Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990 43 KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILD UMFN - KR 74:78 íþróttahúsið í Njarðvík, Úrvalsdeildin í körfuknattleik, föstudaginn 19. október 1990. Gangur leiksins: 0:4, 2:15, 14:15, 19:19, 24:24, 32:26, 35:34,35:35, 40:37, 40:44, 46:50, 51:55, 55:55, 59:59, 68:68, 71:71,74:78. Stig UMFN: Rodney Robinson 24, Gunnar Örlygsson 14, Teitur Örlygsson 13, Friðrik Ragnarsson 11, ísak Tómasson 8, Kristinn Einarsson 2, Ástþór Ingason 2, Stig KR: Jonathan Bow 27, Guðni Guðnason 19, Björn Steffensen 10, Páll Kolbeinsson 9, Matthías Einarsson 6, Axel Nikulásson 5, Hermann_ Hauksson 2. Dómarar: Bergur Steingnmsson og Helgi Bragason. Áhorfendur:Um 350. KR-ingar mörðu sigur Islandsmeistarar KR stóðu undir merkjum i Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi þegar þeir sigruðu heimamenn 78:74 í hörkuleik. Þegar innan við tvær mínútur voru til leiksloka virtist sigurinn blasa við Njarðvíkingum sem höfðu forystu 71:65. KR-ingar voru á öðru máli, náðu að jafna metin 71:71, og síðan að tryggja sér sigur á síðustu mínútunni á Björn meðan hvorki gekk né rak hjá Njarðvíkingum. „Það getur Blöndal enginn verið öruggur með tvö stig hér í Njarðvík og fyrir skrifar frá leikinn minnti ég mína menn á þegar við töpuðum hér með Keflavík gQ syga mun { fyrra. Þetta leit ekki vel út hjá okkur undir lokin, en það hafðist og ég get ekki verið annað en ánægður," sagði Páll Kolbeinsson þjálfari og leikmaður hjá KR eftir leikinn. „Það var vitanlega sárt að tapa því við vorum með góða stöðu þegar lítið var eftir og áttu alla möguleika á sigri. En þrátt fyrir tapið er ég nokkuð ánægður því nú lék liðið mun betur en í síðasta leik,“ sagði Friðrik Rúnarsson þjálfari Njarðvíkinga. Hjá Njarðvíkingum var Bandaríkjamaðurinn Rodney Robins- son bestur ásamt þeim Teiti Örlygssyni og Friðriki Ragnarssyni. Bandaríkja- maðurinn Jonathan Bow var besti maður vallarins að þessu sinni, en einn- ig áttu þeir Guðni Guðnason, Páll Kolbeinsson góðan leik. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD 19:23 VÍS-keppnin — föstudag- KA - Víkingur íþróttahöllin Akureyri, íslandsmótið í handknattleik, 1. deild inn 19. október 1990. Gangur leiksins: 0:1, 1:4, 4:4, 8:8, 11:11, 13:13, 15:16, 16:19, 18:20, 19:23. Mörk KA: Hans Guðmundsson 7, Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson 6/3, Jóhannes Bjamason 2, Erlingur Kristjánsson 2, Guðmundur Guðmundsson 1 og Pétur Bjarnason 1. Varin skot: Axel Stefánsson 8/1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Víkings: Birgir Sigurðsson 5, Alexej Trúfan 5/2, Guðmundur Guðmundsson 4, Karl Þráinsson 3, Bjarki Sigurðsson 2, Björgvin Rúnarsson 2, Árni Friðleifsson 1 og Hilm- ar Sigurgíslason 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 12, Reynir Þ. Reynisson 1. Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Áhorfendur: Um 400. Vamarsigur Víkinga Víkingar virðast ekki ætla að láta efsta sæti deildarinnar af hendi og sigruðu KA-menn á Akureyri í gærkvöldi, 23:19. Gestirnir byrjuðu af miklum krafti og náðu þriggja marka forskoti en fyrri hálfleikur var þó jafn. í síðari hálfleik var vörn beggja liða mjög sterk og einkenndist leikurinn af mikílli baráttu. Víkingar komust strax yfir og ReynirB. héldu forystunni allt til Ieiksloka. KA-menn áttu erfitt með Eiriksson að bijóta Víkingsvörnina á bak aftur og gerðu aðeins sex skrifarfrá mörk í hálfleiknum. ureyri Vörn Víkinga var gífurlega sterk og lagði grunninn að sigrinum, auk þess sem Hrafn varði vel undir lokin. Trúfan og Birgir áttu mjög góðan leik og Ámi hélt spilinu gangandi. Hjá KA átti Hans ágætan leik, auk Sigurpáls og Axels. Mm FOLK ■ SVÍINN Magnus Persson hef- ur byijað mjög vel á opna portú- galska mótinu í golfi sem fram fer í Quenta de Lago. Eftir tvo hringi af fjórum er hann efstur, þrettán höggum undir pari. Hann lék á 64 höggum í fyrradag og var aðeins einu frá vallarmeti og fylgdi því eftir með 67 höggum í gær. Landar hans . Ove Sellberg og Joakim Haggman eru í 2. sæti með níu högg undir pari. Sellberg hefur aldrei sigrað á stórmóti en komst næst því á móti í Mallorca í mars, hafði fimm högga forskot þegar níu holur voru eftir en tapaði svo fyrir Seve Ballesteros. „Það gerist ekki núna. Ég er ákveðinn í að halda út að þessu sinni og ná fyrsta titlin- um,“ sagði Persson. ■ MODENA, knattspyrnulið í norðurhluta Ítalíu, hefur ákveðið að tryggja ársmiðahafa sína fyrir ólátum og slagsmálum. Rúmlega þúsund manns eiga ársmiða og fá fullar bætur ef þeir meiðast vegna óláta áhorfenda. „Við erum hrifnir af þessari tilraun og við vonum að fleiri félög fylgi í kjölfarið,“ sagði talsmaður ítalska knattspyrnusam- bandsins. ■ ROMARIO, brasílski marka- kóngurinn hjá PSV Eindhoven í Hollandi, segist ekki hafa áhuga á að leika meira með landsliðinu. Hann segist ekki hafa fengið þau tækifæri sem honum bar með liðinu i heimsmeistarakeppninni. „Ég er atvinnumaður og get ekki hugsað mér að sitja á varamannabekkn- um,“ sagði Romario í viðtali við holíenska blaðið Voetbal Internatio- nal. Jonathan Bow átti mjög góðan leik með KR í gær. KNATTSPYRNA Albert benti Bordeaux á Amór Albert GuðmundsSon, sendi- herra Íslands í Frakklandi, á líkléga stóran þátt í því að Arnór Guðjohnsen er á leið til Bordeaux. Fyrir nokkrum vik- um síðan hitti hann einn forráðamanna Bordeaux og benti honum á að Arnór væri með lausan samning hjá And- erlecht. Fyrir hálfum mánuði hringdu forráðamenn Bordeaux svo í Albert og báðu hann um símanúm- er Arnórs á íslandi. Frá Bernharö Valssynii Frakklandi „Ég gaf þeim númerið hjá Ar- nóri og þeir höfðu svo samband við hann. Ég gerði þetta reyndar líka þegar menn frá Glasgow Rangers sýndu honum áhuga,“ sagði Albert í samtali við Morgunblaðið. Hollensk blöð hafa greint frá kaupum Bordeaux og segja að liðið hafi þurft að borga um 130 milljón- ir króna en ekki 70 milljónir eins og sagt var í frönskum blöðum. Þess má geta að Bordeaux er í neðri hluta deildarinnar og tapaði í gær fyrir Brest, 4:0 á útivelli. HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNIN Dregíð í 16-liða úrslit bikarkeppni HSÍ: Meistararnir mæta Gróttu Framstúlkur byrja titilvörnina á Selfossi Bwm Gróttu á heimavelli