Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK 238. tbl. 78. árg. LAUGARDAGUR 20. OKTOBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkin: Enn frestar þingið afgreiðslu fjárlaga Washington. Reuter. Bandaríkjaþing hefur í þriðja sinn á skömmum tíma samþykkt bráða- birgðalög til þess að hægt sé að halda starfsemi hins opinbera gang- andi á meðan reynt er að semja fjárlög. George Bush forseti undirrit- aði lögin í gærkvöldi að íslenskum tíma. Hann hafði áður hótað að beita á ný neitunarvaldi gegn slíkum lögum til þess að þrýsta á þingið að ljúka fjárlagavinnunni. Astæðan fyrir stefnubreytingunni er að sögn talsmanns stjórnvalda ánægja Bush með störf undirnefnda þingsins og loforð þingleiðtoga um að ná samkomulagi. Deilan um fjáriögin fyrir fjár- lagaárið sem hófst 1. október hefur nú dregist mjög.á ianginn. Kosning- «ar eru 6. nóvember og margir þing- menn því smeykir við að taka á vand- anum. Bush hefur átt erfitt um vik vegna kosningaloforðs um enga nýja skatta og þykir heldur ekki hafa Noregnr: Krónan tengd við EB-gjald- miðilinn Oslo. Reuter. NORSK stjórnvöld skýrðu óvænt frá því í gær að gengi krónunnar yrði framvegis Iátið fylgja gjaldmiðli Evr- ópubandalagsins (EB), ecu. Samstaða virðist um málið á Stórþinginu, aðeins Só- sialíski vinstriflokkurinn er á móti. Ekki er um að ræða skriflegan samning heldur einhliða ákvörðun norsku stjórnarinnar sem telur að breytingin muni stuðla að jafnvægi og verða til að lækka vexti, að sögn frétta- stofunnar NTB. Krónan hefur áður verið miðuð við meðaltalsgengi nokkurra gjaldmiðla þar sem m.a. Bandaríkjadollar og sænska krónan vega þungt en margir telja vaxandi líkur á gengisfellingu í Svíþjóð. Jan Tore Klovland, prófessor við Viðskiptaháskólann í Björgvin, segir að tengingin við ecu geti verið fyrsta skrefið í átt til beinna tengsla við evrópska myntbandalagið og síðar aðild að EB. Jan P. Syse, forsætisráð- herra Noregs, sagði í gær að samsteypustjórn hans myndi ekki segja af sér, þrátt fyrir getgátur um að hún spryngi vegna ágreinings um hvort Noregur eigi að ganga í EB. Ágreiningur hefur staðið um hvernig aðlaga skuli norska löggjöf reglugerðum banda- lagsins. í þessari viku tilkynnti Miðflokkurinn að hann myndi hindra viðræður um aðlögun af ótta við að hún geti skaðað hagsmuni bænda. Hægriflokk- ur Syse er hlynntur inngöngu Noregs í EB, en Miðflokkurinn, sem er helsti fulltrúi bænda, andvígur. sýnt mikla staðfestu í viðureigninni við þingið. Vinsældir hans meðal al- mennings hafa dalað. Samkomulag er um það í grund- vallaratriðum milli þings og ríkis- stjórnar að skera niður fjárlagahall- ann um 40 milljarða dala á þessu ári og alls 500 milljarða dala á næstu fimm árum. Samstaða hefur til dæm- is tekist um að minnka hermálaút- gjöld um 170 milljarða dala á þessu tímabili. Ágreiningur stendur núna um 40 milljarða dala sem fulltrúa- deildin vill afla með því að hækka skatta á hátekjur en öldungadeildin með því að hækka álögur á bensín. Bush segist sáttur við tillögu öld- ungadeildarinnar enda er hún í ætt við samkomulag sem forsetinn gerði við leiðtoga þingsins í síðustu viku. Hann hefur hins vegar hótað að beita neitunarvaldi gegn frumvarpi full- trúadeildarinnar. Reuter Sigri fagnað í Eastbourne Frambjóðandi Ftjálslynda lýðræðisflokksins í Bretlandi, David Bellotti, fagnar