Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990 Vaxandi brottflutningur afleiðing atvinnuleysis Ríkisvaldið leggi fram stefnumótun um atvinnuuppbyggingu Trunaðarmannarað Einmgar: >■ Trúnaðarmannaráð Verkalýðsfélagsins Einingar gerir þá kröfu til rikisvaldsins að það komi með ákveðna stefnumótun í atvinnuupp- byggingu við Eyjafjörð, þar sem það hafi óbeint haft forgöngu um mikla atvinnuuppbyggingu í öðrum landshlutum, sem sogi til sín vinnuafl af svæðinu. Meiri nauðsyn en áður sé á því að leita nýrra leiða til atvinnuuppbyggingar en áður. Fundur trúnaðarmannaráðs Ein- ingar var haldinn í fyrrakvöld og lýsti fundurinn yfir áhyggjum vegna atvinnuástandsins á félags- svæðinu, ekki síst Akureyri, þar sem verulegt atvinnuleysi hefur að undaförnu verið alla mánuði ársins og mun það fara vaxandi nú í vetr- arbyijun, eins og segir í ályktun frá fundinum. Hún var lesin upp á fjöl- mennum fundi um atvinnumál sem JC-Akureyri efndi til í Alþýðuhús- inu í fyrrakvöld. Afleiðingar þessa atvinnuleysis eru þegar farnar að endurspeglast í ört vaxandi brottflutningi bæj- arbúa og verði ekki snögg breyting til hins betra hvað atvinnustarfsemi snertir er ljóst að fólk flytur af svæðinu þegar framkvæmdir hefj- ast við Fljótsdalsvirkjun og bygg- ingu álvers á Keilisnesi, segir einn- ig í ályktun trúnaðarmannaráðs- -ins.„Ljóst er að brottflutningur fólks leysir aldrei þann vanda sem atvinnuleysi er. Atvinnuleysið vex vegna samdráttar í viðskiptum, hvers konar þjónustu, bygginga- starfsemi og á fleiri sviðum. Þannig skapar brottflutningur vítahring sem sífellt verður erfiðara að kom- ast út úr eftir því sem lengra líður. Því ber að ijúfa þennan vítahring áður en hann verður illa eða ekki viðráðanlegur." Knýjandi nauðsyn sé á að aðilar sem áhrif hafi í atvinnulífinu sam- eini krafta sína til aukinnar at- vinnustarfsemi, ríkisvaldið leggi fram stefnumörkun varðandi upp- byggingu atvinnulífs á svæðinu og sveitarfélög komi myndarlega inn í nýsköpun atvinnulífs. Þá er skorað á útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki að vinna betur saman að meiri og fjölbreyttari vinnslu þess afla sem á lands berst. „Höfuðatriðið er að allir reyni að gera enn betur en áður, en láti ekki undan síga, þótt við nokkra erfiðleika sé að etja. Þau vandamál sem við blasa eru þess eðlis að á þeim ber að sigrast en ekki flýja þau. Sameiginlegt mark- mið hlýtur að vera: Blómlegar og vaxandi byggðir við Eyjafjörð,“ segir í lok ályktunarinnar. Norðanpiltar á Uppanum Norðanpiltar munu skemmta gestum Uppans á Akureyri í næstu viku, þ.e. á mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöld. Þeim hefur nú bæst liðsauki, trommuleikarinn Guðmundur Stefánsson, sem l'eikur á bassagítar. Þetta mun verða í fyrsta skipti sem Norðanpiltar leika opinberlega á heimavelli. Hefja þeir leikinn kl. 22.30 og eru allir vel- komnir svo lengi sem húsrúm leyfir. Ræstingastjórar Akureyri og nágrenni Félag ræstingastjóra í samvinnu við Iðntæknistofnun íslands, býður grunnnámskeið fyrir ræstingastjóra og aðra verkstjórnendur, sem hafa yfirumsjón með þrifum og ræstingum. Á námskeiðinu er fjallað um verkstjórn og mannleg samskipti, leiðsögn nýliða og rétta líkamsbeitingu við ræstingu. Námskeiðið er 30 kennslustundir og er í Litla-Hvammi, Alþýðuhúsinu, 