Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990 41 Þessir hringdu .. < Frábær grein Ebba hringdi: „Ég vil þakka fyrir frábæra grein, Eru huglækningar kvakl og kukl?, sem Guðrún Bermann skrifaði í Morgunblaðið sl. þriðju- dag.“ Fylgibréf á ensku Einar hringdi: „Ég sendi tvo pakka til Kaup- mannahafnar fyrir skömmu og er ekki ánægður með fylgibréfið. Það er allt á ensku, allir skilmálar á ensku og neðst yfirlýsing. á ensku um að undirritaður sé ánægður. En í enska textanum stendur að flytjandinn beri enga ábyrgð og verði sendandi að kaupa tryggingu fyrir innihaldinu ef hann vill fá hugsanlegt tjón bætt. En látum það vega. Ég vil spyija hvort ekki sé hægt að hafa þennan texta á íslensku því mér finnst að við eigum heimtingu á því. Þessir pakkar voru samanlagt 23 kíló og kostaði 5.913 krónur að senda þá. Þetta er því mjög dýr þjónusta.“ Veski Svart seðlaveski tapaðist laugardaginn 13. október. Finnandi vinsamlegat hringi í síma 28052. Lyklakippa Lyklakippa með SÍS-merki fannst við Bræðraborgarstíg fyrir nokkru. Á henni eru sex lyklar, fjórir ASA-iyklar og lykill með númerinu NN5468. Eignadinn getur hringt í síma 12528. Góð þjónusta Vigdís hringdi: „Ég vil þakka starfsmönnum í Hjólbarðahöllinni fyrir góða þjón- ustu. Ég hef verið í vandræðum með eitt dekkið á bílnum og hafa þeir verið mjög liprir og þægileg- ir. Vil ég þakka þessa góðu þjón- ustu.“ Veski Brúnt seðlaveski með skilríkj- um tapaðist sl. miðvikudag. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 39433. Kápa Dökkblá ullarkápa var tekin í misgripum fyrir aðra eftir sýningu á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu á sunnudagskvöldið 14. október. Konan sem tók kápuna sem skilin var eftir er beðin að hafa sam- band við Guðrúnu í 93-12457 eða afgreiðslu Borgarleikhúsins. TANNLÆKNIR Hef opnað tannlæknastofu á Armúla 24. Tímapantanirísíma 678941 milli kl.9.00 og 17.00. Ingigerdur Á. Guómundsdóttir. PAGVIST BARNA Stuðningsstarf í Múlaborg Þroskaþjálfi óskast í stuðningsstarf á Múlaborg. Upplýsingar veita Ásrún Guðmundsdóttir sálfræðingur í síma 27277 og Sigríður Pálsdóttir forstöðumaður í síma 685154. 4- HEILRÆÐI Slysavarnafélag íslands vill vekja athygli skotveiðimanna á að gæta ávallt fyllstu varúðar í meðferð skotvopna og hafa það jafnan hugfast að fjöldi fólks á öllum aldri leitar útivistar og fer í gönguferðir án þess að gera sér grein fyrir því að á svæðinu sé stunduð rjúpnaveiði. Jafnframt beinir S.V.F.I. þeim vinsamlegu tilmælum til allra þeirra er útivistar njóta að skipuieggja ferðir sínar um þau landsvæði þar sem ijúpnaveiði er ekki leyfð og bendir í því sambandi á friðlýst úti- vistarsvæði. Frímerki Til Velvakanda. Fyrir nokkrum árum skrifaði ég þýsku fyrirtæki bréf vegna við- skipta. Af einhverri rælni hug- kvæmdist mér að frímerkja bréfið með seríu af blómafrímerkjum. Það kom mér engu að síður skemmti- lega á óvart þegar forstjóri hins þýska fyrirtækis sendi mér til baka sérstakar þakkir fyrir frímerkin. Sagðist hann safna náttúrulífsfrí- merkjum og taldi hann að þessi frímerki væru með þeim fallegustu sem hann ætti í safni sínu. Seinna sendi ég honum fleiri blóma- og fuglafrímerki. í ágúst sl. barst mér bréf frá honum með beiðni um frímerki með náttúrulífsmyndum. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því áður hvað falleg frímerki geta verið áhrifamikil landkynning. Mig langar að varpa fram þeirri spurn- ingu til Póst- og símamálastjórnar, með milligöngu Velvakanda, fyrir minn ágæta vin, hvort vænta megi fieiri náttúrulífsfrímerkja á næst- unni. R.T. RUGLAÐ MEÐ ÁRSTÍÐIR Til Velvakanda. Fyrir nokkrum árum var í vinsæl- um gamanleik talað um að fresta jólunum. Nú hefur Ríkisútvarpið ver- ið að flýta vetrarkomunni. Með októ- ber hefst vetrardagskrá með pomp og pragt. Og það sem meira er: Þar á bæ segja menn vetur genginn í garð. í Þingsjá 8. október sagði stjórnandinn að þetta væri fyrsta Þingsjá vetrarins. I almanakinu mínu stendur að fyrsti vetrardagur sé 27. október. í einfeldni minni hef ég haldið að þangað til væri sumartími. H.G. Viðtalstími borgarfulltrúa | Sj&lfstæðisflokksins i Reykjavík f Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum ívetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 20. október verða til viðtals Anna K. Jónsdóttir, formaður Dagvistar barna, í hafnar- nefnd, skipulagsnefnd, stjórn heilsugæslu vesturbæjarumdæmis, heilbrigðisnefnd, Innkaupastofn- un Reykjavíkur, og Guðmundur Hallvarðsson, formaðurhafnarnefndar, íbyggingarnefnd aldraðra. ACITI SJALfSTÆDISMADUR Opid hús verður í Vatnsholli 10, kosningaskrifstofu Þurióar Pálsdóttur, símar 33989 - 39980, í dag, laugardaginn 20. októbermilli kl. 16.00-19.00. ALLIR STUÐNINGSMENN VELKOMNIR TRYGGJUM ÞURÍÐI 5. SÆTIÐ Stuðningsmenn. Villu verða ný, frjálsari manneskja? Dr. Paula Horan heldur einstakt námskeið, þar sem þátttakendur læra að öðlast meira vald yfir sjálfum sér og lífi sínu, rjúfa gömul hugsana- og viðbragðamynstur. Leiðbeint verður með það fyrir augum að hver og einn komist í betra samband við eigið sjálf, skapi sér frelsi til að fram- kvæma í stað þess að vera sífellt að bregðast við utan- aðkomandi áreitni. Kennt verður með fyrirlestrum, hugleiðslu og æfingum. Námskeiðið stendur yfir helgarnar 3. og 4. nóvember og 10. og 11. nóvember frá kl. 9.00-16.00 alla dag- ana. Kennslustaður tilkynntur síðar. Reiki-tieilun Dr. Paula Horan mun einnig halda námskeið í Reiki-heil- un, þar sem kennt er að meðtaka og miðla orku, sjálf- um sér og öðrum til góðs. Reiki-aðferðin byggir á mjög gamalli heilunarhefð, sem allir geta lært og tileinkað sér. Reiki 1. stig verður kennt dagana 17. og 18. nóvember frá kl. 9.00-16.30 báða dagana. Þátttakendur hafi meðferðis teppi, púða og t.d. þunna tjalddýnu. Reiki 2. stig verður kennt 16. nóvember frá kl. 18.00- 23.00 og 17.00 og 18. nóvemberfrá kl. 19.00-22.30. Skráningu annast Mannræktin, Vesturgötu 16, frá kl. 17.00-19.00 virkadaga ísíma625717.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.