mína,
a.m.k. lét hann undir höfuð leggj-
ast slíka útgáfu, en vonandi eru
handritin enn á vísum stað, svo að
ekki sé úrhættis að koma í kring
útgáfu úrvalsgreina Andrésar
Kristjánssonar. Að henni yrði hinn
vænsti fengur. Andrés kom sem
blaðamaður að Tímanum rúmlega
þrítugur að aldri og starfaði þar
meira en aldarfjórðungj helming
þess tíma sem ritstjóri. I því blaði
er auðvitað sægur greina eftir hann,
margra markverðra, og á síðari
árum reit hann marga góða grein
í ýmis önnur blöð og tímarit. Hann
var virtur gagniýnandi á bækur.
Andrés var einn atorkusamasti
bókaþýðandi þjóðarinnar. Munu
hafa komið frá honum meira en
eitt hundrað þýddar bækur, sumar
eftir öndvegishöfunda, s.s. Balzac,
Dumas, Mérimée, Conrad, Remar-
que, Moravia og Freuchen. Meðal
þessara hinna fremstu í hópnum
var líka Finninn Sillanpáá, sem
hlaut Nóbelsverðlaun árið 1939.
Fimm árum síðar kom út þýðing
Andrésar á skáldsögu hans „Sól-
nóttum", sem gerist í finnskri
vatnabyggð. Því nefni ég þessa bók
sérstaklega, að löngu síðar bað
Andrés mig að lesa hana í útvarpið
sem framhaldssögu, og var mér
ánægja að því, enda er sagan vel
sögð og'þýðingin snjöll.
Andrés er líka höfundur all-
margi-a bóka. Sumar þeirra eru
æviminningar merkra manna, sem
hann skráði eftir þeim. Þannig gerði
hann t.d. skil tveimur kunnum
Vatnsdælingum, Ágústi á Hofi og
Hannesi á Undirfelli. Hann skrifaði
líka bók um Geysis-slysið á Bárðar-
bungu, og er þá fátt eitt talið.
Nefna skal ég það, að árið 1951
vorum við Andrés samstarfsmenn
sem ritstjórar að Útvarpsblaðinu,
sem ungur og athafnasamur prent-
smiðjustjóri í Hafnarfirði hafði
stofnað til eftir að Útvarpstíðindi
voru úr sögunni um sinn. Loftur
Guðmundsson rithöfundur hafði
farið af stað sem ritstjóri blaðsins
en forfallaðist á miðju ári, svo að
úr varð að við Andrés tókum upp
þráðinn. En ekki varð ending þess-
arar útgáfu langvarandi, því að hún
lagðist niður um næstu áramót.
Tölublöð okkar Andrésar náðu því
ekki heilum tug. En samt urðu þau
nógu mörg til þess að auka kynni
mín af þessum mæta manni, en þau
voru ekki mikil fyrir. Þá hafði ég
ekki eignast bíl, svo að Andrés
bauðst alltaf til að kippa mér upp,
þegar að umbrotinu kom. Öll sam-
skipti mín við hann þá og síðar
voru á eina lund, báru vott um
góðvilja hans og greind.
Andrésar Kristjánssonar verður
lengi minnst.
Baldur Pálmason
Kveðja frá Norræna félag-
inu í Kópavogi
Andrés Kristjánsson var alla ævi
maður mikils starfs sem náði langt
yfir þau mörk sem kennsla, blaða-
mennska eða önnur föst störf kröfð-
ust. Ritstörf hans og afköst við
þýðingar voru með ólíkindum, sé
þess gætt að þau voru hjáverk lengi
framan af. En því fer þó fjarri að
þar með sé allt talið, því Andrés
var örlátur, bæði á gáfur sínar og
góðvild, og einatt reiðubúinn að
hiaupa undir bagga þar sem átaks
var þörf til styrktar góðu málefni.
Mér segir svo hugur að það hafi
verið honum eðlislægt, en jafnframt
í fullu samræmi við þá félags-
hyggju- og samvinnuhugsjón sem
hann kynntist ungur í átthögum
sínum og veitti jafnan það lið er
hann mátti.