sigri ásamt stuðningsmönn- um sínum eftir aukakosningar í Eastbourne í gær. íhaldsmenn höfðu haldið kjördæminu frá 1906 en kjósa varð nú vegna þess að hryðjuverkamenn írska lýðveldishersins (IRA) myrtu þingmann kjördæmisins, John Gow, í sumar. Talsmenn íhaldsflokksins báru sig vel, þrátt fyrir ófarirnar, en margir telja að frambjóð- andi flokksins hafi borið sig afar klaufalega að í kosningabaráttunni. Sjá ennfremur frétt á bls. 20. Æðsta ráðið samþykkir að tekið verði upp markaðskerfi í Sovétríkjunum: Yeruleikinn hefur knúið okkur til þessara umskipta - sagði Míkhaíl Gorbatsjov er hann fylgdi tillögum sínum úr hlaði Moskvu. Reuter. Efnahagsáætlun Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkj- anna, var samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta í Æðsta ráð- inu í gær. Forsetinn varaði við því í ræðu við upphaf þingfundar að það gæti tekið nokkur ár að koma á markaðshagkerfi í sam- ræmi við áætlunina en bætti við: „Veruleikinn hefur knúið okkur til þessara umskipta. Við verðum að endurvekja þá náttúrulegu tilfinningu fólks að það sé sjálfs sín herra. Eina leiðin til þess er eðlilegt hagkerfi — markaðshag- kerfi.“ Gorbatsjov sagði enn- fremur að sú yfirlýsing Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, að þessi áætlun væri allt of hægfara og Rússar myndu ekki fylgja henni væri ábyrgðarlaust sjónar- spil. Mánuðum saman hefur verið þráttað um það meðal ráðamanna í Sovétríkjunum með hvaða hætti eigi að leggja af áætlunarbúskap og koma á markaðskerfi. Lengi vel var tekist á um tvær ólíkar áætlan- ir. Var sú róttækari kennd við Staníslav Sjatalín hagfræðing en hin hófsamari við Níkolaj Ryzhkov forsætisráðherra. Gorbatsjov kom loks fram með málamiðlun fyrr í vikunni. Þar er gert ráð fyrir að , komið verði á markaðskerfi í fjórum áföngum innan eins og hálfs til tveggja ára. Áætlun Gorbatsjovs var borin undir atkvæði í Æðsta ráðinu í gær og var hún samþykkt með 356 at- kvæðum gegn 12. Enn er þó svig- rúm fyrir þingmenn til að gera minniháttar breytingar á áætlun- inni. Samstaða virtist ríkja um það að ekki þýddi lengur að deila um þessi mál. Sjatalín sagðist sætta sig við niðurstöðuna, hann vildi ekki rífast við forsetann. Ekki er vitað hver viðbrögð Jeltsíns eru við sam- þykkt þingsins en fyrr í vikunni fordæmdi hann áætlunina og sagði að frekar myndi hann sjá til þess að áætlun Sjatalíns yrði hrundið í framkvæmd í Rússlandi frá og með 1. nóvember. Kommúnistaflokkur Rússlands hafnaði í gær áætlun Gorbatsjovs. í yfirlýsingu flokksins segir að kú- vendingin í átt til markaðshagkerf- is verði að eiga sér stað innan sós- íalísks ramma og aldrei megi gera „einn mann að annars þjóni“. Sjá einnig „Markaðshagkerfi í 4 þrepum“ á bls. 20. Reuter Þýska hernum svarin hollusta Fáni Thúringen, eins af fimm þýskum sambandsríkjum, sem urðu til á landsvæði hins horfna Austur-Þýskalands, blaktir er 206 nýliðar sveija þýska hernum hollustu. Einkennisklæði og allur bragur hers vestanmanna verða. nú ríkjandi í öllum þýskum heij- um; þeir herforingjar austan- manna, sem taldir eru óhæfir vegna tryggðar við kommúníska fortíð sína, verða að víkja. A-þýski herinn var talinn ganga næst Sovéthernum að styrk í A-Evrópu en Iiðhlaup og agaleysi settu svip sinn á síðustu daga hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.