í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla i hand- knattleik. Lið úr 1. deild mætast í þremur leikjum um umferðinni; Víkingar taka á móti KR-ingum, og Selfyssingar mæta HaUkum. Bikarmeistarar kvenna, Fram, GETRAUNIR hefja titilvörnina á Selfossi og Vals- stúlkur fara til Vestmannaeyja í fyrstu umferð. í 16-liða úrslitum karla leika: Víkingur—KR, Valur—Grótta, Fram b—KA, Þór—Ármann, UBK—ÍR, Fjölnir—FH, Selfoss— Haukar og FH b—ÍBV. í 16-liða úrslitum kvenna leika: yíkingur b—FH, Selfoss—Fram, Ármann—Víkingur, UMFN—KR, UMFG-ÍBK, ÍBV-Valur, ÍR- Stjarnan og Haukar—Grótta. Leikirnir fara fram 13.-15. nóv- ember. HANDBOLTI Tap gegn Póllandi Íslenska kvennalandsliðið tapaði 24:13 fyrir Póllandi í gærkvöldi á alþjóðlegu móti í Hollandi. Pólsku stúlkumar náðu strax yfirhöndinni og í leikhléi var staðan 17:6. íslenska liðið lék mun betur í síðari hálfleik en náði ekki að minnka muninn. „Liðið batnar með hveijum leik og við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum að keppa við mun sterkari þjóðir. Auk þess er dómgæslan öðruvísi en við eigum að venajst. En þetta er á réttri leið,“ sagði Helga Magnúsdóttir, farar- stjóri íslenska liðsins. Mörk íslands: Halla Helgadóttir 4, Guðný Gunnsteinsdóttir 2, Andrea Atladótt- ir 2, Heiða Erlingsdóttir 2, Herdís Sigur- bergsdóttir 1, Svava Sigurðardóttir 1 og Inga Huld Pálsdóttir 1. BLAK Kjartan hætl- ur að dæma Kjaftan Páll Einarsson, næst reyndasti blakdómari landsins, hefur ákveðið að hætta að dæma meðan hann gegnir formennsku í blaksambandinu. Hann tók þessa ákvörðun eftir að hafa verið véfengd- ur sem dómari um síðustu helgi. „Ég hef dæmt um 200 deildarleiki síðan 1976 auk fjölda landsleikja heima og erlendis og aldrei verið sak- aður um hlutdrægni fyrr,“ sagði Kjartan Páll. „Sem formaður Blak- sambandsins þarf ég að sinna nauð- synlegum samskiptum við félögin og hef því ákveðið að vera aðeins öðru megin við borðið." Kjartan hefur verið formaður Blak- sambandsins undanfarin fjögur ár. Staöan á ýmsum tímum Hálfleikur Úrslit Mín spá 1 x 2 12 réttir H —’/Mrls/ Chelsea : Notth. Forest Coventry City : Southamþton Derby County : Manchester City Everton : Crystal Palace Leeds Utd. : Queens Park R. Manchester Utd. : Arsenal Norwich City : Liverpool Sunderland : Luton Town Tottenham : Sheffield Utd. Wimbledon : Aston Villa Bristol City : Oldham Ipswich Town : Newcastle EIIT BESTA DANSPAR VERAIDAR Á HÓTEL ÍSLANDI „Stórviðburður í sögu dansins“ Kynnir: Margrét Hrafnsdóttir Jóki trúður og Chaplin koma í heimsókn. Einnig sýna nemendur Dansskóla Auðár Haralds nokkra dansa. Skemmtunin stendur yfir frá kl. 15-18 SHIRLEYOG CORKY BALLAS, eitt besta pariðí toppbaráttunni um heimsmeistaratitilinn ísuður- amerískum dönsum ídag, einnig 4x Ameríku-meist- arar, verða með stórglæsilega sýningu á Hótel íslandi sunnudaginn 21. októbernk. Húsið opnað kl. 14. Aðgangseyrir: Börn (6-12 ára) kr. 350,- fríttfyrir 5 ára ogyngri. Fullorðnir (13 ára og eldri) kr. 500,- a. f Missið ekki af stórglæsilegri sýningu. A\ Góða skemmtun. (iAAAÁi1 Allir velkomnir Auðar haralds

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.