Andrés tók þátt í stjórnmálum,
bæði á landsvísu og innan þrengri
hrings. Hann var varabæjarfulltrúi,
fræðsluráðsmaður og fræðslustjóri
í Kópavogi um skeið, en þar átti
hann heima á fjórða tug ára. Félög,
nefndir og ráð nutu starfskrafta
hans og áhuga, þeirra á meðal stétt-
arfélög blaðamanna og rithöfunda,
Þingeyingafélagið í Reykjavík,
Skógræktarfélag íslands og Nor-
ræna félagið í Kópavogi.
Á aðalfundi þess og vorvöku í
síðasta mánuði sá ég Andrés síðast,
glaðan og hressan eftir atvikum.
Hann var kjörinn varaformaður í
fyrstu stjórn Norræna félagsins í
Kópavogi við stofnun þess í árslok
1962 og var formaður þess
1967-71. Hann var vinur þeirrar
hugsjónar sem það var stofnað til
þess að styðja í upphafi og bar hlýj-
an hug til þess alla tíð. Fyrir það
kunnum við honum þakkir sem þar
störfum nú og sendum ástvinum
hans samúðarkveðjur. í hugum
okkar leikur birta um minningu
Andrésar Kristjánssonar.
Ég sem þessar línur set á blað
kynntist honum fyrst þegar ég kom
tvítugur til Reykjavíkur og gerðist
blaðamaður um skeið, m.a. undir
stjórn Andrésar. Norðlenskur upp-
runi beggja og sameiginleg áhuga-
mál tengdu okkur saman. Síðar
áttum við ýmislegt saman að sælda
vegna starfs míns hjá útvarpinu,
því þar var Andrés lengi vinsæll
gestur, einkum í þættinum „Um
daginn og veginn“. Hann var rækt-
unarmaður lands og lýðs í gömlum
og góðum skilningi. Hann var
drengur góður. Og honum var lagin
sú list að láta skynsemi og tilfinn-
ingar vega salt í dagfari sínu, skoð-
unum og skiptum við aðra.
Nú eru mér efstar í huga þakkir
fyrir hið hlýja þel sem ég og marg-
ir samferðamenn Andrésar Krist-
jánssonar fengum að njóta meðan
hann var okkur nær. Þess verður
ætíð gott að minnast.
Hjörtur Pálsson
Andrés Kristjánsson er einn
þeirra manna sem ég minnist íneð
sérstakri hlýju og þakklæti. Ég
kynntist honum ungur að árum og
varð strax ljóst að í brjósti hans
sló hjarta drengskapar- og hug-
sjónamanns. Hann bjó jafnframt
yfir meiri fróðleik um íslenska sögu
og þjóðmenningu en flestir hans
samferðamenn en lítillæti hans og
óeigingirni sáu til þess að hann var
sjaldan í sviðsljósinu, til þess hafði
hann alls enga löngun. Framgangur
hugsjónamála var honum aðalatriði
en ekki persónulegur frami. Þegar
örlögin skákuðu mér til útgáfu-
starfa hófst með okkur Andrési
tímabil samstarfs sem stóð í ára-
tugi og aldrei féll blettur á. Um þær
mundir voru ævisagnaútgáfa komin
í talsverða lægð en þá fór ég þess
á leit við Andrés að hann skrifaði
æviminningar Ágústar bónda Jóns-
sonar á Hofi í Vatnsdal. Með ritun
endurminninga Ágústar hófst nýtt
tímabil í útgáfu slíkra bóka sem
síðan hefur farið vaxandi ár frá ári
þar til hún varð að flóðbylgju á
síðasta ári en átti í fæstum tilfellum
lítt skylt við snilldartök Andrésar á
slíku viðfangsefni.
Það væri hægt að rita langt mál
um Andrés Kristjánsson en ég læt
það ógert. Hann kenndi mér það
að magnið skiptir ekki máli. Þegar
ég hafði þann starfa að boða fagn-
aðarerindi samvinnuhreyfingarinn-
ar fann ég glöggt að Ándrés var
einn sannasti samvinnumaður sem
ég hafði kynnst og án efa hefði
hreyfingunni ekki veitt af fleiri
slíkum. Þegar ég lít yfir farinn veg
og samskipti okkar þá er mér ljóst
að Andrés var sannur maður, sam-
kvæmur sjálfum sér, og án efa
veitti þjóðinni ekki af fleiri slíkum.
