Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTOBER 1990 17 Menn gerðu út án boða eða banna Vestmannaeyjum. GUNNLAUGUR Ólafsson, skip- stjóri og útgerðarmaður á Gandí VE, hóf útgerð árið 1977. Hann keypti þá 131 tonna trébát sem hann gaf nafnið Gandí. Þann bát gerði Gulli út til ársins 1985 er hann festi kaup á 177 tonna stál- bát. Um síðustu áramót var bát- urinn lengdur og yfirbyggður auk þess sem ýmis önnur end- urnýjun fór fram. Morgunblaðið heimsótti Gulla um borð í bát hans í vikunni og spjallaði við hann um stöðu útgerðarinnar í dag. Gunnlaugur Ólafsson Vestmannaeyjar: „Það er geysileg breyting orðin á öllu síðan ég byrjaði að gera út. Þá var þetta allt með öðru sniði. Það var róið grimmt og landað í eina stöð á verðlagsráðsverði. Menn spáðu ekki svo mikið í verðið og svo var enginn kvóti sem hefti menn. Menn voru fijálsir og gátu gert út eins og þeim hentaði án allra boða og banna. í dag er allt önnur staða á þessu. Allt er háð leyfum og reglum og á sumum svið- um er stjórnin svo mikil að það er nánast óviðunandi. Það versta við þessa miklu stjórnun er að allt það sem vel gengur er rifið niður og stjórnvöld reyna að koma puttunum í það. Það nægir að nefna útflutn- inginn því til staðfestingar. Það er allt of mikil forsjárhyggja á öllum sviðum og menn fá ekki tækifæri til að standa á eigin fóturn," sagði Gulli. Hann sagði að sín skoðun væri að gefa ætti útflutning á ferskfiski fijálsan. Verð á mörkuðum myndi stýra því að ekki yrði um of mikinn útflutning að ræða. Gulli sagði að úgerðarmenn yrðu að fá hæsta mögulegt verð fyrir aflann ef út- gerð ætti að ganga og menn að standa á eigin fótum. Grímur Örlygur, sem býr á Akureyri. Ingólfur er fagnaðarhrókur og félagslyndur maður og hefur notið trausts og virðingar. M.a. var hann formaður Starfsmannafélags Akur- eyrar í 12 ár og sat á þess vegum þing BSRB í Reykjavík. Hann var gerður að heiðursfélaga þess er hann varð sjötugur. Þá var hann fulltrúi á aðalfundum Kaupfélags Eyfirðinga. Hann er nú formaður félagsins Karl Annar. Um leið og ég óska Ingólfi til hamingju með afmælið vil ég þakka fyrir að hafa fengið að eiga hann að frænda og fóstra öll þessi ár og bið guð að gefa honum góða heilsu og hamingju. Ingólfur mun taka á móti gestum í Lóni á afmælisdaginn milii kl. 15.00 og 17.00. Hrafn Andrés Harðarson Ekki annað fyrir mig að gera en segja upp - segir Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri SÍF „ASTÆÐAN fyrir uppsögn minni er einfaldlega sú að niðurstaðan á félagsfundi SÍF síðastliðinn föstudag var í þá veru að ég taldi í raun og veru ekki annað fyrir mig að gera,“ sagði Magnús Gunnars- son framkvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda í samtali við Morgunblaðið. Magnús Gunnarsson vildi ekkert um það segja hvort til greina kæmi að hann drægi uppsögn sína sem framkvæmdastjóri SÍF til baka en hann sagði upp á mánudag. Framleiðendur alls staðar á landinu hafa sent Magnúsi trausts- yfirlýsingar og beðið hann um að draga uppsögn sína til baka. Tillaga, sem borin var _upp af stjórn og hagsmunanefnd SÍF, þess efnis að SÍF flytti ekki út ferskan, flattan fisk á saltfiskmarkaði ís- lendinga, var felld með meirihluta atkvæða á almennum félagsfundi SIF síðastliðinn föstudag.. Skrifstofa stuðningsmanna HREINS LOFTSSONAR á Laugavegi 47,4. hæð, er opin virka daga frá kl. 17.00-21.00 og um helgar frá kl. 14.00-19.00. Sjálfstæðismenn í Reykjavík! Kjásum Hrein Loftsson í 6.-8. sæti. Stuðningsmenn Símar 29397 - 29392 - 27943 - 27936 - 27933 NÝJAR OG FRUMLEGAR UPPSTILLINGAR Á INNRÉTTINGUM FYRIR ELDHÚS OG BAÐHERBERGI. ÚRVAL KLÆÐASKÁPA. SÝNING DAGANA 20.-21. 0KT. KOMIÐ, SJÁIÐ OG SANNFÆRIST UM AÐ ÍSLENSK HÖNNUN ER BÆÐI GLÆSILEG OG HAGKVÆM. Oplð á laugardag (rá kl. 10.00—16.00 og á sunnudag (rá kl. 13.00—16.00 INNANHÚSS ÁRMÚLA 17A, 108 REYKJAVlK, SlMAR: 91-84585, 91-84461. MIÐÁS 9, 700 EGILSSTAÐIR, SlMI: 97-11480. MÁLNINGARÞJÖNUSTAN H/F STILLHOLTl 16. AKRANESl, S: 93-11799 PENSILLINN HAFNARSTRÆTI 11, ISAFIRÐI, S: 94-3221 KEA — BYGGINGAVÚRUR LÖNSBAKKA - AKUREYRI, S: 96-30321 SÝNING UM HELGINA A SÉRHÖNNUDUM ÍSLENSKUM INNRÉTTINGUM AÐ ARMÚLA 17a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.