4. hæð, 29., 30., 31. okt. og 1. nóv. Iðntæknistof nun I Upplýsingar og skráning í síma 96-26200. IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Keldnaholt, 112 Reykjavík Sími (91) 68 7000 - * Qz ALLT STAKAR SOGUR ásútglfan FAANLEGAR 41PAKKA A KR. 1.750,- Morgunblaðið/Rúnar Þór Fjör í frímínútum Þeir voru kátir krakkarnir í Barnaskóla Akureyrar í frímínútum gærdagsins, en skólinn fagnaði 60 ára vígsluafmæli sínum á föstudag. Bókaforlag Odds Björnssonar; Spennusögiir, ljóð, bama- og hestabækur á j ólabókamarkaðínn BÓKAFORLAG Odds Björnssonar á Akureyri gefur út átta bækur fyrir jólin, tvær spennusögur, tvær hestabækur, tvær ljóðabækur og tvær barnabækur. Ljóðabækurnar eru í Forsæludal eftir Ólaf Sigfússon, en í bókinni eru ljóð og lausavísur eftir Ólaf í Forsæludal. Af erlendum tungum eru ljóðaþýðingar Braga Siguijóns- sonar, 67 ljóð þýdd úr ensku, dönsku, sænsku og norsku. Bragi hefur sent frá sér níu Ijóðabækur, þar af þijár með þýðingum. Gunnar Bjarnason skrifar 6. bindi Ættbókar og sögu íslenska hestsins, en í þessu bindi er lýsing stóðhesta frá nr. 1141-1174 og lýs- ing á hryssum frá nr. 4417-8072, en þar með er komin ritröð allra hryssa sem fengið hafa dóma og ættbókarnúmer fyrir maílok árið 1990. Þá kemur út bókin Jódynur II, hestar og mannlífi í Austur- Skaftafellssýslu, en fyrsta bindið kom út árið 1988. í þessu bindi er fjöldi greina sem allar eru tengdar hornfirska hestinum, m.a. greina um baráttu manna og hesta við náttúruöflin. Depill gistir eina nótt eftir Eric Hill er ný bók um Depil fyrir börn sem nýbyijuð eru að lesa, en hin barnabókin er eftir Guðjón Sveins- son og heitir Snjóhjónin syngjandi. Bókin skiptist í sjö kafla, sem eru ævintýri sem pabbinn segir dætrum sínum síðustu daga fyrir jól. Spennusögurnar eru eftir Sid- ney Sheldon og Arthur Hailey. Síðustu fréttir nefnist bók Haileys, en þar segir frá magnaðri spennu á fréttastofu CBA sjónvarpsstöðv- arinnar. Bók Sheldons heitir Mar- tröð á miðnætti og er þráðurinn tekinn upp þar sem fyrstu bók höf- undar, Fram yfir miðnætti, sleppti. Þar segir frá Catherine Douglas og örlögum hennar. Tónleikar Louis Thiry AÐRIR tónleikar Tónlistar- félags Akureyrar á þessu starfsári verða haldnir í Ak- ureyrarkirkju í dag, laugar- dag, og hefjast þeir kl. 17. A tónleikunum leikur fanski orgelleikarinn Louis Thiry, en hann lenti í þeirri erfiðu lífsreynslu sem barn að sprengja sprakk í höndum hans. Við það missti hann sjón- ina og framan af þremur fingr- um vinstri handar, en það kom ekki í veg fyrir áhuga hans á tónlistarnámi. Námskeið haldið fyrir flughrædda FLUGLEIÐIR ætla að efna til námskeiðs fyrir farþega sem yfir- vinna vilja Hughræðslu, en námskeiðið verður haldið á Akureyri og hefst 6. nóvember næstkomandi. Eiríkur Örn Arnarsson sálfræð- ingur hefur annast undirbúning námskeiðsins, en auk hans verður Gunnar H. Guðjónsson flugstjóri hjá Flugleiðum leiðbeinandi á nám- skeiðinu. Eiríkur er sérfræðingur í meðferð á hverskonar fælni, þar á meðal flughræðslu, en Gunnar er einn af reyndustu flugstjórum flug- leiða. Námskeiðið hefst 6. nóvember, en alls stendur það í 20 klukku- stundir. Þátttökugjald er 20 þúsund krónur og er innifalið í því flugferð til einhvers áætlunarstaða félagsins erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.