Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990 21 U. Johnson & ' Kaaber hf ...ekkibarakaffi EFTA og EB: Framhald viðræðna í höndum ráðherra Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morg-unblaðsins. JEAN-Pascal Delamuraz, efna- hags- og viðskiptaráðherra Sviss, átti í gær viðræður við Frans Andriessen úr framkvæmda- stjórn Evrópubandalagsins (EB). A sameiginlegum blaðamanna- fundi þeirra sagðist Andriessen vera sannfærður um að fijótlega myndi takast að ljúka samning- um EB og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Ljóst þykir að finna verður pólitíska lausn á þeim ágreinings- efnum sem standa samkomulagi bandalaganna tveggja fyrir þrifum. Háttsettir embættismenn í Brussel segja að ráðherrar bandalaganna verði að höggva á þann hnút sem viðræðumar eru komnar í. Sömu heimildarmenn segja að ella fari viðræðurnar út um þúfur á næstu vikum. Á mánudag og þriðjudag ræða ráðherrar EB um samningaviðræð- urnar við EFTA á fundi í Lúxem- borg. Búist er við að þar samþykki þeir tillögur um fyrirkomulag sam- ráðs vegna EES. Utanríkisráðherr- ar EFTA-ríkjanna ræðast sömu daga við í Genf. Þar gefst þeim tækifæri til að ákveða umtalsverðan niðurskurð á þeim þeim fyrirvörum sem EFTA-ríkin hafa sett fram í viðræðunum. ■ LUNDÚNUM - Breska skipafélagið P&O European Ferries var í gær sýknað af ákærum um manndráp vegna feijuslyss á Erm- arsundi 1987, sem kostaði 193 menn lífið. Einnig voru sjö fyrrver- andi starfsmenn fyrirtækisins sýkn- aðir af þessum sakargiftum, þar á meðal skipstjóri feijunnar. ■ PRAG - Harðlínukommún- istinn Antonin Novotny, fyrrver- andi forseti Tékkóslóvakíu, var á mála hjá Gestapo í heimstyijöldinni síðari, að því er Rudolf Barak, innanríkisráðherra landsins á árun- um 1953-63, hélt fram í gær. Nov- otny varð forseti 1957 en neyddist til að segja af sér er umbótasinnar, KOSNINGA- SKRIFSTOFA EyjólfsKonráðs Jónssonar er í Sigtúni 7,sími 29600 sem kenndir eru við „Vorið í Prag“, komust til valda 1968. Rudolf Bar- ak var helsti keppinautur Novotnys í valdabaráttunni innan kommún- istaflokksins eftir að fyrsti forsetinn eftir valdatöku kommúnista, Klem- ent Gottwald, lést 1953. Novotny hafði betur og var kjörinn flokks- leiðtogi sama ár. ■ BÚDAPEST - Jozsef Veg- vari, sem afhjúpaði njósnir ung- verskra stjórnvalda um stjórnar- andstæðinga í fyrra, fínnst nú hvergi en nýlega hófust réttarhöld yfir honum þar sem hann er sakað- ur um að hafa ljóstrað upp ríkis- leyndarmálum. Vegvari var starfs- maður ungversku leyniþjónustunn- ar og skýrði nýlega frá því að hon- um hefðu borist morðhótanir frá fyrrverandi samstarfsmönnum. ■ JÓHANNESARBORG - Skrúfað hefur verið fyrir vatn og rafmagn til nokkurrá blökku- mannabæja í Suður-Afríku í fjóra daga vegna vangoldinna reikninga. Óttast er að þessar aðgerðir verði til þess að alvarlegir sjúkdómar blossi upp í bæjunum. Höfum opið frá kl. 10-22 alla daga Fjölmennum til starfa um helgina! Eyjólfur Konráð Jónsson HOFUM OPNAÐ SPRENGIMARKAÐINN A SNORRABRAUT 56, 2. HÆÐ (í SAMA HÚSI OG ÁTVR VAR) ÁflUR NÚ BARHAÚLPUR KR. 4.900 2.900 HERRIPEYSUR FRÁ KR. 500 SNJÚBOMSUR FRÁ KR. 500 DÚNÚLPUR KR. 9.900 4.900 RfiMULLARBUXUR FRÁ KR. 500 KULUÁSKðR FRÁ KR. 300 DðMUPILS KR. 3.900 1.000 BÁRNÁRUXUR FRÁ KR. 500 NERFOT FRÁ KR. 50 i DÖMUMKKOR KR. 5.470 2.000 BÁRNÁGÁLLAR FRÁ KR. 500 UÖMUBLÚSSUR KR. 2.490 1.000 BARNAPEYSUR FRÁ XR. 500 KRUMPUGALLAR KR. 8.900 3.900 # •• HERRAGALLABUXUR KR. 3.990 1.990 NYJAR VORIIR OPIÐ DAGLEGA FRÁ KL. 10.00 TIL 10.00 SPRENGIMARKAÐURINN, LAU6ARDAGA FRÁ KL. 10.00 TIL 16.00 Snorrabraut 56.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.