Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990 11 Hamborgar. Að mati loftferðaeftir- litsins, og með hliðsjón af framlögð- um gögnum ísflugs hf., var fjár- þörfin 238,7 m.kr., sem skiptist í 50,2 m.kr. vegna stofnkostnaðar, og 188,5 m.kr. vegna þriggja mán- aða rekstrar. Fyrir lágu upplýsingar ísflugs hf. um innborgað lausafé að upp- hæð 11 m.kr. og ennfremur yfirlýs- ing um staðfest hlutafjárloforð 106 m.kr. Loftferðaeftirlitið óskaði eftir nánari upplýsingum frá ísflugi um fjárhagsstöðu en fékk ekki. I um- sögn þess er staðfest að félagið uppfylli ekki sett ákvæði um ijár- magn. Flugráð féllst einnig á þetta sjónarmið, og kom því ekki til neinnar atkvæðagreiðslu í flugráði um val milli tveggja hæfra umsækj- enda um áætlunarleyfin. Meginatriði og aukaatriði í framhaldi af ákvörðun sam- gönguráðherra 18. þ.m. hefur Víglundur Þorsteinsson kosið að þyrla upp moldviðri vegna af- greiðslu málsins og verður tíðrætt um meint vanhæfi mitt til að sitja og stjórna fundum flugráðs. Hann hefur hins vegar lítið rætt um hvaða þjónustu hann hugðist bjóða í áætl- unarflugi til Amsterdam og Ham- borgar og með hvaða tækjum. Það er „skólabókardæmi“, þegar reynt er að sveigja athygli fjölmiðla og almennings frá meginatriðum og þess í stað einblínt á meint minni háttar formsatriði. í fjölmiðlayfirlýsingum Víglund- ar er t.d. ekkert minnst á þann farkost, sem ísflug tilgreindi til áætlunarflugsins, — og það eru e.t.v. skiljanlegar ástæður fyrir því. Upplýsingar um flugvélakost eru meðal grunnatriða, sem umsækj- andi þarf að leggja fram, og þar sem þær upplýsingar ísflugs eru nú meðal opinberra gagna málsins, er ekkert því til fyrirstöðu að minna á þær. Undirstrikað skal, að ekki kom til sérstakra umræðna í flugráði um fyrirhugaðan flugvélakost ísflugs, þar sem umsókn félagsins full- nægði ekki settum fjárhagsskilyrð- um. Um er að ræða 22 ára gamla B737-200 leiguflugvél, skráð í Honduras, en nú staðsett í Costa Rica. Hún hefur að baki yfir 70.000 flug, og þarf því með hliðsjón af því og háum aldri að gangast undir meiri háttar „öldrunaraðgerð“ svo alþjóðlegum lofthæfiákvæðum verði fullnægt. Leyfilegur hámarksþungi þessar- ar þotu í flugtaki er svo lítill, að hún getur með engu móti flutt eðli- iega arðhleðslu í flugi frá Amster- dam til íslands. Þá er hún ekki búin þeim öryggistækjum, sem nú er krafist í flugi yfir N-Atlantshaf- ið (,,MNPS“-kröfur). Umrædd flug- vél er jafnframt í þeim „hávaða- flokki“ að hún fengist ekki skrásett í neinu aðildarríkja EB og EFTA frá og með 1. nóv. nk., nema á íslandi, sem enn hefur ekki mótað opinbera stefnu á þessu sviði. Er þetta sá „öryggis- og gæða- staðall" sem stefna ber að í íslensku áætlunarflugi til og frá íslandi árið 1990? Vefst nú tunga um tönn! Höfundur er formaður flugráðs. INNSIGLUM FULL- ARSÆTTIR eftir Magnús Helgason Sumarið 1988 skrifaði ég stutta grein í Morgunblaðið og hvatti sjálf- stæðismenn til að ná sáttum, en þá voru ennþá mikil leiðindi í flokknum eftir þau átök sem urðu vegna Alberts Guðmundssonar vor- ið 1987. Ég rifjaði upp ágreining sem varð meðal sjálfstæðismanna-eftir að Ólafur Thors myndaði Nýsköp- unarstjórnina árið 1944 með Al- þýðuflokki og sósíalistum. Þá