Fjölskylda mín sendir eftirlifandi
konu og börnum Andrésar kveðjur
sínar og biður þeim allrar blessunar.
Orlygur Hálfdanarson
Kveðja frá ungum
framsóknarmönnum
Andrés Kristjánsson rithöfundur
og fyrrverandi ritstjóri var um lang-
an aldur ungum framsóknarmönn-
um lærifaðir og hugmyndafræðipg-
ur í baráttunni fyrir vinsamlegra
og iitríkara samfélagi. Hann var
óbilandi samvinnumaður og stað-
fastlega síðastur að viðurkenna að
samvinnuhugsjónin sé orðin undir
í slagnum við einstaklings- og pen-
ingahyggjuna sem ríður svo mjög
húsum um þessar mundir. Ritgerðir
hans og erindi bera þessa mjög
vitni.
Andrés var mjög afkastamikill
rithöfundur og þýðandi og framlag
hans á þeim vettvangi verður seint
fullmetið.
Samband ungra framsóknar-
manna færir ijölskyldu Andrésar
Kristjánssonar samúðarkveðjur nú
við fráfall hans. Verk hans og hug-
myndir munu hins vegar áfram
lengi lifa í störfum og stefnumiðum
ungra framsóknarmanna. Það er
öllum fyrir bestu.
F.h. SUF,
Gissur Pétursson formaður.
t
Móðir okkar,
KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR,
Meistaravöllum 15,
Reykjavík,
andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 19. apríl.
Kristján Örn Ingibergsson,
Þuríður Ingibergsdóttir.
t
Konan mín,
SIGRÍÐUR BÖÐVARSDÓTTIR
Ijósmóðir,
Álftamýri 58,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum 19. apríl.
Valtýr Guðmundsson.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
VILBERGUR PÉTURSSON,
lést þann 12. aprít Jarðarförin ferfram frá Fossvogskapellu mánu-
daginn 23. apríl kl. 10.30.
Svava Vilbergsdóttir, Njáll Símonarson,
Margrét Vilbergsdóttir, Grétar Þorleifsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Frændi okkar og vinur,
GARÐAR SVEINN ÁRNASON
(frá Neskaupstað),
Austurgötu 4, »
Hofsósi,
lést í Borgarspítalanum föstudaginn 20. apríl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Salgerður Ólafsdóttir,
Lára Ólafsdóttir,
Hafsteinn Ólafsson,
Baldvin Þorsteinsson,
Einar Ágúst Kristinsson,
Rebekka Ingvarsdóttir.
t
Eiginmaður minn,
SVEINBJÖRN PÉTURSSON
frá Flatey á Breíðafirði,
andaðist í St. Fransiskussjúkrahúsinu í Stykkishólmi fimmtudaginn
19. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 28. apríl
kl. 14. Rútuferð verður frá BSÍ sama dag.
*
Anna Kristfn Björnsdóttir.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
FINNEY H. KJARTANSDÓTTIR,
lést 12. apríl sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Jón Guðjónsson,
Sigurborg Friðgeirsdóttir, Edda F. Kinchin,
Eggert Jósefsson, Eric A. Kinchin,
Sara Finney Eggertsdóttir, Karen Linda Kinchin,
Rúnar Eggertsson, Geir Walter Kinchin.
t
Faðir okkar,
HERMANN VALGEIRSSON,
Hrafnagilsstræti 34,
Akureyri,
áður bóndi í Lönguhlíð,
Hörgárdal,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 23. apríl kl.
13.30.
Börnin.
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
RÓSU JÓHÖNNU SIGURÞÓRSDÓTTUR,
Grundargötu 17,
Grundarfirði.
Guðbjartur Cecilsson,
Kristfn Guðmundsdóttir, Guðbrandur Jónsson,
Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Kristján B. Larsen,
Ingunn Guðmundsdóttir, Guðjón B. Baldvinsson,
Hraundis Guðmundsdóttir
og barnabörn.