neit- uðu fimm þingmenn okkar að styðja stjórnina og olli þessi sundrung að sjálfsögðu miklum skjálfta í röðum sjálfstæðismanna. í grein minni lýsti ég því þegar Ólafur Thors og Kristján Guðlaugsson ■ sættust á landsfundi flokksins á Akureyri árið 1948. í framhaldi af því hvatti ég reynda og vitra menn í röðum okk- ai- til að miðla málum og freista þess að ná sáttum milli flokksfor- ystunnar og Alberts. Bæði Þor- steinn Pálsson og Albert lýstu yfir ánægju með þessa tillögu. Frá því sumarið 1988 hefur mik- ið vatn runnið til sjávar og sem betur fer hafa sættir tekist með Albert og Sjálfstæðisflokknum, öll- um góðum sjálfstæðismönnum til ánægju. Ingi Björn Albertsson, sonur Al- berts, hefur einnig gengið til liðs við þingflokk okkar, eins og kunn- ugt er. Að margra mati var inn- ganga hans hinn táknræni atburður samheldni og sátta á nýjan leik. Það er skoðun mín að miklu varði að Ingi Björn hljóti góða kosningu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, að honum verði tryggt öruggt þingsæti á öflugum lista okkar. Með þeim hætti sýna sjálf- stæðismenn í Reykjavík það í verki að fullar sættir hafí verið innsiglað- ar og að flokkurinn standi heill og einhuga aftur. Ingi Björn hefur reyndar sýnt það í verki að hann er dugmikill og hæfur þingmaður sem kemur hlutunum í verk og nær árangri. Hann mun því ótvírætt verða fram- boði flokksins styrkur í áhrifasæti á listanum næsta vor. Magnús Helgason Nú er lag. Sjálfstæðisflokkurinn á möguleika á að vinna sinn mesta sigur frá upphafi í næstu alþingis- kosningum. En til þess þurfa allir að stánda saman sem einn maður gegn sundruðum öflum á vinstri kantinum. Gleymum ekki að innsigla fullar sættir. Tryggjum Inga Bimi öruggt sæti. Höfundur er frnmkvæmdastjóri Hörpu hf. FYRIRLIGGJANDI Þ. Þ0RGRIMSS0N & C0 Ármúla 29 Kjósum Þuríði Pálsdótt ur í örug’gt sæti eftir Jóhönnu Hrafnfjörð Nú líður senn að því að prófkjör hefjist. Það er því mikils vert að kjósa þá sem eru traustsins verðir. Ein af þeim er Þuríður Pálsdóttir. Ekki þarf að kynna hana sem óperusöngkonu, á því sviði er hún löngu landskunn. En hitt held ég að færri viti, hve vel hún hefur sett sig inn í stjórnmálin. Þó sann- aði hún það með eftirminnilegum fundi á Hótel Borg að henni voru skattamálin ekki ókunn. En á þeim fundi var aðal umræðuefnið hinn illræmdi ekknaskattur. Menningar- mál hefur hún einnig látið til sín taka. Heilbrigðis- og tryggingar- málum er hún líka mjög vel kunn- ug. Hún hefur öðlast þann þroska sem byggist á lífsreynslu, þreki og dugnaði, sem íslenska þjóðin má ekki fara á mis við til að geta tek- ist á við þau erfiðu verkefni sem bíða næsta Alþingis. Þess vegna skulum við veita henni veglegt brautargengi. Höfundur er Ijósmóðir og í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins. Jóhanna Hrafnfjörð Til sölu eöa leigu er þetta iðnaðar- eða verksmiðjuhús á besta stað við Hafnarfjarð- arhöfn. Einnig hentugt fyrir verktakastarfsemi eða skipaafgreiðslu. Rúmgóð lóð. Vélsmiója Hafnarfjaróar hf., simi50145. / Tryggjum farsæla forystu í Reykjavík Þegar taka þarf til hendi kemur reynslan að góðu gagni. Farsæl forysta tryggir árangur. Stuðningsmenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.